Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 25 Vanefndir R-listans í öldrunarmálum „í MÁLEFNUN aldraðra þarf samfellt og samræmt þjónustu- kerfi sem gerir öldruð- um kleift að lifa með reisn og virðingu allt til loka æviskeiðsins. Þótt aldraðir geti átt ýmislegt sameiginlegt þá er um að ræða breiðan hóp fólks með afar mismunandi þarf- ir. Flestir eru fullkom- lega sjálfbjarga en margir þurfa þjónustu jafnvel allan sólar- hringinn. Þjónusta þarf því að vera marg- breytileg en ekki stöðl- uð fyrir alla. Leggja ber áherslu á sjálfsákvörðunarrétt aldraðra þar sem þess er nokkurs kostur og á sama hátt ber að forðast allt það sem kallast getur niðurlægjandi eða lítillækkandi í garð þeiira sem þjónustunnar eiga að njóta. Öldruð- um mun fjölga á komandi árum og áratugum. Leggja þarf áherslu á að þjónustan í þeirra þágu sé því einnig eins hagkvæm og mögulegt er.“ R-listinn stóð ekki við loforð um uppbyggingu hjúkrunarheimila, segir Olafur F. Magnússon, og hann sveik loforð um að leggja ekki nýja skatta á borgarbúa. Upphafsorð þessarar greinar eru bein tilvitnun í stefnuskrá R-listans fyrir síðustu borgarstjómarkosn- ingar. Auðvelt er að taka undir þau eins og margt annað sem R-listinn setti fram fyrir kosningarnar. Und- irritaður vill sérstaklega taka undir áherslu á margbreytileika í þjón- ustu við aldraða, enda er það for- senda þess að það markmið náist, að stytta biðlista eftir þjónustu fyr- ir þennan hóp í þjóðfélaginu. En R-listanum hefur ekki tekist að standa við fyrirheit sín varðandi málefni aldraðra, fremur en svo margt annað, sem lofað var fyrir kosningar. Vanefndir R-listans Eitt gleggsta dæmið um van- efndir á kosningaloforðum R-list- ans er seinkun framkvæmda við hjúkrunarheimili í Suður-Mjódd, en R-listinn lofaði, að áætlunum sjálf- stæðismanna um þessar fram- kvæmdir yrði hraðað! Efndimar vitna um hið gagnstæða. R-listinn lofaði einnig fjölgun hjúkmnar- rýma fyrir aldraða og benti á að 150 hjúkrunarsjúklingar byggju við mjög erfíðar aðstæður á heimilum sínum eða ættingja sinna árið 1994. Ljóst er að biðlistamir hafa lengst frá þeim tíma og að meira en 200 eldri borgarar em á biðlista eftir hjúkmnarrými. Mikil kyrrstaða hefur ríkt í upp- byggingu öldmnarþjónustu á veg- um Reykjavíkurborgar á þessu kjörtímabili. Það var ekki fyrr en á þessu ári, sem Reykjavíkurborg tók í notkun 46 ný hjúkrunarrými í Skógarbæ í Suður-Mjódd. Áður hafði 30 þjónusturýmum á Drop- laugarstöðum verið breytt í hjúkr- unariými. Þannig hefur fjölgun hjúkrunarrýma á vegum Reykja- víkurborgar í valdatíð R-listans verið innan við 2 lými á mánuði. Þetta meðaltal mun þó hækka á næsta ári, ef staðið verður við opn- un fleiri hjúkmnarrýma í Suður- Mjódd. Þetta getur varla talist mikið afrek og ekki liggja fyrir neinar samþykktir í borgarstjóm um fleiri hjúkmnarheimili. Skyit er að geta þess, að R-listinn rauf samstarf við fyrrver- andi samstarfsaðila, tengda hjúkrunar- heimilinu Skjóli og Eir um byggingu hjúkran- arheimilis fyrir 126 hjúkrunarsjúklinga. Engin raunaukning á hjúkrunarrýmum í Reykjavík í grein í Morgun- blaðinu 6. september sl. bendir Sigurbjörn Björnsson öldrunar- læknir á, að legurým- um fyrir aldraða og langsjúka á sjúkra- húsum í Reykjavík hafi fækkað frá árslokum 1995 úr 198 rýmum í 162 eða um 36 rými. Fækkunin skýrist aðallega af fækkun rýma á Landspítala og að hjúkrunardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur hefur verið lögð niður, en mikil endurskipulagning á sér nú stað á langlegu- og öldranardeildum sjúkrahúsanna í Reykjavík. Með því að taka ný rými í notkun í Skógarbæ í Suður-Mjódd og við- bótarrými í Skjóli er því aðeins verið að mæta þessari fækkun. Niðurstaða öldrunarlæknisins er skýr: „Það er ekki fyrr en síðari hluti Skógarbæjar verður tekinn í notkun að um raunaukningu plássa verður að ræða. Sú aukning hefði þurft að koma til fyrr.“ Und- ir þau orð skal tekið. Hækkun fasteignagjalda erfið öldruðum En það er á fleiri sviðum en í vistunar- og þjónustumálum aldr- aðra, sem R-listinn hefur valdið kjósendum sínum vonbrigðum. Holræsaskatturinn, sem R-listinn lagði á borgarbúa, þvert á fyrri loforð um að hækka ekki skatta, kemur illa við marga lífeyrisþega. Það þekkir undirritaður vel af starfi sínu sem heimilislæknir í Reykjavík. Til hans hafa komið heilsulitlir lífeyrisþegar, sem búa áfram í húsnæði sínu og eiga í hinu mesta basli með að borga þennan nýja skatt R-listans. Þeir hafa beðið lækninn sinn um að votta um slæmt heilsufar þeirra. Útilokað er fyrir þessa einstakl- inga, að auka tekjur sínar til að mæta þessari útgjaldaaukningu. Samkvæmt tilkynningu borgar- stjórans í Reykjavík frá 8. janúar 1997 geta einstaklingar með minni tekjur en 830.000 krónur og hjón með minna en 1.170.000 krónur fengið veralegan afslátt, en enginn afsláttur er veittur ef farið er yfir þessi tekjumörk. Heilsulítil eldri hjón, sem búa í eigin húsnæði, sem er afrakstur ævistarfs þeirra mega illa við slíkum útgjaldaauka. Hann bætist ofan á sjúkrakostnað og viðhaldskostnað á eign, sem ekki er mögulegt að selja á raunvirði. Auk þess hefur R-listinn íþyngt eldri borgurum með hækkun ýmissa þjónustugjalda m.a. 100% hækkun strætisvagnafargjalda. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur stóðu myndarlega að verki í uppbyggingu hjúkrunar- heimila á tímabilinu 1985-1993 með tilkomu hjúkmnarheimilanna Skjóls og Eirar. Þeir stóðu yfir- leitt við kosningaloforð sín varð- andi framkvæmdir og skatt- heimtu. R-listinn hefur aftur á móti hvorki efnt loforð sín um uppbyggingu hjúkranarheimila, né að leggja ekki nýja skatta á borg- arbúa. Gera má ráð fyrir því, að fjölmennir hópar aldraðra og að- standenda þeirra hafi þetta í huga, þegar þeir ganga að kjörborðinu næsta vor. Höfuadur er læknir og varaborgarfulltrúi. Ólafur F. Magnússon Skylda að nota hjól- reiðahjálma HINN 1. október næstkomandi taka gildi reglur um notkun hjólreiðahjálma við hjólreiðar bama. Regl- ur þessar leggja þá skyldu á öll böm yngri en 15 ára að nota hlífð- arhjálm við hjólreiðar. Reglumar era settar með stoð í umferðar- lögum, en þar er að finna heimild til að setja reglur um notkun hjálma við hjólreiðar. Reglumar era settar til 2 ára og er ekki gert ráð fyrir refsingu fyrir meint brot á þeim enda verður bömum ekki refsað og viðhlítandi lagastoð skortir til að ábyrgð verði lögð á foreldra og aðra sem annast böm. Er þetta því sama fyrirkomulag og var viðhaft þegar lög um öiyggisbelti vora sett í fyrsta skipti. Ákvörðun um aldur er miðaður við að ósakhæf böm era skylduð til að bera hlífðarhjálm við hjólreiðar. Á hinn bóginn má geta þess að í bamavemdarlögum era þær skyldur lagðar á foreldra að sjá til þess að böm fari sér ekki að voða. Með hliðsjón af þeirri hættu sem getur skapast fyrir bam á hjóli í umferðinni er eðlilegt að foreldrar gæti þess að böm noti nauðsynleg öryggistæki við hjól- reiðar, þ.á m. öryggishjálm. Því miður er misbrestur á að foreldrar sinni þess- ari sjálfsögðu skyldu og því þarf að setja reglur og lög því til áréttingar. Nokkrir hafa gagn- rýnt að reglurnar skuli ekki ná til allra. Því er til að svara að í dómsmálaráðuneytinu var litið á þessar regl- ur sem fyrsta skrefíð. Notkun hlífðarhjálma við hjólreiðar hefur aukist mjög, sérstak- lega hjá unglingum yngri en 15 ára, og það mun auðvelda að reglunum verði framfylgt. Ekki er ráðlegt að setja reglur sem erfítt eða ómögulegt er að framfylgja því það ýtir undir virðingarleysi gagnvart lögum og reglum. Næsta skref er að leggja framvarp fyrir Alþingi þar sem lagt verður til að lögfest verði skylda til að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar auk þess sem kveðið verði á um viðurlög fyrir brot á þeirri skyldu. Síðan er það Alþingis að taka afstöðu til málsins með því að samþykkja framvarpið eða hafna því. ísland er fyrsta landið í Evrópu sem setur reglur um skyldu til að nota hjólreiðahjálma. Aðeins eitt land í heiminum hefur sett slíkar reglur og fjögur önnur hafa í ein- Þórhallur Ólafsson stökum fylkjum eða svæðum sett reglur af þessu tagi. Hvers vegna? Því er ekki einfalt að svara. Marg- ir hafa notað þau rök að fólk eigi að hafa frelsi til að ákvarða sjálft Fækkum alvarlegum reiðhjólaslysum, segir Þórhallur Ólafsson, með því að nota hjálma. hvort það noti hlífðarbúnað eða ekki, enda skaði það sjálfa sig en ekki aðra. Aðrir segja að reglur sem þessar hafi engin áhrif og erfitt sé að framfylgja þeim. Því sé einungis verið að setja reglur til að þær séu brotnar og það ali á virðingarleysi gagnvart lögun- um. Hvað sem um þessi svör má segja þá hefur almenningur á ís- landi tekið þessum reglum fagn- andi og flestir virðast vilja ganga enn lengra og leggja almenna skyldu á alla aldurshópa til að nota hlífðarhjálma við hjólreiðar. Foreldrar bera ábyrgð á bömum sínum og vilja að öryggi þeirra sé sem mest og að um það gildi strangar reglur. Foreldrar þurfa því einnig að sýna gott fordæmi. Vonandi verður öll þessi umræða til þess að fleiri fari að nota svo sjálfsagðan öryggisbúnað sem hjólreiðahjálma þannig að okkur takist í framtíðinni að fækka alvar- legum slysum sem verða vegna þess að hjálmar era ekki notaðir. Höfundur er formaður Vmferðar- ráðs og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Góða ferð, Jón Baldvin í MORGUN- BLAÐSGREIN 11. júlí sl. undir fyrir- sögninni „Áttavilltur stjórnmálamaður" bendi ég á það, hversu Jón Baldvin Hanni- balsson hefir verið ósamkvæmur sjálfum sér á stjórnmálaferli sínum. Hann valdi sér stefnu Alþýðuflokks- ins að beijst fyrir, þar með miðstýringu og ríkisumsvif í atvinnu- rekstri, en þó eftir leiðum lýðræðis og fijálsra kosninga. Hann stóð, eins og aðrir jafnaðarmenn, gegn komm- únistum, sem vildu ná sömu mark- miðum með valdbeitingu. Það var gert í Rússlandi, sem bjó í langa tíð við sósíalisma undir einræði Jón Baldvin er sagður tregur og tvíátta í samvinnumálum svo- heldur tvískinnunginn. Sjálfur er ég maður einkaframtaksins og tel dugmikla athafna- menn dýrmæta hveiju samfélagi. Hins vegar þarf markaðurinn að- hald. Hann verður að lúta sterkri stjóm í efnahagsmálum, eins og Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, vakti athygli á í þjóðhátíðar- ræðu 17. júní. Ella vilja lögmál markaðar- ins breytast í lögmál framskógarins. Land okkar er lítið og fá- mennt og hefir naum- ast rúm fyrir þann fjölda fyrir- tækja í ýmsum greinum, sem tryggir fijálsa samkeppni. Forsæt- isráðherrann kom einnig inn á þessi svið í ræðu sinni á 80 ára afmæli Verslunarráðs. Taldi hann okkur skemmra á veg komna en aðrar þjóðir í því efni að virkja markaðsöflin og því væra afköst og framleiðni minni en æskilegt Eggert Haukdal kallaðra félags- hyggjuflokka, segir Eggert Haukdal. og harðstjórn. Það kerfi hrundi eftirminnilega í lok 9. áratugar- ins. Þjóðin þoldi ekki kúgunina, enda þótt flestir hefðu mat að borða og þak yfir höfuðið, sem er meira en sagt verður um íbúa í hinum fijálsu ríkjum vestursins. Sannaðist í Rússlandi, og raunar í fleiri kommúnistalöndum, að jafnaðarmennska þrífst ekki undir einræði. I stað þess að fagna sigri sinnar skoðunar kúventi Jón Baldvin og tók að lofsyngja markaðsbúskap og samkeppni. Þá hafði hann náð áhrifum í Álþýðuflokknum og var orðinn formaður hans. Ég gagn- rýni ekki viðhorf hans sem slík, er. Hreinskilni forsætisráðherrans er virðingarverð. Jón Baldvin er sagður tregur og tvíátta í samvinnumálum svo- kallaðra félagshyggjuflokka. Þeir fengu þingmeirihluta í kosningun- um 1991. Þá fór Jón Baldvin í sína frægu Viðeyjarferð og samdi við Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefir nú sagt af sér formennsku hjá kröt- um. Síðasta fréttin af Jón Baldvin er sú, að hann sé ráðinn til sendi- herrastarfa í Washington. Er hann enn sjálfum sér ósamkvæmur, því flestir bjuggust við, að hann stefndi á Brussel eða aðra megin- borg ESB. Svo mjög hafði hann sóst eftir aðild okkar að því banda- lagi og ekki hirt um, þó að slíkt skerti fullveldi okkar eða fiskveiði- lögsögu. ESB-ríkin viðurkenna ekki landhelgi. Jón Baldvin kvaðst í fjölmiðlum hafa sjálfur átt framkvæði að ferð sinni vestur um haf. Menn spyija, hvort hann hafi enn tekið skoðana- skiptum og muni nú leitast við að fá Bandaríkjamenn til að annast vamir okkar til frambúðar, þannig að við getum hætt þátttöku í NATO og öðram stríðstilburðum í Evrópu. Sú afstaða á hljómgrunn meðal íslendinga. Höfundur erfv. alþingismaður. -/elina Nærfatnaður Laugavegi 4, simi 551 4473

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.