Morgunblaðið - 02.10.1997, Page 49

Morgunblaðið - 02.10.1997, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Efri röð frá vinstri: Elín Árnadóttir, Ólöf Jörgensen Devany, látin, Berta Engilbertsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Guðrún Magnúsd. Stephensen, Ásta Engilbertsdóttir, Rannveig Tryggvadóttir, Svala Kristjánsdóttir, látin, Aðal- heiður Pálsdóttir, látin, Hrafnhildur Þorbergsdóttir, látin, Sjöfn Jóhannesdóttir, Asdís Jónsdóttir, látin. Fremri röð frá vinstri: Ragnhildur Jónsdóttir, látin, Ingunn Helgadóttir, María Dalberg, Anna Aðalsteinsdóttir, Unnur G. Proppé, Þóra Þorvaldsdóttir, Svanhvít Skúladóttir. Atli Heimir o g The Rolling Stones Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni: BESTU menn hafa oft fallið í þá gryfju að gera sig að aðhlátursefni er þeir reyna að vera fyndnir á kostnað annarra. Því miður er „ís- lenskur mórall“ oft á þeim nótum. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, féll heldur betur í þá gryfju í Morg- unblaðinu þriðjudaginn 30. september, þegar hann gaf sér tíma til að vikja að nýjustu plötu The Rolling Stones, „Bridges to Babylon“, sem hefur fengið mjög góða dóma hjá erlendum hljómlist- argagnrýnendum, sem hafa flestir gefið plötunni fjórar stjörnur í ein- kunn. Atli Heimir, í nafni Morgun- blaðsins, gaf plötunni núll! Lesend- ur blaðsins eiga heimtingu á rök- stuðningi. Tónskáldið fjallar ekki um plöt- una, einstök lög á henni, hljóðfæra- leik eða söng, heldur lætur gamm- inn geisa um allt og ekkert, segir undir lokin: „Ég fíla ekki disk Rolling Stones. Kannski hafði ég græjurnar ekki í botni, og ekki var ég fullur eða dópaður“ - bætir síðan við: „Ég þarf ekki að rökstyðja neitt, ég bara fíla diskinn ekki.“ Það er vel sloppið, að þurfa ekki að rökstyðja neitt. Man ég rétt - hefur tónskáldið ekki lent í ritdeil- um við gagnrýnanda, þar sem það fór fram á rökstuðning fyrir dómi? The Rolling Stones eiga mjög stóran aðdáendahóp um víðan völl, aðdáendahóp sem er ekki fullur eða dópaður þegar hann leggur við hlustir. Það væri kannski gott ráð fyrir Atla Heimi að fá sér vel í nös þegar hann sest næst niður við tónsmíðar. Það gæti orðið til þess að íslenskur almenningur legði við hlustir þegar ískrið í „framúr- stefnu“ hans nístir í gegnum merg og bein. Nei, mætti ég frekar hlusta á „You Better Move On“ með The Rolling Stones. SIGMUNDUR Ó. STEINARSSON, blaðamaður. I I | } I I ; > ) ) >! ) IUm.i k Hbu k í Hi.imsuk'- ».V.av.Úl.tVtM4K' AU liUVKV i i })íi kanpir aðra hvora Litlii Hafiiieyjtina oy Hiinyjaranii frá Notre Dame, færðu Disney~yfas i kauphæti Soro-systur Bandaríkin eða USA Frá Pétri Péturssyni: IÐNFYRIRTÆKI, verslanir og ýmsar stofnanir hafa stundum sameinast í sóknarbaráttu í nafni átaks og framleiðsluaukningar ís- lensks varnings. Um nokkurt skeið hefir þess orðið vart að stór og öflug fyrirtæki hafa leitað skjóls undir stjörnufána Samúels frænda, en snúa baki við feðratungu og móðurmáli. Hagkaup og Sparisjóð- ur Reykjavíkur afhenda viðskipta- vinum í biðröð ameríska miða: „Your Turn“. Vandalítið virtist Sparisjóðnum að leita til íslenskrar prentsmiðju. Þær hljóta að vera í hópi viðskiptavina. Þá spyr Hag- kaup: „Ert þú á leiðinni til USA?“ Magnús Óskarsson fv. borgar- lögmaður hefði spurt Óskar son sinn: Ert þú á leið til Bandaríkj- anna? PÉTUR PÉTURSSON þulur. Frá Jóhannesi Proppé: ÞAÐ eru margir „klúbbar“ starf- andi á íslandi, spilaklúbbar, saumaklúbbar, drykkjuklúbbar o.s.frv., en einn merkasti af öllum þessum klúbbum er einn sem á 50 ára afmæli um þessar mundir, þ.e.a.s., uppruni hans var fyrir um 50 árum og hann er enn starfandi á fullu. Það var vorið 1947 sem 19 ís- lenzkar yngismeyjar settust á skólabekk í þeim fræga húsmæðra- skóla í Danmörku, Sora-husholdn- ingsskole, sem var einn af þeim frægustu á Norðurlöndum, höfðu margar íslenzkar yngismeyjar sótt þangað mikla fræðslu hvernig bezt væri að hlú að væntanlegum eigin- mönnum sínum, því skólastjóri þessa skóla hafði það að kjörorði að „leiðin að hjarta mannsins væri í gegnum maga hans“. Skólastjórinn, frk. Westergaard, hafði verið hér á íslandi árið áður, 1946, og hafði forseti vor sæmt hana fálkaorðunni fyrir vel unnin störf í þágu íslenzkra kvenna og að sjálfsögðu eiginmanna þeirra sem nutu góðs af. Var frk. West- ergaard því sérstaklega umhugað um að þessar 19 yngismeyjar nytu þess bezta sem Soro-skólinn gæti boðið uppá. Þessar 19 voru frá ýmsum stöð- um á íslandi, þó flestar væru frá Reykjavík. Er þær komu heim um haustið 1947, sprenglærðar í allri matargerð, tilbúnar að gæða vænt- anlegum eiginmönnum á öllu því bezta sem dönsk matargerðarlist byði uppá, fóru þær að tala um að gaman væri að halda hópinn, því aldrei fyrr (né síðar) hafa jafn- margar íslenskar stúlkur verið á sama tíma í Soro husholdnings- skole. Var nú strax hafist handa um að stofna „klúbb“, hóað í allar sem til náðist og hinn 13. desember 1947 var fyrsta „klúbb“kvöldið haldið. Var það heima hjá einni, Ólöfu, því hún átti afmæli þennan dag. Mæting var mjög góð, þó all- ar gætu ekki mætt, enda dreifðar um landið og jafnvel erlendis. Síðan þá er 13. hvers mánaðar „klúbbdagur" og hafa þessar Soro- Kona fótbrotnar í Peking systur, sem þær kalla sig, komið saman hjá hver annarri eftir röð og getu, 13. hvers mánaðar, eða eins nálægt þeirri dagsetningu og hægt er, fyrir utan sumarmánuð- ina. Er þær héldu upp á 5 ára af- mæli sitt, var búinn til heilmikill bragur um þessar „Soro-systur", og var fyrsta erindið svona: „Nú erum við giftar og genpar út gleðinnar mælir er fylltur í stút einni gekk það samt annarri skár eftir sitja í meinum þijár, þurrka í laumi tár og trega tala lítið en eftir sjá á næsta ári náttúralega nota þær qansinn og segja já.“ Gekk þetta og eftir. Árið 1972, er hópurinn átti 25 ára skólaafmæli, fór hluti af hópn- um í heimsókn til gamla skólans, sem hafði mikið breyzt, t.d. voru piltar nú á meðal nemenda, en í „gamla daga“ máttu piltar úr drengjaskóla rétt hjá ekki ganga götuna sem húsmæðraskólinn stóð við. Núna, er þær eiga 50 ára skólaafmæli, ætla nokkrar úr hópnum í ferð, ekki til Sore, held- ur til Skotlands. Ein skólasystirin býr í Englandi og mun hún hitta þær í Edinborg. JÓHANNESPROPPÉ, Hæðargarði 33, Reykjavík. Frá Hrafni Sæmundssyni: KANNSKI eru það fréttastjóra- skiptin á Sjónvarpinu sem valda því að enn er talin ástæða til að þakka ríkisfjölmiðlunum og ekki síst fréttastofum útvarps og sjónvarps fyrir frábæran fréttaflutning. Þjóð- félag sem hefur slíkt vitsmunalegt bakland hlýtur að standa lengur af sér punktakerfi markaðarins og sí- bylju fjölmiðlafársins. Það eru raun- ar ekki bara fréttastofurnar heldur margt annað efni sem er á Gufunni eins og til dæmis þáttur Ævars Kjartanssonar sem er alveg ótrúlega góður og margt annað mætti nefna. En það er ekki illa meint þegar fréttafíkill staldrar við einn þátt í fréttaflutningi. Slysafréttirnar og neikvæðu fréttirnar. Þessar fréttir geta stundum orðið dálítið yfirþyrm- andi - ekki síst þegar gúrkan blómstrar. Þá rúlla til dæmis erlend- ar smáslysafréttir endalaust sem mjög erfítt er að sjá hvaða tilgangi þjóna. Stundum bíður maður eftir að heyra ianga frétt af konu sem datt af reiðhjóli í Peking og er á batavegi! Kannski er þessi sparðatíningur til kominn vegna fréttastjóraskipt- anna á Sjónvarpinu og viðtals við Helga H. Jónsson fréttastjóra þar sem hann boðar áframhaldandi sókn á fréttastofu. Helgi er mjög vel menntaður maður og með mikla starfsreynslu og hefur auk þess einn höfuðkost í viðbót - að setja mann- inn í öndvegi. Það er því ekki undar- legt að hann hafi einhveijar nýjar áherslur. Mætti maður leggja í púkkið og biðja um svolítið meira af jákvæðum fréttum og vel á minnst svolítið meiri húmor - kannski eina frétt í hveijum frétta- tíma, því heimurinn er þrátt fyrir allt ekki einn samfelldur táradalur! Svo skulum við vona að konunni í Peking batni í fætinum en minna á að auk hennar búa 12 hundruð milljón aðrir Kínveijar í Kína og kannski eru þeir líka að gera eitt- hvað fréttnæmt! HRAFN SÆMUNDSSON, Bræðratungu 10, Kópavogi. Litlu Hafmeyjuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.