Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nærgöngul bók um forsætis- ráðherra Dana Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. BÓK um Poul Nyrup Rasmus- sen, forsætísráðherra Dana, skrifuð án samvinnu við hann, kom út í Danmörku á þriðju- dag. Bókin hefur verið við- fangsefni fjölmiðla undanfarna daga og er skrifuð af tveimur blaðamönnum, sem í frásögn af ævi hans og ferli leggja meiri áherslu á einkalífíð en starfs- ferilinn. Bókin bætir engu við átakamál, sem Nyrup hefur verið viðriðinn, en rekur þeim mun nánar sögur úr hjónabandi hans, vináttusambönd og sam- skipti við samstarfs- og emb- ættismenn. Höfundar bókarinnar lögðu í sjónvarpsviðtali áherslu á að þeir hefðu ekki tekið neitt með í bókinni nema það sem þeir hefðu fengið frá fleiri en einum óháðum aðilum, en létu ósvarað spurningu um hvernig þeir gætu þá hafa kannað upplýs- ingar, sem hlytu að vera úr samtölum Nyrups við fyrri eig- inkonur. Einnig sögðust þeir ekki taka með alla þá vitneskju, sem þeim hefði áskotnast og skrifuðu því ekkert um kynlíf forsætisráðherrans. Er þeir voru beðnir að lýsa Nyrup sögðu þeir að vinnusýki væri helsta einkenni hans. Sjálfír hljóta þeir þó einnig að vera iðnir, því bókarskriftirnar hófu þeir í janúar og þeir hafa áður skrifað aðrar hliðstæðar bæk- ur. Eiginkonan sögð stjórnsöm Síðdegisblöðin hafa lagt aðal- áherslu á lýsingu bókarinnar á Lone Dybkjær eiginkonu hans, Evrópuþingmanni og fyrrver- andi ráðherra Róttæka vinstri- flokksins, en í bókinni er henni lýst sem fram úr hófí stjórn- og afskiptasamri. í umfjöllun danska útvarpsins um bókina sagði að höfundarnir væru blaðamenn, sem vanir væru að fjalla um stjórnmál og eðli þeirra. Vandséð væri hins veg- ar hvar þeir hefðu fengið þá hugmynd að þeir væru vel til þess fallnir að rýna í einkalíf Nyrups. Reuter HJÓLREIÐAMAÐUR í París leiðir hjól sitt yfir götu skammt frá Sig- urboganum í gær þegar akstur einkabfla var takmarkaður til að að draga úr mengun. UMFERÐIN TAKMÖRKUÐ í PARÍS , S París / FRAKK- / \ LAND '; Franska stjórnin hefur sett reglur sem takmarka umferð einkabíla til að draga úr mengun í París, sem hefur verið mikil í borginni. Þetta er í fyrsta sinn sem gripið er til slíkra aðgerða í París. Bannsvæði Samkvæmt reglunum var í gær bannað að aka bílum með skráningarnúmer, þar sem fyrsta númeraröðin endar á sléttri tölu. Hugsanlegt er að í dag verði hins vegar bannað að aka bílum með oddatölu. Akstur bila með sléttri tölu bannaður í gær r8^LPB78l Bílar með oddatölu Dregur úr mengun í París eftir takmörkun umferðar París. Morgunblaðiö. UMFERÐ bíla er nú aftur með eðlilegum hætti, en hún var takmörkuð í gær vegna mikillar mengunar af útblæstri. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri miðað við árstíma og loft hefur verið svo stillt að hjúpur hefur lagst yfír borgina. Mengun af völdum niturs, brennisteins og ósons fór yfir hættumörk og varð þvi að grípa til ráðstafana. Mengunin hafði náð svokölluðu þriðja stigi, sem krefst aðgerða lögi’eglunnar, en þegar á öðru stigi er varað við því að sjúklingar, aldraðir og ungabörn séu úti og fólk stundi líkamsæfing- ar undir berum himni. Síðdegis í gær var meng- unin hins vegar komin niður í lægri mörk fyrsta stigs. Aðgerð umhverfísráðherra Dominique Voynet umhverfísráðherra, sem er úr flokki Græningja, ákvað að banna í einn dag að minnsta kosti akstur bíla með númer, sem enda á sléttri tölu. Þannig var ætlunin að minnka umferð um helming í borginni og úthverfum hennar. Þetta er í fyrsta sinn, sem til slíkra ráð- stafana er gripið í Frakklandi, en þær þekkjast til dæmis á Spáni og öðrum suðlægari löndum. Ef þetta hefði ekki dugað til að draga nægilega úr menguninni hefði verið bannað að aka bflum með númer, sem enda á sléttri tölu, í dag. Umferð minnkaði um 15% í miðborg Parísar í gær og um 35% í úthverfum. Þetta dugði til í bili og tóku flestir „grænu bílabyltingunni" vel, þótt Frakkar séu almennt hirðulausir um umhverfi sitt og flokki tíl dæmis helst ekki rusl. Margir ráðvilltir Ráðstöfun gærdagsins olli hins vegar talsverð- um ruglingi. Margir höfðu ekki skilið reglurnar til fulls og lögreglumenn voru önnum kafnir við að leiðbeina bflstjórum, láta þá hafa uppiýsinga- bæklinga og senda þá heim, sem ekki máttu keyra. Hins vegar létu þeir nægja að veita bíi- stjórum áminningu fremur en að sekta þá um 900 franka (um 12 þúsund krónur) eins og leyfilegt er. Undantekning var þó gerð frá reglunni um að ekki mætti aka bifreiðum með slétt númer ef þrír eða fleiri voru í þeim, enda hvatt til þess að menn hefðu samflot. Einnig mátti aka sjúkra- og brunabílum í neyðartilvikum og öðrum þjónustubifreiðum var leyft að fara ferða sinna. Sama átti við um lík- bíla, póstbíla og bifreiðar til dýra- og matvæla- flutninga. Þá nutu blaðamenn, læknar og hátt- settir embættismenn þeirra forréttinda að mega aka um án tillits til bílnúmers. Ráðherrar á rafbíluni Almenningssamgöngur voru ókeypis frá 5.30 í gærmorgun til miðnættís, en þjónustan var skert eins og fyrri daginn vegna verkfalla. Lion- el Jospin forsætisráðherra, Voynet og þrír ráð- herrar aðrir komu til ríkisstjórnarfundar á raf- magnsbílum. Var Peugeot-bifreið forsætisráð- herrans græn og átti liturinn að vera táknrænn fyrir umhyggju hans fyrir umhverfínu. „Þar sem rafbílar eru enn dýrir verður það að duga í bili að fólk sé samferða," sagði umhverfís- ráðherrann og bætti við að það væri hins vegar engin lausn á mengunai’vandanum að fólk hefði samflot. „En ég tek ofan fyrir hinni miklu ábyrgðartilfinningu og þroska samborgara minna,“ sagði Voynet þegar hún benti á hvað dregið hefði úr umferð í gær. Fólk tekið af lífí fyrir mann- át í N-Kóreu Hong Kong. Reuter. WorldCom gerir 30 milljarða dala tilboð DAGBLAÐIÐ South China Morn- ing Post greindi frá því í gær að hungursneyðin í Norður-Kóreu væri orðin svo mikil að farið væri að bera á mannáti og yfirvöld hefðu gripið til þess ráðs að taka fólk af lífi fyrir að selja mannakjöt. í blaðinu var vitnað í norður- kóreskan herforingja, sem flúði yfir landamæri Norður-Kóreu og Kína ásamt fjölskyldu sinni. Kvaðst hann hafa orðið vitni að því að fólk var tekið af lífi fyrir mannát í þorpi sínu. „Fólk er að missa vitið vegna hungurs," sagði maðurinn, sem ekki var nafngreindur. „Það myrðir meira að segja og étur börnin sín.“ Haft var eftír ónefndum kaup- sýslumanni af kóreskum uppruna, sem oft og tíðum ferðast til Norður- Kóreu í viðskiptaerindum, að hann hefði frétt að kona hefði verið tekin af lífi í ágúst fyrir að myrða 18 börn í hafnarbænum Hamhung í vestur- hluta Norður-Kóreu. Milljón manna hungurmorða? Blaðið hafði á þriðjudag eftir norður-kóreskum flóttamönnum að a.m.k. ein milljón manna hefði soltið í hel í landinu. „Þessa tölu hef ég séð í skjölum kommúnistaflokksins," sagði 25 ára gamall námsmaður og var því bætt við að foreldrar hans væru háttsett- ir í norður-kóreska kommúnista- flokknum. Hungursneyðin í Norður-Kóreu fylgir í kjölfar mikilla flóða árið 1995, sem leiddu til þess að ræktun- arland og áveitukerfi eyðilögðust og uppskera brast. a Reuter Vonlaus barátta VONLAUS barátta hefur verið háð við skógarelda í Indónesfu og breiðast þeir enn út. Hér reyna bændur og búalið á miðri Súmötru að hefta útbreiðslu eldanna og koma í veg fyrir að þorp þeirra brenni. Jackson, Mississippi. Reuter. FJORÐA stærsta símafélag Banda- ríkjanna, WorldCom Inc., hefur gert óumbeðið tilboð upp á 30 milljarða dollara í keppinautinn MCI Coram- unications Corp. og slegið út tilboð British Telecommunications Plc. WorldCom, sem er lítið fjarskipta- fyrirtæki í örum vexti, vill greiða 41.50 dollara í Worldcom hlutabréf- um fyrir hvert eitt hlutabréf í MCI. Hlutabréf í MCI seldust á 29,375 dollara við lokun á þriðjudag, en hækkuðu fyrir opnun á miðvikudag í 34.50 dollara. Miðað við núverandi hlutabréfa- verð er tilboð British Telecom í MCI um 17 milljarða dollara virði eða 32,75 dollara á hlutabréf. Tilboðið nam upphaflega 21 milljarði dollara, en MCI skýrði frá því í júlí að mikill kostnaður við að sækja inn á svæðis- bundinn símamarkað mundi koma ÍMCI niður á hagnaði fyi’irtækisins og samið var um að lækka tilboðið. Kaupir aðra simaþjónustu WorldCom skýrði einnig frá sam- komulagi um að kaupa símaþjónusta Brooks Fiber í St. Louis fyrir 2,4 milljarða dollai-a með hlutabréfum í WorldCom og með því að taka við skuldum. Brooks heldur uppi símaþjónustu í 44 meðalstórum borgum, þar af 34 á mörkuðum sem WorldCom þjónai’ ekki. Fyrir þremm- vikum samþykkti Woi’ldCom að kaupa fjarskiptakerfi CompuServe Coi-p, og treysti þar með í sessi forystuhlutverk sitt í al- netsfjarskiptum. WorldCom hafði þegar tryggt sér örugga aðstöðu á því sviði með Uunet dótturfyrirtæki sínu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.