Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 39 Það er ekki verið að loka Hafnarstræti Frá Tryggva Hjörvar: EINHVERN tíma las ég um kall sem barðist við vindmyllur og eftir lestur greinar Ingu Jónu Þórðardóttur í Morgunblaðinu í dag, laugardag, hvarflaði að mér að hann ætti af- komendur. Rétt er hjá henni að greiða á leið vegfarenda, en slík er umferðarmenning íslendinga að það verður að gerast með steinstólpum. Rangt er líka að það væru reiðir vegfarendur sem fjarlægðu umferð- arskiltin úr Hafnarstræti, það voru súrir kaupmenn. En nú vil ég segja fréttir. Það er ekki verið að loka Hafnarstræti að minni hyggju. Hafnarstræti lokaðist fyrir mörgum árum og nú held ég að reynt sé að greiða úr flækjunni. Þar sem ég er fæddur og uppalinn á rúntinum hef ég fylgst með þróun miðbæjarins gegnum árin og séð mörg mistökin en líka góða hluti. Sennilega markast upphaf umferða- röngþveitis þar við byggingu Morg- unblaðshússins, ef ekki Landssíma- hússins. Hvað um það, einstöku sinnum hef ég átt leið vestan Vesturgötu og verið að tala svo mikið að ég hef gleymt að beygja inn í Grófina og þar með kominn í sjálfheldu í Hafn- arstræti, 15-25 mínútna töf á leið okkar, og fjölskyldan hætt að tala við mig á móts við Landsbankann. Tilgangslaust er að reyna að beygja út Pósthússtræti og lenda í tappan- um við Bæjarins bestu. Stundum hef ég reynt að gera mér grein fyrir hvað allir þessir bíl- Vísindaleg þekking- Frá Þorsteini Guðjónssyni: í MBL. 29. ág. er fróðlegt viðtal við Frakka nokkurn, Chr. Pons, sem vinnur nú að doktorsverkefni í mannfræði (félagsiegri mannfræði) „um viðhorf íslendinga til framlið- inna“. Segir hann mikinn mun á við- horfum samlanda sinna, Frakka, til þeirra mála, sem fæstir taki mark á slíku, og íslendinga, sem reki slíkt til áhrifa frá hinum látnu, og tali óhræddir um það. Efa ég ekki að Chr. Pons er þarna að leita að hinu sanna, og er ástæða til að óska hon- um góðs árangurs. Hvort er nú sennilegra, þegar alls er gætt, dauðatrúin, þanatismus, eða hitt, að annað meira taki við, þegar þessu lýkur? Þegar hugur manns hefur ráðið við sig, hvor afstaðan sé réttari, má fara að fást við hin einstöku dæmi. Þetta get ég reynt að skýra með örfáum orðum: Þegar fóstur kviknar af sameiningu tveggja frumna, ber hin nýkveikta tvífruma, orðin að einni, í sér furðulega möguleika til vaxtar. Það er ekki nóg með, að hún haldi áfram að tvöfaldast og marg- faldast á fyrstu stigum, en síðan eitthvað hægar, heldur gerist það með miklu öryggi, að til verður nýtt eintak af þeirri tegund, sem foreldr- arnir voru af. Frumurnar, sem sam- einuðust, leiddu í ljós það sem nefnt hefur verið kynminni eða ættminni - rifjuð er upp á fósturskeiði saga lífsins eins og hún hefur verið und- anfarin 4.000 milljón ár. Guði dugar ekkert minna en þetta til þess að láta nýjan einstakling verða til. Barnið vex og dafnar (vonandi, verður þó oft að segja), og gerist þá annað sem er líka mjög merki- legt: að atburðirnir, sem það lítur augum eða lifir, verða að minning- um, sem varðveitast. Alla ævina eru atvik að verða að minningum, og festast þannig í sessi. Æviminningar bætast við ættminningar þær sem lagt var upp með. Um leið og maður- inn deyr, á hann þetta tvennt eftir: ættminningar og æviminningar, og hefst þá hinn þriðji kafli: framlíf á öðrum hnetti. Þetta er kenning íslenskrar heim- speki um upphaf, eðli og framhald lífsins. Enginn mun neita því, að hér er staðið á grunni vísindalegrar þekkingar. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. stjórar eru að vilja þarna og ég er viss um að mestur hluti þeirra á ekkert erindi í Hafnarstræti. Þeir koma vestan að og athuga ekki að beygja inn í Grófína. Eða sunnan Aðaistræti og hafa ekki rænu á að aka vestur í Gróf og austur Tryggva- götu eða vestur á Geirsgötu. Eigi þeir erindi inn á Hverfisgötu er hægast að beygja inn í Lækjargötu. Eigi þeir erindi á innanverðan Laugaveg er greið leið af Sæbraut upp Höfðatún með beygjuljósum inn á Laugaveginn. Ef til vill þyrfti að bæta inn beygjuljósum á Kringlu- mýrarbraut fyrir Suðurlandsbraut og Múlana. Ég hef líka beðið eftir strætó á Lækjartorgi í allri menguninni frá bílum í lausagangi frá Lækjargötu vestur að Grófinni og ekki bætir það heilsuna. „Skósmiður, sittu við þeinn leist“ var einhvern tíma sagt og ekki ætla ég mér þá dul að leysa úr þessum vanda. En við skulum vona að til þess kvaddir menn leysi málin með sóma. Og þá um leið tappann við bílastæðin hjá Bæjarins bestu. Næsta vandamál verður sennilega mótin Vesturgata, Aðalstræti og Hafnarstræti ásamt tengingu Gróf- arinnar við Tryggvagötu og Geirs- götu. E.s. Ég fór og fékk mér pylsu í dag og sá þá að búið er að fjar- lægja tappann við Bæjarins bestu á viðunandi hátt. Ég biðst velvirðingar á að hafa ekki kynnt mér þetta áður en ég skrifaði greinina. TRYGGVIHJÖRVAR (eldri), kerfisfræðingur, Austurbrún 35, Reykjavík. Panelplötur Hvitar og ómálaðar. Sérpöntun sérlita. Úrval fylgihluta! Teinar, bæklingahólf, rammar, og framhengi fyrir herðatré í miklu úrvali. 4BÞ?0fnasinið|an Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Námskeið fyrir bifreiðasala Prófnefnd bifreiðasala- og Frœðslumiðsföð bilgreina auglýsa námskeið fyrir bifreiðasala 20. október-3. nóvember nk. Námskeiðið sem er 24 kennslustundir, fer fram síðdegis og á kvöldin í 7, skipti samtals og varir í tvœr vikur. Námsþœttir: Samningaréttur Mat á ástandi og verðmœti ökutœkja, ráðgjöf við kaupendur Reglur um virðisaukaskattsbíia Hagnýt frágangsatriði við sölu bifreiða, Veðréttur lausafjármuna, þinglýsingar og viðskiptabréfareglur Opinber gjöld af ökutœkjum Kauparéttur Reglur um skráningu ökutœkja, skoðun o.fl. Vátryggingar ökutcekja Sölu- og samningatœkni Fjármálaleg ráðgjöf við kaupendur Bjarki H. Diegó, lögfrœðingur. Finnbogi Eyjólfsson, Heklu hf. Ingibjörg Ingvadóttir, ríkisskattstjóra. Guðni Þór Jónsson, Heklu hf. Bjarki H. Diegó, lögfrœðingur. Eggert J. Hilmarsson, ríkisskattstjora. Indriði Þorkelsson, lögfrœðingur. Gunnar Svavarsson, verkfrœðingur. Einar Þorláksson, Trygginamiðstöðinni. Sigþór Karlsson, viðskiptafrceðingur. Björn Jónsson, VfB. Námskeiðið sem er eitt af skilyrðum þess að hljóta leyfi til rekstrar á bíiasölu, er haldið samkvœmt lögum um sölu notaðra ökutcekja nr. 69/1994, samanber lög nr. 20/1997 og reglugerð um námskeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutœkja nr. 407/1994. (FiVBB) Nárr.skeiðsgjald kr. 35.000 Borgarholtsskóla v/Mosaveg, 112 Reykjavík Upplýsingar og skráning: Sími 586 1050, Fax 586 1054 Hvað mundir þú gera ef þú ynnir 100 milljónir í kvöld? 77/ mikils að vinna! GJAt.DFFUAt.ST PJÓNUSTUNÚMSR Alla miðvikudaga fyrir kl. 16.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.