Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Norræna einleik- araráðið fundar DAGANA 3. til 5. október verður fundur Norræna ein- leikararáðsins (Nordisk So- listrád) haldinn í Reykjavík. Fulltrúar frá stjórnum allra einleikarafélaganna á Norður- löndum munu sitja þennan fund, en Félag íslenskra tón- listarmanna er aðili að ráðinu og sér um framkvæmd fundar- ins. Listgagnrýni er meðal þeirra málefna sem rædd verða sérstaklega. Þá gengst FÍT fyrir sam- norrænum tónleikum í Lista- safni íslands laugardagskvöld- ið 4. október kl. 20 og er það í fyrsta skipti sem slíkir tónleik- ar eru haldnir í tengslum við fundi Einleikararáðsins. Þar koma fram Jukka Savijoki gít- arleikari frá Finnlandi, Stefan Bojsten frá Noregi, Annika Hoydal söngkona frá Dan- mörku og Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari fyrir hönd Islendinga. Á aðalfundi FÍT í vor var kosin ný stjórn félagsins og skipa hana nú: Inga Rós Ing- ólfsdóttir formaður, Margrét Bóasdóttir varaformaður, Daníel Þorsteinsson gjaldkeri, Guðrún Birgisdóttir ritari og Símon ívarsson meðstjórnandi. Varastjórn skipa Guðríður St. Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson og Sigurður Hall- dórsson. Meðal þess sem er á döfínni hjá félaginu má nefna að unnið er að nýju að skipulegu tón- leikahaldi félagsmanna, í sam- vinnu við tónlistarfélög á lands- byggðinni. ENN HLJÓMAR HARPAN BOKMENNTIR L j ó ð a b ó k PAR AVION eftir Jóhann árelíuz. Myndir: AB. Prentun Alprent, Akureyri. Orms- tunga 1997 - 40 síður. HEITI fjórðu ljóðabókar Jóhanns árelíuzar, Par avion, segir margt um yrkisefni höfundarins, en hann hefur lengi verið búsettur í Svíþjóð og á nú heima í Stokkhólmi. Með Tehúsi ágústmánans (1992) náði Jóhann árelíuz að vekja á sér athygli sem skáld (hlaut að auki verðlaun fyrir bókina), en áður hafði hann sent frá sér blátt áfram (1983) og Söngleik fyrir fiska (1987). Það sem einkennir ljóð Jóhanns árelíuzar er opinn ljóðstíll og róm- antísk hughrif. Hvorugu hafnar hann í Par avion, en meira ber á tvísæi en áður og ljóðin eru yddaðri. Hér má kalla til vitnis titilljóð bókarinnar, Par avion: Ský í bréfi sendi ég þér blátt frimerki og fugl sem flýgur og syngur ástæðu- og áreynslulaust. Það er vor vetur og haust en í línum mínum eilíft sumar sem orðin guma af. Sól í blíðum seglum vinds: hnúkaþeyr! Að hafa eilíft sumar í línum sínum er dálítill sigur hveiju skáldi. Slíkt er að sjálfsögðu ekki eingöngu bund- ið við árstíðir. í Ástin spyr engra vega sem er vægast sagt litríkt ljóð í merking- unni málað sterkum litum standa þessar línur: „Enn hljómar harpan þegar sólin og laufið/ springur út en ástin ekur heim í tvílýsinu...“ Aukanætur í Upp- landi gerist í Svíþjóð en íslenska upp- sprettulindin er í minninu. Þrátt fyrir að sálin sé vængjuð skýjadúni og sólskins- ljóma himinbláma er þó ekki allt með felldu. Leikið er gamalt sorgarstef með til- brigðum í ljóðinu. Slý- ið á botni vatnsins er eiturgult. Það er í þessu og fleiri ljóðum sem hin fagnaðarríka heimsmynd er ekki allsráðandi. Svífur á léttu skýi Jóhann árelíuz verður þó að telja skáld lífsfagnaðar. Það er fremur gleðin yfir lífinu en hryggð sem hvetur hann til að yrkja. Maður hefur á tilfinningunni að hann svífí á léttu skýi sem einstaka sinnum snertir upsir án þess að sundrast. Vinnubrögð skáldsins eru nú enn agaðri en áður, en ekki verður kvartað yfir því að hann hafi ástundað léttúð í þeim efnum. Eitt Ijóðanna, Mars, er ekki nema ein lína, Sólarlag tvær og Ýlir þijár. í örstuttum ljóðum gildir sérstaklega að þau nái út fyrir sig, veki óvænt hugmyndatengsl. Þetta gerist ekki að marki í Mars en aftur á móti fremur í Sólarlagi og Ýli. Lokaljóð bókarinnar, Til ljóssins, er fimm línur og þar tekst að miðla meiru en í fyrrnefndum stuttljóðum: Nær mun mér sú stjama skína innan þels og ofar efa glas af horfnu myrkri? Jóhann árelíuz er staðaskáld, yrkir oft um staði og er það áberandi í Par avion. Hann yrkir m. a. um Úlfasund, Höfuðbólsbrú, Reykjavík, Hveðnarey, Uppland og sænska skerjagarðinn. Hann er líka hrifinn af gömlum mánaðaheitum og öðru af því tagi. Þjóðfræðin skaðar ekki skáldskap Jóhanns. Upphafin náttúruskynjun Ljóðið í skeijagarðinum hefst á upphrópun sem hlýtur að teljast gamalkunn: „O sólskinseyja sumardrauma/ bláir dagar bleikra nátta“. Jóhann árelíuz er óspar á litaorð og lýsir oft upphafinni náttúruskynjun. Þetta er þó ekki einhlítt því að hann forsmáir ekki leik orðanna og getur skyndilega snúið merkingunni við. Með því móti verða ljóð hans ekki venjulegar náttúrustemmningar. Til þess að skýra þetta betur má benda á ljóðið Vítt of vega, en í því skín febrúarsólin á kaun og mein og jökullinn er skyr á bláum diski bernskunnar. Skáldið er í senn í Stokkhólmi og heima þar sem ræturnar liggja. Eins og á fleiri stöðum er skírskotað til annarra skálda. Ljóðinu lýkur á orðum sem ekki eru eingöngu ástaijátning til náttúrunnar: „Ó útlínur bakvið minnið/ Ó ímyndun hrein og skær!“ Jóhann Hjálmarsson Jóhann árelíuz Menning- ardagar heyrnar- lausra MENNINGARDAGAR heyrnarlausra verða opnaðir í Loftkastalanum á morgun, fimmtudag, og standa til 9. nóvember. Að lokinni setningu hefst stuttmyndahátíð, þar sem sýnd verða verk eftir heyrnarlausa kvikmynda- framleiðendur víða um heim, meðal annars verðlauna- myndirnar Vennskap eftir Mira Zuckermann frá Noregi og Portugal eftir landa henn- ar Cornelis Mehlum, en þau verða heiðursgestir hátíðar- innar ásamt forseta Islands, herra Ólafi Ragnari Gríms- syni. Laugardaginn 4. október kl. 15 verða stuttmyndirnar endursýndar í Loftkastalan- um og þriðjudaginn 7. októ- ber kl 20.30 verður efnt til ljóðakvölds í Þjóðleikhú- skjallaranum. Ljóð verða flutt af leikurunum Arnari Jónssyni, Eddu Þórarinsdótt- ur og Heigu Jónsdóttur en Hjálmar Pétursson, Júlía G. Hreinsdóttir og Margareth Hartvedt flytja þau á tákn- máli. Laugardaginn 11. október kl. 15 verður síðan opnuð sýning á verkum Vilhjálms G. Vilhjálmssonar mynd- listarmanns í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. Stendur hún til 26. október. Dagskrá menningardag- anna frá 19. október til 9. nóvember verður kynnt síðar. Rís og hnig sögu venjulegs fólks BÆKUR F r æ ð i r i t SAGA OG SAMFÉLAG eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson. Þættir úr félagssögu 19. og 20. ald- ar. Reykjavík, 1997.353 bls. SAGNFRÆÐI hefur verið iðkuð af umtalsverðum þrótti á íslandi lengi. Fyrir leikmann eins og mig er merkilegt að fylgjast með því hve stór sá hópur manna er sem iðkar sagnfræði rneð rannsóknum og bókaskrifum á íslandi. íslenzkir sagnfræðingar hafa stundað fjöl- breytilegar rannsóknir og nálgast viðfangsefni sitt með margvísleg- um hætti. Það er til dæmis ekki lengur sjálfsagt að segja sögu ís- lendinga á síðustu öld með því að íjalla einvörðungu um stjórnmál og stjórnmálaforingja. Það er mik- il blessun því þótt stjórnmál séu mikilvæg þá eru ýmsir aðrir þætt- ir mannlífsins jafn mikilvægir ef ekki mikilvægari. Gísli Ágúst Gunnlaugsson var brautryðjandi í íslenzkum félags- sögurannsóknum. Hann var í þeim hópi manna sem nálgaðist við- fangsefni sitt ekki út frá nafn- greindum einstaklingum heldur í ljósi ákveðinna þátta í mannlegu samfélagi. Hann skoðaði breyting- ar á fjölskyldunni í tímans rás, hann athugaði hvernig höft af ýmsu tagi virkuðu og þróuðust, hvernig fátækt hafði áhrif á félags- lega stöðu og réttindi fólks, hvern- ig viðhorf til siðferðisbrota breytt- ust, samband heimilisgerðar og þéttbýlismyndunar var á íslandi í kringum síðustu aldamót. Rann- sóknir á öllum þessum atriðum og ýmsum fleiri má lesa í þessari læsi- legu, skýru og merkilegu bók. Gísli Ágúst lézt á síðasta ári langt um aldur fram. Hann hafði kennt við sagnfræðiskor í Háskóla íslands frá 1989 en gaf út fyrstu fræðilegu ritgerð sína um sagn- fræði árið 1978. Hann hafði af- kastað miklu á skammri ævi. Sagnfræðistofnun Háskóla íslands og Sögufélagið ákváðu að gefa út þetta ritgerðasafn til að minnast hans. Ritnefndin, en í henni sátu sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson, Loftur Guttormsson og Ólöf Garðarsdóttir, ákvað að þetta ritgerðasafn ætti að gefa sem bezta heildarmynd af fræðimanns- ferli Gísla. Ritgerðunum er skipt í nokkra efnisflokka. Fyrsti flokkurinn er um fjölskyldusögu. Þar eru raktar breytingar sem urðu á íslenzkum fjölskyldum á nítjándu öldinni, ft'ölda, samsetningu og félagslegri stöðu. Þar er einnig skoðað hvert er samband ástar og hjónabands í sögulegu ljósi. Annar flokkurinn er rannsóknir á taumhaldi í íslenzku samfélagi á fyrri tíð. í þessum flokki eru tvær ritgerðir. Sú fyrri er sniðugleg greinargerð fyrir því hvernig ljós var mikilvæg stoð húsbóndavalds á fyrri tíð. Sú síðari er samanburð- ur á norrænum rannsóknum á sið- ferðisbrotum og refsingum við þeim. í þriðja hlutanum eru þijár greinar um fátækt og hlutverk lög- gjafar um fátækt. Gísli leiðir rök að því að iöggjöfin og framkvæmd hennar hafi stuðlað að reglu í bændasamfélaginu íslenzka en löggjöfin fékk yfirvöldum mjög víðtækt forræði yfir fátæklingum. Ef fólk gat ekki aflað sér og sínum viðurværis gátu yfirvöld sundrað fjölskyldum og komið meðlimum hennar fyrir þar sem hreppsyfir- völd náðu samningum við bændur. í þessum hluta er rannsókn á því hvernig ákvarðanir voru teknar um breytingar á löggjöf um fátækra- framfærslu á átjándu öld. Það er greint frá bakgrunni þessara ákvarðana og tilganginum með þeim og nákvæmlega athugað hver skrifaði hveijum og hver tók hvaða ákvarðanir. Síðasta ritgerðin í þessum hluta er athugun á málefn- um fátækra fram á fjórða áratug þessarar aldar en þá er samþykkt velferðarlöggjöf sem í rauninni kollvarpar löggjöf sem staðið hafði óbreytt að verulegu leyti frá tímum Jónsbókar. Fjórði hluti bókarinnar er rann- sókn á þeim breytingum sem verða á íslenzku samfélagi um aldamótin síðustu þegar verður nánast bylt- ing í samfélaginu og íslenzka bændasamfélagið eins og það var hverfur og það myndast samfélag íbúa í bæjum sem smám saman verður ríkjandi. Höfundur skoðar einkenni íslenzka bændasamfé- lagsins, hvaða áhrif flutningur fólks í bæi hafði á heimilisgerð og ber í því skyni saman þijá bæi, Hafnarfjörð, Siglufjörð og Seyðis- Qörð. Að síðustu gerir höfundur grein fyrir hreinlætisbyltingunni sem átti sér stað hér á landi um leið og bæir mynduðust en átti sér lengri aðdrag- anda í öðrum löndum. Fimmti hlutinn snýst um byggðaþró- un og atvinnulíf. Höf- undur skoðar sögu Ólafsvíkur, áhrif bandaríska hersins á nágrannabyggðir Keflavíkurflugvallar og veitingu forrétt- inda og einkaleyfa til iðnaðarstarfsemi á ís: landi á átjándu öld. í síðustu ritgerðinni er nákvæm rannsókn á því hvernig Skúla Magnússyni var veitt leyfi til iðn- aðarstarfsemi. Sjötti og síðasti hluti bókarinnar eru fimm ritgerð- ir um ættarbönd og samhjálp í ís- lenzku samfélagi á síðasta hluta síðustu aldar og í byijun þessarar. Þar eru rannsóknir á högum aldr- aðra, ekkna, aldraðra kvenna um síðustu aldamót. Það er íhugað hvernig högum íslenzkra fóstur- barna var háttað á nítjándu öld og sömuleiðis hvernig voru hjóna- vígslu- og skírnarvottar á nítjándu öldinni. Það verður að geta þess að nokkrar þessara ritgerða eru samdar með öðrum, annaðhvort Lofti Guttormssyni eða Ólöfu Garðarsdóttur. Margar ritgerð- anna í bókinni voru upphaflega samdar fyrir erlend tímarit og voru ekki ætlaðar til útgáfu á íslenzku. Þær ritgerðir voru þýddar á ís- lenzku. Þýðingarnar eru mjög vel unnar og hvergi að sjá neinn þýð- ingarbrag á textanum. Þótt nokk- uð sé um endurtekningar get ég ómögulega séð að það sé til lýta. Það rifjaði einungis upp fyrir mér mikilvæg atriði sem þarf að hamra svolítið á. Það er nefnilega svo að staðreyndirnar sem raktar eru í þessari bók eru nógu merkilegar til þess að það má alveg endur- taka þær. Stíllinn á þessum ritgerðum er einfaldur og skýr. Höfundur heldur sig alltaf við aðalatriði. En það er líka mýkt í textanum sem auðveldar lesanda að fylgja höfundinum. Mikilvægasti eiginleiki þessarar bókar er þó sá að lesandi kemst í snertingu við söguleg- an veruleika. í þessari bók eru dregnar fram fjöldamargar söguleg- ar staðreyndir og ekki allar einfaldar. Samhengi slíkra staðreynda er túlkunaratriði. Höf- undur túlkar samhengi þeirra ævinlega af hófsemi og sanngirni. Hann fellur til dæmis aldrei í þá gryfju að nota hugmyndir nútím- ans til að fordæma íslenzka bændasamfélagið jafnvel þótt hann sé að fjalla um ýmsa ógeð- fellda þætti þess út frá sjónarmiði nútímans. Þess vegna verður myndin sem dregin er upp af ís- lenzku samfélagi í þessari bók frá því á átjándu öld og fram á þessa afar sennileg. Bókin er framúrskarandi vel unnin. Það er í henni efnisyfirlit, töflu- og myndaskrá, skrá yfir heimildir, prentaðar og óprentaðar, ritaskrá Gísla Ágústs, og nafna- og hugtakaskrá. Ég fann enga prentvillu. Ólíkir lesendur fá eflaust dálæti á ólíkum hlutum þessarar stóru bókar. Sjálfur hafði ég mest gaman af fyrstu tveimur hlutunum um fjölskylduna og siðferði. En rit- gerðirnar um hreinlætisbyltinguna og um íslenzk fósturbörn voru mjög skemmtilegar aflestrar. Þetta er bók sem enginn unnandi ís- lenzkrar sagnfræði getur látið fram hjá sér fara. Guðmundur Heiðar Frímannsson Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.