Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 37 AÐSENDAR GREINAR Æskan heldur velli BARNABLAÐIÐ Æskan hafði mikil áhrif á mig þegar ég var ungur drengur. Þá voru umhverfi og aðstæður barna býsna mikið öðruvísi en tíðkast í dag. í mínu ágæta byggð- arlagi, Keflavík, var enginn leikvöllur þegar ég fyrst man eftir mér. Leikvöllur- inn var bryggjan og umhverfi hennar. Sjónvarpið kom ekki fyrr en ég var kom- inn á fullorðinsár. Bækur voru afar fá- breyttar miðað við það sem gerist í dag. Myndskreyttar bækur voru fáséðar. Félagslíf á nútíma mæli- Æskan á enn eríndi til barna, segir Karl Stein- ar Guðnason, og á með- an blaðið er virkur mið- ill mun það fylgja þeim fram á fullorðinsár. kvarða var ekki til, en við börnin í Keflavík höfðum þó ákveðin for- réttindi í þeim efnum. í Keflavík var starfrækt barnastúka, sem var afar virk. Svo til hvert einasta barn sótti stúkufundi sem systurn- ar Guðlaug og Jóna á Framnesi stjórnuðu. Þar voru sagðar sögur, leikin leikrit, farið í leiki o.fl. Þar kynntist ég barnablaðinu Æskunni fyrst. Á heimili foreldra minna var Æskan keypt í áskrift. Það var allt- af beðið eftir blaðinu með eftirvænt- ingu. Blaðið hafði gríðarleg áhrif. Þar voru myndir, sögur, og ýmis- legt sem höfðaði til okkar barn- anna. Nokkuð sem hvergi var ann- ars staðar að finna. Blaðið birti líka nöfn þeirra sem óskuðu að skiptast á bréfum. Mikill fjöldi barna kynntist þannig öðrum börnum víða af landinu. Boðskapur blaðsins var líka alltaf skýr og greipti sig í hug lesendanna. Þar spilaði bamastúkan og Æskan saman. Það er því ekki vafi á, að á sínum tíma gegndi blaðið mjög þýð- ingarmiklu hlutverki í uppeldismálum þjóðar- innar. Þegar ég svo eignaðist böm var það eitt af því sjálfsagðasta að gera heimilið að áskrifanda Æskunnar. Börnin mín mátu blaðið mikils og var það þeim drjúg dægra- dvöl. Hjól tímans hefur breytt ótrúlega miklu frá því ég var að alast upp. Nú hafa börnin svo til allt sem mig dreymdi um og miklu meira en það. Nú er líklega mesta vandamál- ið að velja og hafna. Sjónvarpið með fjölda barnatíma, myndböndin, tölvur og tölvuleikir, internetið, hvers konar blöð og bækur, allt myndskreytt og tónlistin spiluð af geisladiskum og víðar. Leikvellir og leikskólar reknir í hveiju bæjarfé- lagi af miklum myndarskap. Barnablaðið Æskan heldur enn velli þrátt fyrir allar þessar breyt- ingar. Það má kallast kraftaverk. Hvers vegna? Það er vegna þess að blaðið og starfsmenn þess hafa skynjað blæbrigði tímans. Æskan á enn erindi til barna og á meðan blaðið er virkur miðill sem færir bömum og öðru ungu fólki hugsjón- ir og stefnumið mun það fylgja þeim eftir fram á fullorðinsár. Ég er blaðinu þakklátur fyrir allar góðu stundimar sem það gaf mér í æsku. Það er einlæg von mín að blaðið megi vaxa og eflast í tím- anna rás íslensku þjóðfélagi til heilla. Höfundur er forstjórí Tryggingastofnunar ríkisins. Karl Steinar Guðnason netinu... Hefur þú kynnt þér kosti ISDN? ISDN mótald og grunntenging hjá Pósti og Síma frá kr. 13.373 /13U5 ISDN mótöld Meiri hraði á Internetinu Tvær slmalínur - Aldrei á tali! Hagkvæmt Gott verð Kíktu á þessa MORE Pentium 166 ASUS P55-SP4AV móðurborð 166 MHz MMX Intel örgjörvi 5l2Kflýtiminni 32MB vinnsluminni 2100MB harður diskur 15" ViewSonic 100 riða skjár Soundblaster hljóðkort Windows 95 lyklaborð Microsoft samhæfð mús Windows 95 á geisladisk MPEG2 spilari og fleira og fleira... kr. 109.900 stgr. Móöurborð Eíns/tveggja örgjörva Ég mit ekkepí hvaé ég ap/da aö veröa Cfslin&l Þegar ég var tsstgur var ég alltaf aö sýsla í einhvarfu „ haktívarki,,, Es er.snn té sýsía - i járkarusli cg varkfærum Ég bý til gcöa fcrtiö maö hvi aö wanoa Ilúift Stjáni Meik. bifvélavirki íslensku lífeyrissjóðirnir eru alþjóðleg fyrirmynd Fólki á eftirlaunaaldri fjölgar í framtíðinni. Færri munu vinna störfin. Af þessum sökum hefur Alþjóðabankinn hvatt iðnríki heims til að byggja fjárhagslegt öryggi lífeyrisþega næstu aldar á þremur meginstoðum: • í fyrsta lagi almannatryggingum, sem þarf að fjármagna með sköttum. • í öðru lagi lífeyrissjóðum með sjóðsöfnun, skylduaðild og samtryggingu. • I þriðja lagi einstaklingsbundnum sparnaði. LÍFEYRISSJÓÐIRNIR Það sem sérfræðingar Alþjóðabankans telja mikilvægast er skylduaðild, liföu vel og lengi sjóðsöfnun og samtrygging. Einmitt þau atriði einkenna almennu lífeyrissjóðina. Innistæður einstaklinga í bönkum og séreignarsjóðum koma aldrei í stað lífeyrissjóóanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.