Morgunblaðið - 02.10.1997, Page 31

Morgunblaðið - 02.10.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 31 LISTIR Einörð glínia BOKMENNTIR Ljóð HANDAN ORÐA eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur Skákprent 1997 - 40 bls. Finnbogi Guðmundsson MARVÍSLEGUR sársauki er und- irtónninn í fyrstu ljóðabók Sigríðar Guðmundsdóttur, Handan orða. Ljóðaheimur hennar er fremur við- kvæmur og brothættur. Meginyrkis- efnin tengjast iðulega samskiptum eða samskiptaleysi Ijóðmælandans og við skynjum sterkt nánd hans. í mörgum ljóðanna er vikið að tilfinn- Nýjar bækur • HAFRÆNA, sjávarljóð og siglinga, er í nýrri og endurskoð- aðri útgáfu. Guðmundur Finnbogason safnaði efni í bókina á sínum tíma en hún kom fyrst út árið 1923 á vegum Bókaverslunar Sigfúsar Ey- mundssonar. Guðmundur ætl- aði ljóðsafn þetta íslenskum sjómönnum, Stýrimannaskól- anum og svo öðrum þeim er ljóðum unna. Um 150 nafngreind skáld eiga kvæði eða vísu í safninu en einnig er margt eftir ónafngreinda höf- unda, allt frá því á 10. öld og fram til upphafs 20. aldar. Sonur Guðmundar, Finnbogi Guðmundsson, annaðist endurskoð- un bókarinnar fyrir hina nýju út- gáfu. Efni hennar er hið sama og hinnar fyrri en stafsetningu hefur aðeins verið breytt og sumum skýr- ingum, einkum á elsta kveðskapn- um. Sjávarútvegsráðuneytið og Menningarsjóður veittu styrk til endurútgáfu Hafrænu. Bókin er 279 blaðsíður innbundin ogleið- beinandi útsöluverð er 2.890 kr. Útgefandi er Skjaldborg. • STAFKARLAR eru eftir Berg- ljótu Arnalds. Bókin kom fyrst út á síðata ári og náði strax miklum vinsældum og seldist fljótt upp. Bókin um Stafkarlana er ævin- týri ætlað börn- um sem vilja læra að þekkja stafina. Sagan fjallar um systk- inin Ara og Ösp sem eru úti á leikvelli með stafabókina sína og þá gerist dá- lítið skrítið. Vindhviða feykir til síðunum í bókinni og stafirnir fjúka út á leik- völlinn. Bókin er 45 blaðsíður í bandi og skreytt litríkum myndum sem Jón H. Marinósson gerði. Leiðbeinandi útsöluverð er 1.580 kr. Útgefandi er Skjaldborg. Gínur og herðatré Bergljót Arnalds ingalegri höfnun: „Eg gaf honum ást mína / en hann vildi hana ekki.“ Af höfnuninni sprettur sársauki, söknuður og sorg. Sálarháskinn er nálægur og vísað til sjálfsvígs og dauða. Stundum skapar höfundurinn jafnvel einhvers konar tómleika- kennd eða gildisleysi Iíkt og sjálfið sé afmáð: Myrkrið umlykur mig sogar mig inn í sig uns ég hverf inn í það. Fyrst streitist ég á móti en þegar aflsmunurinn verður of mikill þurrkast ég út. Það er að sönnu einnig slegið á aðra strengi í þessari ljóðabók því að í tóminu eru svipleiftur sem gera líf- ið bærilegt, einn lítill ástarleikur, andartak ástar. „Við vorum umvafín / óendanlegri birtu. / Augnablik einn daginn." Vonin á sér líka sitt ljóð og þá ekki síður lífsspekin: „Leiktu þér ekki við dyr dauðans, / opnaðu held- ur dyr lífsins / og gakktu þar inn.“ Margt er laglega ort í þessari bók. Skáldið takmarkar sig við fremur fáa og skýra miðla, einfaldar myndir, lít- inn litaskala og ljós tákn. Ég hygg að það sé skynsamlegt af höfundi sem gefur út sína fyrstu bók. Fyrir bragð- ið eru ljóðin aðgengileg. Það er ort um hjarta sem kona slítur úr sér og grefur í þurran sand eyðimerk- ur eða köflótt líf þar sem lífinu er líkt við marglita efnisbúta „sem falla ekki saman / hversu oft sem hún raðar þeim.“ Kannski er þó skáldskapur Sig- rúnar áhrifamestur þegar jafnvel hinum einföldustu miðlum er varpað fyrir róða en smámyndir úr hvers- dagslífínu eru látnar ramma inn óræðar til- finningar í opnu ljóði, Já, jómfrúin góð: Ég strýk handarbaki yfir varir mínar. Loka augum, snerti Sigrún Guðmundsdóttir augnlokin með fingrum mín- um. Hringi til London. Hringi í Jón. Hlusta á Martinu. Hengi upp þvott. Strauja silkiblússu. Set á mig varalit. Úða mig með ilmvatni. Sest niður með Newsweek og Vope. Fer með Faðirvorið áður en ég sofna. Það er vel að þessari fyrstu ljóðabók Sigrún- ar Guðmundsdóttur staðið. Skáldskapurinn ber vott um einarða glímu við tilfinningar og kenndir og höfundur fer hóflega og af fágun með myndmál og tákn. Skafti Þ. Halldórsson lagerútsala n/érðúTÓpnúðTdág^l^O^ Vörur frá r ttlMM -4/y gjý. Meiriháttar lagersala á Hverfisgötu 105 Inngangur frá noröurhliö - næg bílastæði og það verðuiX^ ÓDÝRT! Verðdæmi: 300 kr. slár 1.500 kr.slár 500 kr. slár 1.900 kr. slár 1.000 kr.slár 2.500 kr. slár Jakkar - bolir - buxur - skyrtur - vesti - jakkaföt - kápur - pils - dragtir - klútar - skartgripir - snyrtivörur - skór - stígvél Opið frá kl. 13 til 18 alla daga (einnig laugardaga og sunnudaga) \ Lögreglustöði JQ (0 Hverfisgata UrtÍ«!£^'*i,a'a 4YOU Þessi merki eru m.a. á lagerútsölunni: Everlast Levi's Diesel Destroy skór Dickies Kookai St. Fingers Morgan Mod. Ecram Shelly's skór Charly's company Claude Zana Helena Hart

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.