Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 53
:
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. AGUST 1997
Goðsögnin
um geng-
ilbeinuna
SANDRA Bullock hefur á fáum
árum náð því að verða ein
vinsælasta bandaríska kvik-
myndaleikkonan og jafnframt ein
sú hæst launaða. Gífurlegar vin-
sældir myndanna „Speed“ og
„While You Were Sleeping" skutu
leikkonunni fram úr mörgum af
þekktustu stallsystrum hennar í
Hollywood og gerðu hana að ein-
hverri eftirsóttustu og vinsælustu
leikkonu samtímans.
Nú hefur spennutryllirinn Spe-
ed 2 verið tekinn til sýninga hér-
lendis, en þar fer þessi geðþekka
leikkona enn með aðalhlutverkið.
Mótleikarar hennar eru Jason
Patrick og Willem Dafoe og leik-
stjórinn Jan De Bont, sem einnig
leikstýrði fyrri myndinni og í
millitíðinni leikstýrði hann Twist-
er sem var ein aðsóknarmesta
myndin í fyrra.
Þegar Sandra Bullock, tiltölu-
lega lítt þekkt, tók að sér hlut-
verkið í „Speed“ fékk hún reynd-
ar um hálfa milljón dollara fyrir
sinn snúð, en núna þýðir ekkert
að bjóða henni lægri upphæð fyr-
ir hlutverk en þær 12,5 milljónir
dollara sem hún fékk fyrir að
leika í Speed 2. Þótt Sandra virð-
ist hafa skotið upp kollinum nán-
ast upp úr engu þá er frami henn-
ar í sjálfu sér ekkert ævintýraleg-
ur, en hún hafði leikið í um 12
kvikmyndum og sjónvarpsmynd-
um áður en frægðin knúði dyra
hjá henni fyrir alvöru.
Sandra Bullock er fædd í út-
hverfi Washington DC þann 26.
júlí 1966. Pabbi hennar er söng-
kennari en móðirin þýskættuð
óperusöngkona og ólst Sandra
upp á flakki um heiminn með
foreldrum sínum og yngri systur.
Móðir hennar starfaði mikið í
óperuhúsum í Þýskalandi og
Austurríki og tók Sandra gjarnan
þátt í þeim óperusýningum sem
móðir hennar var með í. Þetta
kom sér reyndar vel þegar hún
fékk hlutverk sem sveitasöng-
kona í myndinni „The Thing
BULLOCK með Jason Patrick, mótleikara sínum, sem hefur m.a. leikið í „The Lost
Boys“, „Rush“ og „Sleepers“.
myndarinnar. Þá eru væntanleg-
ar á næsta ári með henni mynd-
irnar Kate and Leopold og
Practical Magic og rætt hefur
verið um að hún fari með aðal-
hlutverk í mynd sem gera á eftir
skáldsögunni A Prayer for Owen
Meany, sem gera á eftir John
Irwing.
ITT helsta áhugamál Söndru
Bullock er að sækja salsaklúbba,
en þegar hún lék með þeim Rob-
ert Duvall og Richard Harris í
„Wrestling With Ernest Hem-
ingway" (1993) kenndi Duvall
henni að dansa tangó. Þar með
fékk hún dansbakteríuna og við
hvert tækifæri sem henni býðst
dansar hún nú salsa, tangó og
rúmbu. Hún er líka áhugasöm um
alnetið og eyðir þó nokkrum tíma
í að skiptast á skoðunum við
aðdáendur sína.
Þegar Sandra lék i myndinni
Love Potion No. 9 á móti Tate
Donovan byrjaði ástarsamband
þeirra sem varði í fjögur ár, en
síðan hefur hún verið orðuð m.a.
við Matthew McConaughey sem
lék á móti henni í A Time to Kill,
en upp á síðkastið hefur kærasti
hennar verið Don Padilla, tækni-
maður sem hún kynntist við tökur
á myndinni The Net.
Called Love“, en í henni syngur
hún m.a. eigið lag sem kallast
„Heaven Knocking On My Door“.
Þegar Sandra var 12 ára göm-
ul fluttist fjölskyldan aftur til
Washington og eftir mennta-
skólanám lagði Sandra stund á
leiklistarnám í East Carolina
University, en hún hvarf frá því
námi á lokasprettinum. Hún flutti
til New York til að reyna fyrir
sér í leiklistinni og bjó hún þar
í þijú ár og starfaði hún þar
m.a. sem gengilbeina en fékk
ýmis smáhlutverk í leikhúsum,
sjónvarpi og kvikmyndum.
Því næst flutti hún til Los
Angeles og þar fóru tækifærin
að gera vart við sig fyrir alvöru.
Hún fékk aðalhlutverk í sjón-
varpsþáttaröðinni Working Girl,
sem reyndar náði litlum vinsæld-
um, en síðan var það B-mynda-
kóngurinn Roger Corman sem
réði hana í fyrsta raunverulega
kvikmyndahlutverkið. Það var í
myndinni Fire On the Amazon,
sem reyndar hefur aldrei verið
sýnd opinberlega.
Árið 1991 lék Sandra svo í
smellinum Love Potion
gfe. No. 9 og í kjölfarið
fylgdu nokkrar mynd-
Sg. ir þar sem hún vakti
Hk verulega athygli
þótt um aukahlut-
H verk væri að ræða,
en stóra tækifærið
K kom svo skyndi-
» lega þegar tökur
K: á myndinni „De-
M molition Man“
[». með Sylvester
H' Stalloiie í aðal-
|P hlutverki voru
að hefjast.
Þá var leik-
konan Lori Petty rekin á síðustu
stundu og Joel Silver, framleið-
andi myndarinnar, var í mestu
vandræðum með að finna leik-
konu i hennar stað. Þá var honum
bent á Söndru og hreifst hann
af kynningar-
með v»r Sandra
komin á fulla
ferð á frama-
brautinni.
Næsta mynd
hennar var Spe-
ed, þar sem hún
lék á móti Keanu Reeves, og síð-
an hefur hún leikið í myndunum
While You Were Sleeping, The
Net, Two If By Sea, A Time to
Kill, In Love and War og nú síð-
ast Speed 2. Þá fór hún með hlut-
verk í stuttmyndinni Making
Sandwiches, sem er fyrsta mynd-
in sem hún leikstýrir sjálf.
Næsta mynd hennar er Hope
Floats, sem Forest Whitaker (Wa-
iting to Exhale) Ieikstýrir, en
Sandra er jafnframt framleiðandi
Willem Dafoe
fer með hlut-
verk þorparaus
íSpeed2.
vex „Fiallarefurinn'
með þér.
Níðsterkur, fisléttur
og rúmgóður
skólabakpoki
veV>'
MiSasalan er opin daglega
frákl. 13:00-18:00
Símapantanir alla virka daga
frákl. 10:00
GreiSslukortaþjónusta.
Simi 568 8000
UTIVISTARBUÐIN
við Umftrðarmiðstððina
SANDRA Bullock
þrykkti nafn sitt á
himnafestinguna í
Hollywood með
frammistöðu sinni
í Speed.
LEIKFELAG K
REYKJAVÍKURJ®
1S‘)7 l!lí)7
BORGARLEIKHÚSIÐ