Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ KINIATTSPYRNA Morgunblaðið/Björn Gíslason um sl. helgl eins sjá má hér Samstilltur hópur „ÞAÐ er fyrst og fremst sam- stilltur og frábær hópur sem gerði það að verkum að við unnum Essobikarinn," sagði Leifur Garðarsson, þjáifari KR-inga, eftir að hafatekið við þessum glæsilegu verð- launum. „Strákarnir hafa verið mjög duglegir að æfa frá því í haust og lagt sig alla fram. Gengi okkar á þessu móti er í raun upp- skera þess starfs sem fram fer þjá KR sem ég tel vera mjög öflugt, bæði hjá þeim sem stjórna og ekki síst for- eldrum sem eru mjög dugleg- ir í starfinu. Strákarnir höfðu mjög gaman af því að spila á mótinu og tel ég það mikinn skóla fyrir þá að koma hingað og leika. Þeir þurfa að taka tillit til þess að hópurinn er stór og verða að vinna saman sem heild innan vallar sem utan.“ 750 drengir við leik og glens á Akureyrí „MÓTIÐ var í alla staði mjög vel heppnað og má segja að það hafi gengið hnökralítið fyrir sig,“ sagði Magnús Már Þorvaldsson hjá KA að loknu Essomótinu í 5. flokki sem haldið var í ellefta sinn á Ak- ureyri um síðustu helgi. Að þessu sinni mættu 23 lið til leiks og var keppt í A-,B-,C- og D-liðum og áður en yfir lauk voru leikirnir orðnir 260 sem fram fóru á KA svæðinu. fyrir norðan og aðkomumenn sjá sér því leik á borði að skjóta á okkur þegar ekki sést til sólar, en við tökum því auðvitað mjög vel.“ Grótta fékk háttvísiverðlaun Lið Gróttu fékk að þessu sinni hinn svokallaðann Sveinsbikar en hann er veittur því liði sem er háttvísast í mótinu. Ekkert gefið eftir ÞAD var ekkert geflð eftir í leikjunum í Essómótinu á Aukureyri úr leik KR og Vals. Það voru um 750 þátttakendur á þessu móti og þegar tekið er tillit til þeirra sem fylgja liðun- um reikna ég með því að hingað ^■■■Hi ‘ bæinn hafi komið Reynir B. á annað þúsund Eiríksson manns. Þá má ekki skrifar gleyma því að um þessa helgi eru einnig Pollamót Þórs [leikmenn 30 ára og eldri] og þar er líklega við- líka fjöldi þannig að það kæmi mér ekki á óvart þó fjölgað hafi í bæn- um um allt að 3.000 manns um þessa helgi. Þetta er orðin ein stærsta ferðamannahelgin hér um slóðir," sagði Magnús. „Við höfum verið nokkuð heppnir með veður, þÓtt það hafí rignt hefur það yfir- leitt verið á kvöldin og snemma morguns keppnisdagana þ.a. það hefur ekki sett mark sitt á keppn- ina. Utan keppninnar sjálfrar fór- um við með alla.í Kjamaskóg eitt kvöldið og áttum þar saman góða kvoldstund við leik og glens. Það eina sem kvartað hefur ver- ið yfir er þegar sólin sýnir sig ekki, en við höfum verið mjög duglegir við það í undirbúningi mótsins að segja hversu gott veðrið er hér Morgunblaðið/Reynir LIÐ ÍR, sigurvegari í keppnl A-llða. Aftari röð f.v. Eyjólfur Héðlnsson, Magnús Halldórsson, Árni Jón Baldursson, Jóhann Bjarnason og Valdimar Stefánsson þjálfarl. Fremri röð f.v. Jón Trausti Sölvason, Hafþór Örn Oddsson, Trausti Björn Ríkharðsson og Tómas Árni Ómarsson. Feðgar að keppa Á GÖNGU sinni um svæðj KA rakst blaðamaður á Jón Örn Ámundason og var hann greinilega tilbúinn að fara inn á, var í búningi og fótboltas- kóm. Það mátti þó greinlega sjá að hann var ekki gjald- gengur á þessu móti því hann er fyrir löngu orðinn gjald- gengur á Pollamóti Þórs og því var hann spurður hvor hann væri ekki að villast á völlum á Akureyri. „Eg á strák, Hrólf Örn, sem er að spila hérna og svo tók ég þátt í Pollamóti Þórs þar sem ég keppti með Fram í Lávarða- deildinni. Því miður tognaði ég í fyrsta leik og var lítið með eftir það. Ég hef því ver- ið meira hérna á KA-vellinum að fylgjast með guttunum. Ég kom nú reyndar einkum hing- að norður til að fylgjast með Essomótinu en fyrst Pollmótið var haldið á sama tíma tók ég skóna með og var ætlunin að ég yrði vara-varamaður þjá Fram en þar sem vantaði leikmenn lenti ég strax í lið- inu. Það er mjög skemmtilegt að vera hérna og taka þátt í báðum mótunum og ég stefni svo sannarlega að því að koma aftur að ári liðnu og vera með. Ég fylgi stráknum alltaf eftir og fór ég á bæði mótin í Eyjum þegar þeir fóru þang- að. Það er nyög duglegur hópur af foreldrum í kringum þetta hjá okkur og hefur myndast góð vinátta okkar á milli í gegnum boltann. Mér finnst maður líka upplifa að spila fótbolta í gegnum strák- ana.“ Nú var Hrólfur Örn kominn og tilvalið að spjalla við hann. „Ég keppni með B-liði Fram og hefur okkur gengið alveg ágætlega á þessu móti svo og í sumar. Það er alveg rosalega gaman að koma hingað og keppa, alveg eins og það var mjög skemmtilegt að fara á mótin í Eyjum. Eg er sko al- veg viss um að koma hingað á næsta ári, það er svo gam- an,“ sagði Hrólfur Örn og var rokinn til að hita upp fyrir næsta leik og pabbinn fylgdi auðvitað í humátt á eftir. iaéATÚH: FYLKIR var sigurvegari í keppni B- liða. Aftari röð f.v. Haukur Erlings- son, Einar Pétursson, Hjörtur Torfi Halldórsson, Stefán Sveinbjörnsson, ívar Baldursson, Júlíus B. Bjarnason aðstoðarþjálfari, Vanda Sigurgeirs- dóttir þjálfari. Fremrl röð f.v. Guðni Stefán Gunnarsson, Sigurþór Slg- urðsson, Jakob Óskar Heiðarsson, Hrannar Lelfsson og Slgurður Helgi Harðarson. Skora á Olís „ÉG skora á Olís að taka nú að sér 4. flokkinn og halda mót fyrir hann á svipuðum nótum og Shellmótið í Eyjum og Essomótið héma,“ sagði Jón Örn Ámundason þegar blm. ræddi við hann. „Olís-mótið mætti t.d. halda í Borgamesi. Það er mjög gaman að koma á þessi mót og í raun alveg ómögulegt að hugsa til þess að það sé ekkert mót fyrir 4. flokk, þannig að ég skora enn og aftur á 01ís.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.