Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frávísunarkrafa í kvótamáli TEKIN var fyrir frávísunarkrafa í máli Valdimars H. Jóhannesson- ar gegn ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Valdimar hef- ur höfðað mál gegn sjávarútvegs- ráðherra til þess að fá hnekkt synjun sem hann fékk hjá sjávar- útvegsráðuneytinu þegar hann sótti um að fá veiðileyfi og afla- heimild úthlutað. Ríkislögmaður krafðist frávísunar á málinu, m.a. á þeim forsendum að Valdimar eigi ekki Iögvarða hagsmuni í málinu. Lögmaður stefnda sagði fyrir Héraðsdómi að ekki hefðu verið færð fram nein þau rök sem dygðu til þess að málið yrði tekið fyrir dóm. Lögmaður stefnanda sagði að ríkir hagsmunir stefnanda lægju hér að baki sem og annarra ís- lendinga. Það að aðrir íslendingar gætu einnig átt hagsmuna að gæta í þessu máli gæti ekki vald- ið því að málinu yrði vísað frá. Héraðsdómur frestaði málinu til 24. október næstkomandi og verður þá kveðinn upp úrskurður um hvort það verði tekið fyrir dóm eða vísað frá. Til Strassborgar Valdimar Jóhannesson sagði í samtali við Morgunblaðið að færi svo að málinu yrði vísað frá yrði þeim úrskurði strax áfrýjað til Hæstaréttar. „Fari svo að Hæsti- réttur staðfesti frávísunarkröfuna leikur enginn vafi á því að leitað verður til mannréttindadómstóls- ins í Strassborg," segir Valdimar. Skýrsla iðnaðarráðherra um verkefni á sviði stóriðju 52 milljarða fjárfesting í orku- og iðjuverum ÁÆTLAÐUR kostnaður við bygg- ingu iðjuvera og orkumannvirkja hér á landi á árunum 1996-2000 er 52 milljarðar króna. Árlegur vöruút- flutningur landsmanna mun aukast um 15,8 milljarða þegar stækkun ÍSAL og Járnblendiverksmiðjunnar er lokið og álver Norðuráls hefur verið tekið í notkun. Þetta er 12,5% af vöruútflutningi ársins 1996. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu Finns Ingólfssonar iðnaðar- ráðherra til Alþingis um framgang verkefna á sviði stóriðju. ÍSAL, Járn- blendifélagið og Norðurál áætla að kostnaður við byggingu iðjuvera þeirra kosti 25 milljarða. Þessi fjár- festing kallar á framkvæmdir á sviði orkumála sem kosta 27 milljarða. Þetta er 61% af fjárfestingu ársins 1996. Áætlað er að 2.350 ársverk verði til meðan á framkvæmdum stendur, en frambúðarstörf verða hins vegar 260. Framkvæmdum við stækkun ál- versins í Straumsvík er að ljúka. Framkvæmdir við byggingu álvers Norðuráls á Grundartanga standa hins vegar sem hæst og er stefnt að því að álframleiðsla hefjist í júní á næsta ári. Skýrsla um kostnað, verktíma, mannaflaþörf og arðsemi stækkunar Járnblendiverksmiðjunn- ar verður lögð fram í stjórn fyrirtæk- isins síðar í þessum mánuði og er reiknað með að verkþættir og búnað- ur verði boðnir út á næstu mánuð- um. Steypuvinna vegna stækkunar Gunni geit- hafur í góð- um hópi GEITHAFURINN Gunni hefur farið fyrir geitahópi sínum í Aðaldalshrauni í sumar. Gunni, sem er tveggja vetra, er ætt-aður frá Einarsstöðum í Reykjahverfi en flutti sig að Hraunkoti I í Aðaldal. Alls eru 11 geitur á Hraunkoti, 2 hafrar, 4 geitur og 5 kiðlingar en á bænum hafa verið geitur fráþvíuppúr!960. Morgunblaðið/Kristján verksmiðjunnar ætti að geta hafist á fyrsta ársfjórðungi ársins 1998. I skýrslu iðnaðarráðherra er gerð grein fyrir undirbúningi annarra stóriðjuverkefna. Stefnt er að því að könnun á hagkvæmni þess að byggja 200.000 tonna álver Hydro Aluminium liggi fyrir á fyrri hluta næsta árs og þá verði teknar ákvarð- anir um hvort gengið verði til samn- inga. Talið er raunhæft að gera ráð fyrir 'að framkvæmdir geti í fyrsta lagi hafist um aldamót og fram- leiðsla hafist á árunum 2002-2005. í skýrslunni segir að forsendur fyrir byggingu álvers Atlantsáls- hópsins á Keilisnesi séu breyttar þar sem búið sé að ráðstafa að verulegu leyti þeirri orku sem fara átti jtil álversins til ÍSAL, Norðuráls og Is- lenska járnblendifélagsins. Að und- anförnu hafi Landsvirkjun skoðað nýja möguleika á að selja orku til álvers á Keilisnesi miðað við mis- munandi stærðir og mismunandi byggingarhraða. Ljóst sé að orku- verðið verði að vera talsvert hærra en rætt var um 1991 þegar málinu var skotið á frest. Beðið er við- bragða frá fyrirtækjunum sem mynda Atlantsálhópinn. Af öðrum verkefnum, sem eru til skoðunar á vegum iðnaðarráðuneyt- isins, má nefna polyolverksmiðju, sem nýtir jarðgufu, slípiefnaverk- smiðju, kísilmálmverksmiðju á Reyð- arfirði, pappírsverksmiðju við Trölla- dyngju eða Krísuvík, magnesíum- verksmiðju á Reykjanesi og vetni- speroxíðverksmiðju. í þeim hluta skýrslunnar þar sem fjallað er um þær orkuframkvæmdir er ekki minnst á raforkuver Hita- veitu Suðurnesja í Svartsengi, en framkvæmdir við það eru hafnar. Iðnaðarráðuneytið hefur hins vegar ekki enn veitt Hitaveitunni leyfi til raforkuframleiðslu. Samráðshópur R-listans nær samkomulagi um opið prófkjör Ingibjörg Sólrún verður í áttunda sætí listans SAMKOMULAG náðist á 25 manna samráðsfundi samstarfsflokkanna fjögurra sem standa að Reykjavíkur- listanum í fyrrakvöld um að haldið verði opið prófkjör um skipan sjö ¦:.,¦ .:, Fyrir mikilvægasta fólk í heimi! nýrri og stærri barnavörudeild okkar er ótrúlegt úrval húsgagna og leikfanga fyrir börnin. Barna IKEA efstu sæta framboðslistans í komandi borgarstjórnar- kosningum. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í áttunda sæti listans sem borgarstjóraefni R- listans, en það er baráttu- sætið í kosningunum þar sem fá þarf átta fulltrúa kjörna til að ná hreinum meirihluta í borgarstjórn. Ingibjörg Sólrún mun því ekki taka þátt í prófkjörinu. „Það hefur verið ákveðið að allir kosningabærir Reykvíkingar, sem lýsa yfir stuðningi við Reykjavíkur- Iistann, hafi rétt til að velja fram- bjóðendur í prófkjöri. Þeir þurfa með öðrum orðum ekki að ganga í ein- hvern flokkanna til þess að taka þátt í vali frambjóðenda. Það er gert ráð fyrir að tryggt verði ákveð- ið jafnræði með flokkunum, þannig að enginn einn flokkur fái fleiri en tvo fulltrúa í efstu sjö sætin, en það þýðir að einn flokkur fær aðeins eitt sæti. Það er verið að velja einstakl- inga í sætin og það mun ráðast af fylgi þeirra hvernig þeir raðast í sætin," segir Ingibjörg Sólrún. Tekist á um fyrirkomulag Töluverð átök hafa verið milli samstarfsflokkanna sem standa að R-listanum og innan þeirra um Ingibjörg Sólrún Gísladóttir framboðsmálin að undan- förnu, skv. heimildum blaðsins. Hafa verið mjög skiptar skoðanir um hvort rétt sé að halda prófkjör eða nota sömu aðferðir og fyrir seinustu borgar- stjórnarkosningar, þar sem flokkunum var úthlutað sætum á framboðslistan- um skv. ákveðinni skipt- ingu. Fyrir fundinn í fyrra- kvöld hafði þó náðst sam- komulag um þessa niðurstöðu í framkvæmdanefnd samráðsins, sem lagði tillöguna fyrir samráðs- fundinn. Framkvæmdanefnd verður falið að útfæra prófskjörsreglurnar nánar og kynna tillöguna svo endanlega fyrir samráðshópnum. Að því búnu þarf að leggja hana fyrir fulltrúaráð flokkanna til samþykktar. Ekki er gert ráð fyrir því að kjós- endur raði nöfnum frambjóðenda í ákveðin sæti í prófkjörinu heldur gefist kostur á að krossa við nöfn þeirra frambjóðenda sem þeir vilja styðja og getur hver og einn valið frambjóðendur úr fleiri en einum flokki. Samstarfsflokkarnir munu hver um sig ákveða hvaða aðferð verður höfð við tilnefningu frambjóðenda af þeirra hálfu til þátttöku í prófkjör- inu. Ekki hefur verið ákveðið hvenær prófkjörið verður haldið en talið er líklegt að það verði í næsta mánuði. „Hef enga tryggingu" Aðspurð um ástæður þess að hún ákvað að taka baráttusæti listans, sagðist Ingibjörg Sólrún vilja hafa sama hátt á og fyrir seinustu kosn- ingar. „Ég sé engin sérstök rök fyr- ir því að breyta því núna. Á þeim tíma var ég á þingi og þá heyrðist meðal annars frá sjálfstæðismönn- um hér í borginni að ég ætlaði ekki að taka neina áhættu því ef ég kæmist ekki inn í borgarstjórn gæti ég setið áfram á þingi. Ég hef enga tryggingu fyrir einu eða neinu núna í áttunda sætinu," svaraði hún. Einnig var samþykkt á fundinum í fyrrakvöld að beina því til flokk- anna sem standa að kosningabanda- laginu að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að veita óháðu og óflokks- bundnu fólki frekari aðgang að próf- kjörinu, þar sem það gæti boðið sig fram í 5. til 10. sæti listans. Mjög skiptar skoðanir hafa verið innan samstarfsflokkanna um þetta. „Það er stór biti fyrir flokkana að leyfa flokksmönnum annarra flokka að velja þeirra frambjóðend- ur. Þetta er í fyrsta skipti í stjórn- málasögunni sem það er gert. Það yrði einnig stórt mál fyrir flokkana ef óflokksbundnir geta boðið sig fram," sagði Ingibjörg Sólrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.