Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 15 NEYTENDUR LITRINN af sojamjólk hefur undan- farið verið seldur í Hagkaup á 179 krónur. Nú hefur Hagkaup, í sam- vinnu við innflytjanda Provomel sojamjólkur, Sól-Víking, ákveðið að lækka verðið um sem nemur 38% eða úr 179 krónum í 129 krónur lítrann. Að sögn Jóns Scheving markaðsstjóra hjá Sól-Víking þurfa þeir sem eru með mjólkuróþol eða mjólkurofnæmi á þessari afurð að halda og því ákváðu fyrirtækin í sameiningu að lækka verðið. Sojainjólkin nauðsynleg börnum með mjólkuróþol Ingibjörg Georgsdóttir barna- læknir hjá Tryggingastofnun ríkis- Hagkaup og Sól-Víking Lækka verð á sojamjólk um38% insins segir að með þessari lækkun á sojamjólkurverði geti nú tugir barnafjölskyldna gert hagkvæmari kaup en ella. „Sojamjólkin er lífs- nauðsynleg næring fyrir þau börn sem hafa mjólkuróþol eða mjólkur- ofnæmi. Mjólkin er sérstaklega mikilvæg fyrstu árin, en þegar börnin byrja að borða aðra fæðu svo sem kjöt eða fisk dregur úr þessari þörf." Ingibjórg segir það skipta miklu máli að sojamjólkin sé á sambæri- legu verði og önnur mjólk. „Fram að þessu hefur sojamjólk verið dýr- ari en í nágrannalöndum okkar en þessi lækkun er skref í rétta átt," segir hún. Ingibjörg segir að talið sé að allt að 20% barna hvíta kyn- stofnsins hafi mjólkuróþol en allt að 80% þess svarta. Hún er ekki með haldbærar tölur um þá sem eru með mjólkurofnæmi. Eldhúsrúllur, salernispappír Mismunandi hversu mikla bleytu papp- ír dregur í sig ÞEGAR keyptar eru eldhúsrúllur eða salernispappír velta líklega fáir fyrir sér hvort um nýjan eða endurunninn pappír sé að ræða. En það getur skipt töluverðu máli þegar um nýt- ingu er að ræða. Nýlega var staddur hér á landi Norðmað- urinn Per Knutsen en hann vinnur hjá einum stærsta pappírsfram- leiðanda í Evr- ópu SCA Mölnlycke. „Það er mögulegt að endurvinna pappír fjórum til sex sinnum en eftir því sem skiptunum fjölgar fækkar að sama skapi þráð- unum í pappírnum. í fjórða til sjötta sinn sem pappír er endur- unnin má segja að það séu ein- göngu bindiefni sem haldi honum saman. Því færri sem þræðirnir eru í pappír því erfiðara er að fá hann til að draga í sig vatn. Ýmsir telja því að hentugra sé að nýta endur- unninn pappír í annað eldhúsrúllur og salernispappír," segir Per. Hann bendir á að verðið á endur- unnum pappír sé yfirleitt lægra en ef um nýjan pappír er að ræða. „Margir kaupa hann þess vegna. En verðið endurspeglar gæðin. Oft þarf minna af nýjum pappír sem dregur vel í sig bleytu og þannig er kannski hægt að spara þegar upp er staðið." Per segir að fyrirtækið sem hann starfar hjá endurvinni talsvert magn af pappír og nýti m.a. í heimlispappír á við eldhúsrúllur og salernispappír. Forsvarsmenn þess vilja eigi að síður kynna viðskipta- vinum muninn á nýjum pappír og endurunnum." - Hvernig eru gæði svokallaðs heimilispappírs á Islandi? „Bæði eldhúsrúllur, salernis- pappír og sá pappír sem seldur er fyrir bílinn og hreingerningar er oft í ódýrari kantinum þar sem Islendingar leggja mikla áherslu á lágt vöruverð." - En hvernig geta neytendur áttað sig á hvort um nýjan pappír eða endurunninn er að ræða? „Stundum stendur það utan á pökkunum hvort um er að ræða nýjan eða endurunninn pappír. Sé það ekki tilfellið má kaupa hann til prufu og athuga gæði pappírsins þegar heim er komið. Ef hann er endurunninn tætist hann í sundur í vatni. Nýr pappír heldur sér nokk- urnveginn þó hann dragi í sig vatn- ið. Ef fólk kreistir rúllurnar og þær skreppa mikið saman er pappírinn ekki af bestu gæðum. Ef vel á að vera þarf að vigta pappírinn til að vita hvaða gæði er verið að kaupa. - Hvað með hreinlæti þegar endurunninn pappír er annarsveg- ar? „Blek og ýmiskonar óhreinindi eru í pappír þegar hann kemur til endurvinnslu. Vegna orkusparnað- ar er hitastigið við endurvinnsluna oft ekki hærra en 40°C og það er ekki nægilega hátt til að stöðva vöxt ýmissa gerla. Margir hafa á hinn bóginn hærra hitastig við hreinsunina og það dregur úr hætt- Handverkssýning á Garðatorgi NÆSTA laugardag, þann 11. októ- ber, verður haldin handverkssýning á Garðatorgi. Milli þrjátíu og fjoru- tíu manns eru með sýningaraðstöðu á torginu og selja þar handunna muni eins og leirvörur, trévörur, brúður og prjónavöru. Kvenfélags- konur sjá um vöfflubakstur og kaffísölu. Handverksmarkaðurinn er opinn frá klukkan 10-18. Nýtt Nýr Emmcssís BOXARI heitir nýr Emm- essís. Boxari er rjómaís í hálfs lítra umbúðum og fæst hann með þremur mismunandi bragðtegund- um. Hægt er að fá vanillu- ís með Oreokexi, súkkul- aðiís með súkkulaðibitum og vanilluís með vanillu- kornum. Spurt og svarað um neytendamál Allrahanda kryddið inniheldur möluð ber HVERT er innihald allrahanda kryddsins og þriðja kryddsins og hvað er hægt að nota í staðinn ef þessi krydd eru ekki til á heimilinu? Svar: „Allrahanda er hrein krydd- tegund," segir Þórný Barðadóttir hjá G. Pálsson en það fyrirtæki hefur um árabil selt ýmsar kryddtegundir. „Um er ræða möluð ber af tré sem heitir Pimenta. Auk þess er einnig hægt að fá berin heil og mala sjálfur." Þórný segir að bragðið líkist mú- skati, negul og kanil og þess vegna hefur nafnið allrahanda verið notað. „Ég get ímyndað mér að blanda af kanil, negul og múskati geti komið í staðinn og jafnvel engifer líka," segir Þórný. Þriðja kryddið Efnafræðilegt heiti þriðja krydds- ins er monosodiumglutamate sem er skammstafað msg. Þriðja kryddið, sem hefur E-númerið 621, er bragð- aukandi efni sem örvar starfsemi bragðlaukanna og sumir hafa ofnæmi fyrir því. Þórný segist ekki vita til þess að nokkurt krydd komi í staðinn fyrir þriðja kryddið og hún telur að eina ráðið sé bara að krydda matinn betur en ella. „Þriðja kryddið eykur sér- staklega bragð salts og því borgar sig ekki að nota það í saltan mat. Þá er ekki heldur talið hæfa að nota þriðja kryddið í eggja- og mjólkur- rétti." Þórný segir að kryddið sé unnið efnafræðilega úr sykurrófum og hafi óralengi verið notað í Kína. „Japanir kynntust kryddinu í Kína og kynntu það Bandaríkjamönnum í síðari heimsstyrjöldinni. Þaðan barst þriðja kryddið síðan til Evrópu." Forðaðu þér og þínum frál*UHif4slvsi af heita vatninu. Láttu strax setja SlfL£P varmaskipti á neysluvatnskerfið og lækkaðu þar með vatnshitann. Þér líður betur á eftir! Þú færð allt sem til þarf hjá okkur, við gefum þér góð ráð. EHÉÐINN VERSLUN SEUAVEGI2 SÍMI 562 4260 ESTEELAUDER Þrennt fyrir eitt... Við kaup á Advanced Night Repair dropunum færðu frían tveggja mánaða skammt af Fruition Extra og 24 stunda næringarkremi að þörfum húðar þinnar. <Sara Bankastræti 8, sími551 3140. Líttu við í versluninni Söru í dag eða á morgun og kynntu þér þetta einstaka tilboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.