Morgunblaðið - 09.10.1997, Side 13

Morgunblaðið - 09.10.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 •' 13 LANDIÐ Meðal tegunda á tilboð Líka á Akureyri Framleiðandi: (Birgir íBröttuhlíð) (Sigurður Þráinsson) (Þowaldur í Grein) (Rafn á Laugalandi) (Gunnar íÁrtanga) (Gunnar íÁrtanga) (Birgir íBröttuhlíð) (Gústaf á Sóleyjarst.) (Þorvaldur í Grein) (Sigurður Þráinsson) Tegiind: verð: Flöskuíilja kr. 240,- Sánkti páiía kr. 350,- Madagaskirpálnú kr. 380,- Stofuaskiur kr. 380,- Bergpáimi kr. 399,- Burkni kr. 399,- Jukka (30sm) kr. 490,- Króton kr. 490,- Burknl kr. 540,- Havaírés kr. 590,- ÍSLENSK GARÐYRKJA Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson DAVÍÐ Halldórsson garðyrkjustjóri sem hefur haft yfirumsjón með framkvæmdum af háífu Ólfushrepps og Davíð Ó. Davíðsson sem hefur séð um alla verkstjórn á staðnum. • • Orfoka land grætt og golfvöllur gerður Sjávargarður á Akranesi Undirbún- ingsnefnd skilar af sér Akranesi - Um nokkurra ára skeið hefur verið kannað á Akranesi hvort grundvöllur sé fyrir því að setja á fót fiska- og sjávarútvegssafn á Akra- nesi. Verkefnið er unnið af áhuga- hópi sem notið hefur fjárstuðnings ýmissa opinberra aðila og hefur Akraneskaupstaður m.a. veitt um- talsverða aðstoð og fjármuni til þess. Á síðustu misserum hefur verkefn- ið verið starfrækt undir vinnuheitinu Sjávargarðurinn. Þátttakendur hafa verið að reyna að stofna undirbún- ingsfélag og hefur verið leitað til fjöl- margra aðila varðandi þátttöku. Sér- staklega hefur verið horft til ýmissa hagsmunaaðila í sjávarútvegi, sam- göngum og ferðaþjónustu á heima- slóðum. Bæjarstjóm Akraness hefur lýst yfir vilja til þátttöku í undirbún- ingsfélaginu en margir aðrir aðilar hafa ekki séð sér fært að vera með, hvað sem síðar kann að verða. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson ÆVAR Harðarson, arktitekt, afhendir Gísla Gíslasyni bæjar- stjóra, verkefnamöppurnar sem innihalda gögn um uppbyggingu og rekstur fiska- og sjávarútvegssafns á Akranesi. Mikið framfaramál Undirbúningsnefndin hefur • í framhaldi af tilraunum sínum til að fjölga þátttakendum í þessu verk- efni talið tímabært að slíkt fram- faramál fyrir bæjarfélagið færist frá áhugafélaginu til bæjarstjórnar. Nefndin kom til fundar við bæjarráð Akraness á dögunum og færði því tvær verkefnamöppur alls um 560 bls. Ævar Harðarson, arkitekt, sem annast hefur að mestu fagvinnuna, hafði orð fyrir nefndinni og afhenti Gísla Gíslasyni bæjarstjóra möpp- urnar sem innihalda verkefnið í heiid sinni. Með þessu vonast nefndin til að málið sé komið í réttar hendur og þetta mikla framfaramál í fræðslu- starfsemi og ferðaþjónustu verði að veruleika á Akranesi. Nefndarmenn vonast til að sú forysta í faglegri vinnu á þessu sviði sem stofnað hefur verið til verði nýtt og slíkur „sjávargarður" verði reistur á Akra- nesi í náinni framtíð. Þorlákshöfn - Á golfvellinum sem verið er að koma upp rétt ofan við byggðina í Þorlákshöfn eru nú til- búnar níu holur og þegar byijað að spila á þeim. Átján holu golfvöll- ur verður væntanlega tilbúinn til notkunar fljótlega upp úr aldamót- um. Fyrstu hugmyndir um golfvöll komu fram árið 1989. Frá upphafi var ákveðið að gera átján holu völl, því landrými er nægilegt. Hugmyndin var að nota golfvallar- gerðina til að græða og hefta ör- foka sand í leiðinni og virðist það hafa tekist vonum framar. Ölfushreppur sem á völlinn fékk Hannes Þorsteinsson golfvallar- hönnuð til að hanna völlinn, fram- kvæmdir hófust síðan árið 1994 og var þá sáð í og mótaðar fjórar brautir. Árið eftir voru mótaðar fimm brautir og sáð í þær. Á síð- astliðnu ári voru níu teigar og níu flatir gerðar, þá var byijað að spila á fjórum fyrstu brautunum. Nú í ár var útbúið æfingasvæði og slétt- að fyrir tveim nýjum brautum. Davíð Halldórsson, garðyrkju- stjóri Ölfushrepps, sem hefur yfir- umsjón með vallargerðinni, og Davíð Ó. Davíðsson, sem er verk- stjóri á vellinum, voru sammála um að ekki hefðu margir trúað á að hægt væri að byggja upp svona góðan golfvöll á þessum stað og það á svo stuttum tíma. Síðan vallargerðin hófst hefur það sýnt sig að sandfok yfir þorpið hefur stórlega minnkað frá þessu svæði. Seglbretti og golf í sama skála Nú sem stendur er Þráinn Hauksson landslagsarkitekt í sam- ráði við heimamenn og Hannes Þorsteinsson að hanna allt svæðið með göngustígum og fleiru. í fram- tíðinni er hugmyndin að þarna verði mikið útivistarsvæði fyrir al- menna útivist. Hugmyndir eru uppi um að þegar golfskáli verður reist- ur komi hann til með að vera með aðstöðu fyrir seglbrettaáhuga- menn og aðra útivistarunnendur, en aðstaða til seglbrettaiðkunar er góð í Skötubótinni sem er hand- an við kampinn. Þeir nafnar Davíð Halldórsson og Davíð Ó. Davíðsson sögðu að þeir golfáhugamenn sem leikið hefðu á vellinum til þessa segðu hann lofa góðu og víst væri að þar sem um væri að ræða sandvöll alveg niður við sjó, mætti reikna með að lengur væri hægt að spila á honum en öðrum völlum. Hann kemur fyrr til á vorin og endist lengur fram eftir haustinu. Undanfarin ár hafa tveir til þrír starfsmenn Ölfushrepps ásamt unglingum í unglingavinnunni unnið við áburðargjöf, þökulagn- ingu, sáningu og slátt, ásamt allri umhirðu á vellinum. Golfáhuga- menn í Þorlákshöfn hafa nú stofn- að félag um starfsemi sína. Þeir eru þegar búnir að fá kennara til að leiðbeina og búið er að halda mót, einnig hafa þeir hjálpað til við þökulagningu og fleira. jimmtudagy til óumwdag& íslenskir garðyrkjubændur kynna pottaplöntuframleiðslu sína í Blómavali við Sigtún þessa daga. Mikill fjöldi tegunda - margs konar tilboð. Um helgina gefst fólki kostur á að hitta framleiðendurna og fá hjá þeim góð ráð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.