Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ NEYTEIMDUR FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 17 UM ÞAÐ bil vikulega taka starfs- menn Hollustuverndar ríkisins sýni úr grænmeti og ávöxtum til að skima í leit að leifum af varnar- efnum eins og skordýraeitri, sveppaeitri eða illgresiseyði. Að sögn Guðrúnar Elísabetar Gunn- arsdóttur, matvælafræðings hjá Hollustuvernd, kemur íslenskt grænmeti mjög vel út úr þessari sýnatöku. „Megnið af þeim sýnum sem tekin voru á síðasta ári voru af erlendum ávöxtum og grænmeti, en 77 af sýnunum voru af inn- lendri framleiðslu. Niðurstaðan úr þessum rannsóknum var almennt góð bæði hvað varðar íslenskt og erlent grænmeti. Engin vamarefni hafa fundist í íslenskum paprikum, tómötum og agúrkum sem er auð- vitað mjög góð niðurstaða. Is- lenskir framleiðendur eru farnir að nota náttúrulegar varnir í gróð- urhúsum með góðum árangri.“ - Hvað um útiræktað íslenskt grænmeti? „Með örfáum undantekningum er íslenskt grænmeti mjög gott og yfirleitt án nokkurra varnar- efna. Skimað fyrir 41 efni - Hvaða efnum er verið að skima fyrir? „Við gerð íslensku aðskotaefna- reglugerðarinnar, sem er frá árinu 1993 var tekið mið af tilskipunum Evrópusambandsins. Síðan hafa komið breytingar og viðbætur sem frekar eru í þá átt að lækka há- marksgildi þeirra varnarefna sem mega vera í vörunum. Eins og áður sagði eru varnarefni efni sem notuð eru gegn illgresi, sveppum og meindýrum við framleiðslu og geymslu ávaxta og grænmetis. Of mikil inntaka af vissum efnum getur verið skaðleg heilsu manna og því ástæða til að fylgjast með magni þeirra í matvælum.“ Sýnataka einu sinni til tvisvar í viku - Hvernig er þessu eftirliti háttað? „Árið 1991 var byijað að taka sýni af ávöxtum og grænmeti til varnarefnamælinga og í fyrra voru tekin 402 sýni þar af voru tæp 20% íslenskar afurðir." Guðrún segir að mest sé tekið af sýnum hjá stærstu dreifingar- fyrirtækjunum og sýnin eru síðan rannsökuð hjá Hollustuvernd. „Sýnatakan fer fram einu sinni til tvisvar í viku. Við gerum sýna- tökuáætlun fyrir árið og við gerð hennar tökum við mið af neyslu- mynstri íslendinga." Guðrún segir að yfirleitt séu niðurstöður þessara rannsókna góðar. „Það er sem betur fer sjald- gæft að við finnum varnarefni yfir hámarksgildum.“ Varnarefni algengust í sítrusávöxtum - í hvaða tegundum er algeng- ast að finna varnarefni yfír há- marksgildum? „Þáð er algengara að finna varnarefni í ávöxtum og þá fyrst og fremst í sítrusávöxtum, app- elsínum, greipaldinum, sítrónum og slíkum ávöxtum. Efnin eru hins vegar aðallega í berkinum." - Það þýðir með öðrum orðum að varasamt sé að nota börkinn í uppskriftir? „Nei, en það er góð regla að þvo ávextina vel, þannig má not töluvert af varnarefnunum af.“ - Hvað með grænmeti? „Það er miklu sjaldnar sem varnarefni finnast í grænmeti. Almennt er ástandið gott þó alltaf séu til undantekningar." - Hvernig er ástandið á ávöxt- um eins og vínbeijum, jarðarbeij- um, plómum og blábeijum? „Eins og fyrr sagði er algeng- ara að varnarefni finnist í ávöxtum en grænmeti, en það er engu að síður sjaldgæft að þau mælist yfir hámörkum.“ - Er eitthvert land verra en ÞAÐ er algengara að finna varnarefni í ávöxtum og þá fyrst og fremst í sítrusávöxt- um, appelsínum, greipaldinum, sítrónum og slíkum ávöxtum. Efnin eru hins vegar aðallega í berkin- um. Engin varnarefni í íslensk- um tómötum og agúrkum annað þegar þessi mál eru annars vegar? „Nei, það er ómögulegt að benda á eitt land öðra fremur.“ Guðrán segir að neytendur eigi endilega að þvo alla ávexti og grænmeti undir volgu vatni áður en þeirra er neytt. „Eplin má jafn- vel skrúbba því ef þessi efni á annað borð finnast er mest af þeim í hýði eða berki.“ Þá er góð regla að afhýða epli, einkum ef þau era vaxhúðuð og þegar þau eru gefin ungum börnum. Vitað er að magn varnarefna minnkar einnig við vinnslu, s.s. suðu og þurrkkun. Stefnt er að frekari at- hugun á þessu í norrænu sam- starfi." Mæla með neyslu ávaxta og grænmetis „í heildina koma mælingar það vel út að óhætt er að mæla með því að fólk borði mikið af ávöxtum og grænmeti. Auk þess sem við tökum reglulega sýni hér á landi er það sama uppi á teningnum erlendis. Það er sífellt verið að setja strangari mörk, sýnatökur verða reglulegri og tíðari og viða- miklar rannsóknir í gangi.“ Síi* Urslit í ferðagetraun Hagkaups og Flugleiða i á Amerískum dögum Þróstur Sigsteinsson Grasríma 8 Reykjavík Ogmundur Snorrason Heiðarbraut 5 h Keflavík Oskar Orn Arnarson Tómasarhaga 14 Reykjavík Jóna Guðmundsdóttir Jörfabakka 28 Reykjavík Birgir Aðalsteinsson Hrafnhólum 6 Reykjavfk i&u Nöfn ofangreindra vinningshafa voru dregin úr pottinum. Þeir fengu flugferð að eigin vali til einhvers áfangastaðar Flugleiða í Bandaríkjunum. > iy Við færum öðrum þátttakendum bestu þakkir fyrir að vera með í leiknum HAGKAUP Bandaríkjanna Hraðbraut til áhverjumdegi FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.