Morgunblaðið - 02.10.1997, Page 41

Morgunblaðið - 02.10.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ_______________ AÐSENDAR GREIIMAR Glapræði umhverf- isráðuneytis NÝLEGA mátti lesa í dagblöðum um stór- merkilegar tillögur um uppgræðslu og skóg- rækt í Önundarfirði, og í gærkveldi kom svo hin mæta kona Sigrún Gísladóttir á Sólbakka í sjónvarpi til að styðja þessi já- kvæðu áform. Þetta var vel af sér vikið hjá henni, því að í baksýn mátti sjá hin stórfelldu umhverfísspjöll, sem VST og NGI hafa staðið fyrir að gerð hafa verið ofan Flat- eyrar og ranglega eru nefnd snjó- flóðavarnargarðar. Þetta eru mestu umhverfísspjöll, sem unnin hafa verið í byggð á íslandi, og kaldhæðni að þau skuli vera gerð Flateyringar eiga rétt Tm á, segir Onundur — Asgeirsson, að fá leið- réttingu sinna mála. að undirlagi umhverfísráðuneytis- ins. Sjá mátti að ekki er enn búið að loka heimkeyrslunni að Sól- bakka, enda er það óþarfí, því að aðeins þarf lítilsháttar víxlun á görðunum ofan og neðan vegarins til að ná fullri stýringu á hugsan- legum snjóflóðum án þess að skerða heimkeyrsluna að Sólbakka eða loka veginum þangað. Þetta geta allir séð nema blindingjar í stjómsýslunni. Þeim verður seint hjálpað. Ég sá, að gert er ráð fyrir að allt láglendi í Önundarfírði verði lagt undir skógrækt, sem þýðir væntanlega að allur fjárbúskapur verði þar lagður niður. Ekki var þó gert ráð fyrir skógrækt í Kol- viðarhlíðinni, sem var þó eina kjarri vaxna svæðið í firðinum í mínu ungdæmi. Ekki heldur á Hvan- nökrunum, en þar voru kjarnmestu slægjurnar á sinni tíð. Trúlega er þetta fjarstýrt af NGI/VST líka? Hvort skyldi borga, umhverfís- ráðuneytið eða landbúnaðarráðu- neytið? Það er ekki alltaf létt að greina þama á milli. En hver skyldi vera ástæðan fyrir þesum skyndilega áhuga umhverfisráðuneytisins á skóg- rækt í Önundarfirði? Með grein minni í Mbl. 27.08. 97 birti eg minnisblað frá ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins til um- hverfisráðherra, þar sem hafnað er boði Vegagerðarinnar um at- hugun á snjóflóða- brautum í Eyrarfjalli. Þetta var hin endan- lega stjómsýslu- ákvörðun, gerð af tveim mönnum í skjóli embætta þeirra um málefni, sem þeir höfðu enga þekkingu á. Svona stjórnsýsla er refsiverð og varðar embættismissi. Trú- girni þeirra er ekki röksemd heldur áfell- isdómur í málinu. Ástæðan fyrir skóg- ræktaráhuganum er augljóslega sú, að þessir menn eru að reyna að fela sporin sín. Tekst þeim það? Eftirfarandi beytingar hafa nú verið gerðar á framkvæmdunum á Flateyri: 1. Hætt er við að byggja 20 m (eins og 7-8 hæða blokkhús) háan efsta hluta varnargarðanna utan í brattri hlíðinni ofan Merar- hvamms. Þetta var aldrei hægt, og aðeins fram komið vegna kröfu og ókunnugleika NGI, sem sögðu í bréfí 20.08. 96 að „vollene maa være saa store som foreskrevet i rapporten." Fékk VST undanþágu frá NGI? Eða var það frá stjóm- sýslunni? Skýringar liggja ekki fyrir. Almenningi eða Flateyring- um kemur þetta ekki við? 2. Ákveðið er að flytja burt um 200.000 rúmmetra af mold úr Eyrarhrygg. Þetta er áþekkt magn og ýta þurfti burt úr báðum hryggjunum, ef gerðar hefðu verið snjóflóðabrautir neðan giljanna efst í fjallinu. Nú skal þessu ekið burt á bílum með ærnum kostnað- arauka. Það mætti nota þetta til að fylla upp Lónið ofan nýju inn- keyrslunnar úr bænum, og gera þar hentugan fótboltavöll. 3. Hætt er við að gera snjó- flóðafleyga ofan Sólbakka, þar sem það myndi auka álag á varnargarð- inn á Hryggnum neðan Skolla- hvilftar, sem hönnuðimir hafa sjá- anlega ekki of mikla trú á. NGI hefír hafnað gerð leiðigarðs til varnar ofan Sólbakka af sömu ástæðu. Það ætti ekki aðvera mitt hlut- verk að skýra framkvæmdirnar á Flateyri, en bæði NGI/VST og stjórnsýslan þegja um þetta gagn- vart almenningi og Flateyringum. Það er engum til sóma að hafa þennan hátt á. Klúðrinu er ekki lokið enn. Flateyringar eiga rétt á leiðréttingu sinna mála. Þeir hafa aldrei verið spurðir um neitt. HSfundur erfyrrv. forstj. OLÍS. Önundur Ásgeirsson Gréta Boða, förðunar- meistari verður hjá okkur í dag, á morgun og á laugardag, og veitir ráðgjöf um val á nýju haust- og vetrarlitunum. A meðan á kynningu stendur bjóðum við á Fruit Jeunesse og Firming Eye & Lip kremunum. Hægt er að panta tíma í förðun, Verið velkomin. Y\/1 .^ÁlNI/AUkJ N! Haiistlitiríiir oiru komnir Glæsilegri en nokkru sinni fyrr 25% kynningarafslátt FIMMTUDAGUR 2. ÓKTÓBÉÍR 1997'43> Stórhöföa 17, viö GuiHnbrú, sími 567 4844 /iévi//)A/\\\k\V - Gœðavara GjaídVdid - nidldi og kdínslell Heim Allirveióflokkdi. m.a.l 5\lvhg//)K\\oV. VF.RSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsíræcjir hönnuóir m.d.Gidiini Versace. Viltu styrkja stöðu þína ? wm 11 MODEri raaaa ____ a ai______ flOO□QQOQOQ ..... /'flOaOOQQ QUU / /Vhugavert . , og spennand' , * nam ♦ Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita þeim innsýn í notkunarmöguleika í tölvu- og upplýsingaumhverfinu. Námið er tvær námseiningar (60 kennslustundir). Skráning og upplýsingar í síma 568 5010 Rafiðnaðarskólinn Skeifunni 11B • Sími 568 5010 Blab allra landsmanna! , , - kjarm malsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.