Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 39 FRETTIR SÓLVEIG Berg Björnsdóttir arkitekt tók við viðurkenningu úr hendi Kristins Magnússonar, formanns dómnefndar, en Asdís H. Ágústsdóttir gat ekki verið viðstödd athöfnina. Morgunblaðið/Jim Smart HÉR má sjá teikningu af þeirri tillögu sem varð hlutskörpust í samkeppninni. Úrslit í samkeppni um hönnun lækningaminjasafns Vinningstillagan frum- leg og hugvitssamleg TILLAGA Sólveigar Berg Björns- dóttur og Ásdísar H. Ágústsdóttur arkitekta varð hlutskörpust í iok- aðri samkeppni um hönnun nýs safnhúss fyrir iækningaminjasafn- ið Nesstofusafn á Seltjarnarnesi. Kristinn Magnússon, forstöðumað- ur Nesstofusafns og formaður dómnefndar samkeppninnar, kynnti þessa niðurstöðu sl. föstu- dag ásamt því að hann opnaði sýn- ingu í anddyri Þjóðminjasafns ís- lands á þeim fjórum tillögum sem bárust í samkeppnina. Nesstofusafn er kennt við Nes- stofu og í máli Kristins í gær kom fram að Nesstofa væri eitt af elstu steinhúsum landsins, en það er vestast á Seltjarnarnesi. Það hefði verið reist á árunum 1761 til 1763 fyrir fyrsta íslenska landlækninn, Bjarna Pálsson. Þjóðminjasafnið eignaðist Nesstofu á áttunda ára- tugnum en um það leyti voru uppi hugmyndir um að koma þar fyrir lækningaminjasafni. En til er fjöl- margt muna sem tengjast sögu heilbrigðismála á Islandi. Fljótlega varð hins vegar ljóst að Nesstofa væri of lítil til að geta hýst lækningaminjasafn ein og sér og því varð til sú hugmynd að reisa nýtt safnhús við Nesstofu sem gæti hýst aðalsýningar safnsins og aðra starfsemi þess, að því er kom fram í máli Kristins. Á fundi skipulagsnefndar Sel- tjarnarness undir lok síðast árs var staðfestur byggingarreitur fyrir væntanlegt safnhús norðanvert við Nesstofu. í framhaldi af því ákvað byggingarnefnd safnsins að haldin skyldi lokuð samkeppni um hönnun nýja safnhússins. Forval vegna samkeppninnar var auglýst í apríl sl. og af 32 aðilum sem lýstu yfir áhuga á því að taka þátt í keppn- inni_ var fjórum boðið að vera með: GLÁMA/KÍM, Kanon arkitektar, Sólveig Berg Björnsdóttir og Ásdís H. Ágústsdóttir arkitektar og 3A ÞRÍR ARKITEKTAR. Verktakakostnaður ekki hærri en 80 milljónir króna Allir þátttakendur skiluðu inn tillögum um miðjan júlí sl. og hafði dómnefndin það m.a. að leiðarljósi við störf sín að að nýtt hús myndi falla vel að umhverfinu og styrkja ásýnd Nesstofunnar. Þá skyldi við hönnun byggingarinnar fylgt kostnaðargát og stefnt að lægri verktakakostnaði en 80 milljónir króna. Að sögn Kristins var dóm- nefndin sammála um að allir höf- undar tillagnanna uppfylltu skilyrði samkeppninnar og að framsetning þeirra væri skýr og góð. í umsögn um tillöguna sem bar sigur úr býtum segir m.a. að tengsl nýrrar byggingar við núverandi hús og land séu sérstaklega frumleg og hugvitssamleg. Byggingin sé stílhrein og gott framlag nútíma arkitektúrs sem hluti af mannvirkj- um staðarins. „Tilraun höfunda að tengja útivistarsvæði inn á þak byggingarinnar og um leið draga úr áhrifum hennar af hlaði Nes- stofu er látlaus og sannfærandi,“ segir ennfremur í umsögninni. Auk Kristins voru í dómnefndinni Sig- ríður Sigurðardóttir arkitekt og Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt. Kristinn sagði að næsta skref væri að ljúka við hönnun hússins og þess yrði ekki langt að bíða að framkvæmdir yrðu hafnar. OPIÐ HUS ÍDAG SUNNUDAG ER OPIÐ HlJS MILLIKL. 16:00-19:00 FASTEIGNASALA Suðurlandsbraul 50 (bláu húsin við Faxafen) ® 533 43 OO Heiðargerði 41, í smáíbúðahverfinu. 166fm vandað einbýli á 2 hæðum með 25fm innb. bílskúr 3-4 svefnh.og stofur. Mikið uppgert hús m.a.nýstandsett eldhús og baðh. Stór og góður garður. Gott útsýni. Áhv.i 3,5m. í byggsj.lán. V. 13,9m. Gunnar og María sýna ykkur húsið. Stóriteigur 12, Mosfellsbær, 155fm endaraðhús á 2 h., ásamt 26 fm bílskúr. 4 herb. og stofur. S-austurverönd og fallegur garður. Áhv. 5,0m. Verð 10,9m. Anna tekur vel á móti ykkur. Laxakvísl 19, Ártúnsholt. 108fm neðri hæð til vinstri í fjórbýli. 3-4 herb. og stofur, þvottah. innan íbúðar, parket á gólfum. Bein sala eða athuga skipti á 4-5 herb. íbúð í Árbæ. Áhv. 4,0m. góð lán. Verð 9,2m. Linda sýnir íbúöina. Næfurás 14, Seláshverfi. 111fm 3ja herb., góð endafb. á 3ju hæð i litlu fallegu fjölbýli. Parket á gólfum, góð eldhúsinnr., þvottah. innan fbúðar. Frábært útsýni. Tvennar svalir. Áhvilandi 4,9m í bygg.sj.lán. Verð 8,7m. Kjartan og Guðfinna sýna. iwrr 2Ja herb. fbúðlr 57-90 fm 3ja herb. ibúðir 89 fm 4ra herb. (búðlr 108- 145 fm Verðkr. 5.700þús. Verðkr. 7.950 þús. Verð kr. 9.200 þús. Hægt er að kaupa bflskúr með öllum stærðum íbúða. Ibúðlr afhendast fullbúnar án gólfefna. Sölooðili: ODAL FASTEIGNASALA SuÖurlandsbraut 46 (bláu húsin) Helgi Magnús Hermannsson, sölustjóri Einar Ólafur Matthíasson, sölumaður Björk Baldursdóttir, ritari. Svava Loftsdóttir, skjalafrág. Sigurður Örn Sigurðarson, viðskiptafr. löggiltur fasteigna- og skipasali 588-9999 i - §j - |‘ * 04 04 X <c S o I j o n d u i 0 t h u g i ð ! E k k o i t s k o d u n n i g j n I d
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.