Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand Smáfólk HOU) 0JA5/I PIPNT 60.. I 5CM00L / MEAN,I 60T TO TOPAY? THEFRONTPOOR, BUT I PIPN'T I 5AT ON THE 5TEP5 FOR A WI4ILE..THEN I OPENEPTHE POOR... D0E5 ANYONE IN THERE NEEP ME7' Hvernig var í skólanum í dag? Ég sat um stund á Þarf einhver hér Enginn svaraði svo að ég Ég fór ekki... ég á við, ég tröppunum ... síðan inni á mér að fór heim ... fór að útidyrunum, en ég fór opnaði ég dyrnar ... halda?! ekki inn ... BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Athugasemd vegna ummæla Þórarins V. Þórarinssonar Frá Elínu Ernu Steinarsdóttur: ÉG GET ekki orða bundist eftir að lesa ummæli sem höfð voru eftir formanni VSÍ, Þórarni V. Þórarins- syni, í Morgunblaðinu 24. september síðastliðinn. Þórarinn talar um að óeðlilegt sé að hópar opinberra starfsmanna hækki umfram aðra. Þá segi ég að hann getur einkum sjálfum sér um kennt og öðrum viðsemjendum á veg- um VSI, því að það voru þeir sem stóðu í vegi fyrir frekari kjarabótum á almennum vinnumarkaði þrátt fyr- ir núverandi góðæri. Vill Þórarinn kannski vera einvaldur í kauplagsþró- un? Ég spyr líka hvort hann vilji standa á móti því að stéttir sem hafa verið gróflega sveltar á undanförnum árum fái einhveija leiðréttingu? Afleiðingarnar af launastefnu undangenginna ára eru þær að al- varleg vöntun er á leikskólakennur- um og þeir endast stutt í starfi. Veit Þórarinn kannski ekki að nýút- skrifaðir leikskólakennarar hafa fram að þessu verið með lægri laun en ófaglærðir starfsmenn sem lokið hafa sóknamámskeiðum sem tekin eru í vinnutíma á fullum launum. Tekið skal fram að þessi hópur er ekki ofsæll á sínum launum. Það má hins vegar á þessu sjá að ekki hefur verið nein arðsemi í námi leik- skólakennara nema fyrir æsku landsins. Við höfum þurft að treysta á að hugsjónafólkið hafi efni á að fara í þriggja ára nám að stúdents- prófi loknu án þess að það skilaði því kauphækkunum að námi loknu. Er ekki tími til að á þessu verði breyting? Ég minnist þess ekki að Þórarinn hafi kvartað og talað um verðbólgu- samninga þegar kjaradómur hefur verið að færa útvöldum hópum kjarabætur umfram aðra. Hópum sem fyrir voru með allt önnur og betri kjör en leikskólakennarar. Kjaradómur taldi t.d. að borga þyrfti hæstaréttardómurum aukaþóknun til þess að „tryggja heiðarleika" þeirra svo þeir þiggi ekki mútur. Ekki er traustið mikið í garð þessar- ar stéttar sem jafnvel fyrir leiðrétt- ingu var margfalt fjárhagslega sjálf- stæðari en leikskólakennarar. Ef það er hægt að tryggja heiðarleika með hærri launum, sem ég reyndar dreg stórlega í efa, þá tel ég ekki síður mikilvægt að þessar greiðslur gangi til leikskólakennara. Það er þeirra ásamt foreldrum og öðrum kennur- um að kenna ungum íslendingum heiðarleika og lengi býr að fyrstu gerð. Ef Þórarinn hefur kvartað yfir þessum „leiðréttingum" til hátekju- manna og talað um að þær séu verð- bólguhvetjandi bið ég hann að leið- rétta mig. Ég man ekki heldur eftir að Þór- arinn hafi kvartað yfir því hversu há laun hann sjálfur þiggur en eftir því sem ég best veit lepur hann ekki dauðann úr skel. Hvernig getur maður sem lifir í vellystingum, sóma sins vegna, kvartað yfir að láglauna- stétt fái leiðréttingu nema það sé hans atvinna. Þórarinn er ekki við- semjandi leikskólakennara, það er ekki hans atvinna að skipta sér af launaþróun þeirra. Ein fullyrðing Þórarins í áður- nefndu viðtali er að almennar launa- hækkanir á íslandi séu langt um- fram það sem gerist í samkeppn- islöndum okkar. Það þykir mér und- arleg staðhæfing miðað við hversu miklir eftirbátar við erum í kaup- greiðslum og ég hef ekki heyrt að á því hafi orðið nokkur breyting til batnaðar. Að lokum vil ég varpa fram þeirri hugmynd að e.t.v. væri eðlilegra í nútíma þjóðfélagi að kaup og kjör réðust af framboði og eftirspurn líkt og annað í fijálsu þjóðfélagi, þannig að ekki væri hægt að halda niðri launum stétta með handafli. Stétta eins og leikskólakennara og annarra kennara þar sem framboð svarar hvergi nærri eftirspurn. ELÍN ERNA STEINARSDÓTTIR, leikskólastjóri í Bakkaborg. Berklar og bárujárn Frá Dagmar Völu Hjörleifsdóttur: KÆRU landar! Hafið þið heyrt söguna um berklana og bárujárnið? Hún er eitthvað á þá leið að hægt væri með góðum viíja að finna beint samband milli berkla hjá íslendingum hér áður fyrr og notkunar bárujárns. Þessi saga er stundum sögð til að benda á fárán- legt samband tveggja óskyldra at- burða sem eiga sér stað samtímis í þjóðfélaginu. Þessa sögu má nefni- lega heimfæra upp á söguna um ferðamennina og álverin í dag. Tveir algjörlega óskyldir þættir, sem eru að aukast samtímis í íslensku þjóðfé- lagi í dag. Þetta tvennt á það þó sameiginlegt að menn telja hvort tveggja eyðileggja íslenska jörð og andrúmsloftið umhverfis okkur. Hvernig mönnum datt í hug að tefla ferðamönnum á móti álverum er mér hulin ráðgáta. Ferðamennska hefur aukist jafnt og þétt á íslandi og kemur að öllum líkindum til með að halda áfram að aukast, nema ís- lensk stjórnvöld setji ferðamanna- bann á Island og yrði það þá fyrsta fijálsa landið í heiminum sem það gerði. Þá ætti samkvæmt „ferða- manna-álverskenningunni“að vera hægt að bæta við enn fleiri álverum á íslandi án þess að auka við skað- ann á fóstuijörðinni. Undir eðlileg- um kringumstæðum ráðum við ekki ferðamannastraumnum til landsins nema að litlu leyti. Við getum aftur á móti sett ákveðnar umgengnisregl- ur, sem fylgt væri eftir af íslending- um sjálfum. Aftur á móti ráðum við fjölda þeirra mengandi stóriðjuvera sem við dreifum um landið. Sú mengun bætist því alfarið ofan á hina margumtöluðu „túristameng- un“. Það er sjálfsköpuð mengun sem íslensk stjórnvöld kjósa að setja í okkar ástkæru fóstuijörð. Með von um betri tíð á íslandi. DAGMAR VALA HJÖRLEIFSDÓTTIR, Kungshamra 56a, 170-80 Solna, Svíþjóð. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.