Morgunblaðið - 14.08.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 14.08.1997, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumteikningin að húsi MR fundin í Kaupmannahöfn Frumteikning J0rgens Hansens Kochs arki- tekts af Latínuskólan- um (nú Menntaskólan- um) í Reykjavík frá ár- inu 1842 fannst fyrir skömmu í skjalasafni Rentukammersins í Kaupmannahöfn. / A teikningunni má glöggt sjá að Koch ætlaði skólanum upp- haflega annað útlit en hann hefur í dag. FINNANDI teikningarinnar, sem hefur verið týnd í hálfa aðra öld, er Ida Haugsted listsagnfræðingur, sem rannsakað hefur verk danskra arkitekta á íslandi, einkum þeirra Kochs og L.A. Winstrups, sem teiknaði stækkun og endurbygg- ingu Dómkirkjunnar árið 1846. Samkvæmt teikningnni munar mest um kvistinn, en fyrstu árin eftir að skólinn var reistur var hann miklu minni en hann varð síðar og átti eingöngu að gegna því hlut- verki að hýsa klukku, sem auðveld- aði skólapiltum og öðrum bæjarbú- um að fylgjast með tímanum. Haugsted segist hafa haft mikinn áhuga á verkum Kochs; hann hafi verið einkar vandaður arkitekt og undir miklum áhrifum frá nýklass- íska stílnum. Hafi hann meðal ann- ars ferðazt til Aþenu og Rómar og kynnt sér klassíska byggingarlist. Einkenni hennar megi glöggt sjá i byggingum hans, þar á meðal lat- ínuskólum sem reistir voru í Hró- arskeldu, Hillerod og Odense um svipað leyti og Latínuskólinn reis í Reykjavík. Haugsted segist hafa séð í bréf- um, sem gengu á milli Danmerkur og íslands um flutning Latínuskól- ans frá Bessastöðum til Reykjavík- ur, að teikning Kochs að skólanum hafi verið send stiftsyfirvöldum á íslandi árið 1842 og komið aftur með athugasemdum, en sjálfa teikninguna hafi vantað í skjölin, sem hún hafi haft aðgang að og enginn vitað hvar hana væri að finna. Eina timburhús Kochs Loks hafi gamall safnvörður í Ríkisskjalasafninu í Kaupmanna- höfn fengið áhuga á málinu og fundið teikninguna í skjalavöndli, þar sem hún fylgdi skjali um ákvörðun Danakonungs um að skólahúsið skyldi reist. Haugsted segir Latínuskólann sérstakan á meðal verka Kochs fyr- ir þær sakir að hann hafi ekki teiknað önnur timburhús svo vitað sé. Hugsanlegt sé að skólinn hafi upphaflega átt að verða bindings- verkshús með borðaldæðningu að utan. Niðurstaðan varð sú að hann var reistur sem norskt bjálkahús og var timbrið í skólann höggvið til í Kristjánssandi í Noregi hjá Hart- mann timburkaupmanni. Þar var skólinn líka reistur áður en hann var tekinn niður aftur og timbrið flutt til íslands. Ekki virðist hafa verið farið í einu og öllu eftir teikningu Kochs er skólinn var byggður. Til dæmis er ekki gert ráð fyrir gaflsneiðing- unum á þakinu á teikningunni og segist Haugsted ekki kunna skýr- ingar á því að teikningunni var ekki fylgt að þessu leyti. Þá er miðað við að borðaklæðningin utan á skólan- r ÞANNIG lítur Menntaskólinn út í dag. TEIKNING Kochs af Latínuskóla í Reykjavík. Efst má sjá útlit fram- hliðar hússins eins og Koch hugsaði sér hana. Neðar eru grunnmyndir af 1. og 2. hæð hússi um sé lárétt en ekki lóðrétt. Haug- sted segir að það kunni að vera til merkis um að skólinn hafi átt að verða bindingsverkshús en ekki norskt bjálkahús eins og raunin varð. Borgundarhólmsklukka í sárabætur Skólinn var hins vegar upphaf- lega byggður með litla kvistinum, sem Koch teiknaði, þó með þeirri breytingu að þak hans var beint en ekki bogadregið. Enn má sjá móta fyrir upphaflegri breidd kvistsins á framhlið Menntaskólahússins. Hins vegar kom aldrei klukka í kvistinn; ekki virðist hafa verið pláss fyrir hana og þá töldu yfirvöld að hún yrði of dýr. Haugsted segist hins vegar hafa fundið bréf frá Svein- bimi Egilssyni, fyrsta rektor Lat- ínuskólans, þar sem hann kvarti undan því að engin sé klukkan í skólanum. Slíkt sé óþolandi, því að skólapiltar séu sífellt að koma inn af lóðinni og spyrja kennarana hvað tímanum líði. Nauðsynlegt sé að fá í skólann rómsterka klukku, þannig að hljómur hennar heyrist út á skólalóðina. Niðurstaðan varð sú að Funch, úrsmið í Kaupmannahöfn, var falið að smíða úrverk í Borgundarhólms- Borgundarhólmsklukkan sem kom í stað klukkunnar sem átti að vera í kvistinum. klukkuna sem staðið hefur í and- dyri skólans síðastliðin 150 ár. Um þessa klukku skrifaði sr. Jens Hjaltalín, sem var í Latínuskólan- um árin 1858-1864: „Aðeins hef jeg gleymt að segja frá því að á ganginum hjá stiganum upp upp á loptið stóð fima stór pendula klukka, stórt 8 daga verk, með skærum, hvellum og atkvæðamikl- um hljómi, sem heyrðist um allt húsið, jafnvel inn á fjarlægðustu lokuð herbergi. Hann sögðu menn að þegar dyr skólans stóðu opnar, og logn var, þá hefði heyrst vestur í bæ þegar hún sló. Þessi klukka varð okkur opt til leiðbeiningar og aðvörunar." Klukkukvisturinn, sem aldrei varð til gagns, var fjarlægður árið 1848 og teiknaði Koch þá núverandi kvist á húsið. Funch úrsmiður smíðaði hins vegar aðra klukku, sem sett var í hinn nýja Dóm- kirkjutum og gátu bæjarbúar þá fylgzt með því hvað tímanum leið. „Samnorræn bygging" Haugsted hefur á prjónunum að skrifa tímaritsgrein um íslandsfór L.A. Winstrups og bók um verk danskra arkitekta á 19. öld, einkum þeirra Winstmps og Kochs, á ís- landi og í Noregi. Hún segist eink- ar hrifin af sögu húss Menntaskól- ans: „Hann er íslenzkur skóli, teiknaður af dönskum arkitekt og smíðaður í Noregi. Þetta er sann- kölluð samnorræn bygging.“ Skipaður verjandi ekkjunnar JÚLÍUS B. Georgsson, dóm- arafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur, skipaði á þriðju- dag Brynjar Níelsson héraðs- dómslögmann verjanda konu, sem óskað hefur eftir því að verða svipt fjárræði. Ríkislögreglustjóraemb- ættið hefur nú til rannsóknar hvort millifærslur af banka- reikningi konunnar inn á reikning manns, sem hafði að- stoðað hana, vom gerðar með vitund hennar og vilja. Konan, sem er öldrað ekkja, hefur haft fjárræði en mun hafa skort yfirsýn yfir fjármál sín. Upphæðimar sem um ræðir nema tugum milljóna króna. Konan lagði fram beiðni um fjárræðissviptingu í lok júlí og var sú beiðni þingfest í Hér- aðsdómi Reykjavíkur 1. ágúst sl. Þá var málinu frestað til sl. þriðjudags þegar henni var skipaður verjandi, Brynjar Níelsson hdl., og fékk hann afhent gögn málsins. Dóm- stjóri úthlutaði síðan Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara málinu. Hann mun taka efnis- lega afstöðu til beiðni konunn- ar. Verði á hana fallist mun sýslumaðurinn í Reykjavík skipa konunni lögráðamann. Rótarýhreyfingin í Georgíu-fylki styrkir háskólanema Átta ís- lendingar í hópi 80 útlendinga ÁTTA stúlkur frá íslandi verða í hópi 80 útlendinga sem rótarýhreyfingin í Georgíu- fylki í Bandaríkjunum styrkir til háskólanáms þar næsta vet- ur. Árlega berast mörg hundr- uð umsóknir um þessa styrki úr öllum heimshomum og komast því mun færri að en vilja. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði fréttabréfs Rótarý- umdæmisins á Islandi, Rotary Intemational. Segir þar að þetta háa hlutfall Islendinga í hópi styrkþega bendi til þess að íslendingarnir, sem fengið hafi þá undanfarin ár, hafi staðið sig vel. Frá því Georgíu- menn tóku að veita þessa styrki árið 1946 hafa 39 ís- lendingar hlotið þá að stúlkun- um átta meðtöldum. Hafa sum árin farið einn, tveir eða þrír og stundum enginn „vegna sinnuleysis klúbbanna við að kynna styrkina,“ segir í frétta- bréfmu. Stúlkumar sem fá styrkina nú eru: Jóna Ámundadóttir frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, Ása Lúðvíksdóttir og Þóra Valsdóttir frá Rótarýklúbbi Reykjavíkur, Fanney Karls- dóttir frá Reykjavík-Austur- bæ, Margrét Bjamadóttir, Ólöf Magnúsdóttir og Sigrún Valsdóttir frá Reykjavík- Breiðholti og Helga Þorsteins- dóttir frá Reykjavík-Miðborg. í fyrra sóttu fimm íslending- ar um styrk og fengu þrír, þar áður sóttu þrír og tveir fengu og skólaárið 1994 til 1995 sóttu tveir og fengu báðir. I I I I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.