Morgunblaðið - 21.08.1997, Síða 7

Morgunblaðið - 21.08.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 7 FRÉTTIR ottaplöntur eigin vali r. 999,- Ist val úr -/ . V-. ssum tegundum: Kr. 299,- 3 kaktusar saman í bakka Græna þruman og gróðurmold samaní poka. is ?■: Einsetnum skólum fjölgar Harpa Lind til Kiev í Ukraínu EINSETNUM skólum í Reykjavík fjölgar um fjóra á komandi skóla- ári. Seljaskóli, Árbæjarskóli, Grandaskóli og Engjaskóli verða allir einsetnir. Tveir fyrstnefndu skólarnir verða einsetnir vegna fækkunar í viðkomandi hverfum. Byggt hefur verið við Grandaskóla og nýtt hús Engjaskóla verður tek- ið í notkun. Sá síðastnefndi er fyrsti skólinn sem tekinn er í notk- un með það fyrir augum að hann eigi að vera einsetinn „Byggingin miðast við nútímaskóla þar sem nemendur dvelja allan daginn,“ segir Sigrún Magnúsdóttir borgar- fulltrúi og formaður bygginga- nefndar Reykjavíkur. Fimm milljörðum króna verður varið til einsetningar grunnskóla í Reykjavík og er fyrirhugað að það markmið náist á fímm árum. Vegna þessa er ætlunin að byggja við nokkra skóla í höfuðborginni á næstu árum. Teikningum af við- byggingu Melaskóla og Hvassaleit- isskóla er nánast fulllokið. Einnig er verið að hanna viðbyggingu Há- teigsskóla, sem er nýtt nafn á Æf- ingadeild Kennaraháskólans, og viðbyggingu Vesturbæjarskóla. „Það styttist því í að skólar í Vest- urbæ verði allir einsetnir," segir Sigrún Magnúsdóttir. HARPA Lind Harðardóttir. FEGURÐARDROTTNING fs- lands, Harpa Lind Harðardóttir, heldur utan nk. sunnudag, 24. ágúst, til að keppa um titilinn Miss Europe 1997 em keppnin verður að þessu sinni haldin í Kiev í tíkraínu. Um 40 stúlkur taka þátt í keppninni, sem fram fer 6. sept- ember, en fram að úrslitadeginum eru keppendur önnum kafnir við æfingar, kynningar og annan undirbúning. sértilboð fimmtudag til sunnudags E-pillumálið Krafíst framleng- ingar gæslu- varðhalds TVEIR menn voru handteknir í fyrrakvöld vegna rannsóknar á innflutningi tæplega 500 e- taflna, sem nú stendur yfir. Annar þeirra var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær í eina viku, eða til 29. ágúst, en hin- umvar sleppt. Á þriðjudagsmorgun var tveimur mönnum sleppt sem höfðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald þangað til í dag. Tveir aðrir eiga að sitja í gæsluvarðhaldi til fóstudags og einn maður átti að sitja í gæsluvarðhaldi þar til í dag. Þess var krafist að gæsíuvarð- hald yfir honum yrði framlengt en dómari tók sér í gær sólar- hrings umhugsunarfrest áður en hann úrskurðaði um kröf- una. E-töflurnar, sem um ræðir, voru sendar hingað til lands í tveimur sendingum, og voru faldar í bókum. Rannsókn málsins miðar mjög vel, að sögn Guðmundar Guðjónsson- ar yfirlögregluþjóns. Forsjárdeila í Hafnarfirði Móðirin fékk frest MÓÐIR þriggja barna, sem stendur í forsjárdeilu við fóður þeirra og hafði farið úr landi í trássi við farbannsúrskurð, kom til landsins frá Noregi í síðustu viku. Forsjármáhð var tekið íyrir í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Þar átti konan að skila greinargerð í málinu en fékk frest til 9. september, m.a. vegna þess að hún var ný- komin til landsins. Lögmaður föðurins hafði lagt fram beiðni í dómsmála- ráðuneytið um að börnin yrðu send heim frá Noregi og var búið að senda beiðnina áfram til Noregs. Lögmaðurinn hef- ur nú afturkallað þá beiðni, þar sem börnin eru komin til landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.