Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 9 __________FRETTIR______ Tilboð opnuð í 880 millj- óna vegaframkvæmdir TILBOÐ í tvennar umfangsmiklar vegaframkvæmdir voru opnuð hjá Vegagerðinni s.l. mánudag. Kostn- aðaráætlanir vegna hvorra tveggja framkvæmdanna nema samtals rúmlega 880 milljónum króna. Annars vegar er um að ræða gerð nýs kafla á hringveginum á Möðru- dalsöræfum milli Langadals og Ár- mótasels og hins vegar brúar- og vegargerð við Gígjukvísl. Vegurinn nyrðra mun stytta mjög leiðina milli Vopnafjarðar og Héraðs þegar hann kemst í notkun. Þetta er 32,9 km kafli á hringveginum og l, 2 km tengikafli á norðausturvegin- um til Vopnafjarðar. í notkun haustið 1999 Tvenns konar útboð voru gerð í verkið og var kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar annars vegar 464 m. kr. þegar miðað var við að hleypt yrði umferð á veginn með einföldu bundnu slitlagi haustið 1999 en verklok yrðu 1. ágúst 2000. Hins vegar var áætlun 468 m.kr. miðað við að umferð yrði hleypt á neðra burðarlag haustið 1999 en lokið yrði við efra burðarlag og klæðningu fyrir 1. ágúst árið 2000. Hvor leiðin sem farin verður er áætlað að um- ferð fari um nýja veginn haustið 1999. Lægsta tilboð samkvæmt báðum útboðum áttu Hjarðarnesbræður, Höfn í Hornafirði, sem buðu 338 og 335 m.kr. Arnarfell á Akureyri bauð 357 og 350 m.kr. Héraðsverk á Egilsstöðum bauð 368 m.kr. og 360 m.kr. Völur í Reykjavík bauð 416 og 424 m.kr. Klæðning í Garðabæ bauð 419 og 437 m.kr. Suðurverk, Hvolsvelli, bauð 447 og 437 m.kr. ístak í Reykjavík bauð 447 m.kr. í báðum útfærslum, Háfell bauð 497 m.kr. og 464 m.kr. Ræktunarsam- band Flóa og Skeiða vill vinna verk- ið fyrir 635 m.kr. hvor kosturinn sem tekinn verður. Viðgerð eftir Skeiðarárhlaup Þá var boðið í gerð 336 metra langrar brúar og 2,5 km vegarkafla um Gígjukvísl í stað brúar sem skemmdist í Skeiðarárhlaupinu síð- astliðið haust. Verklok eru áætluð 30. júlí 1998. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 418 m.kr. Lægsta boð var frá Ármannsfelli, Reykjavík, 412 m.kr,. Suðurverk, Hvolsvelli, bauð 414 m.kr. ístak, Reykjavík, bauð 427 m.kr. Tilboð Arnarfells, Akureyri, var 440 m.kr. Völur og Sveinbjörn Sigurðsson, Reykjavík, buðu saman 497 m.kr. Tilboð Héraðsverks, Egilsstöðum, var 499 m.kr. Eykt og Háfell, Reykjavík, buðu sameiginlega 536 m.kr. Námskeið til aukinna ökuréttinda hefjast vikulega Sveigjanlegur námstími (áfangakerfi), prót á rútu, leigubíl, vörubíl og vörubíl með tengivagni. Reyndir kennarar, góðir bílar, fullkomin aðstaða. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar. ÖKU /fí\ 5KOMNN W/1 MJODD Kennsla og skrifstofa: Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík, sími 567-0-300 Lótfu ekki minnihóttur lýti verða að stóru vundamúli MARBERT ANTI - C0UPER0SE EFFECT: Sérstök meðferð sem vinnur gegn roða og hóræðasliti. Með reglulegri notkun styrkjast hóræðarnar og húðin fær eðlilegan litarhótt. ANTI - C0UPER0SE EFFECT skilar undraverðum órangri. Glæsilegur kaupauki sem munar um. Komdu og fáðu prufu. Stór-Reykjavíkursvæðið: Bró Lougovegi, Hygec Lougovegi, Hygeo Austurstræti, Hygea Kringlunni, Evita Kringlunni, Holtsopótek Glæsibæ, Ubio Mjódd, Nono Hólogorði, Bylgjan Kópavogi, Snyrtihöllin Garðobæ, Sondra Hafnarfirði. Landið: Gollery Förðun Keflavík, Árnes Apótek Selfossi, Apótek Vestmannoeyjo, Hósavíkuropótek, Tora Akureyri, Krismo ísafirði. STEINAR WAAGE Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Mikið af kvenskóm Verð: 4.995,- Tegund: 4599 Svart leður í stærðum 36-42 TENA þvaglekavörur Kynning verður á TENA þvaglekabindum, bleium, undirleggi, þvottakremi o.fl. í LYFJU Lágmúla 5, fimmtudaginn 2. október frá kl 11-18. Ráðgjöf á staðnum 10% kynningarafsláttur & 1 'MPBJJJ 1 JjL HREINLÆTI • ÖRYGGI • VELLÍDAN flZúTf REKSTRARVÖRUR J-iUymUlU D. Réttarhálsi 2-110 Reykjavik • Sími: 587 5554 • Fax: 5877116 Rý SVANNI Stangarhyl 5 Pósthólf 10210, 130 Reykjavik Kennitala 620388-1069 Sími 5673718, FAx 567 3732 HAUSTVÖRURNAR KOMNAR Glæsilegt úrval - Gott verð Stærðir 36-52 Sendum pöntunarlista út á land, sími 567 3718 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-14 ATT ÞU SPARISKIRTEINI I 2. FL. A 1 987 - ö AR, SEM ERU TIL INNLAUSNAR 1 □. OKTÓBER? Hafðu samband og fáðu alia aðstoð við innlausnina. • Föstudaginn 10. október 1997 koma til innlausnar spariskírteini ríkissjóðs í 2. fl. A 1987 - 6 ár. Innlausnarverð pr. 10.000 kr. er 41.602,40 kr. • í boði eru ný spariskírteini til 5 og 7 ára með daglegum skiptikjörum. • Skiptikjörin eru í boði 10. til 24. október. • Komdu núna með innlausnarskírteinin, nýttu þér þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga okkar og láttu þá aðstoða þig við skiptin. »«vaasB ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • ÍNNLAUSN • ÁSKRIFT LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.