Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Arni Sæberg KRAKKAR fylgdust forvitnir með þegar starfsmenn Hitaveitunnar dældu upp vatni sem iekið hafði úr röri við Fjallkonuveg, en vatnið flæddi um tíma um alla götuna. Vatnslaust en allt á floti í Grafarvogi HEITAVATNSLAUST varð í nokkrum húsum kringum Fjall- konuveg í Grafarvogi, m.a. í Foldaskóla, eftir hádegi í gær, vegna bilunar í götuæð. Heitt vatn lak úr röri rétt hjá brunni við gatnamót Fjallkonu- vegar og Fannafoldar og var unn- ið að viðgerðum fram undir kvöld. Sfmon Sigurðsson hjá bilana- ESB styrkir íslenskar gigtar- rannsóknir EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur ný- lega veitt um eitt hundrað milljóna króna styrk til evrópsks samstarfs- verkefnis í gigtarrannsóknum, sem Kristján Steinsson yfirlæknir og samstarfsmenn hans eiga frumkvæði að, með rannsóknum sínum á orsök- um gigtarsjúkdóma á gigtardeild Landspítalans. Að sögn Kristjáns Steinssonar yf- irlæknis á gigtardeild Landspítalans og Rannsóknarstofu í gigtsjúkdóm- um er þetta einn stærsti styrkur sem Evrópusambandið veitir fyrir rann- sóknir í líf- og læknisfræði. Hlutur gigtardeildar og Rannsóknarstofu af styrknum verður um 13 milljónir króna. Hann muni skipta sköpum fyrir fjárhagslegan framgang rann- sóknanna. ■ íslenskar/10 þjónustu Hitaveitu Reykjavíkur segir rennslistruflanir ekki óal- gengar á þessum árstfma. Einnig segir hann algengt að gufu andi upp úr brunnum án þess að nokk- uð sé í raun að. „Þegar kóinar í veðri þarf ekki svo mikið til að andi upp úr brunnum og niður- föllum, svo mikill er hitinn, þar sem rörin eru óeinangruð niðri í brunnunum," segir hann. Svo gæti farið að stærsta verkalýðsfélag landsins færi úr ASÍ VR krefst breytinga á starfsemi LIV MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, segir í leiðara VR-blaðsins að ef ekki náist samkomulag um að gera breytingar á starfsemi Landssam- bands íslenskra verzlunarmanna sé það aðeins tímaspursmál hvenær LÍV líði undir lok. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ætlar VR að segja sig úr LÍV verði ekki gerðar breytingar á starfsemi sam- bandsins á þingi þess 10.-12. októ- ber nk. Aðalfundur VR samþykkti í apríl sl. að veita stjórn VR umboð til að taka til endurskoðunar aðild félags- ins að LÍV. Þessi samþykkt var gerð í framhaldi af ágreiningi milli VR annars vegar og verslunar- mannafélaganna á landsbyggðinni hins vegar um stefnu í kjaramálum í nýafstöðnum samningum. Magnús segir í VR-blaðinu að djúpstæður ágreiningur hafi einnig verið milli félaganna um lífeyrismál og skatta- mál ASI. Ennfremur hafi mjög skort á fræðslu og kynningarstarf hjá landssambandinu. „Framtíð LÍV er undir því komin hvort það hrindir í framkvæmd því brýna félags- og kynningarstarfi, sem hér hefur verið gert að umtals- efni og vanrækt hefur verið. Ef það tekst ekki, þá er aðeins spurning hvenær LÍV líður undir lok. Það væri mjög alvarlegt og því verða all- ir að leggjast á eitt að afstýra því. Abyrgðin hvílir á þeim sem veljast til forystu í LÍV, þeir verða að hafa forystu um að það megi takast," segir Magnús. Viðræður um breytingar Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður LÍV og varaforseti ASÍ, sagði að viðræður hefðu átt sér stað milli sín og VR og á milli VR og nokkurra stórra verslunarmannafé- Iaga um ágreiningsmál þar sem far- ið var yfir áherslur VR. Hún sagðist gera ráð fyrir að menn myndu setj- ast niður aftur á næstu dögum og fara yfir þær hugmyndir sem fram hefðu komið um breytingar á starf- semi sambandsins, en formaður VR hefur verið í fríi undanfarnar vikur. Hún sagðist ekki telja að ágreining- ur milli félaganna væri raunveru- lega svo mikill að menn ættu ekki að geta náð saman. Morgunblaðið/Rax Steingrímur Hermannsson um yfírlýsingu Seðlabanka Undrandi á að málið skyldi fara í íjölmiðla „ÉG ER ákaflega undrandi á að þetta mál skyldi fara í fjölmiðla og veit ekki hvemig það hefur gerst. Vitanlega á að leysa svona mál inn- an bankans en ég sinnti þessum málum í góðri trú,“ sagði Stein- grímur Hermannsson, bankastjóri Seðlabankans, um yfirlýsingu bankaráðs Seðlabankans í fyiradag um athugasemdir við þátttöku bankans í kostnaði við ferðir sem ekki tengdust bankanum. Steingrímur Hermannsson, sem staddur er í fríi í Bandaríkjunum, kvaðst hafa sinnt þessum umhverf- ismálum í góðri trú; að bankaráðið væri því ekki andvígt, og hann hefði í fyrrahaust tekið við formennsku í trúnaðarráði Millenium Institute í Washington eftir að hafa rætt við Þröst Ólafsson, formann bankaráðs Seðlabankans. Stofnunin vinnur að ýmsum rannsóknum á umhverfls- og efnahagsmálum. „Ég hélt að þetta félli undir það sem við köllum einu nafni efna- hagsmál en vildi ekki gera það fyrr en ég hefði rætt við formanninn og hann gerði enga athugasemd. Ég sagði að þetta þýddi þrjár ferðir á ári til Washington þar sem stofn- unin hefur aðsetur. Formaðurinn segir í yfirlýsingunni að þó að hann hafi enga athugasemd gert hafi það ekki þýtt samþykki en ég spyr þá aftur hvers vegna í ósköpunum heldur maðurinn að ég hafi verið að tala um þetta við hann ef ég ætl- aði að gera þetta á eigin vegum, svo þetta kemur mér mjög á óvart.“ Umhverfismál hafa mikil áhrif á efnahagsþróun Steingrímur Hermannsson kvaðst þeirrar skoðunar að um- hverfismálin séu orðin þverfagleg og farin að hafa mikil áhrif á efna- hagsþróun almennt en ekki aðeins á líf mannsins. Steingrímur segir að í 12 manná trúnaðarráði Millenium Institute séu sérfræðingar úr ýms- um sviðum atvinnulífs en engir stjórnmálamenn. Sagði hann starf- semina áhugaverða og að hann hefði hug á að kynna hana betur hérlendis. Aðspurður sagðist Steingrímur ekki fara fleiri ferðir vegna Milleni- um Institute á vegum bankans ef ekki væri skilningur fyrir því að slíkt væri æskilegt og kæmi fram ósk um endurgreiðslu myndi hann skoða það. „Ef menn halda að þetta tengist ekki efnahagsmálum þá fer ég ekki í þessar ferðir á vegum bankans. Mér finnst það hins vegar þröngsýni því það er staðreynd, að viljum við byggja álver á Islandi verður að gera ráðstafanir til að draga úr koltvísýringsmengun sem er mjög kostnaðarsamt og snertir okkur efnahagslega. Þetta er dæmi um stöðugt vaxandi áhrif umhverf- isins á efnahagsþróun." Alþingi tekur til starfa DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, og Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, gengu fremstir í flokki þingmanna úr kirkju til setningar 122. löggjafarþings þjóðarinnar í gær. Starfsbróðir Ólafs frá Lit- háen, Vytautas Landsbergis, fylgd- ist með þingsetningunni og endur- kjöri Ólafs til embættisins. ■ Aðgangur/6 „Eg trúi því ekki að það sé ósk stærsta verkalýðsfélags landsins að kljúfa verkalýðshreyfinguna. Mér finnst hins vegar sjálfsagt að ræða þær athugasemdir og áherslur sem þeir hafa og sjá hvort hægt er að samræma þær þeim áherslum sem aðrir hafa í sambandinu. Það mun- um við gera á næstu dögum. Það er bara af hinu góða að endurskoða starfsemina," sagði Ingibjörg. Gangi VR úr Landssambandi ís- lenskra verzlunarmanna gengur fé- lagið um leið úr ASÍ. ------------------- Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í dag Andsvör leyfð og umræðan stytt SAMKOMULAG hefur tekist milli þingflokka um að umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verði með breyttu fyrirkomulagi. Um- ræðan verður stytt og leyfð verða andsvör við ræðum þingmanna. Þá mun forsætisráðherra svara gagh- rýni sem að honum beinist. Forsæt- isráðherra flytur ræðuna í kvöld kl. 20.30. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, hefur beitt sér fyrir breyt- ingunum. Ekki náðist samkomulag um tillögur til breytinga sem lagðar voru fram fyrir ári, en nú náðu þingflokkamir saman. -Fyrirkomu- lag umræðunnar verður þannig að forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína sem tekur u.þ.b. 25 mínútur. Talsmenn annarra þingflokka fó síðan 8 mínútur hver til að flytja sínar ræður. í annarri umræðu héf- ur hver þingflokkur 6 mínútur til umráða og þá gefst þingmönnum jafnframt tækifæri til andevara. I þriðju umferð verður ræðutími hvers þingflokks 3 mínútur og í þeirri umferð mun forsætisráðherra svara gagnrýni. Gert er ráð fyrir að umræðan standi í u.þ.b. 125 mínút- ur, en áður hefur hún jafnan staðið í um 160 mínútur. Líflegri umræða Ólafur sagðist vonast eftir að breytingin yrði til þess að umræðan yrði líflegri og markvissari. „Það er almennur vilji fyrir því að gera um- ræðuna líflegri og ekki síður að það eigi sér stað skoðanaskipti mill* flokksleiðtoga. Ég tel að það fyrir- komulag sem við tökum upp núna sé byrjunin á því. Ég fell hins vegar ekki frá þeirri hugmynd minni að stefnuræðan verði flutt við þing- setningu og umræður um hana verði kvöldið eftir,“ sagði Ólafur. Starf framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjöðs Sautján umsóknir SAUTJAN umsóknir höfðu í gær borist um starf framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sem taka á formlega til starfa um áramót. Amar Sigurmundsson, formaður stjórnar sjóðsins, segir ekki útilokað að fleiri umsóknir berist og segir hann stjómina væntanlega gera út um ráðninguna á morgun. Arnar Sigurmundsson segir brýnt að framkvæmdastjórinn komi til starfa sem allra fyrst þar sem mörg verkefni bíði úrlausnar. Stjórnin heldur fjórða fund sinn á morgun og segist Arnar vona að þá takist að ákveða ráðningu. Leita þurfi hús- næðis fyrir starfsemina, sem gert sé ráð fyrir að verði í Reykjavík, og ráða starfsfólk en núverandi starfs- menn sjóðanna sem verða sameinað- ir í Nýsköpunarsj óðnum muni ganga þar fyrir. Stofnfé Nýsköpunarsjöðs atvinnulífsins verður fjórir milljarð- ar króna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.