Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 11
FRETTIR
Tölvunefnd beinir fyrirspurn til samgönguráðherra
Notendur fjarskiptaþjón-
ustu sviptir persónuvernd?
TÖLVUNEFND hefur beint þeirri fyrirspurn
til samgönguráðherra hvort notendur fjar-
skiptaþjónustu hafi með ákvæði 17. greinar
laga nr. 143/1996 um fjarskipti verið sviptir
þeim réttindum sem þeim eru tryggð í lögum
nr. 121/1989 um skráningu og meðferð per-
sónuupplýsinga til að njóta verndar að því er
varðar meðferð upplýsinga um einkalíf sitt og
persónulega hagi.
í erindinu er vísað til þess að í fyrrgreindum
lögum hafi rekstrarleyfishöfum fjarskipta-
virkja verið heimilað að skrá upplýsingar um
fjarskipti og samgönguráðherra falið að setja
reglur um meðferð upplýsinga um fjarskipti
að fengnum tillögum Póst- og fjarskiptastofn-
unar.
í greinargerð með viðkomandi lagaákvæði
segir: „Er heimild þessi í samræmi við þær
heimildir sem tölvunefnd, sem starfar sam-
kvæmt X. kafla laga nr. 121/1989, um skrán-
ingu og meðferð persónuupplýsinga, hefur veitt
Póst- og símamálastofnun. Jafnframt er gert
ráð fyrir því að samgönguráðherra setji sérstak-
ar reglur um skráningu og meðferð slíkra upp-
lýsinga, að fengnum tillögum Póst- og fjar-
skiptastofnunar. Að mörgu leyti er heppilegra
að samgönguráðherra setji reglur hér að lút-
andi þar sem um sérsvið er að ræða, en tölvu-
nefnd, sem starfar samkvæmt X. kafla fyrr-
greindra laga, hefur hingað til látið málið til
sín taka."
Friðhelgi einkalifs
í bréfi Tölvunefndar segir að friðhelgi einka-
lífs sé varin af 71. grein stjórnarskrárinnar
og hlutverk laga nr. 121/1989 sé að tryggja
mönnum slíka vernd að því er varðar skrán-
ingu og meðferð persónuupplýsinga. Hafi
meðferð persónuupplýsinga á sviði fjarskipta
verið viðfangsefni persónuverndarlöggjafar
hér á landi með sama hætti og í grannlöndum
okkar. Fyrrgreind ákvæði í fjarskiptalögum
og ummæli í greinargerð með þeim séu til
þess fallin að skapa vafa um mörk forráða-
svæðis Tölvunefndar annars vegar og sam-
gönguráðherra hins vegar um vernd persónu-
upplýsinga í fjarskiptum.
Loks segir: „Tölvunefnd hefur nú til meðferð-
ar erindi varðandi notkun svokallaðs „Call Cent-
er" símbúnaðar sem gerir kleift að hlusta og
hljóðrita símtöl fólks. Með vísun til framan-
greinds er rétt að Tölvunefnd berist skýringar
ráðuneytisins á framangreindu ákvæði laga nr.
143/1997 áður en hún tekur málið til efnislegr-
ar afgreiðslu. Er þess óskað að skýringar ráðu-
neytisins berist Tölvunefnd eigi síðar en 20.
október nk."
Iðnlána-
sjóður
áfryjar
líklega
EKKI hefur verið tekin ákvörðun
um hvort Iðnlánasjóður áfrýi
niðurstöðu Héraðsdóms til Hæsta-
réttar um að honum sé skylt að
afhenda Einari S. Hálfdánarsyni,
lögmanni og löggiltum endurskoð-
anda, upplýsingar um úthlutun
styrkja sjóðsins árin 1990-1996,
en líkur eru til þess að málinu
verði áfrýjað.
Um er að ræða fyrsta dóminn
í þessum efnum eftir setningu upp-
lýsingalaga. Úskurðarnefnd hafði
áður úrskurðað að sjóðnum væri
skylt að verða við beiðni um að-
gang að gögnunum og varð niður-
staða dómsins á sama veg.
Bragi Hannesson, forstöðumað-
ur Iðnlánasjóðs, sagði að stjórn
Iðnlurstöðu Héraðsdóms, en hann
ætti frekar von á því að úrskurðin-
um yrði áfrýjað.
ERU ÞEIR AÐ FA'ANN?
VEIÐI er yfirleitt lokið í fjallavötnum og var veiði upp og
ofan eins og fyrri daginn. Afar góð veiði var þó bæði á
Arnarvatnsheiði, þar sem þessi bleikjuhrúga var tekin á
hálfum degi á tvær stangir, og norður á Skaga.
Feiknagóð urr-
iðaveiði í Laxá
GÓÐ urriðaveiði var á veiði-
svæðum Laxár í Þingeyjar-
sýslu ofan Brúarf ossa á nýl-
iðnu sumri. Að sögn llólin-
fríðar Jónsdóttur á Arnar-
vatni veiddust 2.700 urriðar
á Mývatnssveitarsvæðinu og
1.020 urriðar í Laxárdal.
„Líklega er veiðin í Haganesi
upp á 500 fiska til viðbótar,"
sagði Hólmfríður í samtali
við blaðið.
Veiðin á Mývatnssveitar-
svæðinu er þúsund fiskum
meiri en í fyrra og þótti
veiðin þá nokkuð góð. I Lax-
árdal veiddust til samanburð-
ar 700 fiskar í fyrra. Þá var
stærð og gæði urriðans með
albesta móti. „Menn hafa
talað um að þetta hafi minnt
á gamla góða daga. Meðal-
þyngdin er sennilega milli
2,5 og 3 pund og það var
óvenjulega mikið af 4-6
punda urriða. Meðalþyngdin
í Laxárdal var enn meiri og
ekki óalgengt að einstakir
veiðimenn væru með meðal-
vigt upp á 5 pund eftir dag-
inn. Það var mikill mývargur
í sumar og var alveg fram í
september. Menn eru al-
mennt á þvi að það valdi
góðu holdafari urriðans,"
sagði Hólmfríður.
Gamlar og þrautreyndar
straumflugur voru sterkast-
ar í sumar og má nefna Þin-
geying, Black Ghost, svartan
Nobbler og Hólmfríði. Einnig
voru svokallaðir „kúluhaus-
ar" sterkir, en það eru púpu-
flugur hnýttar með litlum
málmhausum.
„Það var óvenjulítil smá-
fluguveiði í ánni í sumar,
hvað sem því veldur," bætti
Hólmfríður við. Það færist
mjög í vöxt að erlendir veiði-
menn veiði urriða í Laxá og
sagði Hólmfríður að þeir
kæmu mest seinni hluta júlí
og í ágúst, eða á tímum sem
eru ekki eins vinsælir hjá
innlendum veiðimönnum.
Meirihluti borgarráðs samþykkir tillögu borgarstjóra
Við Tjörnina og Leik-
félag Islands fá Iðnó
BORGARRAÐ samþykkti á þriðju-
dag með þremur atkvæðum meiri-
hlutans tillögu borgarstjóra um að
ganga til samninga við fulltrúa
veitingahússins Við Tjörnina og
Leikfélags íslands um rekstur í
Iðnó á grundvelli skilmála borgar-
innar um reksturinn.
Leynimakk gagnrýnt
í greinargerð með tillögunni seg-
ir að ellefu hafi sótt um rekstur
Iðnó og að borgarstjóri hafi falið
þriggja manna vinnuhópi að ræða
við umsækjendur. Miðað var við að
í húsinu yrði rekin fjölbreytt menn-
ingarstarfsemi og veitingasala.
Fram kemur að nefndin hafi verið
sammála um að leggja til að við-
ræður yrðu teknar upp við tvo að-
ila, annan á sviði veitingareksturs,
hinn á sviði menningar um rekstur
á húsinu á grundvelli ákveðinna
skilmála. Meirihluti nefndarinnar
lagði til að samið yrði við veitinga-
húsið Við Tjörnina og Leikfélag
íslands.
í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf-
Listastarfsemi til að
skreyta ákvörðun um
veitingarekstur,
segja sjálf stæðismenn
stæðisflokks, er leynimakk borgar-
stjóra gagnrýnt við val á rekstrar-
aðilum í Iðnó. Fjallað hafí verið um
málið í sjö mánuði og allan þann
tíma reynst erfitt að f á fram í borg-
arráði við hverja væri verið að
ræða og hvaða áherslur lægju að
baki. „Augljóst er að sú tillaga sem
nú er komin fram hjá borgarstjóra
ber með sér að þar hefur fyrir löngu
verið áveðið að tiltekinn veitingaað-
ili fengi húsið, en leitað að lista-
starfsemi til að skreyta þá ákvörð-
un," segir í bókuninn.
Enn eitt veitingahús
„Þeim aðilum sem sóttu um
rekstur á húsinu og tengjast list-
og menningarstarfsemi ber saman
um að þeim hafí verið stillt upp
við hliðina á veitingaaðilanum og
kannað hver hefði áhuga á sam-
starfi við hann. Þetta er alröng og
gagnrýniverð nálgun."
Fram- kemur að listastarfsemin
hafi átt að hafa forgang sam-
kvæmt ákvörun borgarstjórnar um
uppbyggingu og nýtingu Iðnó.
Með því að veita tveimur aðilum
rekstrarumsjón sé ljóst að veit-
ingarekstur muni ráða ferðinni því
þar væri hagnaðarvon. Þar með
sé verið að bæta við enn einu veit-
ingahúsi í miðbænum á sama tíma
og öðrum aðilum er meinað að
kosta eigin breytingar og hefja
rekstur á öðrum stóðum í miðbæn-
um. Nýr veitingaaðili fái inni í
Iðnó í húsnæði, sem ekki sé þörf
á að breyta og kostað er af skattfé
Reykvíkinga.
Sjálfstæðismenn telja að semja
hefði átt við einn aðila, sem hefði
reynslu af listastarfsemi, en veit-
ingasala hefði átt að vera með svip-
uðu sniði og áður var í Iðnó. í bók-
uninni er ekki gerð athugasemd
við Leikfélag íslands en aðrir aðilar
með víðtækari reynslu hefðu vissu-
lega komið til greina.
Fyrid
estrar
á Hótel íslandi
Peter Roennfeldt frá Ástralíu,
reyndur prédikari sem flytur lifandi
og kröftugan boðskap í stuttum
námskeiðum um ein nukilvægustu
efm' Bibkunnar. Athyglisvert efni,
sem snertir hverja manneskju.
Túlkur er dr. Steinþór Þórðarson, sem veitir
nánari upplýsingar í síma 898 8403.
Samkomurnar hefjast kl. 20 hvert kvöld.
Aðeangur er ókeypis.
Fimmtudagur 9. október: SKÍRN HEILAGS AHDA
í hverju felst hún?
Hvað felst í því að fyllast Heilögum anda?
Hvaða máli skip'ti r þetta í lífi okkar
Sunnudagui 12. oktðber: HEILAGUR ANDIQG KRAFTAVERK
Hvernig bregst þú við frásögnum af kraftaverkum? Hver eru
viðbrögð Heilags anda gagnvart þér, þegar þú glímir við
sársauka, örvæntingu, sorg og þjáningu?
Þriðjudagur 14. oktðber: HEILAGUR ANDI OG TUNGUTALSGÁFAN
Hefur þú einhverjar af gjöfum Heilags anda?
Er hægt að biðja í andanum án þess að tala tungum?
Fimmtudagur 16. oktðber: HEILAGUR ANDIOG TORONTÓFYRIRBÆRH)
Furðulegir atburðir. Hvað mun gerast um aldamótin?
Milljónlr manna beina sjónum smum til Maríu, móður Jesú.
SunnudagurlS. október: NYOLDIN 0GINNSIGLIHINS UFANÐA GUÐS
Sá tími kemur senn, þegar allir verða að velja á milli innsiglis
Guðs og merkis dýrsins. Þú getur öðlast frið sem aðeins
andi Guðs getur gefið