Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 21 Fangaskóli rek- inn með sviknu fé Prodi varar við stjórnar- kreppu ROMANO Prodi, forsætisráð- herra Ítalíu, sagði við forystu- menn ítalskra verkalýðssam- taka í gær að hætta væri á stjórnarkreppu í landinu. „Prodi til- kynnti form- lega að stjórnin væri í alvarlegri hættu,“ sagði Pietro Larizza, leið- togi verka- lýðssamtak- anna Uil, eftir fundinn með forsætisráðherranum. Stjórn Prodis stendur höll- um fæti vegna þess að flokkurinn Kommúnísk end- urreisn hefur neitað að styðja frumvarp hennar til fjárlaga næsta árs. Án stuðnings flokksins hefur stjórnin ekki meirihluta á þinginu. Larizza sagði að Prodi hefði sagt að hann hefði ekki í hyggju að mynda nýja meiri- hlutastjórn en hann hefði ekki sagst ætla að segja af sér. Bardagar í Brazzaville HÖRÐ átök blossuðu upp að nýju í Brazzaville, höfuðborg Kongó, I gær eftir að hersveit- ir Pascals Lissouba forseta réðust á hermenn sem eru hollir andstæðingi hans, Den- is Sassou Nguesso. Daginn áður höfðu 31 mað- ur fallið i stórskotaárásum frá Brazzaville á Kinshasa, höfuðborg Lýðveldisins Kongó, sem hét áður Zaire. Ekki var vitað hveijir gerðu árásirnar og hvers vegna. Lyf sem linar kvef BANDARÍSKIR vísindamenn, sem eru að þróa lyf við kvefí, sögðust í gær hafa reynt lyfið á mönnum og tilraunirnar bentu til þess að það gæti linað kvef, án þess að lækna það. Dr. Ronald B. Turner, sér- fræðingur í þessum kvilla við Læknaháskóla Suður-Karól- ínu, kvaðst búast við því að lyfið yrði sett á markað eftir nokkur ár. Lyfið er kallað IC- AM-1 og virðist draga úr kvef- einkennum ef því er úðað í nefið eftir sýkingu. Dráp og vopnahlé í Alsír DAGBLÖÐ í Alsír sögðu í gær að uppreisnarmenn hefðu skotið sex menn til bana, þeirra á meðal tvo sjötuga karla, í Saida-héraði í suð- vesturhluta landsins. Rót- tækri hreyfingu múslima, GIA, var kennt um ódæðið. Nokkrum klukkustundum fyrir tilræðið hófst vopnahlé íslamska frelsishersins (AIS), sem þykir hófsamari en GIA og hefur sakað hreyfinguna um „öfgakennd grimmdar- verk“ gegn óbreyttum borgur- um. Kaupmannahöfn. Morgfunblaöið. FANGELSISSTJÓRI Vestra- fangelsis í Kaupmannahöfn liggur undir grun um að hafa gefið upp fleiri nemendur en raun voru í skóla fangelsis- ins. A þann hátt hefur fengist hærri styrkur frá borginni til skólarekstursins en ella. Ekk- ert bendir til að stjórnin hafi á þennan hátt auðgast sjálf, heldur aðeins fengið meiri peninga í skólann og um leið getað boðið upp á fleiri nám- skeið og ráðið fleiri kennara. í Vestra-fangelsi sitja margir af harðsvíruðustu glæpamönnum Dana og þar eins og annars staðar er föng- um boðið upp á kennslu. Þeim er þá í sjálfsvald sett hvort þeir sitja heldur á skólabekk eða vinna í fangelsinu. Svo virðist sem yfirstjórn fangels- isins hafi ekki verið sátt við fjöldann og því hefur kennur- um fangelsisins verið falið að skrifa fleiri á þátttökulistana en í raun voru í skólanum. Til þess hafa þeir jafnvel fengið nöfn og nafnnúmer fanga frá fangelsisstjóranum til að geta fært þá á skólalist- ana. Þegar svo sótt hefur verið um fé til skóians frá bæjaryf- irvöldum hafa þessir listar verið notaðir og þannig virð- ist hafa fengist meira fé en ella til skólahaldsins. Þessi tilhögun hefur vakið reiði ýmissa, þar sem féð er veitt af fyrirfram gefinni upphæð, sem skiptist á þá er standa fyrir námskeiðshaldi af ýmsu tagi, en ekki reglulegu skóla- haldi. Á þennan hátt hefur fangaskólinn því fengið hlut- fallslega meira fé en aðrir skólar. Enginn grunur leikur á um að féð hafi runnið í vasa neins nema hugsanlega þeirra kennara, sem hægt var að ráða út á rýmri fjárráð. Margir af þeim 20 kennurum, sem starfa við fangelsið eru stúdentar, sem fjármagna eigið nám á þennan hátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.