Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Skattyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir gerræðisleg vinnubrögð við iimheimtu skatta Lágtekjufólk pínt o g gögn búin til Þingmenn heita gagngerum umbótum MIKIL ólga er nú í Bandaríkjunum vegna uppljóstrana um gerræðisleg vinnubrögð skattyfirvalda þar í landi og segja þingmenn að vænta megi gagngerra breytinga og um- bóta í skattheimtu. Vitnaleiðslur í síðustu viku leiddu í ljós að skattyfirvöld hefðu met- ið starfsmenn eftir því hvað þeim hefði tek- ist að innheimta mikið fé og sérstaklega veist að lágtekjufólki, sem ekki hefði efni á því að leita réttar síns fyrir dómstólum. Dick Armey, þingmaður repúblikana og leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings, sagði á sunnudag að frumvarp um umbætur hjá skattyfirvöldum yrði af- greitt fyrir árslok. Leiðtogar öldungadeildar- innar sögðu einnig að aðgerða væri að vænta, en settu sér ekki tímamörk. Fyrir bestu að bretta upp ermarnar „Bandaríkjamenn eru hættir að treysta þessari stofnun og okkur er fyrir bestu að bretta upp ermarnar og gera eitthvað í mál- inu,“ sagði Daniel Patrick Moynihan, öld- ungadeildarþingmaður. Moynihan er valda- mesti demókratinn í fjármálanefnd þingsins, sem hélt vitnaleiðslurnar um framferði skatt- heimtunnar. Að sögn tímaritsins Newsweek hafa stjórn- endur skattheimtunnar nú þegar látið nokkra yfirmenn svæðisskrifstofa hætta störfum tímabundið meðan verið er að fara ofan í saumana á ásökununum. Fólkið, sem bar vitni í síðustu viku, greindi frá stofnun þar sem hroki og skortur á samúð virtist allsráð- andi. Eitt dæmi var frásögn Tom Savages, verktaka frá Delaware. Hann var að reisa fangelsi þegar í ljós kom að undirverktaki hafði ekki skilað skattinum af tekjum starfs- manna hans. Þegar skattheimtan komst að því að ekki var hægt að ná fénu af undirverk- takanum var athyglinni beint að fyrirtæki Savage. Þegar ekki var hægt að tengja verk- takann og undirverktakann tók starfsmaður skattheimtunnar sig til og bjó til fyrirtæki, sem tengdist hvorum tveggja. Var Savage því næst rukkaður um skuld undirverktakans. „Hann bjó til fyrirtæki, sem var ekki til,“ sagði Savage. Savage áfrýjaði, en á meðan hann beið þess að málið yrði tekið fyrir var 145 þúsund dollara greiðsla til hans frá ríkinu gerð upp- tæk. Hann stefndi, en skatturinn gerði honum ljóst að málinu yrði haldið til streitu. Savage gat ekki borgað reikningana sína og sættist að lokum á að borga 50 þúsund dollara. í vitnaleiðslunum í síðustu viku kom fram bréf frá dómsmálaráðuneytinu til skattheimt- unnar þar sem sagði að hún hefði engar for- sendur til að grípa til aðgerða gegn Savage. Önnur vitni lýstu því hvernig innistæður hefðu ranglega verið teknar af bankareikn- ingum, sönnunargögn búin til, sannanir um að ekki hefði verið haft rangt við hunsaðar og neitað að gangast við greiðslum. Kona ein kvaðst hafa átt í 17 ára stríði við skatt- yfirvöld vegna þess að maður hennar hafði verið tekinn í misgripum fyrir annan mann. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn skattyfirvalda lýstu því hvernig stofnunin hefði elst við lágtekjufjölskyldur og aðra þá, sem auðvelt yrði að hafa undir. Var greint frá því að stjórnendur hefðu sett ákveðin markmið um það hve mikið fé skyldi inn- heimt og með þeim hætti knúið starfsmenn til að ofsækja saklaust fólk. Skattyfirvöldum er bannað með lögum að setja kvóta. Starfs- mönnum, sem mölduðu í móinn, var refsað, og í vitnaleiðslunum sátu margir bak við skilrúm meðan þeir báru vitni. Mál þetta hefur vakið mikla reiði í Banda- ríkjunum og rignir nú yfir þingheim bréfum skattborgara, sem telja að þeir hafi verið beittir rangindum. Göran Persson gagnrýndur Engar sænskar ör- yggistryggingar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „SVÍAR munu aldrei láta NATO í té nokkrar öryggistryggingar, né nokkrum aðildarlöndum þess.“ Þetta var að sögn Dagens Nyhet- er boðskapur Görans Perssons, forsætisráðherra Svía, til Javiers Solana, framkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins, þegar Persson gekk á fund hans á dög- unum, fyrstur sænskra forsætiss- ráðherra til að fara í slíka heim- sókn. Jafnframt lagði Persson áherslu á að Svíar hefðu áhuga á auknu samstarfi við NATO, svo lengi sem það fæli ekki í sér hót- un við þá stöðu Svia að standa utan hernaðarbandalaga. í forystugrein í Svenska Dag- bladet segir að sé þessi yfirlýsing rétt sé hún skref aftur á bak í átt að svipaðri yfirlýsingu á síð- asta ári, þegar Lena Hjelm-Wall- én utanríkisráðherra skrifaði grein undir fyrirsögninni „NATO- aðild kemur ekki til greina". Vilja hafa frjálsar hendur Hins vegar bendir blaðið á að utanríkisráðherra hafi í annan tíma sagt að staðan utan hernað- arbandalaga væri ekki tilgangur í sjálfu sér en Svíar þurfi að vera frjálsir til að velja tengsl sín við þá stjórnmálalegu og hernaðar- legu samvinnu, sem sé í deiglunni í Evrópu. Blaðið bendir á að þessi sveigjanlega afstaða sé í sam- ræmi við afstöðu Svía í öryggis- málum alveg frá því fyrir stríð og blaðið veltir því fyrir sér hvort með afdráttarleysi sínu nú meini Persson það sem hann segi, eða segi eitthvað, sem hann meini ekki. ms Reutcr 14 milljóna kvöldkjóll ÖRYGGISVERÐIR á hótelinu Fjórum árstíðum í Boston sýna svartan flauelskjól, hannaðan af Bruce Oldfield, sem ónafn- greindur auðkýfingur keypti á uppboði í fyrrakvöld á 200.000 Bandaríkjadali, um 14 milljónir króna. Kjólnum klæddist eina kvöldstund fyrir nokkrum árum Díana prinsessa af Wales. Tízku- búðareigandinn Barbara Jordan hafði keypt kjólinn á uppboði í júní sl. úr safni Díönu heitinnar og greiddi þá 36.800 dali fyrir hann. Söluverðið sem fékkst fyr- ir kjólinn í fyrrakvöld mun renna óskipt til góðgerðarstarf- semi. Vilja stjórnarskrárbreytingar í Chile Pinochet hyggur á þingmennsku Santiago. Reuter. HELSTU stjórnmálaflokkarnir sem aðild eiga að samsteypustjórn mið- og vinstrimanna í Chile greindu frá því á mánudag að reynt yrði að koma í veg fyrir að Augusto Pinochet, hers- höfðingi og fyrrum einræðisherra í landinu, verði öldunardeildarþing- maður það sem hann á eftir ólifað. Formenn flokkanna, Kristilegra demókrata, Sósíalista og Lýðræðis- fiokksins, sögðu á fréttamannafundi að þeir myndu fara þess á leit við þingið að breyting yrði gerð á stjórn- arskránni svo að úr gildi féllu lög um svonefnda æviráðna öldunga- deildarþingmenn. Samkvæmt stjórnarskránni, sem samin var í valdatíð Pinochets á árunum 1973-1990, eiga fyrrver- andi forsetar landsins rétt á sæti í öldungadeild þingsins það sem eftir er ævinnar. Pinochet greindi frá því í síðustu viku að þegar hann lætur af störfum sem yfirmaður hersins á næsta ári ætli hann að setjast á þing. Segio Bitar, forseti Lýðræðis- flokksins, sagði að ekkerl væri at- hugavert við að reynt yrði að fá stjórnarskránni breytt. Það væri andstætt samvisku Chilebúa að hafa stjórnarskrá sem væri sem klæðske- rasniðin fyrir Pinochet og hefði ekki verið samþykkt af einum né neinuin í þjóðaratkvæðagreiðslu eða á þingi. f [ f I. I s í I f I I i í l I i 5 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.