Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 17 VIÐSKIPTI Bókhaldið falsað hjá Swiss Telecom Zíirich. Reuter. ÞÝSKA ríkisstjórnin hyggst selja 37% hlut í Lufthansa. Lokasala hlutabréfa í Lufthansa 37,5% seldá 4,5 milljarða marka Frankfurt. Reuter. SVISSNESKA Qarskiptafyrirtækið Telecom PTT segir að látið hafí verið til skarar skríða vegna upplýs- inga um óhóflega mikinn kostnað og há laun nokkurra starfsmanna, sem kunni að hafa valdið fyrirtæk- inu tjóni upp á margar milljónir svissneska franka. Misferlið var stöðvað 1996 þegar það kom í ljós við endurskoðun á bókhaldi fyrirtækisins, að sögn tals- manns þess. Telecom PTT, sem breytir nafni sínu í Swisscom 1. október, ráðger- ir takmarkaða einkavæðingu á síð- ari hluta næsta árs. Amsterdam. Reuter. HLUTABRÉF í ensk-hollenzka út- gáfufyrirtækinu Reed Elsevier lækkuðu í verði á mánudag vegna frétta um meiriháttar erfíðleika hjá Reed Travel Group. Reed Elsevier sagði 28. septem- ber að ný stjóm Reed Travel hefði komizt að því að auglýsendum hefðu verið sendar of háar tölur um útbreiðslu á skrám fyrirtækisins um hótel og flugfélög. Fýrirtækið sagði að auglýsend- unum yrðu greiddar skaðabætur og að þeir mundu fá verulegan afslátt, en tók fram að ekki hefði reynzt unnt að meta áhrifín á hagnað á þessu ári. Hlutabréf í Elsevier lækkuðu um Vikublaðið SonntagsZeitung telur að fölsun á bókhaldi kunni að hafa kostað fyrirtækið allt að þremur milljónum svissneskra franka. Rándýr ferðalög Einn starfsmaður dvaldist á kostnað fyrirtækisins í marga mán- uði á einu fínasta hóteli Bem. Ann- ar fékk um hálfa milljón franka í laun á hálfu ári. Nokkrir starfsmenn fóm í dýrar flugferðir á fyrsta farrými og dvöld- ust á dýmm hótelum. Tveir fengu tvöfaldar launagreiðslur. 2,40 gyllini í 28,70 í Amsterdam og hafa lækkað um 10,9% síðan 17. sept. í London lækkuðu Reed hlutabréf um 16,5 pens eða 3,1% í 520 pens og nam hækkunin á tveimur dögum 13,1 prósenti. Mikið áfall Sérfræðingar segja fréttir um óáreiðanlegar upplagstölur mikið áfall fyrir Reed Elsevier, sem hefur lagt út í kostnaðarsamar fjárfest- ingar til að auka hagnað Reed Trav- el á ný með því að leysa prentaðar skrár af hólmi með tölvuþjónustu. Reed Travel Group aflaði 9% af 856 milljóna punda hagnaði Reed Elseviers 1996. ÚTBOÐ hlutabréfa í Deutsche Luft- hansa AG , hið næstmesta sem um getur í Þýzkalandi, er hafíð og verð- ur 37,5% hlutur sem ríkið á enn í félaginu seldur. Hlutabréfín em metin á 4,5 millj- arða marka og er litlum Qárfestum boðinn afsláttur. Aðalframkvæmdastjóri Luft- hansa, Jurgen Weber, sagði áður en hann hélt til nokkurra helztu fjármálamiðstöðva heims til að kynna útgáfu hiutabréfana að af- koma Lufthansa væri ágæt nú þegar salan hæfist. Afkoman hefði verið betri á síðustu þremur mánuðum en að hefði verið stefnt og talsvert betri en á sama tíma í fyrra. Weber ítrekaði fyrri spá um met- hagnað fyrir skatta 1997 og kvað hluthafa geta átt von á auknum arði. Hagnaður Lufthansa fyrir skatta var 315 milljónir marka á þriðja ársfjórðungi í fyrra. AðalQármálastjóri Lufthansa, Klaus Schlede, sagði í Börsen-Zeit- ung að sanngjamt væri að áætla verð hlutabréfa í Lufthansa 35-50% hærra en það væri skráð nú. Hann bætti því við að félagið ætti meira en 11 milljarða marka í varasjóði og að alit stefndi í methagnað upp á meira en einn milljarð marka fyr- ir skatta á þessu ári. Lokaverð hlutabréfa í Lufthansa á mánudag hækkaði um 40 pfenn- inga í 33,90 mörk. Man Utd. stefnir á markað í Austur-Asíu London. Reuter. BREZKA knattspyrnufélagið Manc- hester United Plc á í viðræðum við aðiia í Austur-Asíu um að koma á fót keðju 50 verzlana í heimshlutan- um að sögn blaðsins Sunday Te- legraph. Rætt er við sérleyfíshafa í Thai- land, Singapore, Taiwan, Kína og Hong Kong til að koma upp heild- sölu- og dreifikerfí handa aðdáend- um liðsins í Austur-Asíu. Peter Kenyon var skipaður vara- framkvæmdastjóri fyrr á þessu ári til að gera Manchester United að alþjóðlegu vörumerki og stefna á markað í íjarlægari Austurlöndum. -----------» ♦ ♦----- ESB mælir með sammna Guinness/GdMet Briissel. Reuter. STJÓRN Efnahagssambandsins sam- þykkir líklega fyrirhugaðan samruna Guinness Plc og Grand Metropolitan Plc með skilyrðum í næsta mánuði að því er áreiðanlegar heimildir herma. Samkvæmt heimildunum munu sérfræðingar í hringamyndunum ræða tillögu samkeppnideildar fram- kvæmdastjómarinnar um skilyrt samþykki. Búizt er við að endanleg ákvörðun verði tekin 27. október. Bollalagt hefur verið að fyrirtækin verði að losa sig við nokkrar eignir svo að ekki verði hægt að halda því fram að hlutdeild þeirra á viskímark- aði sé of mikil. XJtgáfufyrirtækið Reed Elsevier í vanda statt Slysavarnafélag Islands fagnar ákvörðun stjórnvalda um notkun reiðhjólahjálma í umferðinni Samkvæmt ákvörðun stjómvalda, sem tekur gildi í dag, 1. október, er bömum yngri en 15 ára skylt að nota reiðhjólahjálma við hjólreiðar. Slysavamafélagið lítur á þessa reglugerð sem áfangasigur þar sem baráttmnál félagsins um árabil hefur verið að allir þeir sem stunda hjólreiðar verði með hlífðarhjálma, óháð aldri. Slysavamafélag Islands hvetur foreldra og forráðamenn bama til að sýna gott fordæmi og nota sjálf hjálma. í tilefni dagsins mun Herdís Storgaard slysavarnafulltrúi leiðbeina um rétta notkun reiðhjólahjálma í verslun Slysavarnafélagsins að Grandagarði 14 i dag kl. 14-17. Hjaliiiiinnn kiptir Iiöfnð máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.