Morgunblaðið - 02.10.1997, Page 32

Morgunblaðið - 02.10.1997, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ pfofjgisttMiiMfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STAÐA FISK- VINNSLUNNAR VERULEGIR erfiðleikar voru fyrrihluta ársins í rekstri ýmissa greina sjávarútvegsins, einkum landfrystingar og söltunar, en báðar þessar atvinnugreinar voru reknar með tapi, 13% í frystingu og 4,5% í söltun, miðað við stöðuna í júlímánuði. Nokkur hagnaður var af rækjuveiðum og vinnslu, eða 1,5%, en aftur á móti var mikill hagnaður af veiðum og vinnslu loðnu, eða 32,5%. Botnfiskveiðar voru reknar á núlli að mati Þjóðhagsstofnunar, en þó mismunandi eftir greinum. Bátar voru reknir með 3% hagnaði, togarar með 4% tapi og frystitogarar með 1,5% tapi. Þjóðhagsstofnun telur, að í heild hafi sjávarútvegurinn verið rekinn með 1% hagnaði miðað við júlímánuð. Hagnaðurinn var tvöfalt meiri árið 1996. Staða botnfiskvinnslunnar versnaði mjög fyrrihluta árins og er tap hennar áætlað 9,5%, eða tvöfalt meira en á síðasta ári þegar það var 4,5%. Augljóst er, að svo mikill taprekstur frystingar og söltunar getur ekki gengið til lengdar. Sem fyrr er rekstur einstakra fyrirtækja mjög misjafn og skila sum þeirra góðum hagnaði, en önnur eru komin á vonarvöl. Fyrirtækin sem standa sig bezt eru í blönduðum rekstri. Samtök fiskvinnslustöðva segja í ályktun aðalfundar síns fyrir helgina, að aðkallandi sé að auka framleiðni í fiskvinnslunni, létta eftirlitskostnaði af henni og almennt að ná niður ýmsum kostnaðarliðum. Þá segir, að hráefnisverð sé of hátt hlutfall af útflutningstekjum. Þjóðhags- stofnun telur það vera 63,6% nú og hafa hækkað úr 60,4% á síðasta ári. í þessu sambandi er eðlilegt að spyrja, hvort fisk- vinnslan bjóði einfaldlega ekki of hátt verð á fiskmörkuðunum, sem síast síðan um allt kerfið. Þarf fiskvinnslan sjálf ekki að leita leiða til að lækka hráefnisverðið? Verðmyndunin er að verulegu leyti í hennar eigin höndum. Miklar breytingar á gengp erlendra gjaldmiðla á árinu hafa einnig haft mikil áhrif á afkomu einstakra greina sjávarútvegs- ins. Þau fyrirtæki hafa hagnazt, sem selt hafa í dollurum, jenum og pundum, en þau, sem selja afurðir í öðrum evrópsk- um myntum, hafa orðið fyrir gengistapi. Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva mótmælti einnig „hágengisstefnu Seðlabank- ans“ og segir fiskvinnsluna greiða niður verðbólgu á íslandi. Þá er vaxtastefnunni mótmælt og sagt að háir raunvextir séu enn ráðandi, þótt aukin samkeppni hafi leitt til lækkunar fjár- magnskostnaðar. Það er mikilvægt, að raunvextir lækki, en gengislækkun stuðlar ekki að því. Þvert á móti. Ekki kemur til greina að fella gengi krónunnar fyrir einstaka atvinnugreinar með gamla laginu, því þar með hverfur sá efnahagslegi stöðugleiki, sem atvinnulífið og þjóðarbúið í heild á svo mikið undir. Krafa um gengissig er að auki tvíbent fyrir sjávarútveginn, því skuldir hans nema nú um 120 milljörðum króna, þar af nær 75 millj- arðar erlendis. Fiskvinnslan verður, eins og aðrar atvinnugrein- ar, að hverfa frá gömlum verðbólguhugsunarhætti og miða rekstur sinn til frambúðar við stöðugleika. Einn mikilvægasti þátturinn í efnahagsstjórninni er gengi krónunnar. SAMSTARF UM VEIÐIEFTIRLIT ATHYGLISVERÐAR tillögur hafa komið frá Noregi undan- farið um aukið samstarf Íslands og Noregs á sviði fisk- veiðimála. í síðustu viku hvatti Siri Bjerke, aðstoðarutanríkis- ráðherra Noregs, til þess að ríkin samræmdu fiskveiðieftirlits- kerfi sín til að fyrirbyggja árekstra og misskilning af því tagi, sem leiddi til töku Sigurðar VE í norskri lögsögu í sumar. í Morgunblaðinu í gær vekur yfirmaður strandgæzlunnar í Norður-Noregi, Geir Osen sjóliðsforingi, síðan máls á hugmynd- um um aukið samstarf strandgæzlunnar og Landhelgisgæzl- unnar á íslandi til þess að fá heildaryfirlit um veiðar skipa ríkjanna, sem veiða á mörgum hafsvæðum, og stuðla þannig að betri fiskveiðistjórnun. Full ástæða er til þess fyrir íslenzk stjórnvöld að skoða þessar hugmyndir Norðmanna með jákvæðum huga. Eftir því sem alþjóðavæðing í sjávarútvegi eykst og algengara verður að skip veiði utan lögsögu heimalandsins verður nauðsynlegra að ríki eigi með sér góða samvinnu um eftirlit með veiðum. H afréttarsamningurinn og úthafsveiðisamningur Sameinuðu þjóðanna leggja ríkjum í raun skyldur á herðar að efna til slíks samstarfs. Gagnkvæmar veiðar norskra skipa í íslenzku lögsögunni eða rétt utan hennar og veiðar íslenzkra skipa í lögsögu Noregs eða á aðliggjandi svæðum eru orðnar svo miklar að burtséð frá öllum fiskveiðideilum er ástæða til að efla samstarfið og bæta eftirlit með þessum veiðum. Takist að auka samvinnu ríkjanna í þessu efni er líka sennilegra að leysa megi deilurnar, sem enn spilla samskiptum þessara nágranna- og frændþjóða. LITHÁEPJ Of mikið tillit tekið til Rússa Vytautas Landsbergis, forseti litháíska þings- ins, lýkur í dag fjögurra daga opinberri heim- sókn til íslands í boði Alþingis. Hann hélt í gær fyrirlestur um stöðu lands síns í breyttu pólitísku landslagi Evrópu, og Auðunn Arnórsson fékk hann til að segja frá þróun mála í Litháen, sem ísland tengist sérstökum böndum. LITHÁEN hefur mátt þola miklar sviptingar í sögu sinni, ekki sízt á öldinni sem nú fer senn að ljúka. Sá maður sem má segja að sé per- sónugervingur þeirrar þróunar sem orðið hefur í landinu á undanförnum áratug, þegar Litháar endurheimtu frelsi sitt og sjálfstæði undan oki Sovétríkjanna, er Vytautas Lands- bergis. Hann gegnir nú embætti forseta litháíska þingsins, en flokkur hans, íhaldsflokkurinn, hlaut ásamt bandalagsflokki sínum, Kristilegum demókrötum, meirihluta á þinginu, Sejmas, í þingkosningum fyrr á ár- inu. Landsbergis kom til Islands í fjög- urra daga opinbera heimsókn á mánudag og heldur heim í dag. í gær var hann viðstaddur setningu Alþingis og hélt fyrirlestur um breytta stöðu Litháens í Evrópu. Lykilþýðing nágrannasamskipta Landsbergis sagði að samskipti Litháa við næstu nágrannaþjóðir sínar hefðu um aldir verið erfið. Skiptir þar mestu hvernig Þýzka- land, Pólland og Rússland hefðu komið fram við Litháen. Þessi ríki, eða sögulegir fyrirrennarar þeirra, hefðu öll í gegn um tíðina viljað ráða yfir því landssvæði sem Litháar byggja, og Litháen hefði sjálft jafn- vel verið stórveldi um tíma. En síð- ustu tvær aldirnar hafi þjóðm þurft að beijast fyrir tilveru sinni. Áratug- irnir milli heimsstytjalda á fyrri hluta 20. aldar voru tími sem Lithá- ar notuðu til að æfa sig í að vera sjálfstæð þjóð „og safna kröftum fyrir aðrar raunir“. Stærsta raunin varði í hálfa öld, eða frá því Litháen var, eins og Lettland og Eistland, inn- limað í Sovétríkin árið 1940, þar til þjóðin lýsti á ný yfir sjálfstæði sínu árið 1990, þegar Sovétríkin riðuðu til falls. Óvissa enn ríkjandi í A-Evrópu Stærstu viðfangsefnin sem lithá- íska þjóðin standi frammi fyrir á því tímabili, sem nú stendur yfir, sem að sögn Landsbergis hófst með lausninni undan oki Sovétríkjanna, eru svipaðs eðlis og áður: óvissu- ástand og tilfinningin að nauðsyn- legt sé að vera viðbúinn að bregðast við yfirvofandi hættu. Hik vest- rænna ríkja til að gefa Litháum ör- yggistryggingar eykur ótta Litháa um framtíð sína. „Það er enn mikil óvissa ríkjandi í Austur-Evrópu,“ sagði Landsbergis. Ástandið í stjórnmálum Rússlands er það sem veldur Litháum mestum áhyggjum. Þetta er skiljanlegt þegar litið er til atvika eins og þess, sem gerðist í síðustu viku, þegar rúss- neska þingið, dúman, samþykkti ályktun þess efnis að Rússland ætti kröfu til landsvæðis sem tilheyrir Litháen. Ástandið í nágrannaríkinu Hvíta-Rússlandi, þar sem Lúkasj- enkó forseti þykir stjórna gerræðis- lega, veldur einnig Litháum áhyggj- um, en óttinn um öryggi ríkisins beinist fyrst og fremst að því sem er að gerast í Rússlandi. Breytt staða í samskiptum ná- grannaríkja í Mið- og Austur-Evr- ópu var rædd sérstaklega fyrir skömmu af leiðtogum 11 ríkja á svæðinu auk Tsjemomyrdíns, for- sætisráðherra Rússlands. Þeir póli- tísku lærdómar sem leiðtogar þess- ara ríkja hafa dregið af þróun síð- ustu ára er ekki sízt sú, að þeir eru samstiga í því markmiði að hljóta aðild að helztu bandalögum ríkjanna í vesturhluta álfunnar, Evrópusam- bandinu og Atlantshafsbandalaginu, NATO. Aðspurður hvort hann teldi mikilvægara, aðild að ESB eða NATO, sagði Landsbergis erfitt að gera upp á milli, hvort tveggja væri mjög mikilvægt. Þar sem hann telur þó ábyggilegar öryggistryggingar vera brýnasta pólitíska markmið Litháens segir hann aðildina að NATO vera brýnni en ESB-aðild, auk þess sem útlit sé fyrir að NATO- aðild geti náðst fyrr. Frelsun ekki lokið enn Mikilvægasti pólitíski boðskapur- inn sem Landsbergis flutti í fyrir- lestri sínum má hiklaust segja að hafi verið mat hans á því hvernig voldugustu ríki Vesturlanda umgangist Rússland. Of mikið tillit sé að hans mati tekið til þess sem talið sé vera póli- tískt viðkvæmt í Rússlandi, og þar sem rússneska stjórnin hafi eindreg- ið lagzt gegn aðild Litháens og hinna Eystrasaltslandanna að NATO láti Vesturveldin meinta rússneska hagsmuni víkja fyrir lífsmikilvægum hagsmunum Eystrasaltsríkjanna. Þannig sé Litháen ekki fullftjálst enn, þrátt fyrir að sex ár séu liðin frá hruni „fangelsis þjóðanna" sem Sovétríkin voru. Mikilvægasta tak- markið nú sé að losna undan pólit- ískum vilja Rússlands, því þessi vilji takmarki frelsi Litháens. Og það sé undir vestrænum ríkjum komið að breyta þessu og fullkomna þar með frelsun Litháens undan oki fortíðar- innar. Landsbergis sagði lítil ríki, hvort sem átt sé við Litháen, Island eða Samstarf við Norðurlönd dýrmætt VYTAUTAS Landsbergis segir Li1 og leitar aðstoðar íslendin eitthvert annað, eiga það sameigin- legt að vera laus við tilhneigingu til að vilja ráða yfir öðrum, sem sé grundvöllurinn fyrir „syndum árás- arhneigðarinnar“. Þetta geri að verkum, að lítil ríki geti lagt upp- byggilegri skerf til friðsamlegra al- þjóðasamskipta en stærri ríkin. Þannig segir Landsbergis að- spurður stuðning íslands við málstað Litháens á alþjóðavettvangi, ekki sízt hjá NATO, vera Litháen dýr- mætur, en í þessu samhengi sé að- gangur Litháens að nánu samstarfí við Norðurlöndin fimm sérstaklega mikilvægur. Hann sagðist vonast til að brátt verði hægt að líta svo á, að samstarf Norðurlandanna við Eystrasaltsríkin þijú á vettvangi Norðurlandaráðs verði samstarf átta jafningja í stað „fimm plús þriggja“, eins og nú er. Rangt af ESB að gera upp á milli Eystrasaltsríkjanna Landsbergis segir Evrópusam- bandið (ESB) taka ranga ákvörðun með því að ætla aðeins að hefja aðildarviðræður við Eistland á næsta ári og gera þannig upp á milli Eystrasaltsríkjanna _________ þriggja, sem öll stefna að sama markmiði, fullri að- ild að ESB og NATO. „Með því að bjóða Eist- landi að heija viðræður Fors kosni dese um aðild að ESB en skilja Lettland og Litháen útundan frá slíkum við- ræðum um fyrstu lotu stækkunar ESB til austurs er verið að reyna að sundra Eystrasaltsríkjunum þremur," sagði Landsbergis. „Þessi ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB skapar ónauðsynlega pólitíska spennu." Forsetakosningar framundan í desember næstkomandi fara fram forsetakosningar í Litháen, þær fyrstu frá árinu 1992, en í þeim kosningum sigraði frambjóðandi fyrrverandi kommúnista, Algirdas Brazauskas, sem hefur gegnt emb- ætti forseta lýðveldisins síðan. Sam- kvæmt stjórnarskrá Litháens, sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.