Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 15 LANDIÐ ÓLAFUR Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri, Ólafur Sverrisson, atvinnuráðgjafi Vesturlands , Emil Karlsson og Kristinn J. Albertsson frá Iðntæknistofnun. Möguleikar lítilla fyrirtækja til nýsköpunar kynntir Stykkishólmi - Atvinnuráðgjöf Vesturlands, Iðntæknistofnun og Stykkishólmsbær stóðu fyrir kynn- ingu á stuðningsaðgerðum fyrir lít- il og meðalstór fyrirtæki í Stykkis- hólmi miðvikudaginn 17. septem- ber. Á fundinn komu þeir Emil Karlsson og Kristinn J. Albertsson frá Iðntæknistofnun. Emil kynnti starf Iðntæknistofn- unar og á hvern hátt hún getur aðstoðað iðnfyritæki og einstakl- inga varðandi þróun og rannsóknir. Þá útskýrði hann verkefnið Kynn- ingarmiðstöð Evrópurannsókna og fór yfir fjórðu rammaáætlun ESB um styrki til atvinnusköpunar. Kristinn kynnti átak til atvinnu- sköpunar og Evrópumiðstöð á sviði litilla og meðalstórra fyrirtækja. Það kom fram að í Evrópu eru það lítil og meðalstór fyrirtæki sem skapa mestu aukningu í vinnuafli. Hjá stórfyrirtækjum hefur orðið stöðvun og jafnvel samdráttur í vinnuaflsþörf. Því er lögð áhersla á að ijölga minni fyrirtækjum og bjóða þeim aðstoð til að styrkja og efla sína starfsemi. í gegnum fjórðu rammaáætlun ESB er þessum hópi fyrirtækja gert auðveldara að markaðssetja sína starfsemi og ná samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í ýmsum löndum Evrópu. Hvatt til aukins alþjóðasamstarfs Markmiðið með átaki til atvinnu- sköpunar er m.a. að samræma verkefni til að hvetja og styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki svo og einstaklinga á sviði atvinnu- og nýsköpunar. Þá er hvatt til aukins alþjóðasamstarfs fyrirtækja og út- rásar þeirra á erlenda markaði. A vegum ESB hefur verið komið á fyrirtækjastefnumótum sem taka til fjölmargra greina atvinnulífsins. Eru slík stefnumót haldin á hveiju ári í ýmsum löndum og fjölgar þátttakendum frá íslandi sem sækja stefnumótin til að koma sinni framleiðslu á framfæri og ná í þekkingu. Milli 30 og 40 manns sóttu fund- inn og voru það einstaklingar sem hafa áhuga á nýsköpun og eins fulltrúar iðnfyrirtækja á Snæfells- ensi. Fundurinn var gagnlegur. Hann opnaði betur augu manna fyrir því hve auðveldara er að fá aðstoð við að koma hugmyndum í framkvæmd og eins hve fjarlægðir hafa minnkað í þessu efni og auð- veldara er að hafa samskipti og skiptast á upplýsingum. Heitt vatn komið að Skátafelli Grund - Hitaveita Skorradals ehf. er að ljúka við áætlaða dreifiveitu í Skorrad- al og nú i vikunni var vatni hleypt á leiðsl- una inn í Þófagil. Það ríkti mikil ánægja við skátaskál- ann Skátafell þegar yfir 80 stiga heitt vatn tók að streyma úr leiðslunni við dælusk- úrinn hjá skátaskálan- um. Þegar búið verð- ur að tengja dæluna er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að skátaskálinn og þeir sumarbústaðaeigend- ur í Þófagili sem vilja fá heitt vatn í hús sín, fái þá ósk uppfyllta, þvi heita vatnið verð- ur þá allsstaðar komið að lóðarmörkum. Við hitaveituvæð- ingu skátaskálans verður algjör bylting á nýtingu skálans og nágrennis. Nú verður skálinn með stofuhita allan ársins hring, svo það verður jafn notalegt að gista þar á vetr- um sem sumrum. Tjaldsvæðin austur af skálanum verða bæði með heitu og köldu vatni, einnig er komið rafmagn á tjaldsvæðið, því rafstrengur var lagður í skurðinn sem gerður var fyrir Morgunblaðið/Davíð Pétursson ÞAÐ ríkti mikil ánægja við skátaskálann Skátafell þegar yfir 80 stiga heitt vatn tók að streyma úr leiðslunni við dæluskúr- inn hjá skátaskálanum. hitaveitulögnina. Það er fyllsta ástæða til að óska Skátafélagi Akraness til hamingju með þetta glæsilega útivistarsvæði sitt og að öllum öðrum ólöstuðum á Jón Leifsson drýgstan þátt í því uppbygging- arstarfi. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson GUÐJÓN Petersen þakkaði Helgu Elísdóttur, ekkju Krist- jóns, fyrir gjöfina um leið og hún afhjúpaði minnisvarðann. Afhentu skrúðgarð til eignar og umsjár Hellissandi - Erfingjar Kristjóns Jónssonar, sjómanns á Gilsbakka á Hellissandi, afhentu nýlega bæjarstjórn Snæfellsbæjar skrúð- garðinn Tröð til eignar og umsjár. Kristjón hóf ræktun í garðinum árið 1950. Þá höfðu fáir trú á að honum tækist að koma þar upp skrúðgarði. Aðstæður til tijá- ræktar á Hellissandi hafa alltaf verið taldar erfiðar. Umhverfis Tröðina er steingarður sem talinn er vera hlaðinn af blindum manni í upphafi aldarinnar, Árna Magnússyni. Árni var Borgfirð- ingur að uppruna en fluttist hing- að vestur sem verslunarstjóri Proppeverslunar fyrir síðustu aldamót. Við þetta tækifæri var afhjúp- aður minnisvarði um Kristjón Jónsson en hann hefði orðið 100 ára, 2. janúar sl. Helga Elísdótt- ir, ekkja Kristjóns, afhjúpaði minnisvarðann um leið og hún afhenti garðinn. Bæjarstjórn bauð til kaffisamsætis í Félags- heimilinu Röst af þessu tilefni sem Kvenfélag Hellissands bar fram. Þar minntist Grétar Krist- jónsson föður síns og þessa merkilega framtaks hans. Kirkju- kór Ingjaldshólskirkju söng undir stjórn Kay Wiggs Lúðvíksson, bæði í Tröðinni og í Félagsheimil- inu Röst. Guðjón Petersen bæjar- stjóri þakkaði síðan erfingjum Kristjóns heitins Jónssonar gjöf- ina. Landslagsarkitekt skipuleggur garðinn Ætlun bæjarfélagsins er að koma þarna upp almennings- garði. Hefur Pétur Jónsson lands- lagsarkitekt verið fenginn til að skipuleggja garðinn og munu tii- lögur hans liggja fyrir næsta vor. Þá er ætlunin að halda þar áfram gróðursetningu, koma þangað vatnslögn og koma upp aðstöðu fyrir almenning að tylla sér niður og njóta garðsins. Skrúðgarðurinn er í hrauninu ofan byggðarinnar, austan við Sjómannagarðinn og íþróttavel- lina og er ekki sýnilegur frá Út- nesvegi. Mörgum finnst hann vera eins og vin í hijóstrugu landi. En þannig eru þær raunar marg- ar þessar vinjar í hrauninu sem engum eru sýnilegar nema úr lofti og þegar gengið er út í það. VtvihdalumaióL Ganhí Kcáahma Á í4f Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrír dansi. föstudaginn 17. og laugardaginn 18. október. KiftuuA, eA Uitut óJjGAxfa+il&ýL SeAa ÆKgk PéÍudiJ^u^UfíAAJOit # íjjtzuláu sSs** ídhouH Öiolettua o#o# Stejjá+i QíUgAo+i, tuulUAÍeíhcuU Hinir landskunnu, síkátu og frábæru skagfírsku söngvarar: opnaö kl. 19:00 fyrir matargestt. Skemmtun hefst kl 20:00. Vert: Kr. 4.500 matur og skemmtun Kr. 1.800 á skemmtun og dansleik. Kr. 1.000 á dansleik. HOm jAUAND Síml 568-7111-Fax 568-5018. Miðasala opin daglega kl. 13-17. O^TSEÐIU Koníakslöguð sjávarréttasúpa. Sinnepshjúpabur lambavöðvi meö smjörsteiktum jaröeplum, grænmeti og skógarsveppasósu. Heimalagabur konfektís meö Mozartsúkkulaötsósu. ... (/famZeíjmii.ilteiitntli.tUi(\iir hnulsin.s - /tc.v/u ,\/tc/ttni(i/siHt//(triui' tuj .s/iciiiindlct/uslu/o/hi<\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.