Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjölmenni á stofnfundi Samtaka um þjóðareign Krefjast þess að þjóðin endurheimti fiskimiðin FULLT var út úr dyrum á stofn- fundi Samtaka um þjóðareign. Á fundinum kom fram sú hugmynd að efnt yrði til framboðs í næstu alþingiskosningum þar sem þess yrði krafist að þjóðin endurheimti yfir- ráðarétt yfir fiskimiðunum. Jón Ara- son, skipstjóri í Þorlákshöfn, var kosinn formaður samtakanna. „Félagið hefur það að markmiði að stuðla að því að tryggja öllum íslenskum þegnum jafnan rétt til að hagnýta auðlindir íslenskrar efna- hagslögsögu og vinna með öllum lögmætum ráðum, þar á meðal lög- sókn, að því að ná þessu markmiði sínu,“ segir í fyrstu grein laga sam- takanna. Tryggvi Agnarsson lögfræðingur sagði á fundinum að það væri lyginni líkast hvernig því ágæta kerfi, kvótakerfínu, hefði verið kiúðrað. Hann sagði að stjómmálamenn hefðu ekki áttað sig á hvað hefði verið að gerast á síðustu árum. Nú væri búið að binda svo um hnútana að einstaklingar gætu gengið út úr þessu kerfi með milljarða í vasanum. Hann sagði að Alþingi hefði ekki haft neina heimild til að ráðstafa eign þjóðarinnar með þeim hætti sem gert hefði verið. Það yrði stöðugt erfiðara að vinda ofan af kerfinu, ekki síst eftir að handhafar kvótans fóru að selja hann í formi hlutabréfa á almennum markaði. Vantar pólitíska ákvörðun Tryggvi sagði að það væri tvennt sem væri verst við þetta kerfi. Ann- ars vegar hefði fáum einstaklingum og fyrirtækjum verið afhentir millj- arðar á silfurfati og hins vegar væri búið að koma í veg fyrir að dugmiklir einstaklingar gætu hafið útgerð. „Það vantar pólitíska ákvörðun til að breyta þessu,“ sagði Tryggvi. Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýðsfélags Fáskrúðsfjarðar, sagði að líkast til styddu 60% fundar- manna óbreytt kerfi í sjávarútvegi og vísaði til fylgis núverandi stjóm- arflokka í skoðanakönnunum. Hann hvatti til þess að það yrði myndað nýtt stjórnmálaafl til að fylgja þessu máli eftir. Núverandi stjómmála- flokkar væm ófærir um það. Fleiri tóku undir þetta. Valdimar Jóhannesson, einn af þeim-sem stóðu að fundarboðinu, sagði að hugmynd fundarboðenda væri að vinna þessu máli stuðning innan núverandi stjórnmálaflokka. Það markmið yrði hins vegar að nást fyrir næstu kosningar. Eiríkur sagði að auðlindagjald leysti ekki þetta vandamál. Auð- lindagjald myndi aðeins verða til þess að styrkja kvótakerfið í sessi. Ónundur Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri, tók undir þetta sjónarmið. Margrét Óskarsdóttir, úr Þykkvabæ, lýsti, eins og fleiri, yfir ánægju með stofnun samtakanna. „Loksins hef ég fundið félag sem ég hlakka til að starfa í,“ sagði hún og lýsti afstöðu sinni til stjórnkerfís fískveiða með orðunum. „Við erum öskureiðar." Sj ávarútvegsráð- herra í Namibíu Ahugi fyrir framhaldiá samstarfi IS og Fishcor Á FUNDI, sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra átti með sjáv- arútvegsráðherra Namibíu í gær, kom fram mikill áhugi á frekari þróunarsamvinnu milli landanna og samvinnu við íslensk fyrirtæki. Þorsteinn sagði að greinilegur áhugi væri fyrir áframhaldandi samstarfí milli íslenskra sjávaraf- urða og Fishcor, sem er í eigu nam- ibískra stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru blikur á lofti um frekara samstarf milli ÍS og Fishcor en verið er að endurskipuleggja fyrirtækið. Þorsteinn sagði að á fundinum með sjávarútvegsráðherranum hefði verið farið yfír þróunarsam- vinnu íslands við Namibíu bæði á sviði hafrannsókna og í kennslu- málum. „Þróunarsamvinnustofn- unin er með verulega aðstoð hér í sjómannakennslu bæði varðandi stýrimenn og vélstjóra,“ sagði hann. „Við ræddum einnig mögu- leika á frekari samvinnu fyrir- tækja og það kom fram mikill áhugi hjá honum um áframhald- andi samvinnu. Þeir eru feikilega ánægðir með það sem Þróunars- amvinnustofnunin hefur verið að gera hér og telja að grundvöllur að þeirra hafrannsóknum og veið- um hafi verið lagður af íslending- um.“ „Það er þegar talsverð samvinna milli íslenskra sjávarafurða og Fishcor, sem ÍS hafa átt aðild að, og þar er greinilegur áhugi á að halda áfram samstarfi á markaðs- sviði við ÍS. Við heimsóttum einnig fyrirtæki sem hefur selt hlut af sínum afurðum í gegnum Coldwat- er í Bandaríkjunum þannig að það fer ekki á milli mála að þessi sam- skipti hafa verið báðum aðilum til hagsbóta." ------------- Rafmagns- laust hjá Pósti og síma ÚTVARPSSTÖÐVAR og útsend- ingar Stöðvar 2 og Sýnar duttu út á Norðurlandi í tæpa klukkustund á ellefta tímanum í gærkvöld í kjöl- far þess að rafmagnslaust varð í Múlastöð Pósts og síma í Reykja- vík. Samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma varð rafmagnslaust þegar verið var að prufukeyra vara- rafstöð Múlastöðvar til að kanna hvort hún væri í lagi og gæti séð stöðinni fyrir rafmagni en Raf- magnsveita Reykjavíkur þurfti að loka fyrir rafmagn þar í gærkvöldi og nótt. -----» ♦ ♦--- Jóhann og Hannes Hlífar unnu JÓHANN Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson unnu skákir sínar í fyrstu umferð Norðurlandamóts Visa sem hófst í Reykjavík í gær. Jóhann vann Gausel frá Noregi og Hannes Hlífar vann Nilssen frá Færeyjum. Þá vann Norðmaðurinn Djurhuus Svíann Hillarp Persson og Johnny Hector frá Svíþjóð vann Helga Ass Grétarsson. Þröstur Þórhallsson og hinn norski Tisdal gerðu jafntefli og einnig Danirnir Curt Hanesn og Schandorff. FULLT var út úr dyrum á stofnfundi Samtaka um þjóðareign. Morgunblaðið/Ásdís Ráðuneyti veitir tvívegís vínveitingaleyfi sem lögregla hafði hafnað Synjuninni hnekkt vegna já- kvæðrar umsagnar borgarráðs DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur kveðið upp tvo úrskurði í sumar þar sem synjun lögreglustjóra við umsóknum veitingamanna um vín- veitingaleyfi hefur verið hnekkt og lögreglustjóra verið gert að taka fyrri ákvörðun til endurskoðunar. Aðspurður um skýringar á því vís- aði Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri í úrskurði ráðuneytisins í málunum tveimur. Þar kemur fram að í öðru málinu taldi ráðuneytið að veitingamaður hefði síðar upp- fyllt skilyrði sem hann hafði ekki gert þegar úrskurður lögreglu- stjóra var kveðinn upp og því bæri að veita bráðabirgðaleyfí meðan umsókn hans væri tekin til með- ferðar. Amigos í Tryggvagötu Hins vegar taldi ráðuneytið að lögreglustjóri hefði ekki gætt með- alhófsreglu stjómsýslulaga þegar hann synjaði veitingamanni um framlengingu leyfis þrátt fyrir að borgarráð hefði lagt til tímabundna og skilyrta framlengingu leyfís. í fyrra skiptið var um að ræða rekstur í veitingahúsinu Amigos í tumhúsinu við Tryggvagötu. Maður tók við rekstri veitingamanns sem hafði skilað inn vínveitingaleyfi sínu í apríl og rak staðinn áfram leyfis- laust þar til 26. ágúst sl. að lög- reglustjóri veitti honum frest til 2. september að sækja um leyfi ella yrði lokað. Gerð var krafa um að umsókninni fýlgdi vottorð lífeyris- sjóða og Gjaldheimtunnar í Reykja- vík um skuldastöðu fyrirtækisins. Veitingamaðurinn taldi þann áskilnað ólögmætan og skilaði ekki þessum gögnum. Starfsmaður lög- reglustjóra synjaði þá um leyfisveit- ingu þar sem gild umsókn hefði ekki borist innan tilskjlins frests. Veitingamaðurinn kærði synjunina til ráðuneytisins. í bréfaskriftum við ráðuneytið lagði lögmaður veit- ingamannsins svo fram vottorð nokkurra lífeyrissjóða um skil fyrir- tækisins á lífeyris- og stéttarfélags- gjöldum og yfirlýsingu Gjaldheimt- unnar um skil vegna staðgreiðslu launamanna og um áætlun annarra opinberra gjalda. Með tilvísun til þess að veitinga- maðurinn hefði þá uppfyllt áskiln- að lögreglustjórans og borgarráðs um að leggja fram þessi vottorð, lagði ráðuneytið fyrir lögreglu- stjóra hinn 24. september síðastlið- inn að taka umsókn veitinga- mannsins um áfengisveitingaleyfi til meðferðar og gefa út áfengis- veitingaleyfí til bráðabirgða meðan umsóknin væri til meðferðar. Borgarráð samþykkti endurnýjun Tetris í Aðalstræti Hitt tilvikið snerti veitingamann í veitingahúsinu Tetris, Aðalstræti 4b. Hann fékk veitingaleyfí til reynslu í 6 mánuði frá ágúst 1996 til febrúar 1997, sem lögreglu- stjóraembættið framlengdi meðan umsókn um endurnýjun var til meðferðar. Þeirri meðferð lauk með því að umsókn um endurnýjun var synjað, að sögn vegna síendur- tekinna brota veitingamannsins á áfengislögum og barnaverndarlög- um í tengslum við rekstur veitinga- hússins. Borgarráð hefði þó mælt með því að leyfi veitingamannsins yrði framlengt til 1. ágúst 1997 með þeim skilyrðum að hljóðeinangrun yrði bætt, dyravarsla aukin og reglum um fjölda gesta og aldurs- takmark framfylgt. Brot á meðalhófsreglu Veitingamaðurinn kærði synjun lögreglustjóra til dómsmálaráðu- neytis. I úrskurði ráðuneytisins seg- ir að í málinu liggi fyrir að hinn lögbundni umsagnaraðili, borgaryf- irvöld, fallist á að leyfi verði veitt til 1. ágúst 1997 með tilteknum skilyrðum. Það mat lögreglustjór- ans að réttara hafi verið að synja veitingamanninum um endumýjun í stað þess að binda það þeim skil- yrðum sem borgin lagði til hafi ekki verið í samræmi við meðalhófs- reglu 12. greinar stjómsýslulag- anna. Því var ákvörðunin felld úr gildi og lagt fyrir lögreglustjóra að gefa út vínveitingaleyfi með þeim skilyrðum og til þess tíma sem umsagnir borgarráðs og félags- málaráðs Reykjavíkur mæltu fyrir um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.