Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 35 FRÉTTIR LEIÐRÉTT Iðjulundur í UMFJÖLLUN Daglegs lífs um kertaframleiðslu Heimaeyjar í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag er m.a. listi yfir verndaða vinnustaði á landinu. Þar misfórst að nefna Iðjulund á Akureyri, einn stærsta verndaða vinnustað lands- ins og er hérmeð beðist velvirðing- ar á þeim mistökum. Leiðrétt æviágrip í inngangsorðum minningar- greina um Ragnheiði G. Guð- mundsdóttur í blaðinu 30. sept. sl. urðu þau mistök að íris Ósk, f. 1983, er sögð dóttir Guðmundar, sonar Ragnheiðar, og konu hans Agústu Sigurðardóttur. Hið rétta er að Guðmundur átti írisi fyrir. Oddviti Eyrarbakka Magnús Karel Hannesson var í blaðinu í gær ranglega sagður oddviti á Stokkseyri, en hann er oddviti á Eyrarbakka. Þá er rétt að taka fram að endanleg ákvörð- un um að láta fara fram atkvæða- greiðslu um sameiningu sveitarfé- laganna er í höndum sveitar- stjórna. Sýning Kristjáns Davíðssonar Vegna tæknilegra mistaka í myndlistardómi Braga Asgeirsson- ar um sýningu Kristjáns Davíðs- sonar á Kjarvalsstöðum í blaðinu í gær, birtist niðurlag hans hér aftur ásamt myndinni í réttum lit- um. „Fram kemur, að svo virðist sem fólk almennt skilji þessar myndir, hrífíst sjálfkrafa, þótt viðkomandi viti ekki í raun hvað það er sem það skilur. Nemur kannski bland af guðdóminum í þeim, einhvetja ójarðneska opinberun og kraftbirt- ingu, hliðstætt voldugum turnum dómkirknanna er teygja sig upp í himinhvelfmguna. Sjálfsprottin óformleg birtumögn, fletir, tími og rými, eitthvað handan við allt sem er, en þó svo jarðtengt og kunnug- legt. Hið óformlega, tilvistarlega, þróaða og næma vinnulag Kristj- áns Davíðssonar hefur trúlega aldrei verið jarðbundnara né virk- ara en í þessum myndum, en um leið kemur það betur fram en nokkru sinni, að hér er um að KRISTJÁN Davíðsson, Án tit- ils, olía á léreft, 1997. ræða upplifað rými og skynjuð form í fijálsri mótun. I öllu falli er ekki mögulegt að nefna þessi kláru verk formleysur, líkt og klíst- ur eða kleinudeig, né tilviljun- arkennda slettulist. Nokkur munur á hugsæi og vinnubrögðum hins þjálfaða myndlistarmanns þar sem innsæi og virk skynræn athöfnin varða veginn og yfirborðslegum slettum viðvaningsins, klaufans og klastrarans. Vil einnig vísa til spaklegra orða aldins málara, Eugen Leroys, að myndirnar sem hann málaði á augnablikinu endurspegluðu skinnið á húð elskunnar hans þeg- ar hann vaknaði á morgnana. Vís- aði um leið til ákveðinnar skarp- skyggni sem kæmi með aldrinum, án tillits til þess að sjónin daprað- ist, ljósmagnið minnkaði. Það hefur verið athyglisvert og spennandi að fylgjast með þroska íslenskra málara af hárri gráðu á efri árum, og umskiptunum í list þeirra. Tek hér dæmi, að yfirbragð málverka Jóns Stefánssonar varð léttara og þokkafyllra, en málverk hins nýlátna Sigurðar Sigurðsson- ar strangari og hnitmiðaðri í bygg- ingu. Þannig getur allt gerst í myndlistinni, óháð æsku og elli, og hvað Kristján Davíðsson snert- ir, virðast málverk hans verða skynrænni og að listamaðurinn hafi dýpkað hugsæi sitt á grunn- flötinn. Má skilgreina sem unga endann á öllum aldursskeiðum ..." ■ UNGIR jafnaðarmenn sendu nýlega frá sér ályktun um banka- mál þar sem segir m.a.: „Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna fordæmir skipan viðskiptaráðherra á bankaráðum ríkisbankanna. Það er skoðun Ungra jafnaðarmanna að sú upp- stokkun í bankamálum sem við- skiptaráðherra er svo tíðrætt um að hafi gerst sé ekki meiri en svo að ríkisbankarnir fengu nafna- breytingu, þ.e. skammstöfunin hf. bætist við nafn þeirra. Verra er að engin tilraun er gerð til að breyta innri vanda bankanna sem felst í hörmulegri stjórnun á al- mannafé sem sést best á þeim gríðarlegu háu fjárhæðum sem bankarnir hafa lagt á afskrifta- reikninga sína.“ ■ TRÚBADORINN Bjarni Tryggva stendur fyrir svokölluðu dónakvöldi á veitingahúsinu Café Amsterdam miðvikudagskvöldið 1. október og hefst dagskráin kl. 22. Aðgangur er ókeypis. í frétta- tilkynningu segir að Bjarni Tryggva spili og velti fýrir sér líf- inu og tilverunni. ■ HAFNARGÖNGUHÓPUR- INN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni 1. október frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengur meðfram Tjörn- inni, um Háskólahverfið og vest- ur Strandstíginn. Síðan verður farið á Eiðisgrandann og með ströndinni og höfninni til baka. Allir velkomnir. RAOAUGLÝSINGA ATVINNU- AUGLÝSINGAR Grunnskólar Hafnarfjarðar Stuðningsfuíltrúi Stuðningsfulltrúi óskast nú þegar í 50% starf við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Vinnutími er frá kl. 12.15—16.00 nema fimmtudag til kl. 17.00. Nánari upplýsingarveitirskólastjóri í síma 555 2911. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. TiLKYNNINGAR Frá kjörstjórnum Eskifjarð- arkaupstaðar, Neskaup- staðar og Reyðarfjarðar- hrepps. Sveitarstjómir Eskifjarðarkaupstaðar, Nes- kaupstaðarog Reyðarfjarðarhrepps hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar þessara sveitarfélaga um að kosið verði um samein- ingu þeirra, laugardaginn 15. nóvember næst- komandi. Vegna þessa hafa kjörstjórnirsveitarfélaganna ákveðið að fram fari utankjörfundar atkvæða- greiðsla sem hefjist mánudaginn 6. október nk. og Ijúki laugardaginn 15. nóvember nk. Hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sýslumanna og umboðsmanna þeirra um land allt. Þeir sem samþykkja tillöguna skrifa „Já" á at- kvæðaseðilinn, en þeir sem ekki samþykkja tillöguna skrifa „Nei" á atkvæðaseðilinn. Kjörstjórnir Eskifjarðarkaupstaðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps. Nýtt símanúmer Húsnæðisskrifstofa Reykjavíkur Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30,108 510 4400 Bréfsími 588 9640 Opið kl. 8.00—16.00 alla virka daga. HvamnMtanga hreppur Greiðsluáskorun Hvammstangahreppur skorar hér með á gjald- endur sem ekki hafa staðið skil á útsvari, að- stöðugjaldi, hitaveitugjaldi, almennum vatns- skatti, aukavatnsskatti, holræsagjaldi, lóðar- leigu og sorphirðugjaldi álögðum 1997 eða fyrr og féllu í gjalddaga fyrir 15. september 1997, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þess- arar. Áskorun þessi nær einnig til viðbótar- og aukaálagningarframangreindra opinberra gjalda. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrir- vara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðnum. Með vísan til laga nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins fjárnáms er hér með skorað á þá gjaldendurfasteignagjalda og gatnagerð- argjalda svo og hafnargjalda, sem eru í vanskil- um að gera skil á gjöldunum innan 30 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Að öðrum kosti verður farið fram á nauðungarsölu á við- komandi eignum þeirra. Hvammstanga, 25. september 1997 Sveitarstjóri Hvammstangahrepps. BÁTAR SKIP Skip með tveimur síldar- kvótum Til sölu er mb. HAFFARI SF 430, skipaskrár- númer 0078. Skipið er 227 brúttó rúmlestir, byggt í Póllandi árið 1959, yfirbyggt árið 1979. Nýlokið er umfangsmiklum endurbótum á skipinu, þar sem m.a. var skipt um byrðing að hluta, vistarverur áhafnar endurnýjaðar o.fl. Aðalvél er Wártsilá 725 kw. (986 ha.). Skipið er með veiðileyfi og því fylgja tveir síldarkvótar en ekki aðrar veiðiheimildir. Lögmenn Garðar og Vilhjálmur Hafnargötu 31, Keflavík, Sími 421 1733, bréfasími 421 4733. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Olafsvegi 3, Olafsfirði, mánudaginn 6. október nk. kl. 10.00 á neðangreindri eign: Aðalgata 32, Ólafsfirði, þinglýst eign Konráðs Þ. Sigurðssonar, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Ólafsfirði, 29. september 1997. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði, Bjöm Rögnvaldsson. SMAAUGLYSINGAR FELAGSLIF FERDAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SÍMI 568-2533 Helgarferð 3.-5. okt. Landmannalaugar—Jökulgil. Gist í sæluhúsinu Laugum. Ekið inn i Hattver. Miðar á skrifstofu. Sunnudagsferðir 5. okt. kl. 10.30 Leggjabrjótur, göm- ul þjóðleið. Kl. 13.00 Þingvellir, gjárnar, haustlitir. Fjölskylduganga. „ SAMBAND ÍSLENZKRA ^KRISfTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssalurinn Háaleitisbraut 58. Samkoma fellur niður I kvöld en við bendum á sameiginlegar samkomur með KFUM, KFUK og Kristilegri skólahreyfingu í húsi KFUM og K„ Holtavegi 28, í kvöld og þrjú næstu kvöld kl. 20.30. Helgi Hróbjartsson kristniboði tal- ar. Mikill söngur. Allir velkomnir. I.O.O.F. 7 = 179100119 = RK. Helgafell 5997100119 VI 2 Frl. I.O.O.F 9 = 178101872 = 9.0. □ GLITNIR 5997110119 1 II 1 I.O.O.F. 18 = 1791018 = XX 8'/2. 1 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund I kvöld kl. 20.00 Orð Lífsins Grensásvegi 8 s.568 2777 f.568 2775 Samkoma i kvöld kl. 20.00. Jódís Konráðsdóttir prédikar. Daglegar bænastundir. Leggðu fram þitt bænarefni. Allir hjartanlega velkomnir. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Orð Guðs til þfn Samkoma i kvöld kl. 20.30 á Holtavegi 28. Helgi Hróbjartsson talar. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Kl. 18.30 fjölskyldusamvera sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19.30 hefst svo fræðsla og skipt verður niður í deildir. Allir hjartanleg velkomnir. KENNSLA — Leiklistarstúdíó — Eddu Björgvins og Gísla Rúnars. Getum bætt við örfáum nemend- um á októbernámskeiðið. Síðustu skráningar. S. 581 2535.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.