Morgunblaðið - 09.10.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 09.10.1997, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tölvunefnd um birtingu upplýsinga um afköst Frammistaða og viðvera einkamál starfsmanna TÖLVUNEFND hefur beint þeim fyrirmælum til rekstrarstjóra Þor- bjarnar hf. að skrá ekki aðrar upp- lýsingar um frammistöðu starfs- manna en þær sem eru frystihúsinu nauðsynlegar. Á síðastliðnu sumri var skráning og birting persónu- upplýsinga um frammistöðu og við- veru einstakra starfsmanna í frysti- húsi Bakka hf. í Bolungarvík til umræðu í fjölmiðlum og var gagn- rýnt að nefndar upplýsingar væru hengdar upp í frystihúsinu þar sem allir gætu séð þær. Bakki hefur nú sameinast Þorbirni hf. í kjölfar umræðunnar í sumar heimsótti tölvunefnd frystihús Bakka. Þar útskýrði Agnar Ebenez- erson, þá framleiðslustjóri Bakka, nú rekstrarstjóri hjá Þorbirni hf. í Hnífsdal og Bolungarvík, hvemig að skráningu og meðferð upplýs- inganna væri staðið. Fram kom að við launaútreikning væri byggt á svokölluðu hópbónuskerfí og væri það í samræmi við kjarasamning starfsfólks frystihússins. í því sam- bandi væri daglega hengd upp skrá sem sýndi afköst einstakra starfs- manna, byggð á upplýsingum úr tölvukerfí flæðilínu frystihússins. Ennfremur kom fram að skrá þessi væri birt að kröfu starfsfólksins og að stjórnendur frystihússins hefðu engra hagsmuna að gæta af því að slík skrá væri birt. Heimilt að skrá til eigin nota í áliti sem tölvunefnd hefur sent rekstrarstjóranum segir að nefndin líti svo á að upplýsingar um frammi- stöðu og viðveru starfsmanna séu upplýsingar um einkamálefni þeirra sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari. Þær falli þar með undir gildissvið laga nr. 121 frá 1989 um skráningu og meðferð persónuupp- lýsinga og lúti því eftirlits- og ákvörðunarvaldi tölvunefndar. I lögunum kemur m.a. fram að kerfisbundin skráning þeirra per- sónuupplýsinga sem fyrsta grein þeirra tekur til sé heimil að því til- skildu að skráningin sé eðlilegur þáttur í starfsemi viðkomandi aðila og taki einungis til starfsmanna eða annarra sem tengjast starfi hans eða verksviði. Gætt skal fullkomins trúnaðar um efni upplýsinganna „Af þessu lagaákvæði leiðir að það er takmörkunum háð hveijir megi skrá persónuupplýsingar, um hvetja og hversu víðtæk skráningin megi vera í hverju tiiviki. Er það niðurstaða tölvunefndar að yður sé heimilt að skrá til eigin nota upplýs- ingar um viðveru og frammistöðu einstakra starfsmanna, en einungis að því marki sem nauðsyn krefur, m.a. vegna uppgjörs við starfs- menn. Um birtingu þessara upplýs- inga gildir hins vegar 5. gr. sömu laga. Þar er að fínna þá grundvall- arreglu íslensks réttar að óheimilt er að birta persónuupplýsingar sem mönnum eru sérstaklega viðkvæm- ar nema í vissum undantekningar- tilfellum, þ.á m. ef til birtingarinnar stendur sérstakt samþykki hins skráða,“ segir í áliti tölvunefndar. Nefndin beinir m.a. þeim fyrir- mælum til frystihússins að skrá ekki aðrar upplýsingar um frammi- stöðu starfsmanna en þær sem eru frystihúsinu nauðsynlegar. Enn- fremur skal gæta fullkomins trún- aðar um efni upplýsinganna og veita ekki öðrum aðgang að þeim en framleiðslustjóra, þeim sem ann- ast útreikning launa, þ.m.t. bónus- greiðslna, og starfsmanninum sjálf- um. Þá skal hver og einn starfsmað- ur hvenær sem er eiga aðgang að öllum þeim upplýsingum sem fyrir- tækið hefur skráð um hann. Spurður um viðbrögð við fyrir- mælum tölvunefndar kvaðst Agnar Ebenezerson í gær nýbúinn að fá bréfið og varla farinn að lesa það. Hann gerði þó ráð fyrir að tekið yrði tillit til fyrirmælanna. Að hans sögn hefur of mikið verið gert úr málinu og benti hann á að umrædd- ar upplýsingar væru birtar að ósk starfsfólks en ekki stjórnenda. Auk þess hefðu starfsmenn heimild til að láta strika sig út af umræddri skrá, þannig að engar upplýsingar yrðu birtar um þá. Fyrir kæmi að starfsmenn óskuðu eftir því en þessa dagana væru öll nöfn uppi. Agnar ítrekaði að enginn ágreining- ur væri um málið milli starfsmanna og stjórnenda og afköst væru ekk- ert feimnismál á vinnustaðnum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Stóri boli besti hundurinn STÓRI boli eða ÍS.M. Roffe, standard poodle í eigu Sóleyjar Höllu Möller var valinn besti hundur alþjóðlegrar sýningar Hundaræktafélags Islands sem lauk í reiðhöll Gusts á sunnudag. Um 260 hundar tóku þátt í sýningunni.Stigahæstu hundar ársins voru ÍS.M. Eðal-Darri, írskur setter f eigu Magnúsar Jónatanssonar og Jónu Th. Við- arsdóttur og ÍS.M. Tanga-Sómi, íslenskur fjárhundur í eigu Snorra Dal Sveinssonar. Besti ungi sýnandi var valin Svava Arnórsdóttir með cavali- er king Charles og spanieltíkina Ljúflings-Annettu. A annarri myndinni er Stóri boli ásamt Sólveigu Höllu Möller og á hinni tekur Svava Arnórsdóttir við verðlaunum sínum. Norrænn stjórnarfundur Barnaheilla Fjölþjóðastarf í þágfu bama Kristín Jónasdóttir NORRÆNN stjórn- arfundur á vegum Barnaheilla verð- ur haldinn hér á landi dag- ana 10 og 11 október. „Forsvarsmenn nor- rænu samtakanna hittast árlega og bera saman bækur sínar en Finnar bættust nýlega í hópinn með sín samtök,“ segir Kristín Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla. Norðurlöndin hyggja á frekari samvinnu með ýmis verkefni bæði hvað varðar þróunaraðstoð og innanlandsverkefni. - Hafa samtökin verið með sameiginleg þróunar- verkefni nýiega? „Svíar, Danir og Norð- menn unnu til dæmis að sameiginlegu verkefni í fyrrum Júgóslavíu. Danir byggðu þar barnaheimili, Svíar buðu fram sálfræðiaðstoð og Norðmenn komu einnig að verkefninu.“ Kristín segir að því miður hafi íslendingar ekki getað verið með í Jþví verkefni sökum fjárskorts. „011 hin Norðurlöndin fá 40-60% þeirra fjármuna sem renna til þróunarstarfs frá hinu opinbera. Hérlendis hefur lítið verið um slíkar fjárveitingar." - Hafið þið ieitað tii stjórn- vakla eftir stuðningi? „Ekki með einstök þróunar- verkefni. En við viljum gjarnan ná athygli þeirra og koma á framfæri hversu sterkar þessar hreyfingar eru alþjóðlega og ekki síst á hinum Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að fram komi hversu aðstaða okkar er ólík hinna Norðurlandanna. Ég tel það til dæmis metnaðarmál að Barnaheill taki þátt í þróunarað- stoð ásamt hinum Norðurlöndun- um. “ - Hvað með innanlandsverk- efni hjá samtökum Norðurland- anna? Innan þeirra er mikill áhugi fyrir að efla starf ungs fólks inn- an samtakanna. Undirbúnings- ráðstefna þess efnis var haldin í Kaupmannahöfn og síðan var haldin ráðstefna ungs fólks í Malmö. Við hér hjá Barnaheillum fengum til liðs við okkur hóp úr Hinu húsinu sem kallar sig Ungl- ingar gegn ofbeldi. Framhald þessa verkefnis verður tekið upp á fundinum núna.“ Kristín segir að alþjóðahreyf- ingin Save the children hafi eflst mikið und- anfarin ár og hún sé ólík öðrum alþjóðleg- um hreyfingum að því leyti að hún er byggð upp af sterkum landssamtökum en ekki sterkri alþjóðahreyfíngu. „Fram að þessu höfum við rekið sameiginlega skrifstofu í Genf en síðan rekið verkefnin frá hverju landi fyrir sig. Nú hafa aðildarlönd alþjóðasamtakanna lýst yfír áhuga á aukinni sam- vinnu t.d. með þróunarstarf." Norðurlöndin eru sterk innan þessara samtaka. Þau eru orðin rótgróin og finnsku samtökin til að mynda að nálgast tíræðisaldur á meðan hin eru á bilinu 70-80 ára gömul. íslendingar og Færeyingar eiga yngstu samtök- in.“ - Er þá ekki viss hætta á að samvinna Norðurlandanna minnki með eflingu alþjóðasam- takanna? „Nei, reynsla okkar er þveröf- ►Kristín Jónasdóttir fæddist í Kópavogi 7. febrúar árið 1958. Hún lauk BA prófi í félags- fræði og frönsku frá Háskóla íslands árið 1984. Kristín lauk MA prófi í félags- og kvenna- fræðum frá Minnesota háskóla árið 1988 og er að vinna að doktorsritgerð. Hún vann að ýmsum verkefnum fyrir Jafn- réttisráð og Félagsmálastofn- un Reykjavíkur eftir að námi lauk. Kristín hefur starfað hjá Barnaheiilum frá árinu 1991 og sem framkvæmdastjóri samtakanna frá árinu 1994. Kristín á tvö börn. ug. Með auknum áhuga á al- þjóðasamstarfí höfum við Norðurlandaþjóðirnar þjappað okkur betur saman. Við munum einmitt taka fyrir aukið samstarf Norðurlandanna á þessum fundi okkar. Að undanförnu höfum við aðstoðað Færeyinga við að reka tómstundahús í Þórshöfn og í þeim anda viljum við aðstoða." - Hvaða vinna hefur verið í gangi á vegum BarnaheiIIa að undanfömu? „Síðastliðið ár söfnuðum við fyrir íbúð fyrir foreldra veikra barna utan af landi. Við keyptum fyrstu íbúðina á árinu og afhent- um hana í apríl. Hún hefur verið upptekin að mestu síðan. Við vonumst til að geta keypt næstu íbúð í kringum áramótin." Þá segir Kristín að síðastliðið haust hafi hún setið ráðstefnu í Stokk- hólmi þar sem umfjöllunarefníð var barnaklám, barna- sala og barnavændi. I framhaldi ákváðu sam- tök sex þjóðlanda og Bamaheill þar á meðal að sækja um styrk til Evrópusambandsins varðandi tvö verkefni er varða kynferðisof- beldi gagnvart börnum. Annað þeirra varðaði námskeiðahald um kynferðisofbeldi gagnvart böm- um og hitt verkefnið rannsókn þar sem skrá á upplýsingar sem til eru um kynferðisofbeldi gagn- vart börnum og hvaða fræðslu- efni er til. „Bæði verkefnin voru samþykkt af Evrópusambandinu og eru að mestu leyti Qármögnuð þaðan. Við hjá Barnaheillum höf- um því auglýst eftir verkefnis- stjóra til að vinna að forvarnar- störfum gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Það verður gert í samvinnu við félagasamtök og stofnanir hér heima og erlend- is til að vekja upp málefnalegar umræður um kynferðisofbeldi gagnvart börnum.“ Metnaðarmál að leggja þró- unarlöndum lið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.