Morgunblaðið - 17.08.1997, Page 16

Morgunblaðið - 17.08.1997, Page 16
16 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ .Q £ £ £ £ Góður bolti! RúRek djasshátíðin verður sett í sjöunda sinn 10. september. Erlendir og innlendir listamenn koma fram á um fjórða tug tónleika og sem fyrr er áhersla lögð á frumflutning ís- •• lenskra verka. Orlygur Steinn Sigurjónsson kynnti sér dagskrána og ræddi við Guðmund Emilsson stjórnarform- ann hátíðarinnar og tónlistarráðunaut ríkisútvarpsins. TRÍÓ Björns Thoroddsens ásamt Agli Ólafssyni leikur á djassmessu i Árbæjarkirkju 14. september. SKIPULEGGJENDUR Rú- Rek-hátíðarinnar segja að uppistaða hennar sé djass sem höfðar ljúflega til allra, en skirrast þó ekki við að leita út á jaðra djasstónlistarinnar bæði land- fræðilega og í öðrum skilningi. Lett- neskum djasstónlistarmönnum og þýsku dans- og djassleikhúsfólki hefur verið boðið á hátíðina. Djass- leikhúsið er á mörkum ftjálsra leik- forma og helgisiða og fjallar sýning- in um það þegar Gagarin snýr aftur úr ferð sinni úr geimnum og sann- reynir að mannkynið hefur glatað minningum sínum. „Djassleikhúsið angar af spuna og er nokkuð sem við þekkjum ekki, en það verður án efa spennandi að kynnast því í ná- vígi,“ segir Guðmundur Emilsson. Þá verður í Árbæjarkirkju flutt djassmessa þar sem Tríó Björns Thoroddsens og Egill Ólafsson ann- ast messusvör og sálmasöng af djasslegum toga. Erkidæmið um jað- ardjass á hátíðinni er tíu saxófóna gjörningasveit frá Þýskalandi. Hljómsveitin leikur gjaman í fram- andlegu umhverfi eins og á járn- brautarstöðvum, í vatnsgeymum, sundlaugum og dómkirkjum. - En hví þessi jaðarsvæði á Rú- Rek '971 „Því er auðsvarað," segir Guðmundur. „Kúltur, og þar- með djasskúnst, er ekki kæk- ur, heldur „konsept" eða hugsun sem leitar sífelldrar endurnýjunar." FRANK Foster er gesta- stjórnandi Stórsveitar Reykjavíkur á tónleikum 13. sept- ember. JAZZBRÆÐUR eru ásamt fleirum fulltrúar yngri íslenskra djass- leikara flyija og frumsamið efni á Hótel Sögu 12. september. Fyrirkomulagi RúRek hátíðarinn- ar er þann veg farið að dag hvern eru síðdegistónleikar RúRek á veit- ingahúsinu Jómfrúnni við Lækjar- götu kl. 17 og síðan miðnæt- urtónleikar með nýstár- legu sniði á sama stað hvert kvöld kl. 23. „Þarna verður starf- ræktur Djassklúbbur RúRek með leður- sófaspjalli í beinni útsendingu á hveiju kvöldi. Það verður leik- djass til mið- mn nættis og síðan brestur á spuni í tali og tónum. Þar mun Þórir Bald- ursson sitja við Hammond orgelið í viðbragðsstöðu þegar gestir heíja söng eða hljóðfæraleik í beinni út- sendingu. Ennfremur gefst gestum þarna kostur á að hitta listamenn á hátíðinni og útvarpsmenn kappkosta að leita eftir áliti þeirra i viðtölum um lífið og djassinn," segir Guð- mundur. „Þetta er nýjung í menning- arlífinu sem færir listamanninn nær tónlistarunnendum og mig grunar að fleiri hátíðir taki þetta „messu- form“ upp í framtíðinni," segir Guð- mundur. Af viðameiri tónleikum má nefna sex tónleika í Súlnasal Hótels Sögu sem hefjast allir kl. 21. þann 10. september kl. 21 leika Pierre Dorge og New Jungle Orchestra, 12. september leika Djassbræður og Krafla, 13. september leikur Stór- sveit Reykjavíkur undir stjórn Frank Fosters gestastjórnanda hátíðarinn- ar. 17. september leikur Gunnlaugur Briem trommuleikari og útlendinga- hersveitin, 18. september er afmæl- ishátíð Áma ísleifssonar píanóleik- ara og 19. september leikur tríó Jacky Terrasson. í Sunnusal verða þrennir tónleikar kl. 21 dagana 11., 15. og 17. september, þar sem leika tríó Egils Straume, tríó Tómasar R. Einarssonar og RekSinki kvart- ettinn. Frumflutningur metnaðarmál Fmmflutningur íslenskra djass- verka er metnaðarmál RúRek og strax á setningarhátíðinni á miðviku- dag kl. 17 frumflytur Septett, skipað- ur Tríói Carls Möllers og strengja- kvartettinum M30 þætti úr Fjórðu víddinni eftir Carl Möller. Á föstudag frumflytja Jazzbræður og Krafla frumsamið efni, RekSinki kvartettinn frumflytur fimm djassverk eftir Björn Thoroddsen og á afmælishátíð Arna ísleifssonar verða frumflutt djassverk •. eftir Árna ísleifsson auk verka eftir I Steingrím Guðmundsson og Birgi Bragason til heiðurs afmælisbaminu. „Með frumflutningi íslenskra verka stuðlar RúRek að endurnýjun í djasst- ónsmíðum," segir Guðmundur um þessa áherslu hátíðarinnar. Guðmundur segist fagna því að á hátíðinni muni verða hægt að heyra fulltrúa yngri og eldri kynslóðar ís- lenskra djasslistamanna í bland við „fallstykkin", sem hann nefnir svo og á þar við erlenda gesti. „Ungir íslenskir djasslistamenn kveða sér hljóðs í hátíðarsamhengi og fær hver sveit eitt kvöld til að sýna hvað hún getur. Gott dæmi eru tónleikar með Jazzbræðrum og Kröflu á Hótel Sögu. Svo verður spennandi að fylgj- ast með snillingum á borð við Jacky Terrasson og tríói hans, sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda víða um heim auk Frank Fosters, sem að margra mati er arftaki Count Basie.“ Guðmundur segir að endingu að RúRek hátíðin sé lýsandi dæmi um samtakamátt menningarfýrirtækja, en auk RÚV taka Reykjavíkurborg og FÍH þátt í skipulagningu og fram- kvæmd RúRek. „Tiltrú manna á samstarf sem þetta hlýtur að aukast ef menn horfa til RúRek hátíðarinn- ar og ég vona að í framtíðinni verði stemmning fyrir sambærilegu sam- starfi á öðrum sviðum tónlistar." Guðmundur vildi að auki koma á framfæri þökkum til stjórnar RúRek hátíðarinnar,_ en hana skipa Árni Scheving, Ásgeir Sigurgestsson, Breki Karlsson, Friðrik Theódórsson og Sigurður Flosason. PÍANÓLEIKARINN Jacky Terrasson er einn gesta Rú- Rek hátíðarinnar og leikur á Hótel Sögu 19. september. ___________LISTIR ______ Dýfur í djassheimum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.