Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 33
MORGUN BLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR1.0KTÓBBR M&7 ‘33 "+ + Arni Aðal- steinsson fædd- ist í Reylgavík 20. júní 1951. Hann iést á Reyðarfirði 22. september síðast- liðinn. Foreldrar: Margrét Sigríður Árnadóttir, f. 19. febrúar 1931 og Aðalsteinn Hjálm- arsson, bifvéla- virki, f. 7. nóvem- ber 1930. Systkini: Hjálmar, íþrótta- kennari, f. 4. sept- ember 1954, kvænt- ur Margréti Björnsdóttur, hjúkrunarfræðingi, Ásta, f. 28. apríl 1962, gift Aðalsteini Guð- mundssyni, lækni, og Ólafur, kerfisfræðingur, f. 22. október 1963, kvæntur Olgu Helenu Kristinsdóttur, kerfisfræðingi. Arni kvæntist 1973 Þórhildi Jónsdóttur, þau skildu. Önnur kona hans var Bergþóra Sigur- bjömsdóttir, börn þeirra era: Árný, f. 12. janúar 1981, og Aron, f. 30. september 1982. Hinn 28. mars 1992 kvæntist Arai Helgu Benjamínsdóttur frá Rangá I, f. 2. ágúst 1960. Foreldrar hennar eru Benjam- ín Jónsson, f. 18. ágúst 1928, d. 10. ágúst 1988 og Hólmfríður Björnsdóttir, f. 5. mars 1928. Börn Árna og Helgu eru: Margrét Sigríður, f. 9. ágúst 1989 og Benjamín, f. 17. janúar 1997, fyrir á Helga dótturina Guðlaugu Hilmars- dóttur, f. 25. ágúst 1985. Börn Arna eru einnig: Anna Margrét, f. 20. október 1975, Ág- úst Páil, f. 9. sept- ember 1976, og Almar, f. 17. júm 1978. Árni lauk námi frá Verzlun- arskóla íslands 1971. Hann vann skrifstofustörf og við akstur i Reykjavík til ársins 1980 en þá flutti hann austur á land, bjó á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Reyðarfirði, þar vann hann m.a. þjá Ferðamið- stöð Austurlands, síðan við vöruflutninga milli Reykjavík- ur og Austurlands og nú síðast vann hann á skrifstofu Sam- skipa á Reyðarfirði. Utför Árna fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 14.00. ARNI AÐALSTEINSSON Vertu sæll, og Guð gæti þín, leiði þig með liknarhendi, lífeins brauð af himnum sendi. Vertu sæll, og Guð gæti þín. Vertu sæll og Guð minn gæti þín, um þig velji örmum sínum, öllum létti raunum þínum. Vertu sæll, og Guð irnnn gæti þín. Megi algóður Guð styrkja bömin þín, eiginkonu og aðra ástvini. Hvíl í friði, kæri sonur. Margrét og Aðalsteinn. Faðir minn Ámi Aðalsteinsson er látinn langt um aldur fram. Við feðgamir áttum ekki samleið en samband okkar var alltaf náið og gott. Við treystum böndin i sumar en þá fóm ég og unnusta mín í heimsókn á Reyðarfjörð. Við dvöld- um þar í góðu yfirlæti í nokkra daga hjá pabba, Helgu og systkinum mín- um, Guðlaugu, Margréti og Benjam- ín. Þetta var skemmtilegur tími og það hvarflaði síst að mér að þetta yrðu okkar síðustu samskipti. Það var notalegt að koma í litla húsið Björk við Austurveg. Hlýtt og notalegt viðmót íbúanna lýsti það upp og fyllti það lífsgleði. Nú hvflir sorg yfir litla húsinu og Helga og börnin eiga um sárt að binda. Um leið og við þökkum fyrir ánægjulega samveru í sumar vil ég fyrir hönd systkina minna senda þeim okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur og varð- veiti um alla framtíð. Ágúst Páll og Birta Rós. Elsku bróðir. Hvflík sorgarfregn. Mig setur hljóða þegar frétt um sviplegt andlát stóra bróður míns berst hingað vestur um haf. Ámi bróðir var aðeins 46 ára gamall þegar hann lést hinn 22. september síðastliðinn. Margs er að minnast, sérstaklega minnist ég Þórsmerkur- ferðarinnar þegar við fjölskyldan fómm öll saman í útilegu. Elsku bróðir, þú varst í fararbroddi, bíl- stjóri og skipuleggjandi ferðarinn- ar, alltaf svo úrræðagóður. Sam- vemstundimar urðu alltof fáar því fjarlægðin var alltof mikil. Elsku bróðir, ég kveð þig nú að sinni, missirinn er mikill og það er sárt að kveðja. Megi minningin um styrk þinn hjálpa henni Helgu þinni, bömunum og öðram ástvinum. Þín systir, Ásta Aðalsteinsdóttir. Ó, minning, minning. Líkt og ómur fjarlægra söngva, líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verur birtast litir og hljómar hinna liðnu dap, sem hurfu sinn dularfulla veg út í dimmbláan íjarskann og komu aldrei aftur. (Steinn Steinarr) Með örfáum orðum langar mig að kveðja þig, Ámi bróðir. Eg á fáar en góðar minningar um stóra bróður sem ég leit svo mjög upp til. Eftir að þú fluttist austur á firði þá höfðum við frekar lítið samband og ástæðan er líka að þú varst 12 ámm eldri en ég. Innst inni vonaði ég að sá dagur kæmi að við fengjum tækifæri til að kynnast aftur og gera hluti sam- an sem bræður. En tíminn hleypur frá manni og nú ertu horfinn, ung- ur maður í blóma lífsins, aðeins 46 ára. Síðan þessi sláandi frétt barst að austan að þú værir dáinn hafa allskonar endurminningar komið upp í hugann, til dæmis þegar þú varst táningur og ég smá polli, þá fékk ég aur fyrir það að pússa skóna áður en þú fórst á ball og seinna fékk ég að keyra stóra bróður. Mér er líka minnisstætt sumarið sem ég fór til þín austur á Egilsstaði til þess að aðstoða þig við byggingu á húsinu þínu. Hann Ámi var barngóður og fór það ekki fram hjá neinum hversu myndarlegur maður hann var. Hvar sem hann kom þekkti hann marga. Við reynum ekki að skilja af hverju lífíð er stundum eins og það er að hrifsa svona ungan mann í burt frá fjölskyldu sinni og börnum. Maður spyr oft hver er tilgangurinn en það er sagt að þeir deyi ungir sem guð- irnir elska. Ég, kona mín og dætur viljum biðja guð almáttugan að styrkja þig, Helga, og börn í sorg ykkar, jafnframt sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til hinna barna Áma og ástvina. Megi guð vaiðveita þig, Árni, og líði þér sem best þar sem þú ert. Þinn bróðir, Ólafur Aðalsteinsson. Elskulegur systursonur minn, Árni Aðaisteinsson, lést 22. septem- ber sl. langt fyrir aldur fram. Árni MIIMNINGAR var fæddur og uppalinn á Sólvalla- götu 27 í Reykjavík sem var æsku- heimili mitt. Hann var fyrsta bama- barn foreldra minna og varð elska og yndi allra sem þá bjuggu á Sól- vallagötunni. Ámi var nefndur í höfuðið á afa sínum, Árna Ólafs- syni, föður mínum. Ég var ekki nema sautján ára og enn búsett í foreldrahúsum þegar Ámi fæðist. Er ég síðan eignast eigið heimili dvaldist Ámi oft hjá mér, bæði hér á landi og erlendis. Þannig þekkti ég Áma best er hann var drengur. Árni var að eðlisfari glaðvær. Hann átti auðvelt með að kynnast fólki og hrífa með heillandi fram- komu. Er hann dvaldi hjá okkur hjónum er mér minnisstætt hve snöggur hann var að eignast vini og hve fljótt allir í næsta nágrenni vissu hver Árni var. Eins og þeir vita sem þekktu Áma beindist áhugi hans að akstri og bílum enda varði hann stóram hluta ævi sinnar til vinnu við land- flutninga. Við hjónin tókum fljótt eftir þessum áhuga Áma þegar hann dvaldi hjá okkur. Maðurinn minn þurfti að ferðast mikið um héraðið í jeppa vegna vinnu sinnar en þá var alls ekki algengt að menn ættu bfla. Okkur fannst ótrúlegt hvað Ámi gat unað sér við það eitt að sitja úti í bílnum og alltaf var jafn spennandi að fljóta með mann- inum mínum í bflferð. Þó ég hafí minna notið samvistar við Áma þegar hann óx úr grasi var mér oft hugsað til hans. Ég og fjölskylda mín mun minnast Áma með hlýju og þökk. Ég og fjölskylda mín vottum eig- inkonu Ama og bömum hans okkar dýpstu samúð. Við vottum einnig ykkur, Gréta, Alli og Qölskylda, innilegustu samúð. Megi Guð styrkja ykkur öll í sorginni. Sigríður J. Amadóttir. Loksins fannst okkur vinnufélög- unum sumarið vera komið, við vor- um eins og margir aðrir Austfirð- ingar orðin langþreytt á þessum endalausu rigningum og sumarauk- inn því kærkominn. Skyndilega dimmdi yfír í okkar litla samfélagi og Ámi var allur, jú sólin skein áfram en það skipti ekki lengur máli. Þegar maður vinnur á stað þar sem starfsmenn fyrirtækisins telja rétt um tuginn, skapast óneit- anlega náin og oft skemmtileg kynni. Á þessum litla vinnustað hjá Flutningamiðstöð Austurlands vor- um við svo heppin að starfsmórall okkar var mjög góður. Hópurinn samhentur, við ófeimin að gera hóflegt grín hvert að öðru enda vissu allir að þar var enginn brodd- ur falinn, allt látið flúka og ekki verið með neinn tepraskap. Mánu- dagurinn 22. september var ekkert frábrugðinn öðrum mánudögum hjá okkur, menn tuðandi um að nú væri ranninn upp enn einn mánu- dagurinn, jú einn starfsmaður átti afmæli og þegar undirrituð hitti konuna hans var farið fram á að fá bakkelsi með síðdegiskaffinu. Talað hæfilega undir rós og hver gekk til sinna starfa granlaus um að maðurinn með ljáinn biði við næsta hom. Árni kom til stafa hjá FMA nú síðastliðið vor sem flutningastjóri, en þar áður hafði hann starfað lengi sem flutningabílstjóri. Hann var einn af þessum jöxlum sem Sérfræðingar í blómuskrcytingum \ ió öll tækifæri blómaverkstæði BlNNA^ Skóhnörðustíg 12. a horni Bergstaðastrætis, sími 551 ‘>090 velta sér ekki of mikið upp úr hlut- unum, enda ýmsu vanur. Glöggur og fljótur að meta aðstæður enda reynir oft á snarræði hjá þessum sérstaka þjóðflokki, flutningabíl- stjóram. Árni var sannkallaður „Trukkur", vanur að brölta um eina erfiðustu fjallvegi landsins við mjög tvísýnar og erfíðar aðstæður, hvernig sem viðraði, því farminum þarf að skila hvað sem tautar og raular. Hann talaði stundum um þá „gömlu góðu daga“ þegar menn þurftu að brasa í öllu sjálfir varð- andi flutninginn, samgöngur mun erfiðari en nú í dag, með fjarrænt blik í auga og vissri eftirsjá. En ósköp kunni hann samt vel að meta það að fara heim til fjölskyld- unnar í hádeginu og koma svo heim úr sinni vinnu að kvöldi dags, þó stundum væri orðið nokkuð fra- morðið eftir að hann hóf störf hjá FMA. Við kveðjum góðan vin og starfsfélaga með miklum söknuði. Þó við höfum ekki starfað lengi saman, þá finnst okkur skarðið hans vera stórt og verði vandfyllt. Við höfðum gaman af því að gant- ast við hann og komum til með að sakna þess og hans strákslega bross. Éfalaust munum við sakna penu skotanna sem hann sendi á starfsfélagana ef tækifæri gafst til eða bara að geta látið gamminn geisa við hann. Hugur okkar allra er hjá fjölskyldu hans, Helgu og börnunum sem nú eiga um sárt að binda. Okkur er orða vant, enda ekki margt hægt að segja á stundu sem þessari en við biðjum þess að með tíð og tíma nái sárin, sem rífa svo sárt núna, að gróa og að eftir lifi minningin um góðan dreng. Starfsmenn Flutningamið- stöðvar Austurlands. Það var hress hópur sem hittist í maí í fyrra til að halda upp á 25 ára útskriftarafmæli frá Verzlunar- skóla íslands. Þótt ýmsir væra orðnir gráhærðir eða sköllóttir, sumar „stelpnanna" nokkuð bústn- ar og einhveijir að tala um afa- og ömmubörnin, fannst okkur við samt vera jafnung og við vorum á út- skriftardaginn. Sumir þurftu að fara langan veg til að hitta gömlu skólafélagana. Einn þeirra var Ámi Aðalsteinsson, sem við kveðjum í dag hinstu kveðju. Þrátt fyrir áralanga búsetu austur á fjörðum lét Ámi sig aldrei vanta í hópinn þegar liðin skólaár voru riQuð upp. Þegar farið var að birta af næsta degi kvöddumst við með þeim orð- um að ef við kæmum ekki austur að heimsækja hann, hittumst við að minnsta kosti að fimm árum liðn- um. Það er þetta sem kemur upp í hugann þegar við sitjum saman, gömlu vinirnir, og hugsum til Áma. Skyndilegt fráfall hans vekur okk- ur til umhugsunar um að ekkert er öruggt. Við göngum út frá því sem vísu að við getum hitt vini okkar þegar við viljum og þess vegna segjum við oft hálfkæruleys- islega: „Við verðum að fara að hitt- ast“ - án þess að gera nokkuð í því. Við teljum okkur alltaf hafa nægan tíma. Núna, þegar Árni er allur, kem- ur yfir okkur söknuður. Það rifjast upp liðnar stundir og þ_að er bjart yfir þeirri minningu: Árni dugn- aðarforkur, alltaf brosandi, alltaf glaður og hress og til í allt. Hann var sérstaklega sjarmerandi og náði að hrífa alla sem kynntust honum. En það var ekki bara þessi einlæga gleði sem gerði Árna að þeim vini sem hann var okkur; það var ekki síst trygglyndið sem ein- kenndi hann. Þótt það liði oft lang- ur tími milli þess sem við hitt- umst, var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Þetta var óþvinguð og sönn vinátta. Sú reynsla að missa vin á besta aldri minnir okkur á þá staðreynd að öllu er afmörkuð stund. Hugur okkar dvelur hjá eftirlif- andi eíginkonu, bömum, foreldram og systkinum Áma og við vottum þeim dýpstu samúð okkar. Við kveðjum kæran vin með virð- ingu og þakklæti fyrir þá gleði sem hann færði inn í líf okkar og við vitum að við mælum fyrir munn skólafélaganna í útskriftarárgangi ’71 þegar við segjum: Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Andrés Andrésson, Anna Kristíne Magnúsdóttír, Kjartan Kjartansson. I + Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ÓSKARS SVEINBJÖRNSSONAR, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Jóna Guðrún Ágústsdóttir, Sveinbjörn Óskarsson, Ingibjörg S. Gísladóttir, Ásgeir Óskarsson, Guðrún Árnadóttir og barnabörn. + Þökkum innilega fyrir samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORVALDÍNU AGNBORGAR JÓNASDÓTTUR, Hlíf 2, (safirði, Sigurður G. Sigurðsson, Helga M. Ketilsdóttir, Brynjólfur I. Sigurðsson, Ingibjörg Lára Hestnes, Elín S. Sigurðardóttir, Jóhannes Torfason, Þórarinn J. Sigurðsson, Hildur Káradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag, frá kl. 13.00 —16.00 vegna jarðarfarar DAGRÚNAR HELGU HAUKSDÓTTUR Saumsprettan sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.