Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI VIÐ Verðmæti innflutnings og útflut jan. - ágúst 1996 og '97 19g6 (fob virði í milljónum króna) jan.-ágúst “V nngs C. •-'W 1997 Breyting á jan.-ágúst föstu gengi' Útflutningur alls (fob) 82.858,2 86.640,9 +7,3% Sjávarafurðir 63.327,9 62.808,2 +1,1% Landbúnaðarvörur 1.385,3 1.170,9 -13,9% Iðnaðarvörur 16.019,9 17.679,5 +12,5% Ál 8.341,3 8.926,2 +9,1% Kísiljárn 2.030,5 2.517,0 +26,3% Aðrar vörur 2.125,1 3.982,3 +91,0% Skip og flugvélar 1.406,0 3.150,1 - Innflutningur alls (fob) 78.701,1 84.063,7 +8,9% Matvörur og drykkjarvörur 7.518,0 7.346,3 -0,4% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 20.760,0 21.230,2 +7,2% Óunnar 805,2 777,4 -1,6% Unnar 17.623,7 17.872,5 +3,4% Til stóriðju 2.331,1 2.580,3 +12,8% Eldsneyti og smurolíur 5.958,3 6.765,0 +15,7% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 1.185,2 1.340,4 +15,3% Annað unnið eldsn. og smuroliur 4.673,2 5.181,6 +19,0% Fjárfestingarvörur 17.738,7 20.969,6 +20,5% Flutningatæki 11.733,6 12.201,1 +6,0% Fólksbílar 4.430,5 5.838,7 +34,3% Flutn.t til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 1.387,2 1.503,7 +10,5% Skip 3.584,1 1.791,6 -49,1% Flugvélar 104,1 601,6 - Neysluvörur ót.a. 14.751,1 15.419,2 +6,5% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 241,5 132,2 -44,2% Vöruskiptajöfnuður 4.157,1 1.577,2 -62,0% * Miðað er við meðalgengi á vöruvíðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris jan.-ágúst 1997 1,9% lægra en árið áður. HeimU: HAGSTOFA ÍSLANDS Vöruskipti hag- stæð um 1,6 millj. 12,5% aukning á útfiutningi iðnaðarvara Samið við átta fyrirtæki um leigu á rými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Leigutekjur aukast um 110 millj. áári VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR við útlönd var óhagstæður um 700 milljónir króna í ágústmánuði. Þetta er lítillega betri niðurstaða en í ágúst í fyrra er vöruskiptin voru óhagstæð um 1 milljarð. Vöruskiptin eru hins vegar öllu lakari fyrstu átta mánuði þessa árs samanborið við sama tíma í fyrra, eða 1,6 milljarða króna afgangur í ár samanborið við 4,1 milljarðs afgang í fyrra. Mikil aukning á út- flutningi iðnaðarvara Verðmæti útflutnings fyrstu átta mánuði ársins jókst um 5,3% eða tæpa 3 milljarða fyrstu átta mánuði ársins. Þar vegur þyngst 12,5% aukning í útflutningi iðnað- arvara, eða sem svara 1,5 milljarði króna. Utflutningur áls jókst um 9% en 26% aukning varð á útflutn- ingi kísiljárns. Þá vegur sala Flug- leiða á einni af vélum sínum úr Iandi einnig þungt í auknum út- flutningi. Sjávarafurðir vega eftir sem áður þyngst í heildarútflutn- ingi landsmanna, eða 73%, ein lítil aukning varð þar á milli ára. Fólksbílar fluttir inn fyrir 6 milljarða Innflutningur landsmanna jókst hins vegar enn meira eða tæpa 5,4 milljarða króna. Munar þar mest um rösklega þriggja milljarða króna aukningu á innflutningi fjár- festingarvara, en sú aukning varð að mestu vegna aukins innflutn- ings til stóriðju. Þá fluttu lands- menn inn fólksbíla fyrir tæpa 6 milljarða sem er um 34% aukning frá því á sama tíma í fyrra. Samið við Flug- leiðir um veit- ingareksturinn SAMNINGAR voru undirritaðir í gær við átta fyrirtæki um leigu á ellefu verslunarrýmum, rými undir gjaldeyrisviðskipti, leigu á lang- tímabílastæðum og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Er gert ráð fyrir að þetta muni skila um 110 milljóna króna aukningu á leigutekjum flugstöðvarinnar á ári. Útboð á þessu rými var auglýst í júlímánuði á vegum Ríkiskaupa og voru tilboðin opnuð þann 27. ágúst. Alls bárust áttatíu tilboð, en þar af voru fjögur í veitingarekst- ur. Við samanburð á tilboðum var skipaður sérstakur vinnuhópur Rík- iskaupa og Flugmálastjórnar og studdist hann við sérfræðiálit ís- landskosts ehf. við ákvörðun á vali aðila í veitingarekstri. Framkomn- um tilboðum var hafnað í tvö versl- unarrými og ekkert tilboð barst í eitt rými. Samið var við íslenskan markað um áframhaldandi verslunarrekstur á sama stað. Fyrirtækið fær jafn- framt heimild til að selja erlendar vörur samhliða íslenskum vörum, að undanskyldu áfengi og snyrti- vörum. Fríhöfnin hefur áfram einkaleyfi til sölu á þessum tilteknu vörum. Þá var samið við Arctica um rekstur kynningaraðstöðu og við Óson um rekstur sportvöruverslun- ar. Gengið var til samninga við Flugleiðir um rekstur söluturna, en þar er um að ræða aðstöðu í innrit- unar- og brottfararsal stöðvarinnar. Flugleiðir munu ennfremur hafa veitingareksturinn með höndum. Leonard ehf. og Crystal ehf. munu reka gjafavöruverslun og tvær verslanir með úr, klukkur og skartgripi. The Change Group leig- ir síðan aðstöðu til gjaldeyrisvið- skipta andspænis afgreiðslu bíla- leiga í komusal. Þá var gengið til samninga við Securitas um leigu á langtímabílastæðum, en fyrirtækið þótti eiga langhagstæðasta tilboðið. Starfsemi þessara aðila mun hefjast í Flugstöðinni í byrjun næsta árs. Pétur Guðmundarson, flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Morgunblaðið að útboð á húsnæðinu hefði verið hluti af átaki til að láta enda ná saman í rekstri flugstöðvarinnar. „Hún hef- ur verið rekin með bullandi halla, enda þótt hún hafi skilað 1 millj- arði í ríkissjóð. Markmiðið með út- boðinu var að ná 110 milljóna króna aukningu á leigutekjum. Þær voru í fyrra 312 milljónir og ég get ekki séð annað en að markmiðið hafi náðst í útboðinu. Hluti af þessu var 25% hækkun á leigu hjá Fríhöfn- inni. Það er einnig okkar mat að útboðið muni hafa í för með sér að stöðugildum í flugstöðinni fjölgi um nálægt 60.“ Deilt á leigu veitinga- reksturs til Flugleiða Veruleg óánægja ríkir meðal bjóðenda í veitingareksturinn með það að gengið hafi verið til samn- inga við Flugleiðir. Um var að ræða leigu á 925 fermetra rými og gerðu útboðsskilmálar ráð fyrir að bjóð- endur sendu inn fast tilboð í hvern fermetra, en að auki var gert ráð fyrir að leigjandi greiddi 10% af veltu. Tilboð frá Erlunni ehf. hljóð- aði upp á 1.794 þúsund króna mán- aðarleigu, tilboð Atlanta flugeld- húss var upp á 1.505 þúsund kr. og tilboð Flugleiða 925 þúsund kr.. Perlan bauð hins vegar 12,5% af brúttóveltu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var það mat Ríkiskaupa að tilboð Perlunnar og Erlunnar samrýmdist ekki útboðsgögnum og því bæri að hafna þeim. Atlanta flugeldhús var ekki talið ha|a burði til að annast reksturinn. í tilboði Flugleiða voru hins vegar ýmsir aðrir liðir en leigufjárhæðin sjálf sem lúta að bættri þjónustu, breyt- ingum á veitingaaðstöðu, viðhaldi tækja o.fl. Þegar allt var talið sam- an varð niðurstaðan sú að hér væri um mjög hagstætt tilboð að ræða fyrir Flugstöðina. Ingólfur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Erlunnar ehf., segist engar skýringar hafa fengið á því að tilboði fyrirtækisins hafi ekki verið tekið þrátt fyrir að það hafi verið hæst. „Það er ótrúlegt að lægsta tilboðinu hafi verið tekið og þarna munar um helming á tölum. Ég átta mig heldur ekki á því hvers vegna ekki var haft samband við okkur um hvernig við hygðumst standa að þessum rekstri. Það er forkastanlegt að svona skuli vera að farið eftir bullandi hallarekstur þarna í mörg ár,“ sagði hann. Þorsteinn Ölafur Þorsteinsson, aðalbókari hjá Atlanta, lýsti einnig yfir undrun yfir niðurstöðu Ríkis- kaupa og kvaðst myndu leita eftir skýringum þeirra. Vandað vel til útboðsins Pétur Guðmundarson sagði að- spurður um þessa gagnrýni að Rík- iskaup hefðu tekið að sér gerð út- boðsgagna, umsjón með útboðinu og að yfirfara útboðsgögnin. „Það var niðurstaða Ríkiskaupa eftir mjög vandlegan samanburð og lest- ur á smáa letrinu að tilboð Flug- leiða væri hagstæðast," sagði hann. „Það er ýmislegt í útboðsgögnunum sem hefur áhrif, t.d. hvort viðkom- andi tilboðsgjafi uppfylli skilyrði og kvaðir. Ég fullyrði það að það var vandað ákaflega vel til útboðsins og við kunnum Ríkiskaupum miklar þakkir fyrir hversu vel var staðið að því.“ Ahugi á verslunar- ferðum til íslands SKIPULAGÐAR hafa verið sjö þriggja daga verslunarferðir með bandaríkjamenn hingað til lands í nóvember af aðstandendum verk- efnisins „Verslunarferðir útlend- inga til Reykjavíkur". Að sögn Önnu Margrétar Guðjónsdóttur, frá Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur, hafa þegar rúmlega 80 manns bókað sig í fyrstu ferð- ina. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem aðstandendur verkefnanna „íslensk verslun - allra hagur" og „Verslunarferðir útlendinga til Reykjavíkur" stóðu fyrir í gær. Að sögn Önnu Margrétar hefur ferðunum verið sýndur mikill áhugi á Austurströnd Bandaríkjanna og eru komnar bókanir í allar ferðirn- ar. Ferðirnar eru seldar á 385 doll- ara, eða rúmar 27 þúsund krónur. Innifalin í ferðunum eru flugfar- gjöld, gisting á Hótel Loftleiðum, ferðir og hádegisverður fyrsta dag- inn þar sem íslenskar verslanir verða með tískusýningu. Að verkefninu „Verslunarferðir útlendinga til Reykjavíkur standa Atvinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkur, Flugleiðir, Kaup- mannasamtök íslands, Miðborgar- samtök Reykjavíkur, Samtök verslunarinnar - Félag íslenskra stórkaupmanna og Verslunarráð Islands. Að verkefninu „Islensk verslun - allra hagur“ standa Hagkaup, Kaupmannasamtök ís- lands, Samtök samvinnuverslana og Samtök verslunarinnar - Félag íslenskra stórkaupmanna. Á fund- inum voru kynntar niðurstöður í verðkönnun aðstandendur „íslensk verslun - allra hagur“ létu fram- kvæma þar sem verð á margvís- legri vöru í Reykjavík var borið saman við verð á sambærilegum vörum í Dublin, Kaupmannahöfn og London. Kaupmannahöfn kom á óvart Það var samdóma álit þeirra sem að könnuninni stóðu að verðlag í Kaupmannahöfn hafi komið á óvart þar sem það reyndist lægra heldur en gert var ráð fyrir og í mjög mörgum tilvikum lægra held- ur en í Reykjavík. Jafnframt kom það aðstandendum verkefnisins „íslensk verslun - allra hagur" á óvart hversu lítill verðmunur var á milli Dublin og Reykjavíkur. Þær Edda Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, Herdís Magnúsdóttir, markaðsfulltrúi Kringlunnar, og Edda Sverrisdótt- ir, frá Miðborgarsamtökunum, könnuðu vöruverð í London, Dublin og Kaupmannahöfn. Að þeirra sögn var postulín almennt ódýrara í Reykjavík en í samanburðar- borgunum en nærfatnaður og íþróttafatnaður í mörgum tilvikum dýrari í Reykjavík heldur en í Dubl- in, Kaupmannahöfn og London. Að þeirra sögn er í öllum tilvikum í verðkönnuninni um sambærilega vöru að ræða fyrir utan samanburð á verði á Nike skóm sem kom fram í töflu sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar kom fram að skórnir væru 86,5% ódýrari í Dublin heldur en í Reykjavík. Að sögn Björns Þórissonar hjá Austurbakka, umboðsaðila Nike á Islandi, var ekki um sömu gerð af skóm að ræða og því ekki hægt að bera þá saman. „Eg hafði sam- band við Nike á írlandi til þess að kanna þennan mikla verðmun og þá kom í ljós að í Dublin var um eldri gerð að ræða sem ekki er hægt að bera saman við nýjustu gerðina sem skoðuð var hér á landi. Jafnframt kom fram hjá Nike á írlandi að leiðbeinandi verð fyrir sömu skó og teknir voru inn í könn- unina í Reykjavík er 115 írsk pund sem er svipað verð og í Reykja- vík,“ segir Björn. í I i í I I I i í i I I I l I {. f - í í t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.