Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 223. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Harðar deilur á þingi breska Verkamannaflokksins Blair segir sparnað óhj ákvæmilegan Bnghton. Reuter. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, brást í gær við gagnrýni úr röðum flokksmanna sinna með því að segja að þeir gætu ekki vikið sér undan þeim sparnaðarráðstöf- unum sem nauðsynlegt væri að gera til þess að búa landið undir næsta árþúsundið. A flokksþingi Verkamannaflokks- ins, sem nú stendur í Brighton á Englandi, veittu þingfulltrúar til- lögum stjómarinnar um umbætur í menntakei-finu, þar sem gert er ráð fyrir innheimtu skólagjalda, braut- argengi, og ekki kom til atkvæða- gi'eiðslu um þær. Tillögur stjórnar- innar hafa verið umdeildar meðal flokksmanna. Atkvæðagreiðslu um aðra umdeilda tillögu, er lýtur að endurþjóðnýtingu bresku járn- brautanna, var frestað eftir heiftar- legar deilur. David Blunkett, menntamálaráð- herra, sagði í ræðu á þinginu í gær að innheimta skólagjalda í háskól- um Bretlands væri eina leiðin til að auðvelda fleirum aðgang að þeim og tryggja að skólarnir stæðust alþjóð- legan samanburð. Endurþjóðnýtingu verður ekki flýtt Blair komst hjá því að alvarleg snurða hlypi á þráðinn í áætlunum hans er aðstoðarforsætisráðherran- um, John Prescott, tókst að fá víg- reifa formenn verkalýðsfélaga ofan af hugmyndum um að endurþjóð- nýtingu bresku járnbrautanna verði flýtt. Prescott sagði þingfulltrúum að slík breyting myndi kosta fjóra og hálfan milljarð punda og þeim fjármunum væri betur varið til end- urbóta á sjúkrahúsum og skólum. Breska járnbrautakerfi(f var einkavætt í stjórnartíð íhalds- flokksins, og mótmæltu þingmenn Verkamannaflokksins, sem þá voru í stjómarandstöðu, harðlega. Einn verkalýðsleiðtoganna hvatti til þess í gær að endurþjóðnýtingin yrði gerð hið snarasta. Sagði hann að fyrirtæki hefðu stórkostlegar tekjur af því að þiggja opinberar niður- greiðslur vegna reksturs lesta á leiðum sem ekki skili hagnaði. Spurði leiðtoginn hvernig það gæti verið almenningi á Bretlandi til hagsbóta að jámbrautakerfið væri orðið að umfangsmesta, lög- lega peningaþvættiskerfi í heimin- um. Annar verkalýðsleiðtogi sagði að um 100 fyrirtæki, af öllum stærðum og gerðum, ættu nú hlut að rekstri járnbrautanna með einum eða öðr- um hætti. I heild væri reksturinn því óheyrilega umfangsmikill og þungur í vöfum. Leiðtoginn sættist þó á endanum á það, að Prescott myndi gefa næsta flokksþingi, sem haldið verður á næsta ári, skýrslu um það hvernig stjórnvöld hygðust tryggja að staðin væru skil á rekstr- inum. Reuter VLADIMIR Títov (ofar) og Scott Parazynski að störfum utan á rúss- nesku geimstöðinni Mír í gær. Er það í fyrsta sinn sem rússneskur geimfari fer í geimgöngu frá bandarískri geimferju. Tóku sjón- varpssenda í Bosníu Maastricht. Reuter. HERSVEITIR Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í Bosníu gáfu harð- línumönnum Bosníu-Serba ótvírætt til kynna að hörku verði beitt ef þurfa þykir til að þeir uppfylli ákvæði Dayton-friðarsamninganna. Gæsluliðar tóku í gær yfir fjórar sjónvarpssendistöðvar í serbneska lýðveldi Bosníu til að stöðva villandi áróður hai'ðlínumanna gegn gæslu- sveitunum og friðarsamkomulaginu. Taka sendann átti sér stað á sama tíma og varnarmálaráðherrar NATO komu saman til fundai' í Maastricht í Hollandi til að leggja á ráðin um framtíð stöðugleikasveita (SFOR) í Bosniu. Vegna ótryggs ástands í landinu gætir þegar þess viðhorfs að óráðlegt sé að draga sveitirnar það- an í júní á næsta ári, svo sem ráðgert er. ■ Hvatt til daglegra/24 Auka eftirlit yfir Irak Dubai, París. Reuter. VESTRÆNAR flugsveiyr, sem framfylgja flugbanni yfir Irak, hafa aukið eftirlitsflug yfir suður- hluta landsins í kjölfar þess að Ir- anir gerðu loftárás á stöðvar íranskra stjórnarandstæðinga inn- an landamæra Iraks. Bandaríkjamenn hafa varað Irani við frekari aðgerðum og sagt þá eiga á hættu að flugvélar þeirra yrðu skotnar niður færu þær inn á flugbannssvæði Sameinuðu þjóð- anna í Irak. Stjórnin í Baghdad heldur því fram, að átta íranskar orrustuþot- ur hafi gert loftárásir á tvennar stöðvar Mujahideen Khalq-sam- takanna í Irak á mánudag. Krafðist stjórnin þess í gær að flugbanni yrði aflétt svo íraski herinn geti varið landið árásum af þessu tagi. Herða baráttu gegn klerkastjórninni Regnhlífarsamtök íranskra stjórnarandstæðinga efndu til fundar í Baghdad og hét 570 manna samkundan því að herða baráttu fyrir því að koma stjórn- inni í Tehran frá völdum. Þrátt íyiir harða gagnrýni af hálfu Bandaríkjamanna á samning franska fyrirtækisins Total urn fjárfestingar í gasvinnslu í íran sagði talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins í gær, að frönsk stjórnvöld myndu halda áfram „þýðingarmiklum viðræðum" við írönsk yfirvöld. Frakkar segja samning Total hafa verið gerðan án afskipta stjórnvalda í París og bandarísk lög um bann við fjárfestingar í Iran nái ekki til fyrirtækja utan Banda- ríkjanna. Reuter Umbóta- sinnar umkringdir LÝÐRÆÐISSINNAR í Hong Kong söfnuðust í gær saman fyr- ir utan ráðstefnuhöll þar sem haldið var opinbert hanastélsteiti í tilefni þjóðhátíðardags Kína. Hrópuðu þeir slagorð gegn kín- verskum stjórnvöldum og for- dæmdu m.a. morðin á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989. Vart höfðu umbótasinnar mætt á staðinn er fjölmennt lið lögreglu hafði umkringt þá. Freistuðu viðgerð- ar á Mír Houston, París. Reuter. BROTIÐ var blað í sögu geim- ferða í gær er reyndur rússneskur geimfari, Vladímír Títov, varð fyrstur Rússa til þess að fara í geimgöngu frá bandarískri geim- ferju. Er hann jafnframt fyrsti út- lendingurinn til að klæðast banda- rískum geimgöngubúningi en bún- ingurinn og áfastur búnaður kost- ar jafnvirði rúmlega 700 milljóna króna. Títov, sem er í áhöfn geimferj- unnar Atlantis, fór í fimm stunda geimgöngu ásamt bandaríska geimfaranum Scott Parazynski í gær. Hófst hún klukkan 17:43 að íslenskum tíma og var tilgangur- inn að endurheimta tvö bandarísk rannsóknartæki sem fest eru utan á rússnesku geimstöðina Mír. Jafnframt áttu Títov og Par- azynski að freista þess að festa sérsmíðaða hettu á utanverðan byi'ðing Spektr, eins hluta Mír, í þeim tilgangi að þétta gat, sem myndaðist við árekstur ómannaðs bii'gðafars við geimstöðina í júní. Hettan er keilulaga og 78,5 senti- metrar í þvermál og því of breið til að komast inn í gegnum hlera Mír. I gær var lokið við að tengja nýja móðurtölvu Mír sem flutt var með Atlantis en vonast er til að með henni séu úr sögunni bilanir sem valdið hafa því að ekki hefur verið hægt að stilla ljósfangara sólrafhlöðukerfis ferjunnar sem hagkvæmast gagnvart sólu. Hefj- ast átti handa við að forrita tölv- una frá jörðu niðri í gærkvöldi en þar til því er lokið sjá hreyflar Atl- antis um að stilla braut Mír.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.