Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 8
 GOLF Karen Sævarsdóttirstefnirá að leika meðal bestu kvenkylfinga heims VI Víkingur- i mérgefst ekki upp“ KAREN Sævarsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Suöurnesja, leikur um þessar mundir á Futures-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Kepp- endur á þeirri röð banka ört á dyrnar að LPGA-mótunum, þar sem sterkustu kvenkylfingar heims ieika. Margir eru til kallaðir, en fáir útvaldir. Karen var stödd hér á landi í síðustu viku og náði blaðamaður Morgunblaðsins tali af henni þegar hún var viðstödd golfmót, sem haldið vartil aðfjármagna að hluta þátt- töku hennar á bandarísku mótunum. - N,» '• j i’ i£ á'>4v'víí? ■. /-• ? tv ' X' **<V ::y"--* /£••, ' *• ■..:'.■ v'‘í A í’.ÍV ■' Morgunblaðið/Björn Blöndal KAREN Sævarsdóttlr stendur f stórræðum á Futures-móta- röðlnnl í Bandaríkjunum um þessar mundlr. Hór bregður hún á lelk á Hólmsvelll f Lelru, heimavelll sínum. Karen útskrifaðist frá Lamar- háskólanum í Texas í desem- ber, en aðalnámsgrein hennar var markaðsfræði. eftir Fyrsta mótið á Fut- Edwin ure-röðinni fór fram Rögnvaldsson í lok apríl. Karen hefur leikið á sjö mótum á þessu ári, en alls eru 19 mót haldin á hveiju tímabili. Mán- aðarlangt hlé er gert á keppni í ágúst og september, en þá taka kylfingarnir þátt í undankeppni, „Q School“, fyrir LPGA-mótaröðina. Undankeppni þessi er löng og ströng og mun Karen taka þátt í henni í fyrsta sinn í lok ágúst. „Eg fæ fyrst og fremst mikla reynslu úr undankeppninni. Flestir eru mjög taugaóstyrkir í henni og stelpurnar, sem hafa verið í þessu í nokkur ár, tala um mikla kvöl. Ég vona aftur á móti að ég verði í réttu hugarástandi, haldi ró minni og nái þannig að gera mitt besta. Markmið- ið er að komast inn á LPGA-móta- röðina,“ segir hún, en undankeppnin tekur þijár vikur og skipta þátttak- endur hundruðum. Aðeins örfáir tugir komast áfram. „Þær sem hafa keppt á LPGA-röðinni og misst þátt- tökuréttinn, verða þarna líka og freista þess að komast aftur inn. Það eru margir sem reyna að kom- ast í gegn ár eftir ár,“ segir Karen. Með þelm högglengstu Karenu hefur gengið þokkalega i mótum ársins, að eigin sögn, en hefur þó átt í erfiðleikum með stuttu höggin. „Ég hef verið um miðjan hóp, en ég get betur. Ég held ótrauð áfram og víkingurinn í mér gefst ekki upp. Ég hef átt nokkur slæm mót, en að sama skapi hefur mér gengið ágætlega á nokkrum öðrum. 1 fyrstu átti ég í erfiðleikum með flest stutt högg, en nú hef ég náð ágætum tökum á áttatíu til níutíu metra höggunum. Ég er á meðal þeirra högglengstu á mótaröðinni, en ég græði lítið á því. Ég hef aftur á móti átt í vandræðum með púttin. Ég er oftast með 35 til 36 pútt eða þar um bil, á meðan flestar hinar stelpurnar eru með 28 til 29 pútt. Mótin eru haldin víðsvegar um Bandaríkin og því þarf ég að venj- ast mörgum mismunandi grasteg- undum á flötunum. Ég hef alls ekki slæma tækni, en vantar sjálfs- öryggi. Það er allt öðruvísi hér heima, þar sem flatirnar eru næstum allar eins. Ég þarf því að einbeita mér að púttunum á næstunni," sagði Karen. Hún segir að vellirnir, sem leikið er á í mótunum, séu nokkuð lengri en þeir sem notaðir eru á mótum þeirra bestu. „Vellirnir sem við leik- um á eru mjög sjaldan styttri en 5.600 metrar. Það var haidinn fund- ur á meðal keppenda og ég sat bara og hlustaði. Þessar reyndu stelpur kvörtuðu yfir lengd vallanna og það sást á árangrinum. Höggafjöldinn hjá þeirri bestu var við parið. Þær töluðu um að ef vellirnir væru styttri, myndu fleiri áhorfendur koma til að fylgjast með,“ segir Karen. „Það voru um 800 manns á vellinum einn föstudaginn og átti þá eftir að auk- ast yfir helgina, en venjulega ganga um tíu til fímmtán manns með okk- ur, þótt við séum ekki í baráttu um sigur. Áhorfendum er leyft að ganga með okkur á brautunum, ef við sam- þykkjum það. Þær eru ekki girtar af og það þykir þeim spennandi,“ segir hún. Þátttaka á mótaröðum í Banda- ríkjunum er mjög kostnaðarsöm og löng ferðalögin taka sinn toll. „Þetta er mjög dýrt. Vikan kostar u.þ.b. 35 þúsund krónur, en ég er að reyna að fá hjálp. Það hefur gengið ágæt- lega, en ekki nógu vel. Ég vil helst hafa allt klappað og klárt og ekki hafa áhyggjur. Þetta gengur þó naumlega upp. Ég kvarta ekki, en ég verð ekki rík þetta árið. Ég er fyrst og fremst að læra og afla mér reynslu. Það líður ekki vika án þess að ég læri eitthvað nýtt. Það er mjög gaman. Það er mjög mikið um ferðalög. Við keyrum e.t.v. frá Flórída til Virginíu á milli móta og það tekur langan tíma. Fyrsta mánuðinn keyrði ég frá Houston til Orlando og það tók mig um þrjátíu klukku- stundir. Ég hef keyrt um fimmtán þúsund mílur (rúma 23.000 km) síð- an í apríl og á eftir að keyra ennþá meira. Mánudagar og þriðjudagar fara oftast í ferðalög og æfingar, en mótin fara oftast fram frá föstu- degi til sunnudags. Tíminn líður því mjög hratt þarna úti. Ég ferðast yfirleitt með stúlku, sem lærði í Texas með mér, og stundum ann- arri, sem er frá Missouri. Það minnk- ar kostnað. Mótaröðin bíður líka oft upp á gistingu. Þá er hægt að gista hjá meðlimi í þeim klúbbi, sem held- ur mótið. Þannig er hægt að spara um fimmtán þúsund krónur í hótel- kostnað á viku,“ segir Karen. Rekur ferðaskrifstofu Auk ferðalaganna þarf Karen að beijast við mikinn hita. „Ég er alltaf í basli með hitann og mér skilst að hitinn verði jafnvel enn meiri þegar ég kem aftur. Ég hef verið við nám í Texas, en á samt enn eftir að venj- ast hitanum," segir hún. Karen hef- ur hlotið nokkra _ athygli fyrir að vera frá íslandi. „Ég fæ mjög marg- ar spurningar, m.a. hvort það sé líf á íslandi. Það trúir enginn að íslend-. ingur sé framarlega í íþrótt sem krefst mikillar útivistar og halda því að ég eigi aðeins ættir að rekja til íslands. Það hefur oft verið hringt í mig og spurt um landið. Það mætti stundum halda að ég ræki ferða- skrifstofu, en það er mjög gaman að fá að kynna landið,“ segir hún. Karen hefur einu sinni komist á forsíðu dagblaðs ytra, þegar þrumur og eldingar skullu á þegar Karen var rétt hálfnuð með hringinn. „Ég var eitthvað að gretta mig og ljós- myndarinn tók mynd af mér. Þetta var á fyrsta mótinu okkar. Ég hef farið í tvö blaðaviðtöl og hef komið fram í sjónvarpi," segir Karen. FOLX ■ VIGDÍS Guðjónsdóttir spjót- kastari úr HSK og Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari úr FH keppa um helgina á Evrópumeistara- móti 20 til 22 ára í fijálsíþróttum sem fram fer í Turku í Finnlandi. ■ SVEN Nylander frá Svíþjóð besti hlaupari Norðurlandanna í 400 m grindahlaupi karla undanfarin ár keppti í síðasta sinn á stórmóti í fijálsíþróttum á stigamóti Alþjóða- fijálsíþróttasambandsins í Stokk- hólmi á mánudaginn. Hann hefur ákveðið að leggja keppnisskóna á hilluna. ■ NYLANDER sem er 35 ára hafnaði í 3. sæti í 400 m grinda- hlaupi á Ólympíuleikunum í fyrra og setti þá bæði sænskt met og Norðurlandamet, 47,98 sekúndur. Hann varð í 4. sæti í sömu grein á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984. Á mótinu í Stokkhólmi varð hann hins vegar í 8. og síðasta sæti á 50,02 sek. ■ JOSE Perez 400 m grindahlaup- ari frá Kúbu hefur óskað eftir pólit- ísku hæli í Bandaríkjunum. Perez sem hafnaði í 3. sæti 400 m grinda- hlaupi á meistaramóti Mið-Ameríku- ríkja og karabísku eyjanna nýlega hvarf af hóteli sínu að keppni lok- inni og hefur hans verið leitað allt þar til hann skaut upp kollinum í Bandarikjunum í byijun vikunnar. ■ DANIELA Bartova stangar- stökkvari setti á þriðjudaginn Evr- ópumet kvenna í stangarstökki ut- anhúss á meistaramóti Tékklands er hún stökk 4,33 m. ■ DANEIL Komen heimsmethafi í 3.000 m hlaupi ætlar að gera til- raun til að bæta heimsmetið í tveggja mílna hlaupi á móti í Hec- htel í Belgíu 19. þessa mánaðar. Metið á Haile Gebrselassie 8.01,08 mín. sett í Hengelo í Hollandi í lok maí sl., en þá bætti hann met Kom- ans um 2,5 sek. ■ KOMEN hefur reyndar ekki náð að sýna sitt rétta andlit á hlaupa- brautinni upp á síðkastið. „Hann var veikur í síðustu viku og þess vegna náði hann sér ekki á strik á Bislett- leikunum og í Stokkhólmi,“ sagði talsmaður hlauparans í vikunni. „Hann er að ná sér á strik og ég veit að hann verður orðinn hress þann 19.“ ■ MICHAEL Johnson heims- og ólympíumeistari í 200 og 400 m hlaupi gæti eftir allt verið á meðal keppenda í 200 hlaupi þrátt fyrir að hafa ekki keppt á úrtökumóti Bandaríkjanna. Alþjóða fijáls- íþróttasambandið mun á allra næstu dögum ákveða hvort þeir heims- meistarar, sem ekki unnu sér þátt- tökurétt á heimsmeistaramótinu, fái að reyna að veija titla sína. ■ TONY Yeboah, Ghanabúinn í enska knattspyrnuliðinu Leeds Un- ited, hótar að hverfa aftur til heima- lands síns ef George Graham, knattspyrnustjóri félagsins, fullviss- ar hann ekki um að hann fái tæki- færi til að leika með liðinu á næsta tímabili. . ■ GABRIEL Batistuta, argent- ínski landsliðmaðurinn í liði Fiorent- ina, sagðist í viðtali við spænskt dagblað vilja leika með Real Madrid, ef Barcelona býður ekki betur en tæpa 1,3 milljarða króna, sem liðið gerði á dögunum. ■ PAULO Nunez, sem leikur með brasilíska liðinu Gremio, er vænt- anlegur til Benfica, en þar gengst hann undir læknisskoðun og skrifar undir fjögurra ára samning ef hann stenst hana. ■ TOTTENHAM er nú í þann mund að bjóða tæpar 700 milljónir króna í tvo leikmenn Newcastle, þá Les Ferdinand og David Gin- ola. Liðið hafði áður boðið tæpar 490 milljónir króna í Ferdinand, en því var hafnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.