Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 29 Hin hljóm- ræna saga Sinfóníuhljómsveit íslands frumflytur nýtt hljómsveitarverk eftir Hafliða Hallgrímsson, Krossfestingu, á tónleikum í Háskólabíói í kvöld en það er samið út frá málverki eftir skoskan listmálara. Orri Páll Ormarsson kom að máli við Hafliða sem er tónskáld vetrarins hjá Sinfóníuhljómsveitinni. „í HUGA mínutn er kammerverkið sem teikning - en hljómsveitarverkið sem málverk," segir Hafliði Hallgrímsson um Krossfestingu. „MYND er í eðli sínu eins konar „festing augnabliks“ en tónlist er hins vegar á sífelidri hreyfingu, skapar „lifandi augnablik", tekur sinn tíma og endurnýjar sig. Um- íjöllun Biblíunnar um krossfestingu Krists var því kærkomin hjálp við sköpun hinnar „hljómrænu sögu“ sem spannst út frá myndinni. Tak- mark mitt var að semja fjölbreytta hljómsveitartónlist sem staðið gæti á eigin fótum þrátt fyrir tengsl hennar við krossfestingarmynd Craigie Aitchisons.“ Svo mælir Hafliði Hallgrímsson tónskáld en umræðuefnið er hljóm- sveitarverkið Krossfesting sem hann samdi út frá samnefndu mál- verki skoska listmálarans Craigie Aitchisons. Verður tónverkið frum- flutt á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í kvöld. Hafliði segir að málverkið hafi að sönnu komið sér á sporið. Fleiri þættir hafi hins vegar haft áhrif á hann við skrifin, svo sem minningar hans tengdar sögunni, píslargöngu Krists, og kvikmyndir sem gerðar hafa verið um hana. Nefnir Hafliði mynd ítalska leikstjórans Pasolinis sérstaklega í þessu samhengi. Þá hafi hann vitaskuld farið í saumana á Matteusarguðspjallinu. Tildrög verksins eru þau að fyrir fáeinum árum fór Skoska kammer- sveitin þess á leit við Hafliða að hann veldi skoskan málara til sam- vinnu við ákveðið verkefni. Sameig- inlega áttu þeir að velja viðfangs- efnið - málarinn skyldi síðan túika það í málverki og tónskáldið mál- verkið í tónverki. Hafliði valdi Craigie Aitchison. „Það lá við að ég skellti upp úr þegar ég fyrst sá málverk eftir Aitchison, svo barnalega einfalt og einlægt var það,“ segir Hafliði, þeg- ar hann rökstyður val sitt. „Augna- bliki síðar var mér ekki lengur hlát- ur í hug, ég fór smátt og smátt að dást að máiverkinu og sterk þrá vaknaði eftir að sjá fleiri." Dularfulli málarinn í áratug sá Hafliði á hinn bóginn ekki fleiri verk eftir Aitchison, eða þar til hann nánast fyrir tilviljun „gekk einn og upptendraður" um sali Serpentine gallerísins í Lundún- um og „naut þess ríkulega" að skoða meir en sextíu málverk eftir dularfulla málarann sem hann eitt sinn nærri því hló að. Hafliði segir að hann hafi aldrei velkst í vafa um viðfangsefnið - krossfesting var það eina sem kom til greina. „Krossfestingarmyndir Aitchisons höfðuðu mjög sterkt til mín, yfir þeim ríkti djúpur friður, sátt við dauðann, jafnvel tilfinning um fyrirgefningu." Hafliða gekk treglega að afla sér upplýsinga um listmálarann og enn verr að hafa upp á honum. Það tókst þó um síðir og mæltu þeir sér mót í „hinu furðulega húsi Aitchi- sons í hálfgerðu fátækrahverfi í Lundúnum". „Aitchison er á allan hátt óvenju- legur maður. Hann er einn af örfá- um mönnum sem ég hef hitt um dagana sem tekst að vera algjörlega hann sjálfur - nokkuð sem alla dreymir um en fáum tekst. Hann er svo sláandi heiðarlegur að það slær mann eiginlega út af laginu.“ Aitchison er lærður lögfræðing- ur en, að sögn Hafliða, fann hann sig aldrei í því starfi. „Hann hóf þá nám í myndlist en þótti mjög óefnilegur og lögðu kennarar hans að honum að hætta námi. Nú eru þeir löngu gleymdir en hann orðinn vel þekkt nafn, þótt hann hafi aldr- ei gert neitt tii að trana sér fram. Aitchison er einn af þessum góðu listamönnum sem heldur sér við efnið og stendur á sama um álit annarra.“ Að sögn Hafliða samdi þeim Aitchison strax vel og málarinn samþykkti að ganga til samstarfs. Fyrstu tvær myndirnar sem hann gerði féllu tónskáldinu á hinn bóg- inn ekki í geð. „Það var ekki fyrr en í þriðju tiiraun að ég fékk mynd sem sló mig og ég gat skrifað út frá. Sú mynd var því flutt til Skot- lands, þar sem hún hékk í vinnu- herbergi mínu svo mánuðum skipti." Önnur atlaga Eftir frumflutning kammer- verksins Krossfestingar segir Haf- liði að honum hafi þegar orðið ljóst að hann yrði að leggja aftur til at- lögu við verkefnið. Þegar Konung- lega fílharmóníuhljómsveitin í Lundúnum bað hann um að semja fyrir sig hljómsveitarverk fékk hann síðan tækifæri til að endurnýja kynni sín af málverkinu góða og gefa hugmyndum sínum og tilfinn- ingum gagnvart því betri skil. „í huga mínum er kammerverkið sem teikning - en hljómsveitarverkið sem málverk!“ Þannig varð hljómsveitarverkið Krossfesting til en það verður frum- flutt af Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld með góðfúslegu leyfi Kon- unglegu fílharmóníuhljómsveitar- innar í Lundúnum. Hafiiði segir að það sé sér sann- ur heiður að vera tónskáld vetrarins hjá Sinfóníuhljómsveit íslands - hijómsveit sem beindi honum inn á tónlistarbrautina og gaf þar með lífi hans tilgang. „Þegar ég rétt nýfermdur heyrði fyrst hljómsveit- ina leika á tónleikum í Þjóðleikhús- inu opnuðust dyr inn í töfraheim tónlistarinnar. Að lifa og hrærast í þessum töfraheimi var uppfrá því augnabliki mín heitasta ósk.“ Hafliði var nemandi í Tónlistar- skólanum í Reykjavík þegar Sinfón- íuhljómsveit íslands hélt upp á tíu ára afmæli sitt með metnaðarfullum tónleikum en sem kunnugt er leikur hann jafnframt á selló, þótt hann hafi einbeitt sér að tónsmíðum hin síðari ár. Nokkrum nemendum var við þetta tækifæri bætt við hljóm- sveitina, enda átti að flytja fjórðu sinfóníu Bruckners, þeirra á meðal Hafliða. Líkir hann þessari fyrstu reynslu sinni af hljómsveitarlífi við það að „berast með tignarlegu stór- fljóti um upphafinn og í senn dular- fullan farveg“. En tónleikarnir voru minnisstæð- ir fyrir aðrar sakir. „Ég átti engin kjólföt og varð að fá þau lánuð ásamt skyrtu og fiibba. Ég gerði mér enga grein fyrir því að skyrtan hefði verið stífð og þar sem ég hafði ekki mátað fötin fyrr en rétt fyrir tónleikana lenti ég í hinu mesta basli. Ég varð að sitja þráð- beinn í baki alla tónleikana og fyr- ir vikið voru efri stillingarnar á sellóið mjög erfiðar. Eftir tónleik- ana hafði kunningi minn á orði að hann vissi ekki hversu vel ég hefði leikið en ég hefði verið óvenju beinn í baki!“ Bjartir tímar framundan Hafliði átti síðar eftir að starfa einn vetur í Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Um þann „reynsluríka vetur“ kveðst hann oft hugsa með sökn- uði. „Á þessum árum ríkti mikil óvissa um framtíð hljómsveitarinn- ar en hún átti hugsjónarmenn að, sem aldrei misstu sjónar á því tak- marki að skapa yrði hljómsveitinni traustan starfsgrundvöli." Hafliði segist ekki hafa heyrt oft í Sinfóníuhljómsveit íslands á tón- leikum í seinni tíð. Síðustu geisla- plötur hljómsveitarinnar hafi hins vegar giatt hann mikið. „Sinfóníu- hljómsveit íslands er í stöðugri framför og það eru bjartir tímar framundan ekki síst þegar hið stór- kostlega tónlistarhús, sem búið er að lofa, er risið. Það hús á hljóm- sveitin - og þjóðin öll - skilið!“ Jafnframt verður flutt á tónleik- unum í kvöld fimmta sinfónía Jeans Sibeliusar. Tónsprotinn verður í hendi Petris Sakaris, aðalhljóm- sveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar íslands. Guðmundur Kristmundsson Guðný Guðmundsdóttir Petri Sakari Stór o g voldug hlj ómsveitarverk TÓNLEIKARNIR í kvöld eru þeir fyrstu á þessu starfsári í Gulu tónleikaröðinni en í þeirri röð er áhersla lögð á stór og voldug hljómsveitarverk. Auk tónleik- anna í kvöld verða fimm tónleikar í Gulu röðinni í vetur. 9. nóvember verður Níunda sin- fónía Mahlers flutt undir stjórn Petris Sakaris. Sidney Harth mun sveifla tónsprotanum á tónleikum 4. desember, þegar Guðmundur Kristmundsson mun flytja víólu- konsert Bartoks. Aukinheldur verða á efnisskránni íslensk verk og Fimmta sinfónía Tsjajkovskíjs. Hafliði Hallgrímsson verður aftur í sviðsljósinu 5. febrúar þeg- ar Thorleif Thedéen mun flytja sellókonsert hans. Þá verða á efn- isskránni Sjötta sinfónía Sibelius- ar og Sinfónía nr. 36 eftir Moz- art. Stjórnandi verður Petri Sak- ari. Mánuði síðar mun hljómsveit- arstjórinn Jurjen Hempel leggja SÍ lið en fluttar verða Hljómsveit- armyndir op. 19 eftir Hafliða Hallgrímsson og Fimmta sinfónía Nielsens. Lokatónleikar Gulu raðarinnar verða 7. maí þegar Petri Sakari og Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari verða í forgrunni. Á efnis- skrá verða verk eftir og Alexand- er von Zemlinsky, Richard Wagn- er og nýr fiðlukonsert eftir Pál P. Pálsson. Helgarferð til Parísar 9. október frá kr. 24.990 Við höfum nú fengið viðbótargistingu í París 9. otkóber á afbragðsgóðu tveggja stjörnu hóteli og getum nú boðið helgarrispu á átrúlegum kjörum. Hótel Campanile, öll her- bergi með baði, sjónvarpi, síma, nýtt hótel og smekklegt. Að auki bjóðum við úrval gististaða, spennandi kynnisferðir, og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í Heimsborginni allan tímann. Bðkaðu strax — aðeins 10 herbergi. ^|| Verðkr 19.990 Flugsæti til Parísar með flugvallarsköttum, flug á mánudegi til fimmtudags. Verð kr. 24.990 m.v. 2 í herbergi Hotel Campanile, 4 nætur, 9. október. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 V7S4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.