Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 23 Blásarakvintett Reykjavíkur fær góða dóma í Ástralíu BLÁSARAKVINTETT Reykja- víkur fær góða dóma í áströlsk- um dagblöðum fyrir tónleika sína á tónlistarhátíðinni Vor í Sydney nýverið. Var tónleikun- um, sem fram fóru í húsakynn- um ástralska útvarpsins, sal sem kenndur er við Eugene Goossens, utvarpað beint um gjörvalla Ástralíu. Gagnrýnandi The Australian segir fimmmenningana hafa leikið að hætti virtúósa og starfsbróðir hans hjá The Sun Herald segir það hafa verið „hrífandi að kynnast Blásara- kvintett Reykjavíkur“. „Frammistaðan var fullkom- ið dæmi um hæfni þessara virtu tónlistarmanna; frábær tækni fór saman við næmi fyrir mikil- vægi samhæfingar hýóðfær- anna, litbrigðum og fjölbreyti- leika tónanna.“ Norræn tónlist, einkum ís- lensk, skipaði öndvegi á efnis- skrá fimmmenninganna neðra og viðurkennir gagnrýnandi The Sun Herald að hann hafi hvorki þekkt verkin né tón- skáldin fyrir tónleikana. Eigi að síður hafi efnisskráin verið „örvandi" og ber hann öðru fremur lof á verk Atla Heimis Sveinssonar, Epilogue — Mor- ton Feldman in Memoriam. Fimmmenningarnir, Bern- harður Wilkinson, Daði Kol- beinsson, Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Jó- sef Ognibene, eru á einu máli um að ferðin hafi í alla staði verið ákaflega vel heppnuð — Ástralir séu höfðingjar heim að sækja. „Þetta var mikil upplifun — mikil lífsreynsla,“ segir Bern- harður og Hafsteinn bætir um betur: „Maður hefur ferðast víða um dagana en þessi ferð er án efa með þeim eftirminni- legustu. Ástralía er dýrðarinn- ar land.“ Alls staðar vel tekið Félagarnir segja að tónlistar- lífið sé á háu plani í Ástralíu en þeir heimsóttu háskóla í Canberra, Adelaide og Tasma- níu í ferðinni, þar sem þeir spil- uðu og efndu til opinna æfinga. „Okkur var alls staðar vel tek- ið,“ segir Bernharður, „og yfir- leitt voru nemendurnir mjög áhugasamir um ísland. Helst brann á þeim að vita hvernig Vandræði í Latabæ Andrés Magnús Indriðason Scheving DUGGA frönsk og framboðsfundir, nokkrir þættir um fólkið og lífið í landinu, nefnist bók eftir Vil- hjálm Hjálmarsson sem kemur út hjá Æskunni fyrir jól. Sögð er ástar- og ör- lagasaga fransks skip- stjóra og íslenskrar heimasætu á nítjándu öld en einnig frá fram- boðsfundum og for- sögu hringvegar. Ævintýralegt sam- band er ný unglinga- bók eftir Andrés Indr- iðason. Sagan segir frá umskiptum í lífi gosans sem kallað- ur er Dúddi daginn sem hann byrj- ar í níunda bekk. Latibær í vandræðum eftir Magnús Scheving hermir frá því þegar ský dregur fyrir sólu í Sól- skinsbæ. Þrjótur nokkkur kemur til bæjarins og hefur vond áhrif á krakka og annað fólk. Eva og Adam — að vera eða vera ekki — saman er eftir Máns Gahrton og Johan Unenge og er önnur bókin í flokki sagna um Evu og Adam, félaga þeirra, skólann og ástamálin. Æskan annast einnig útgáfu bókarinnar Sáðmaður að starfi sem vinir Björns Jónssonar prófasts á Akranesi gefa út í tilefni 70 ára afmælis hans. Nýjar bækur • ANNAÐ bindi Sögu Keflayíkur er eftir Bjarna Guðmarsson. í bókinni er þráðurinn rakin frá því um 1890 og allar götur til ársins 1920 þegar H.P. Duus selureignir sínar þar syðra og sel- stöðuöldinni lýkur. „í kynningu segir: „Aldamótaárin eru eitt- hvert fjörugasta umróts- skeið íslandssögunnar og hið sama má segja um sögu Keflavíkur. Kauptún- ið óx hratt og er óhætt að tala um byltingu á ýmsum sviðum. Öllu þessu er lýst nákvæmlega í ritinu í lif- andi og skemmtilegri frá- sögn. Auk þess er bókin prýdd fjölda ljósmynda og skýringar- rnynda." Bjarni Guðmarsson Meðal efnisþátta í Sögu Keflvík- ur 1890-1920 eru heimilishættir, samgöngur við umheiminn, félagslíf og skemmtanir og íbúaþróun. Sagt er frá húsbyggingum í kauptúninu, alþýðuhögum og atvinnu- lífi, breytingum á verslun- arháttum og vélvæðingu í sjávarútvegi svo nokkuð sé nefnt. Fyrsta bindi sögunnar kom út árið 1992ogvar víðast hvar vel tekið. Með- al annars sagði ritdómari Mbl.: „Margarsögur byggðarlaga hef ég lesið og þori að fullyrða að sú sem hér birtist er með þeim allra bestu og betri en margar þeirra. Framhaldsins verður beðið með nokkurri eftirvæntingu." LISTIR Ljósmynd/Bridget Elliot BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur á tröppum óperuhússins í Sydney. svona lítið land færi að því að fjármagna menningarlífið — nógu væri það erfitt í Ástralíu." Að sögn Einars hefur listin átt erfitt uppdráttar hin síðari misseri í Ástralíu þar sem markvisst sé verið að draga úr ríkisforsjá á öllum sviðum. „Listin hefur fyrir vikið verið látin lúta lögmálum markaðar- ins.“ Þá kemur fram í máli blásar- anna að einangrunin valdi ástr- ölskum tónlistarnemum nokkr- um óþægindum. „Okkur finnst við oft vera einangruð á Is- landi en einangrunin er mun meiri í Ástralíu — Ástralir eru óravegu frá menningarlega skyldum þjóðum í Vesturheimi. í samræðum okkar við háskóla- nemana kom fram að margir þeirra þrá að fara til náms í Evrópu — það er hins vegar hægara sagt en gert,“ segir Jósef. Blásarakvintett Reykjavíkur hefur sett stefnuna á að sækja Ástralíu heim öðru sinni að tveimur árum liðnum. „Sú ákvörðun var auðveld, þar sem allir vildu fá okkur aftur,“ seg- ir Jósef og Daði og Bernharður bæta við að næst ætli þeir að heimsækja fleiri staði og skoða strjálbýlið betur. „Þá væri freistandi að skjótast yfir til Nýja-Sjálands ef tími vinnst til.“ Endurmenntunarstofnun og heimspekideild Háskóla íslands Kvöldnámskeið fyrir almenning^ Hugmyndaheimur eðlisfræðinnar Hvernig lýsir og skýrir hann veröldina? ■ Grunnhugmyndir sem eðlisfræðingar beita til að lýsa veröldinni og skýra hana. Afstæðis- kenningin og skammtafræðin. Helstu vaxtar- broddar eðlisfræðinnar. ■ 21. okt - 2. des. (6x). ■ Þórður Jónsson Ph. D., kennilegur eðlisfræð- ingur Raunvísindastofnun HÍ. Að kenna siðfræði Inntak, aðferðir, tengsl við aðrar greinar ■ Er hægt að miðla siðviti með skipulögðum hætti? Sambandið milli siðfræði og annarra skyldra námsgreina. ■ 16. okt,- 20. nóv. (6x). ■ Sigríður Þorgeirsdóttir, lektor í heimspeki við HÍ og Magnús D. Baldursson, sérfræðingur við Max-Planck-lnstitute for Human Develop- ment and Education í Berlín. „Að vera eða ekki vera..." Leikritaskáldið William Shakespeare og Hamlet Haldið í samvinnu við Þjóðleikhúsið. ■ Ferill höfundarins og verkið sjálft. Heimsókn á æfingu og lokaæfingu. ■ 11. nóv. til 6. jan. (alls 5x). ■ Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunaut- ur Þjóðleikhússins, Baltasar Kormákur leik- stjóri verksins og Bjarni Jónsson leikhúsfræð- ingur. Leitin að lífshamingju Hugmyndir heimspekinga um hamingjuna ■ Helstu hugmyndir heimspekinga. Speki forn- Grikkja um mannlega farsæld og nýrri hug- myndir um innviði gæfunnar. ■ Lau. og þri. 11. okt. til lau. 8. nóv. (14 klst.). ■ Heimspekingarnir Vilhjálmur Árnason, Páll Skúlason, Magnús D. Baldursson og Róbert Haraldsson. Að lesa myndir Námskeið í túlkun og lestri mynda og myndlistar ■ Tengsl og skyldleiki myndmáls og tungu- máls. Samband forms og fyrirmyndar í myndlist. Merking algengra hugtaka úr list- gagnrýni. Ólíkur skilningur ólíkra menningar- heima. Túlkunarvandi Ijósmynda. Fræðikenn- ingar um þessi efni. ■ 16. okt. -11. des. ( 7x). ■ Ólafur Gíslason blaðamaður og gagnrýnandi. Ljóðaskemmtun Þjálfun í Ijóðalestri ■ Er hægt að þjálfa Ijóðalestur? Mismunandi hlutverk kvæða; margvísleg Ijóðform; munur- inn á gömlum kvæðum og nútímaljóðum. ■ Þri. og fim. 25. nóv. - 11. des. (6x). ■ Eysteinn Þorvaldsson prófessor KHÍ. Tóniist og heimspeki Er samsvörun milli tónlistar og heimspeki hvers tíma? ■ Monteverdi - Galíleó (Endurreisn). Mozart - Upplýsingastefnan. Beethoven - Kant (Klassík). Wagner - Schöpenhauer (Rómantík). V. Schönberg, Berg Webern - Wittgenstein. ■ 20. okt.-l 7. nóv. (5x). ■ Atli Heimir Sveinsson tónskáld og Þorsteinn Gylfason heimspekingur og prófessor. Leit og svör Um trúarlíf í sögu og samtíð ■ Hvers hafa menn leitað í bæn sinni og trú- arathöfnum og hvaða svör hafa menn fundið og hvað má læra af því? Fjallað um þetta út frá kristnum heimildum og viðhorfum. ■ 4,- 25. nóv. (4x). ■ Dr. theol. Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup íslands. Njála - fullbókuð fjögur námskeið ^ Skráning á námskelðin fer fram í símum S2S 4923, -24 og -2S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.