Morgunblaðið - 02.10.1997, Page 44

Morgunblaðið - 02.10.1997, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 MININIINGAR MORGUNBLAÐIÐ DAGRUN HELGA HA UKSDÓTTIR + Dagrún Helga Hauksdóttir fæddist í Reykjavík 24. nóvember 1962. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 24. september síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Háteigskirkju 1. október. Það er erfitt að lýsa þeirri tilfinningu sem þyrmdi yfir mig þegar Vignir hringdi í mig og lét mig vita af því að Dagrún systir hans hefði dáið um nóttina. Dagrún var sterkur persónuleiki sem sýndi sig í því hve jákvæð, sterk og ákveðin hún var í því að sigrast á sjúkdómnum. Það eitt fékk alla aðra til að trúa því einnig. Ég kynntist Dagrúnu fyrir fimmtán árum þegar ég sem ungl- ingur fluttist á heimili þeirra Hauks og Sigrúnar sem unnusta Vignis. Frá þeim tlma á ég margar ljúfar minningar frá því góða heimili. ■"feagrún, Bergþór og Andri Már komu oft í Fjarðarásinn og þá var oft gripið í spil. Dagrún var einstak- lega hláturmild og skemmtileg. Hún var einnig mjög frændrækin eins og foreldrar hennar og oft var mikill gestagangur í Fjarðarásnum. Þó að leiðir okkar Vinis lægju ekki lengur saman kom hún alltaf í af- mæli litlu frænku sinnar með Andra Má. Alltaf var hún að hvetja mig að koma í heimsókn til sín þó ég léti ekki verða af því fyrr en í Simar. Dagrún er ekki eina barn þeirra Hauks og Sigrúnar sem hrif- ið er á brott í blóma lífsins. Hafþór Már var hrifinn á brott ungur mað- ur í blóma lífsins. Hver hefði trúað því þá að Guð ætti eftir að varpa þyngri byrði á herðar Hauks og Sigrúnar. Elsku Bergþór, Andri Már, Sigrún og Haukur. Ég sendi ykk- ur og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykk- ur í þessari miklu sorg. Katrín Sif. Elskuleg og kær vinkona okkar hefur kvatt sitt jarðneska líf eftir hetju- lega baráttau við sjúkdóm sem tók að lokum líf hennar langt fyrir ald- ur fram. Eftir lifa minningarnar um yndislegan tíma sem við áttum saman, skemmtilegu utanlands- ferðina okkar sem við gátum enda- laust rifjað upp og hlegið að, þegar við sátum þijár saman og spjölluð- um, og oftar en ekki byijuðum við að tala um alvöru lífsins sem end- aði í óstöðvandi hláturskasti þegar við sáum hlutina í aðeins víðara samhengi. Þú varst alltaf tilbúin að taka þátt í lífi vina þinna og fjölskyldu bæði í gleði og sorg það var svo gaman að segja þér gleðilegar fréttir því þú samgladdist okkur alltaf svo innilega en þegar eithvað bjátaði á varst þú alltaf komin til að hlusta og hugga. Elsku hjatans Dagrún, engan hefði grunað hvað þú áttir stutt eftir þegur þú stóðst fallegri en orð fá lýst á heimili foreldra þinna 20. septemer síðastliðinn og giftist ást- inni í lífinu þínu. Það fór ekki fram hjá neinum sem umgengust ykkur Bergþór hvað þið voruð ástfangin og stolt af einkasyninum, honum Andra Má. Elsku Bergþór, Andri Már, Haukur, Sigrún, Vignir og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Við áttum eftir að segja þér svo margt, elskulega vinkona, og orð fá ekki lýst þeim söknuði og tóma- rúmi sem verður þegar kveðjum þig- Þínar vinkonur Sigrún og Erna. Hafsjór minninga þýtur í gegn- um huga minn; svo margar og svo dýrmætar. Minningar um ómetan- lega vináttu okkar sem nú spannar hátt í tuttugu ár. Elsku fallega vin- kona mín, það tók mig sárar en orð fá lýst að heyra af veikindum þínum nú í vor, en þú sem þekkir mig svo vel vildir ekki að ég heyrði af því símleiðis heldur baðstu vin- konu okkar að segja mér frá því bara þegar hún væri komin til mín. Þó að undanfarin ár hafi lönd og höf skilið okkur að vissum við allt- af báðar að hvorki fjarlægðir né tími gátu nokkru sinni haft áhrif á vináttu okkar, til þess var hún og er bæði of sterk og hrein. Fagnað- arópin, faðmlögin og kossarnir þeg- ar við hittum hvor aðra, þó að langt hafi liðið á milli, eru eitthvað sem við höfum eflaust báðar oft yljað okkur við því þó að pósthólfm hafi ekki verið full af bréfum okkar hvorrar til annarrar alla daga veit ég að þú hugsaðir til mín alveg eins og ég hugsaði til þín. Þegar við töluðum saman nú fyrir stuttu kom einurð þín og festa svo vel í ljós, sem sýndi sig ekki síst í því að á milli þess sem við ræddum hin ýmsu mál hlógum við, eins og venjulega, eins og vitleys- ingar að öllu mögulegu og ómögu- legu, gömlu og nýju. Hlátur þinn svo einstakur og smitandi, svo smitandi að þegar þú byijðir lá við að fólk I næstu húsum heyrði til þín og gat ekkki annað en hlegið með án þess að hafa hugmynd um út af hverju. Já, það má segja að við höfum verið grallarar, en við vorum góðir grallarar sem fullorðn- uðumst að mörgu leyti saman, bæði hér heima og í rannsóknar- og skólaleiðöngrum okkar erlendis, þar sem Santander skiþtaði stóran sess í huga okkar beggja. Við tók- um upp á ýmsu, deildum næstum öllu, allt frá vasapeningunum okkar og fötum ef því var að skipta að dýpstu leyndarmálum. Það er erfitt að taka því að þú skulir hafa veikst einmitt núna þegar framtíðin blasti við þér og enn erfiðara að skilja tilgang þess. Ég veit að þú bjóst yfir ótrúlegum sálar- og viljastyrk og barðist eins og hetja til að fá að vera áfram hjá ástvinum þínum. En þó að veik- ur líkami þinn hafi nú látið bugast áttirðu eftir áður en svo varð, með einstökum glæsibrag, að verða feg- ursta brúður sem nokkur faðir get- ur gefið frá sér og nokkur brúð- gumi getur eignast. Með gleði þinni og viljastyrk tókst þér að deila með og gefa manninum þínum, syni, foreldrum 'og öðrum vandamönnum ógleymanlegan dag. Gullfallegar brúðarmyndirnar bera þess svo sannanlega vitni. Elsku besta Dagga mín, þakka þér fyrir að hafa gefið mér vináttu þína, þakka þér fyrir ást þína og virðingu og allar stundirnar sem við höfum átt saman í blíðu og stríðu í gegnum árin. Ég veit að Hafþór hefur tekið vel á móti þér og nú þegar þú hefur fengið hvíld + Eiginkona mín, GUÐRÚN ÁMUNDADÓTTIR frá Sandlæk, Sólvallagötu 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, föstudaginn 3. október, kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Karl Jóhann Guðmundsson. Þökkum innilega öllum þeim sem sýnt hafa samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar móður minnar, systur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR hjúkrunarkonu frá Bakka, Akranesi, Furugerði 1. Halldóra Jónasdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Halldór Einarsson, Margrét Hákonardóttir, íris Margrét Valdimarsdóttir, Guðbjörg Hákonardóttir, Vala Sveinsdóttir, og langömmubörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför áskærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURBJARGAR ANGANTÝSDÓTTUR, Sunnuvegi 2, Skagaströnd, Guð blessi ykkur öll. í Sigmar Jóhannesson, Jóhanna Bára Hallgrímsdóttir, Benjamín L. Fjeldsted, Dagný Marín Sigmarsdóttir, Adolf Hjörvar Berndsen og barnabörn. RAGNHEIÐUR G. GUÐMUNDSDÓTTIR + Ragnheiður G. Guðmunds- dóttir fæddist í Hafnarfirði 10. ágúst 1928. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 30. september. Elsku araraa. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég var alltaf velkominn til ykkar ^TXTXxxrrrq H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H Sími 562 0200 aiiiiiiiiiil hvenær sem ég vildi. Ég notaði hvert tækifæri þegar ég átti frí í skólanum til að hringja til þín og afa og spyija hvort ég mætti koma. Það var alltaf sjálfsagt að fá að sofa hjá ykkur þótt þú værir stundum veik. Alltaf varst þú tilbúin til að spila, horfa á fótbolta með mér eða tala við mig, enda eruð þú og afí mínir bestu vin- ir. Þegar þú fórst inn á spítala lof- aði ég þér því að ég myndi passa afa fyrir þig og það ætla ég alltaf að gera. Elsku amma mín, ég mun aldrei gleyma þér og öllum þeim góðu stundum sem við áttum saman. Guð geymi þig. ^'nn Óskar Jón. Crfisdrykkjur GRPI-lfm Sími 555-4477 í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. SKEMMUVEGI 48, 200 , SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410 langar mig að senda þér þessa bæn sem hefur fylgt mér frá því ég var barn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mér veri vöm í nótt. Æ, virzt mér að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Um leið og ég votta Bergþóri, Andra Má, foreldrum þínum og Vigni, sem nú mega bera þá óend- anlega þungu byrði að sjá á eftir öðru barni sínu og systkini, fjöl- skyldu og aðstandendum öllum mína dýpstu samúð, bið ég algóðan Guð að gefa þeim styrk í þeirra miklu sorg. Drottinn blessi minn- ingu minnar kæru vinkonu, Dagr- únar Helgu Hauksdóttur. Þín vinkona alltaf, Guðlaug. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblað- inu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínu- bil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksenti- metrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minning@mbl.is). Vinsamleg- ast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.