Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Samningur um sameiningu Framsóknar og Dagsbrúnar Atkvæði um samein- ingu greidd 22. nóv. FORMENN Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar og Verkakvenna- félagsins Framsóknar hafa í umboði sljórnar félaganna undir- ritað stofnsamning nýs sameigin- legs stéttarfélags. Stefnt er að því að stofnfundur nýja félagsins verði laugardaginn 6. desember nk. I stofnsamningnum eru settar dagsetningar og ferill sameining- arinnar, en 1. janúar 1998 er sam- kvæmt samningnum gert ráð fyr- ir að sameiginleg skrif stofa þess- ara stéttarfélaga taki til starfa í Skipholti 50d. Frá sama tíma verður skrifstofu Framsóknar í Skipholti 50a lokað. Stofnsamningurinn ásamt FORMENN verkalýðsfélaganna, þau Halldór Björnsson og Ragna Bergmann, undirrituðu stofnsamninginn. frumvarpi að nýjum lögum verður kynntur á næstu vikum á í'und inn í félögunum. Lokaferillinn í Dags- brún er síðan allsherjaratkvæða- greiðsla um ný lög og sameiningu sem fer fram dagana 21. og 22. nóvember nk. Framhaldsaðal- fundur Framsóknar í nóvember afgreiðir málin fyrir hönd Fram- sóknar. Stofnsamningurinn gerir ráð fyrir að núverandi stjórnir Dags- brúnar og Framsóknar stýri hinu nýja félagi sameiginlega fram á næsta vor, en ný stjórn stéttarfé- lagsins taki við í lok maí 1998. Vangreidd laun vegna „Evítu" RÚMLEGA fjörutíu manns, sem starfað hafa við söngleikinn Evítu, eiga inni laun vegna sjö síðustu sýninga. Að sögn Andrésar Sigur- vinssonar leikstjóra stefnir hlutafé- lagið Solrikk, sem stóð að sýning- unni, í gjaldþrot. Hlutaféð var 7-8 milljónir króna og að sögn Andrés- ar er það uppurið og gott betur. „Ég geri það sem ég get til að standa við þær skuldbindingar sem ég hef tekið á mig. Það eru um níutíu manns búnir að koma að þessari sýningu frá upphafi og búið að greiða þorrann af launum þeirra. Sem betur fer hefur þetta ekki verið aðalstarfið hjá neinum eftir því sem ég best veit. Það breytir ekki því að það er mjög leiðinlegt að geta ekki staðið í skil- um, en svona er staðan." Inneignir starfsmanna eru að sögn Andrésar frá nokkrum þús- undum króna til um 150-170 þús- unda. Hætta varð sýningum í ís- lensku óperunni vegna þess að rýma þurfti fyrir annarri sýningu. Andrés tekur þó fram að ekki sé við Óperuna að sakast, hún hafi gefið húsnæðið eftir eins lengi og hægt var. Leitað aðstoðar FÍH Fimmtán tónlistarmenn sem störfuðu við söngleikinn hafa leitað eftir aðstoð Félags íslenskra hljóm- listarmanna við að innheimta van- greidd laun sem nema um einni og hálfri milljón. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um það ennþá hvaða leið verði far- in en ég á von á því að yið reynum samningaleiðina," segir Árni Schev- ing, varaformaður FIH. „Það gefur augaleið að þar sem allt þetta fólk er með verktakasamning er ekki til að dreifa ríkisábyrgð á launum og því gæti allt þetta fé verið glatað." Öryggisfræðsla sjómanna Gildistöku frestað í þriðja sinn ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta gildistöku laga um ör- yggisfræðslu þeirra sjómanna, sem sækja um námskeið í ör- yggisfræðslu hjá Slysavarna- skóla sjómanna fyrir áramót. Lögin áttu að taka gildi um áramót og er þetta í þriðja sinn sem gildistöku er frestað. Eftir fund með samgöngu- ráðherra og síðar í siglingaráði 5 gær, var ákveðið að þeir sjó- menn, sem enn hafa ekki sótt námskeið í öryggisfræðslu, yrðu að sækja um skólavist í Slysavarnaskólanum fyrir ára- mót til að fá sig skráða á skip. „Þannig að ef þeir verða ekki komnir á námskeið á næsta ári fá þeir sig ekki skráða," sagði Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambands ís- lands. „Ég veit að viðbrögð hafa verið mjög hörð og menn hafa verið að sækja um námskeið en skólinn annar því ekki að ljúka þessu fyrir áramót." Utanríkisráðherra gagnrýndur fyrir útboð á veitingarekstri í Leifsstöð „Tel að faglega hafi verið staðið að verki" HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra var í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær gagnrýnd- ur fyrir að tilboði Flugleiða um veitingarekstur í Leifsstöð skyldi hafa verið tekið, þrátt fyrir að tvö önnur tilboð hefðu verið hærri. í fram- haldi af því var hann spurður hvort þarna væri á ferðinni óopinber stefna ráðuneytisins um að Flugleiðir hefðu forgang umfram aðra þegar kæmi að málefnum Keflavíkurflugvallar. Málshefjandi, Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður jafnaðarmanna, sagði að með því að taka tilboði Flugleiða hefð tilboð frá traust- um og áreiðanlegum aðilum verið dæmd ógild án nokkurra skýringa. Óskiljanlegt væri að Halldór hafnaði tilboðum sem gæfu meira í aðra hönd og því hlytu sérhagsmunir að ráða þar ferðinni. „Þá hlýtur líka að vakna sú spurning hvort samband sé á milli þessa svokallaða útboðs og þeirrar aðgerðar utanríkisráðherra í sumar að framlengja sjálfkrafa fimm ára þjónustusamning við Flugleiðir um flugfarþega og flugrekstrarað- ila í Leifstöð," sagði hann. Guðmundur spurði í framhaldi af því hvort óopinber stefna ráðuneytisins snerist um að Flug- leiðir hefðu forgang umfram aðra þegar kæmi að málefnum Keflavíkurflugvallar. Faglega staðið að verki Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagðist í svari sínu telja að faglega hefði verið staðið að verki við útboðið og hafnaði því að sérhagsmunir réðu ferðinni. Hann sagði að í upphafi hefði ver- ið ákveðið að fela Ríkiskaupum að sjá um útboð- ið en það hefði bæði þekkingu og reynslu í slíkum málum. Hjá Ríkiskaupum hefði verið skipaður átta manna vinnuhópur; fj'órir frá Ríkiskaupum, þrír frá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli og einn ráðgjafi Ríkiskaupa, til að vinna að útboðs- gerð vegna veitingarekstrar í flugstöð. „Niðurstaða þessara aðila var sú að öll önnur tilboð, en tilboð Flugleiða, væru ekki lögleg. Því var ákveðið að taka tilboði Flugleiða," sagði Halldór og bætti við: „Átti utanríkisráðuneytið að fara að breyta því." „Ég hef síðan spurt starfsmenn Fiugmála- stjórnar á Keflavíkurflugvelli að því af hvaða til- boði sé mestur fjárhagslegur ávinningur," sagði hann. „Þeir hafa tjáð mér að þeir telji að það sé mestur fjárhagslegur ávinningur fyrir flugstöðina í tilboði Flugleiða," sagði hann. Halldór sagði margt koma inn í tilboð Flugleiða. Til dæmis breytingar í flugstöðinni fyrir tugi milljóna króna, 3% af veltu til endurnýjunar tækja sem væri við- bót við leigugjald, nýtt kassakerfi og lagfæringar og breytingar á mötuneyti. „Ég tel að hér hafi verið staðið faglega að verki," sagði hann. „Og utanríkisráðuneytið vildi standa þannig að málum að það væri hlutlaus aðili sem kæmi hér að. Þar hafa menn ekki verið með neina sérhagsmuni í kollinum eins og háttvirtur þingmað- ur virðist telja heldur fyrst og fremst hagsmuni flugstöðvarinnar." Halldór sagði ennfremur að teldu aðilar sig hafa verið hlunnfarna yrðu þeir að leita réttar síns með viðeigandi hætti. Að því er varðar uppsögn þjónustusamnings við Flugleiðir, sagði Halldór að honum hefði ver- ið sagt upp 18. nóvember í fyrra og miðað við það að uppsögnin tæki gildi um næstkomandi áramót. „Flugleiðir hafa mótmælt uppsögninni, það er rétt, en það eru viðræður í gangi á milli Flugleiða og utanríkisráðuneytisins og ég tel enga ástæðu til að ætla annað en að þar fáist farsæl niðurstaða sem allir aðilar geti unað bærilega við," sagði hann. Starfsnámskeið hafa verið haldin fyrir ungmenni á vegum Hins hússins undanfarin ár Árangur eins og best gerist á Norðurlöndum UM 60-80% þeirra ungmenna sem tekið hafa þátt í starfsnámi á vegum Hins hússins hafa bætt stöðu sína á vinnumarkaði verulega og er sá árangur eins og best gerist á Norður- löndum. Þetta kemur fram í úttekt Gests Guðmundssonar félagsfræð- ings á starfsemi Hins hússins fyrir atvinnulausa. Starfsemin hefur undanfarin ár byggst á fjögurra vikna námskeið- um fyrir 30-35 manna hópa fólks á aldrinum 18-25 ára. Að nám- skeiðinu loknu fara þátttakendurnir á ýmsa starfsþjálfunarstaði, ýmist til borgarstofnana, félagasamtaka eða vinna við starfsemi á vegum Hins hússins. Hlutfallslega er að- sóknin að starfsnáminu mest á meðal þeirra sem lengst hafa verið atvinnulausir, það er að segja meira en hálft ár. Konur standa sig best Niðurstöður Gests voru meðal annars þær að konur í hópi þátttak- enda ná mun betri árangri í atvinnu- leit að starfsnáminu loknu. Hjá körl- um náðu þeir yfirleitt bestum ár- angri sem höfðu mesta menntun, en sama fylgni fannst ekki hjá kon- unum. Meginárangur námskeiðanna er að mati Gests styrking sjálfs- myndar, efling sjálfstrausts og auk- inn sjálfsskilningur. „Það sem gerist á námskeiðunum er að sjálfsmyndin skýrist, menn komast betur að því hvað þeir geta og hvað þeir vilja. Þátttakendurnir læra líka hvernig hægt er að nálg- ast markmiðin, til dæmis hvað þurfi að læra til að geta unnið við eitt- hvað sem þeir hafa áhuga á," segir Gestur. Hann telur að bæta megi starf- semi Hins hússins með því að styrkja tengsl þess og starfsþjálfunarstað- anna og að taka megi starfsþjálfun- ina markvissari tökum. Skýrsla Gests var kynnt á fundi í Hinu húsinu í gær. í skýrslunni leggur Gestur til að einkafyrirtæki verði virkjuð til að taka ungmenni í starfsþjálfun að Ioknu námskeiði hjá Hinu húsinu. Hansína B. Einars- dóttir, framkvæmdastjóri Fræðslu- og ráðgjafarþjónustunnar Skref fyrir skref, lagði til að þessi leið yrði markaðssett meðal fyrirtækja sem leið til að bæta ímynd þeirra. Morgunblaðið/Árni Sæberg FULLTRÚAR Reykjavíkurborgar og Hins hússins og Gestur Guðmundsson félagsfræðingur ræða skýrslu Gests um starfsnám á vegum Hins hússins á blaðamannafundi á Kakóbarnum. „Þau geta tekið ungt fólk í fóstur til að bæta ímynd sína eins rétt eins og gert hefur verið með fossa lands- ins." Skilyrði fyrir því að taka þátt í starfsnámskeiðum Hins hússins hef- ur hingað tii verið það að hafa rétt til að minnsta kosti 50% atvinnuleys- isbóta. Stór hópur fólks hefur því verið útilokaður frá þessum mögu- leika. Fram kom í máli Steinunnar V. Óskarsdóttur, formanns íþrótta- og tómstundaráðs, á fundinum að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að veita fé til þess að þessi hópur geti einnig sótt námskeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.