Morgunblaðið - 09.07.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 45
I
>
I
1
>
I
I
i
I
I
I
J
I
I
1
I
I
I
4
í
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
MYNDIN „Men in Black“ er átoppnum í Bandaríkjunum.
Ymiskonar skepnur koma við sögu í myndinni.
Svartklæddir á
toppnum
EINS OG búist hafði verið við tröll-
reið kvikmyndin „Men in Black“
kvikmyndahúsum vestra þegar hún
var frumsýnd um helgina. Aðsókn
var gífurleg, enda hafði umtalið
verið mikið vikurnar fyrir frumsýn-
inguna. Aðeins framhaldsmyndir
hafa hlotið meiri aðsókn fyrstu
helgina og aldrei áður hefur mynd
náð jafn góðum árangri yfír þjóðhá-
tíðarhelgina. Fyrra þjóðhátíðarmet-
ið átti „Independence Day“ sem
náði inn 50 milljónum dollara fyrir
ári.
Gamanmyndin „Out to Sea“ með
Jack Lemmon og Walter Matthau
í aðalhlutverkum náði aðeins sjötta
sæti frumsýningarhelgina. Við
fýrstu sýn virðist það lakur árang-
ur, en þegar nánar er að gáð kem-
ur í ljós að þeir félagar geta vel
við unað. Tekjur myndarinnar (tæp-
lega 6 milljónir dollara) eru ekki
miklu minni en tekjur fýrri mynda
þeirra sem slógu í gegn, „Grumpy
Old Men“ (7,5 m.$) og „Grumpier
Old Men“ (7,8 m.$). Báðar enduðu
þær í 70-80 milljónum. Aðdráttar-
afl Matthaus og Lemmons virðist
því lítið fara dvínandi.
AÐSÓKN
laríkjunutn
BÍÓAÐSÓKN
í Bandaríkjunum
BÍÓAÐSÓKN
í Bandaríkjunum I
BI0AÐ5
í Bandarí
Titm Síðasta vika Alls
lil. (-■) MeninBlack 3.574,9 m.kr. 51,1 m.$ 84,1 m.$
2.(1.) Face/Off 1.124,9 mkr. 16,1 m.$ 51,5 m.$
13. (2.) Hercules 853,3 m.kr. 12,2 m.$ 50,0 m.$
4. (4.) My Best Friend's Wedding 757,4 m.kr. 10,8 m.$ 69,3 m.$
15. (3.) Batman&Robin 562,1 m.kr. 8,0 m.$ 90,7 m.$
6. (-.) Out to Sea 412,3 m.kr. 5,9 m.$ 7,7 m.$
7. (5.) ConAir 265,3 m.kr. 3,8 m.$ 85,1 m.$
8- (6) The Lost World: Jurassic Park 182m.kr. 2,6 m.$ 218,3 m.$
9. (-.) WildAmerica 126,7 m.kr. 1,8 m.$ 2,9 m.$
10. (7) Sneed 2: Cruise Control 106,4 m.kr. 1,5 m.$ 41,1 m.$
Vika í
París
16. og 23. júlí
frá kr. 29.900
Heimsferðir hafa nú fengið örfá viðbótarsæti til Parísar
16. og 23. júlí og bjóða nú einstakt tilboð á Beaugency
hótelinu í bjarta Parísar. Öll herbergi með sér baði, sjón-
varpi, síma og morgunverður innifalinn.
Þú getur valið um að kaupa aðeins flugsæti, flug og gist-
ingu eða flug og bíl og tryggt þér viku í París á einstöku
verði í þessari óviðjafnanlegu borg.
Verð kr. 21.272 Verðkr. 29.900
Vcrð pr. mann m.v. hjón með 2 börn, Vikuferð, flug og hótel, Hotel Beaugency,
flugsæti til Parísar fram og til baka í júlí. 16- °6 23- júlí- Skattar innifaldir.
Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600
Að lifa á leiknum -
NAVEEN Andrews var skólafé-
lagi Ewan McGregor og David
Thewlis í Guildhall School of Music
and Drama og margir telja hann
jafn hæfileikaríkan, en samt er
nafn hans ekki eins þekkt.
Andrews segir vandamálið vera að
þegar hann sæki um vinnu þá sjái
framleiðendurnir ekki leikara held-
ur þeldökkan mann af indverskum
uppruna.
Andrews hefur þó ekki verið
atvinnulaus leikari. Hann hefur t.d.
leikið í verkum fyrir BBC, og mynd
Hanif Kureishi „London Kills Me“.
Sumum hlutverkum sem hann hef-
ur tekið að sér vill hann helst
gleyma eins og hlutverki pakist-
anska sveitasöngvarans í gaman-
myndinni „Wild West“. Ánægðast-
ur er Andrews með frammistöðu
sína í sjónvarpsþáttunum „The
Buddha of Suburbia" og hlutverki
sprengjusérfræðingsins Kip í „The
English Patient" enda hafa þessi
hlutverk breytt móttökunum hjá
framleiðendum nokkuð.
Nýjasta mynd Andrews er
NAVEEN Andrews hefur náð
athygli Hollywood-
framleiðanda.
„Kama Sutra“ sem Mira Nair leik-
stýrir. Þar leikur hann aðalkarl-
hlutverkið, 16. aldar prins sem
lendir í ástarþríhyrningi með eigin-
konu sinni og æskuvinkonu henn-
ar, sem er þjónustustúlka.
Andrews var mjög ánægður að fá
tækifæri til þess að vinna með
Nair en hann hefur verið aðdáandi
hennar síðan hann sá „Salaam
Bombay“.
Næsta verkefni Andrews er
bandarísk endurgerð á „Mighty
Joe Young“. Tökur eru að heíjast
á Hawaii undir stjóm Ron Und-
erwood en aðalkvenhlutverkið er í
höndum Charlize Theron. Upp-
runalega myndin frá 1949 segir
frá risavöxnum apa sem gerir allt
vitlaust í Los Angeles.
„Ég reyni að forðast „stereótýp-
ur“, en er samt praktískur. Ef mér
eru boðnir miklir peningar fyrir
að þvælast um í frumskógi þá segi
ég ekki nei. Ef ég á að vera alveg
heiðarlegur þá verð ég að viður-
kenna að eftir því sem ég verð
eldri er ég frekar tilbúinn að taka
að mér hlutverk eingöngu vegna
launaávísunarinnar," sagði
Andrews nýlega í viðtali í Premi-
ere.
a morgun
afsláttur
4
i
í