Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR r Morgunblaðið/Ásdís FORSETI Slysavamafélags íslands, Gunnar Tómasson, tekur hér við nýja björgunarbátnum hjá Bert König, framkvæmdastj óra þýsku útgerðarinnar sem gaf bátinn. Útgerð Víkartinds gefur björgunarbát ÚTGERÐ Víkartinds, Peter Döhle Schiffarts í Hamborg, hefur afhent Slysavarnaskóla sjómanna lokaðan björgunarbát, svokallaðan frífalls- bát. Þessi gerð báta hefur tekið við af eldri lífbátum sem notaðir eru í flutningaskipum. Þrjú skip íslenskra útgerða eru búin slíkum bátum, Brúarfoss Eim- skipa, og leiguskip Samskipa, Arn- arfell og Helgafell. Hilmar Snorra- son, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, segir að skólanum sé mikill akkur að gjöfinni og verður hann notaður til þjálfunar sjó- manna kaupskipaflotans í framtíð- inni. Báturinn sem hér um ræðir var björgunarbátur í Víkartindi. 5352000 er talan sem jjárfestar þurfa að muna Stórt stökk fram á viö í upplýsingagjöf á fjármálamarkaði í nútíma fjármálaumhverfi þurfa fjárfestar nýjar og áreiðanlegar upplýsingar fljótt og örugglega. Upplýsingaveita Landsbréfa er stórt stökk fram á við í upplýsingagjöf um verðbréf og verbréfamarkað. Aðeins eitt símanúmer gefur upplýsingar um: ----------------------- —• Síðasta viðskiptagengi allra félaga á Verðbréfaþingi Islands og á Opna tilboðsmarkaðnum. —• Gengi verðbréfa- og hlutabréfasjóða Landsbréfa. —• Kaupverð Landsbréfaá húsbréfiim á ákveðnu nafhverði í tilteknum fiokkum. —• Gengi, ávöxtunarkröfu og afföll húsbréfa, —• Ahugaverð tilboð. Ennfremur er hsegt að nota takkaborð símans til að fá sent fax með nýjustu upplýsingum um gengi bréfa. Upplýsingaveita Landsbréfa er opin allan sólarhringinn - hringdu! jf y LANDSBREF HF. - 'Tvhi, Löggilt vorðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUÐURLANDSBRAUT 2 4. 108 REYKJAVÍK, SÍMI 535 2000. BRÉFSÍMI 535 2001 Vantar fleiri blóðgjafa Þurfum að efla starf- semi Islensku blóð- gj afasamtakanna Björn Harðarson orðurlanda- þjóðirnar með Dani fremsta í flokki hafa að undanförnu unnið mark- visst að því að vera sjálf- um sér nógar með blóð og afurðir þess. Danir sem hafa hvað mesta reynslu Norðurlanda- þjóðanna í samskiptum við Evrópubandalagið búast jafnvel við að sett- ar verði reglugerðir um frjálsa og óhefta mark- aðsvæðingu á blóði og af- urðum þess. Þær reglur myndu einnig snerta Is- lendinga. Björn Harðar- son yfirmaður hjá Blóð- bankanum segir að margt megi læra af Dön- um þegar blóðgjafir eru annarsvegar en þeir eiga meðal annars mjög virk blóðgjafasam- tök og eru manna duglegastir á Norðurlöndum að gefa blóð. „Danir settu lög í sumar sem skilgreina hvemig blóðgjöf á að fara fram, þ.e.a.s. blóðgjafar gefi sjálfviljugir og þiggi ekki greiðslu fyrir. Þannig tryggja Danir að blóðgjafar gefi blóð til hjálpar samlöndum sínum. - Hvernig er starfí þessara dönsku blóðgjafasamtaka hátt- að? „Danmörku er skipt í svæði og mismargir blóðbankar eru innan hvers svæðis. Alls eru milli 70 og 80 blóðbankar í Danmörku. Það er ekki í höndum þeirra að kalla inn blóðgjafa eins og hér á landi. Þegar blóð vantar hafa þeir samband við dönsku blóðgjafa- samtökin sem sjá um að senda blóðgjafa í viðkomandi flokkum til gjafar. Pulltrúar úr svæðis- stjómum mynda sameiginlega stjóm dönsku blóðgjafasamtak- anna. Fyrir hvem blóðgjafa fá samtökin greiðslu frá danska ríkinu sem þau nýta til útgáfu fræðsluefnis til blóðgjafa og verðlaun og viðurkenningar fyr- ir blóðgjafa.“ - Telur þú þessa leið heppi- lega fyrir Islendinga? „Ég held að við getum tekið mið af reynslu Dana. íslensku blóðgjafasamtökin vora stofnuð árið 1982. Þau þurfa að verða virkari. Fram til þessa hefur öll starfsemi þess verið unnin í sjálfboðavinnu og þar verið unn- ið fórnfúst starf. Það er hinsveg- ar ljóst að þar er engan veginn sambærilegt starf unnið miðað við hjá dönsku samtökunum þar sem fólk er í fullu starfi. Ég sé fyrir mér virk samtök sem starfa að velferð íslenskra blóðgjafa í náinni samvinnu við Blóðbankann." Bjöm telur nauð- synlegt að íslensk heilbrigðisyf- irvöld gefi íslenskum blóðgjöf- um meiri gaum, til dæmis með því að styðja við bakið á starf- semi Blóðbankans og íslenska blóðgjafafélagsins.“ „Við höfum tækifæri til að stíga mikilvægt skref í átt að því að vera sjálfum okkur nóg með blóðafurðir ef við sendum til út- landa blóðvökva (plasma) til fullvinnslu. Til þess að þetta verði mögulegt vantar fjármagn til að hægt sé að kaupa nauð- synlegan tækjabúnað. Ég sé fyrir mér að heilbrigðisyfirvöld Björn Harðarson fæddist í Reykjavík árið 1959. Hann lauk prófi í líffræði frá Há- skóla íslands árið 1982 og hef- ur síðan starfað hjá Blóðbank- anum. Bjöm er yfirmaður þjónustusviðs og blóðhluta- framleiðslu Blóðbankans og formaður Blóðgjafafélags Is- lands. Eiginkona Björns er Bryndís Olafsdóttir skurð- hjúkrunarfræðingur og eiga þau fjögur börn. gætu aðstoðað við slík kaup.“ - Vantar blóðgjafa? „Já það vantar alltaf blóð- gjafa. Arlega gefa Islendingar um 15.000 blóðeiningar og eru það á bilinu 8.000-9.000 einstak- lingar sem gefa það blóð. Það era 3-4% þjóðarinnar. Daglega þurfum við að fá til okkar í Blóð- bankann á bilinu 60-70 blóð- gjafa. Við viljum því endilega fjölga blóðgjöfum, gefa þeim viljugu einstaklingum sem við eram að leita til lengri hvíld milli blóðgjafa. - Hversu oft gefa menn blóð? „Menn hafa fengið viðurkenn- ingarskjal við 25. blóðgjöf, aftur þegar komið er í 50. skipti, 75. og síðan í 100. skipti. Þeir sem hafa gefið blóð hundrað sinnum fá einnig viðurkenningargrip." - Hafa margir gefíð blóð 100 sinnum? „Sjö manns hafa gefið blóð hundrað sinnum og við köllum þá hundraðshöfðingja." Björn segir að konur sér sérstaklega boðnar velkomnar. Hlutfall milli kvenna og karla er mikið. Um 90% þeirra sem gefa blóð era karlmenn.11 - Hverjir geta gefíð blóð? „Allir hraustir ein- staklingar frá átján ára aldri og fram að sextugu. Við göngum úr skugga um að fólk hafi nóg blóð að gefa og síðan er mælt með að konur komi á fjögurra mánaða fresti en karlar á þriggja mánaða fresti." -Hvernig bera þeir sig að sem vilja gefa blóð? „Þeir koma til okkar í Blóð- bankann. Við tökum vel á móti fólki og kunnum að meta það að einstaklingar gefi sér tíma til að koma í þessum tilgangi. Blóð- bankinn er opinn mánudaga til miðvikudaga frá klukkan 8-15, fimmtudaga frá kl. 8-19 og föstudaga frá 8-12. Um 90% blóðgjafa eru karlmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.