Morgunblaðið - 09.10.1997, Side 1

Morgunblaðið - 09.10.1997, Side 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 229. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandaríkjamenn fagna viðræðum Netanyahus og Arafats Telja fundinn gefa tilefni til bjartsýni Ramallah á Vesturbakkanum, Marjayoun í Líbanon. Reuter. BANDARIKJAMENN sögðu í gær að skyndifundur Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínu- manna, og Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Israels, væri mik- ilvægt lóð á vogarskálarnar í friðar- umleitunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Sendimaður Bandaríkjastjórn- ar, Dennis Ross, sagði eftir fundinn að leiðtogarnir væru einhuga í að vinna að lausn deilumála. Fundur Arafats og Netanyahus var haldinn að frumkvæði Banda- i-íkjamanna og Israela og hittust leiðtogarnir í bítið í gærmorgun á landamærum Israels og Gaza. Þeir hafa ekki hist á fundi síðan í febrúar og engar eiginlegar friðarviðræður hafa átt sér stað frá því í mars er Netanyahu leyfði byggingarfram- kvæmdir í landnámi gyðinga í Aust- ur-Jerúsalem sem Palestínumenn ætla að verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra. Sprengjutilræði með- lima Hamas-samtakanna í Israel hafa orðið 24 að bana og hefur það aukið á vandann. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær að sú staðreynd að leiðtogamir hefðu hist augliti til auglitis væri skref í rétta átt og gæfi tilefni til aukinnar bjartsýni. Að- stoðarmenn leiðtoganna tveggja sögðu að þótt ekki hefði fundist lausn á helstu deilumálunum á fund- inum í gæi-morgun hefði hann bætt andrúmsloftið og aukið traust milli deiluaðila. Vildi Hamas semja? Fundurinn hefur dregið athygli frá misheppnuðu banatilræði Israela við stjórnmálaleiðtoga Hamas-sam- takanna í Jórdaníu, og samningi, er þeir gerðu í kjölfarið, um að láta lausan Sheik Ahmed Yassin, stofn- anda samtakanna. Hússein Jórdaníukonungur greindi frá því í gær að hann hefði sent Netanyahu bréf, tveim sólar- hringum áður en banatilræðið var framið, þess efnis að Hamas-liðar kynnu að vera viljugir til samninga- viðræðna um að láta af morðtilræð- um í Israel. Israelskur embættismaður stað- festi tilvist sendibréfsins, en sagði að það hefði ekki borist skrifstofu Netanyahus fyrr en daginn eftir að morðtilræðið var framið. Áætlað er að utanríkisráðherra ísraels og helsti samningamaður Palestínumanna ræði saman að und- irlagi Bandaríkjamanna í Washing- ton síðar í mánuðinum. Að minnsta kosti tveir ísraelskir hermenn biðu bana og sex særðust í nokkrum árásum Hizbollah-hreyf- ingarinnar á hernámssvæði Israela í suðurhluta Líbanons í gær. Alls hafa að minnsta kosti 37 ísraelskir her- menn fallið í slíkum árásum á svæð- inu í ár. ■ Óslóarsamkomulagið/20 Reuter Papon leiddur fyrir rétt RÉTTARHÖLD hófust í gær í máli Maurice Papons, fyrrverandi fjár- lagaráðherra Frakklands, sem hef- ur verið ákærður fyrir aðild að stríðsglæpum í síðari heimsstyrj- öldimii. Papon sat þá í Vichy- sijórninni og er. sakaður um að hafa fyrirskipað lögreglunni í Bordeaux að handtaka 1.500 gyðinga á árun- um 1942-44. Langflestir gyðing- anna, þeirra á meðal 200 böm, voru síðar sviptir lífi í Auschwitz-útrým- ingarbúðum þýskra nasista í Pól- landi. Papon er 87 ára gamall og lög- maður hans óskaði eftir því að hon- um yrði sleppt úr fangelsi. Hann sagði að sakborningurinn gæti dáið af völdum hjartasjúkdóms ef hon- um yrði haldið í fangelsinu meðan réttað verður í máli hans. Lögreglan var með mikinn ör- yggisviðbúnað þegar Papon, sem er fyrir miðju á myndinni, var fluttur í dómhúsið í Bordeaux. Hann segist aðeins hafa hlýtt skip- unum þýskra yfirvalda og hefur lýst réttarhöldunum sem tilraun til að kenna Frökkum um stríðsglæpi nasista. Afnámi einokunar mótmælt ÞÚSUNDIR þýskra bréfbera og póstmanna komu saman í Bonu í gær til að mótmæla frumvarpi þýsku stjórnarinnar um að því sem næst öll einokun þýsku póst- þjónustunnar á bréfa- og böggla- dreifingu verði afnumin. Frum- varpið kemur til umræðu á þingi í dag og samkvæmt því á póstþjón- ustan einungis að halda einkarétti til að dreifa bréfum sem eru 100 grömm eða léttari. Starfsmenn póstþjónustunnar sögðust óttast um störf sín. Reuter Bandarísk hluta- bréf lækka í verði Washington. Reuter. ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í gær að þró- unin á bandaríska vinnumarkaðnum benti til þess að efnahagsþenslan væri svo mikil að ekki yrði hægt að viðhalda henni. Ummæli hans urðu til þess að bandarísk hlutabréf lækkuðu verulega í verði þar sem menn óttuðust að vaxtahækkanir væru í undirbúningi. Greenspan sagði að efnahags- ástandið væri mun betra en búist hefði verið við og fram hefðu komið færri vísbendingar um aukna verð- bólgu en á fyrri þensluskeiðum. Hann sagði hins vegar margt benda til þess að lát yrði á verðhækkunum á hlutabréfamörkuðum sem hafa orðið að undanförnu vegna vænt- inga um aukinn hagnað fyrirtækja. Seðlabankastjórinn lét þessi orð falla á fundi með fjárlaganefnd full- trúadeildar Bandaríkjaþings. Um- mælin urðu til þess að Dow Jones- hlutabréfavísitalan lækkaði um rúm 100 stig en hækkaði þó örlítið aftur. Gengi ríkisskuldabréfa lækkaði einnig. Reynt að leysa fjárlagadeiluna á Ítalíu Stjórnin vonast til að halda velli Rómaborg. Reuter. STJÓRN Ítaiíu kvaðst í gær ætla að leggja fram tillögur um breyting- ar á frumvarpi til fjárlaga næsta árs í von um að geta náð samkomulagi við flokk kommúnista sem hefur hótað að verða stjórninni að falli vegna óánægju með sparnaðar- áfonn hennar. Forystumenn stjómarflokkanna héldu fundi fram á nótt til að meta hversu langt þeir þyrftu að ganga til að fullnægja kröfum kommún- istaflokksins um að hætt yrði við mikinn sparnað í lífeyriskerfinu. Ekki úrkula vonar um sættir Walter Veltroni aðstoðarforsæt- isráðherra sagði að stjórnin væri að undirbúa „nýstárlegar lausnir", sem Kohl dragi sig í hlé Bonjn. Reuter. HÓPUR ungra Þjóðverja úr röðum Kristilegra demókrata hefur hvatt Helmut Kohl, kanslai-a Þýskalands, til að draga sig í hlé og víkja fyrir yngri manni fari flokkurinn með sigur af hólmi í næstu kosningum. „Ungu villingarnir", eins og hópurinn er kallaður, segjast vilja að náinn samstarfsmaður Kohls, Wolfgang Scháuble, taki við kanslaraembættinu ef Kristilegir demókratar sigra í kosningunum á næsta ári. yrðu lagðar fyrir þingið í dag, og kvaðst ekki úrkula vonar um að samkomulag næðist. Massimo D’AIema, leiðtogi Lýð- ræðislega vinstriflokksins (PDS), stærsta stjórnarflokksins, sagði að stjórnin væri að reyna að finna málamiðlunarlausn sem bryti ekki í bága við meginmarkmið efnahags- stefnu stjórnarinnar. „Ef stjórnin segir að verkamenn í einkageiranum ... geti farið á eftir- laun samkvæmt núverandi lögum, gæti það leyst þann hnút sem samn- ingaviðræðurnar hafa verið í,“ sagði Fausto Bertinotti, leiðtogi marx- istaflokksins Kommúnískrar endur- reisnar þegar hann var spurður um ummæli D’Alema. Flokkurinn er ekki í stjórninni en hefur tryggt henni meirihluta á þinginu. Kommúnistarnir hafa krafist þess að stjórnin hætti við að minnka framlög til lífeyriskerfisins, en litið hefur verið á þau áform sem mikil- vægan lið í því að minnka fjárlaga- hallann til að Ítalía geti fullnægt skilyrðum um aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Gert er ráð fyrir að Romano Prodi forsætisráðherra ávarpi neðri deild þingsins í dag þegar umræður hefjast á ný um fjárlagafrumvarp stjórnarinnar. Gengið verður til at- kvæða um ávarp forsætisráðherr- ans að umræðunum loknum en þótt niðurstaðan verði stjórninni í óhag þarf hún ekki sjálfkrafa að segja af sér. Fréttaskýrendur telja þó að stjórnin hljóti að fara frá standi Kommúnísk endurreisn við hótun sína um að fella fjárlagafrumvarpið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.