Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997______________________________________________________ MORGUNBLAPIB • FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Fylgst með þingsetningu VYTAUTAS Landsbergis, forseti þings Litháen, sem er íopinberri heimsökn á íslandi, fyigdist með setningu Alþingis ofan af þing- pöllum. Leitinni að Frakkan- um hætt FORMLEGRI Ieit að franska ferðamanninum Miehael Led- uc var hætt í gær. Til hans hef- ur ekki spurst frá 6. september sl., þegar hann fór með rútu frá Reykjavík á Hvolsvöll. Rúmlega fimmtíu manns úr björgunarsveitum á Suður- landi tóku þátt í leitinni, sem hófst á miðvikudagskvöld í lið- inni viku. Leitað var á leiðinni frá Skógum í Landmannalaug- ar, meðfram Markarfljóti og fjörur gengnar beggja vegna Markarfljóts. Jónas Hallsson yfirlögi’egluþjónn segir að menn muni hafa auga með þessum slóðum öðru hverju. Eftir að lýst var eftir Mich- ael Leduc bárust lögreglu ábendingar um að hann hefði sést. Jónas segir ljóst að lýs- ingamar hafi átt við annan ferðamann. Franska sendiráðinu hefur verið tilkynnt að leit sé hætt. Staðgreiðsluverð: 9.800 kr. GP húsgögn Ármúla 44 • stmi 553 2035 ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, setti 122. löggjafarþing þjóðarinnar í gær. Ræða forseta íslands við setningu 122. löggjafarþings þjóðarinnar Morgunblaðið/Ásdís „Næstsíðasta þing aldarinnar“ FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti í gær 122. löggjafarþing þjóðarinnar. í setn- ingarræðu sinni minnti forsetinn á að þúsund ára afmæli kristnitökunnar á Pingvöllum og afmæli landafunda íslendinga í Vesturheimi væru skammt undan og að hefð væri fyrir því að Al- þingi gegndi frumkvöðulshlutverki þegar minnst væri sögulegra tímamóta. „Þingið sem nú hefur störf er næstsíðasta þing þessarar aldar. Við aðra þingsetningu héðan í frá verða aðeins þrír mánuðir til upphafs aldamótaársins. Um heim allan er hugur manna við þau vegamót sem í vændum eru.“ Ólafur Ragnar benti á áhuga stjórnvalda vest- anhafs á að taka þátt í því að minnast landafunda íslendinga. „Nefndar hafa verið hugmyndir um að gera sagnaarf íslendinga að efniviði í hugbún- að sem skólar og menntastofnanir víða um veröld geti hagnýtt sér með aðstoð tölvuheims og al- nets.“ Forsetinn lagði einnig áherslu á mikilvægi þess að rækta tengslin við fólk af íslenskum upp- runa í Norður-Ameríku. Ólafur Ragnar gerði umhverfis- og menntamál að umræðuefni. „Á undanförnum áratugum hafa stjórnvöld orðið að verja mestri orku í glímuna við knýjandi vandamál verðbólgu og óstöðugleika í efnahagsmálum og atvinnulífi. Nú hefur á tæp- um áratug tekist að skapa slíka festu á þeim vett- vangi að tími og kraftar gefast til að sinna mál- efnum sem oft er vildð til hliðar í daglegu amstri en ráða þó mestu um örlög lands og þjóðar þegar horft er til lengri tíma.“ Forseti færði að lokum öllum þeim þakkir sem sýnt hefðu fjölskyldu hans hlýhug og stuðning að undanförnu. Aðgangur að lagasafni ókeypis ÓLAFUR G. Einarsson var endur- kjörinn forseti Alþingis við setn- ingu þingsins í gær. Sextíu þing- menn greiddu honum atkvæði sitt, en tveir þingmanna voru fjarver- andi og einn skilaði auðu. Ólafur flutti stutt ávarp að kjör- inu loknu og sagði meðal annars frá því að með samkomulagi við dómsmálaráðuneytið hefði verið ákveðið að frá og með þingsetning- ardeginum yrði ókeypis aðgangur að íslenska lagasafninu á vef Al- þingis, h ttp:/www.althingi.is. Olafur sagði einnig frá tillögum um framtíðarskipulag húsnæðis- mála Alþingis. Ráðgert er að öll starfsemi þingsins verði innan Al- þingisreitsins í framtíðinni, sem afmarkast af Kirkjustræti, Vonar- stræti, Templarasundi og Tjarnar- götu. Gert er ráð fyrir 3.500 fer- metra nýbyggingum en í staðinn mun Alþingi segja upp og selja 2.500 fermetra húsnæði utan Al- þingisreitsins. Beðið fyrir Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur Að venju hófst þingsetningin á messu sem sr. Sigurður Jónsson í Odda flutti að þessu sinni. Sigurð- ur minnti þingmenn á sterk sögu- leg tengsl kirkju og ríkis á íslandi og bað menn að minnast mildlvæg- asta boðskapar kristinnar trúar, að elska guð og náunga sinn. Sig- urður bað viðstadda sérstaklega að biðja fyrir frú Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur. Forseti íslands setti þingið en síðan settist aldursforseti þingsins, Ragnar Arnalds, í forsetastól. Ragnar minntist Guðmundar J. Guðmundssonar, fyrrverandi for- manns Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem lést 12. júní síð- astliðinn. Guðmundur tók nokkrum sinn- um sæti sem varamaður á þingi 1978-1979 en var þingmaður Reykvíkinga 1979-1987. Ragnar sagði frá störfum Guðmundar í þágu verkalýðshreyfingarinnar og ýmsum öðrum félagsstörfum hans. „Við samningaborð átti hann jafnan stóran hlut að lausn vinnu- deilna og átti mikinn þátt í samn- ingum um atvinnuleysistrygging- ar, sjúkrasjóði, byggingu hag- stæðra íbúða fyrir efnalitla og líf- eyrissjóði verkalýðsfélaga. Undir lok starfsferils síns átti hann drjúgan þátt í þeirri þjóðarsátt sem tókst um lækkun verðbólgu og stöðugara verðlag." Morgunblaðið/RAX JÓN BALDVIN Hannibalsson, verðandi sendiherra í Washington, spjallaði við vörð laganna á leið til þingsetningarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.