Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meta þarf umhverfisáhrif vegna Búrfellslínu 3 UMHVERFISRÁÐHERRA hefur úrskurðað að fram skuli fara mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar við fyrirhugaða lagningu 400 kíló- vatta háspennulínu Landsvirkjunar frá Búrfellsvirkjun að Sandskeiði, Búrfellslínu 3. Samkvæmt staðfestu skipulagi var gert ráð fyrir 220 kV línu á þessari leið, en vegna þess að fyrirsjáanlegt er að flutnings- þörfin verður meiri hefur Lands- virkjun hins vegar undirbúið bygg- ingu 400 kV háspennulínu. Stjóm fyrirtækisins ákvað í gær að línan verði byggð á þann hátt sem stefnt hefur verið að að undan- gengnu umhverfísmati, en forstjóra fyrirtækisins hefur verið falið að halda þeirri leið opinni að geta byggt línuna með 220 kV spennu í stað 400 kV spennu ef slíkt þyki nauðsynlegt til að tryggja næga flutningsgetu raforkukerfisins á Suðurlandi haustið 1998. Lagning 220 kV háspennulínu frá Búrfellsvirkjun að Sandskeiði var samþykkt árið 1991, en Lands- virkjun ákvað eftir það að auka við spennu línunnar þannig að hún gæti flutt 400 kV. Við þessa breyt- ingu hækka möstur línunnar og stækka. Skipulagsstjóri ríkisins taldi ekki að þessi breyting kallaði á mat á umhverfísáhrifum sam- kvæmt lögum frá 1993, en Náttúru- verndarsamtök íslands annars veg- ar og landeigendur í Grímsnes- hreppi hins vegar kærðu málið til umhverfisráðuneytisins. Að sögn Magnúsar Jóhannesson- ar, ráðuneytisstjóra í umhverfísráðu- neytinu, féllst ráðuneytið á það með kærendum að breytingamar á lín- unni væm of miklar til að leyfið sem gefíð var út á sínum tíma gæti fall- ið að framkvæmdinni, og af þeim sökum bæri að setja 400 kV línuna í mat á umhverfísáhrifum. „Þær framkvæmdir sem búið var að veita leyfí fyrir áður en lögin um mat á umhverfisáhrifum tóku gildi em ekki matsskyldar. Það er því þama ótvírætt leyfi fyrir 220 kV línu en það er ekki leyfí fyrir 400 kV línu án þess að hún fari í mat á umhverfísáhrifum," sagði Magnús. Rannsókn kostaði 4,5 m.kr. KOSTNAÐUR við rannsókn á samskiptum fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík og fíkniefna- sala var 4,5 milljónir króna á síð- asta ári. í fjáraukalögum fyrir árið 1997 er farið fram á að Alþingi samþykki fjárveitingu til þessa verkefnis. Ákveðið var að rannsaka þær ásakanir sem bornar vom á fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík og var skipaður sérstakur saksókn- ari til að fara með málið. Hann skilaði skýrslu til ríkissaksóknara, sem taldi ekki ástæðu til að gefa út ákæru í máiinu. Ljósmynd/Gunnar Þór Hallgrfmsson FUGLASKOÐARAR hafa flykksttil Stokkseyrar á undanförnum dögum til þess að virða fyrir sér nýjasta flækingsfuglinn, pálmaskríkju. Pálmaskríkia á Stokkseyri AÐ UNDANFÖRNU hafa sést hér á landi nokkrir mjög sjald- gæfir amerískir spörfuglar sem hafa villst verulega af leið og eiga sér litla lífsvon á svo norð- lægum slóðum. Hinn agnarsmái fugl sem hér má sjá heitir pálm- askríkja og sást á Stokkseyri á dögunum. Skríkjur verpa flest- ar í Norður-Ameríku og eru á leið til Karíbahafsins og Suður- Ameríku, svo að pálmaskríkjan litla, sem er innan við 20 grömm að þyngd, er komin langt frá upphaflegum ákvörðunarstað. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem fugl þessarar tegundar berst lifandi yfir Atlantshafið og því hafa margir fuglaskoð- arar lagt leið sína til Stokkseyr- ar síðustu dagana. Að sögn Kristins Hauks Skarphéðins- sonar, fuglafræðings hjá Nátt- úrufræðistofnun, hafa þijár nýjar tegundir af amerískum skríkjum sést hér á landi á að- eins tíu dögum, á Garðskaga, Eyrarbakka og nú síðast á Stokkseyri. Segir hann þær sennilega allar hafa komið með suðvestanveðrinu sem gekk yfir landið fyrir um það bil hálfum mánuði. Kristinn Haukur segir það gerast á hveiju hausti að hing- að komi fuglar sem hafi hrakist af leið og flestir þeirra farist. Þannig að jafnvel þó að það sé afrek fyrir þá að komast alla leið hingað sé það skammgóður vermir, þar sem þeir séu skor- dýraætur og finni ekki fæðu við sitt hæfi hér. Hins vegar segir hann sjald- gæfa flækinga eins og amerísku skríkjurnar kveikja mjög i söfn- unarnáttúru hjá þröngum hópi fuglaskoðara sem hafi gaman af að sjá svona furðudýr fjarri heimkynnum sínum. Sigurður Björnsson læknir um einkavæðingu heilbrigðiskerfis Lítil áhrif starfsfólks ókostur við ríkisrekstur FÁKEPPNI, biðlistar sem hag- stjórnartæki, flatur niðurskurður, stækkandi yfirbygging, hverfandi áhrif starfsmanna og hugmynda- duttlungar embættis- og stjóm- málamanna eru meða ókosta við ríkisrekstur í heilbrigðiskerfi sem Sigurður Björnsson læknir taldi upp í ræðu sinni á fundi sem BSRB efndi til í gær um einkarekstur í heilbrigðiskerfínu. Sigurður Björnsson sagði að tregða væri við allar breytingar og taldi blandað kerfi gott. Hann taldi ekki sjálfgefið að ríkið ræki alla heilbrigðisstarfsemi, ekki væri sjálfgefíð að sá sem greiddi fyrir þjónustuna veitti hana einn- ig. Hann benti á rekstrarform eins og hlutafélög, sjálfseignarstofn- anir eða rekstur í höndum líknar- félaga. Umræðan ætti að snúast um sjúklinga Árni Björnsson, fyrrverandi yfirlæknir, taldi umræðu um heil- brigðiskerfíð snúast um of um peninga en ekki sjúklinga sem þjónustan ætti þó að snúast um. „Hættan sem vofir yfir íslenska velferðarkerfinu virðist mér vera sú að kerfið fari að lifa fyrir kerf- ið sjálft en ekki til að þjóna til- gangi sínum,“ sagði Árni meðal annars. Hann sagði nauðsynlegt að gera stóran uppskurð á velferð- arkerfinu, gera það skilvirkara svo það nýttist betur þeim sem á þyrftu að halda. Fyrstu aðgerðina sagði hann vera þá að aðskilja sjúkratryggingar og lífeyristrygg- ingar og færa ætti heilsugæslu til sveitarfélaga sem myndu inn- heimta sjúkratryggingagjöld til að fjármagna hana. Morgunblaðið/Ásdls FJÓRIR frummælendur voru á fundi BSRB um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu. í ræðustól er Sigurður Björnsson, næstur honum situr Árni Mathiesen, þá Margrét Frímannsdóttir og loks Árni Björnsson. Ámi Mathiesen alþingismaður taldi rétt að fá einkaaðila til að reka ákveðna hluta í heilbrigðis- kerfinu, rekstur og viðhald fast- eigna og ýmsa stoðþætti þjón- ustunnar, beita mætti útboðum eða fela einkaaðilum rekstur, m.a. heilsugæslustöðva. Hið opinbera reki heil- brigðisþjónustuna Margrét Frímannsdóttir taldi það vera hlutverk-hins opinbera að veita heilbrigðisþjónstu og kvaðst ósammála því að færa heil- sugæsluna til einkaaðila. Ríkið ætti að veita grunnþjónustu án gjaldtöku, búið væri að greiða fyr- ir hana með sköttum. Hún sagði að með því að endurskipuleggja ríkisreksturinn væri hægt að standa myndarlega að rekstri heil- brigðisþjónustunnar, það ættu ríki og sveitarfélög að gera. Fundur í kennara- deilunni RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boðað samninganefndir sveitarfélaganna og grunn- skólakennara til samninga- fundar 14. október. Hann ræddi við forystumenn samn- inganefndanna í síðustu viku, en ekkert nýtt mun hafa kom- ið fram í þeim samtölum. Stað- an í kjaradeilunni er því óbreytt. Síðasti fundur í deilunni var haldinn 25. september og var hann árangurslaus. Tölvubilun hjá Reiknistofu bankanna Unnið að stækkun tölvu UM miðjan dag í gær bilaði tölvu- kerfí hjá Reiknistofu bankanna enn á ný og leiddi bilunin til þess að um klukkustundar töf varð á afgreiðslu í bönkum og sparisjóðum. Að sögn Bjama Grétars Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra vinnslusviðs hjá Reiknistofu bankanna, er unnið að stækkun á megintölvu og yrði því ferli væntanlega lokið 26. október nk. „Við lentum í hremmingum um miðjan dag með einn gagnagrunn sem tók um klukkustund að lag- færa,“ sagði Bjarni. Bilunin varð á álagstíma um miðjan dag og fór saman að verið er að undirbúa fyrir- hugaðar breytingar síðar í mánuð- inum og því datt kerfið niður um tíma. Bjarni sagði að álagið hefði auk- ist töluvert hjá Reiknistofu, sem hefði í för með sér að ekki væri auðvelt að breyta kerfinu. „Ekki síst þar sem við erum mjög sýnileg á öllum vettvangi," sagði hann. „Við erum með 3-4.000 banka- menn, 4-5.000 fyrirtæki og heimili og 7-8.000 kaupmenn, sem hafa beint samband hingað inn. Svigrúm okkar til lagfæringa er því ákaflega lítið. Það má segja að þegar sólin sest í vestri eru menn komnir á fætur í austri því þetta nær yfír öll tímabelti og fólk er að nota bæði debetkort og kreditkort í útlöndum. Þannig að svigrúm okkar er lítið og þegar kemur að því að breyta eins og nú þá tekur það í fyrsta lagi lang- an tíma og í öðru lagi er slíkt alltaf áhættusamt eins og allar breytingar sem gerðar eru. Við stefnum að því að ljúka þessu ferli 26. október með því að stækka sjálfa megintölvuna en hvort hægt er að lofa betri tíð eftir það þori ég ekki að segja til um en viðleitnin er fyrir hendi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.