Morgunblaðið - 09.10.1997, Page 16

Morgunblaðið - 09.10.1997, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Víkingur AK reynir við síldina sem fundist hefur úti fyrir Vesturlandi Ágæt veiði í Héraðsflóa í fyrrinótt Verð á síld til vinnsiu lík- lega um 15 kr. kílóið. AGÆT síldveiði var í Héraðsflóa í fyrrinótt og í gær var verið að salta og frysta á fiestum Austfjarðahöfn- um. Fór mestur aflinn til manneldis- vinnslu. Víkingur AK lét úr höfn á Akranesi laust fyrir hádegi í gær til að reyna fyrir sér á síldinni, sem fundist hefur fyrir Vesturlandi, og fylgjast margir spenntir með því hvort betur gengur að ná henni nú en tvö síðastliðin haust. Eftir brælur og litla veiði að und- anförnu fékkst ágæt síld á Héraðs- fióa í fyrrinótt og var víða verið að flaka, frysta og salta á fullu en síld- in fór að mestu leyti til manneldis- vinnslu. Þórshamar GK landaði hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað 350 tonnum og Oddeyrin EA 400 tonn- um. Húnaröst SF og Grindvíkingur GK lönduðu hjá Borgey á Höfn, 250 tonnum hvort skip. Hjá Skinney landaði Jóna Eðvalds SF 170 tonnum og Arnþór EA landaði 250 tonnum til bræðslu hjá SR á Seyðisfirði og Svanur RE 100-150 tonnum. Hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar landaði Júpiter ÞH 250-300 tonnum, sem áttu að fara í vinnslu. Um 15 kr. fyrir vinnslusíldina SR-mjöl hefur ákveðið að greiða 13 kr. fyrir kílóið af síld til bræðslu og hefur það verð orðið ofan á hjá öðrum bræðslum einnig. Sagði Finn- bogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, að um væri að ræða 30-40% hækkun frá fyrra ári en hins vegar fengist mjög gott verð nú fyrir mjöl og lýsi á erlendum mörkuðum. Verðið fyrir síld til manneldis er nú almennt um 15 kr. kg að sögn Finnboga en eitthvað lægra leggi vinnslan skipunum til kvóta. Taldi hann, að þetta jafngilti 10% hækkun milli ára og sagði, að það kæmi sér vissulega illa fyrir vinnsluna þar sem verð á manneldisafurðum hefði Iækkað frá því í fyrra vegna óhag- HAFRANNSÓKNASTOFNUN ætlar að líta eftir síldinni vestur af landinu um leið og farið verður í loðnuleiðangur síðar í mánuðinum. stæðrar gengisþróunar Evrópu- mynta gagnvart krónunni. Einhver dæmi munu vera um, að greitt sé meira en 15 kr. fyrir mann- eldissíld og þá eftir því hvernig hún flokkast. Fylgst verður með Víkingi Víkingur AK var á leið á miðin fyrir Vesturlandi í gær, en Viðar Karlsson skipstjóri sagði, að veðrið lofaði ekki góðu, bræla og ekki útlit fyrir veiðiveður í nótt. Sagði Jón Helgason hjá Haraldi Böðvarssyni hf., að ef einhver síld færi að veið- ast á þessum slóðum, væri Höfrung- ur tilbúinn og hugsanlega Elliði einn- ig. Síldarskipin eru annars nánast öll fyrir austan en vel verður fylgst með því hvernig gengur hjá Víkingi. Hjálmar Vilhjálmsson fískifræðing- ur sagði í gær, að litið yrði eftir síld- inni vestur af landinu um leið um farið yrði í loðnuleiðangur síðar í mánuðinum en hennar hefur orðið vart frá Halanum, á Látragrunni, í Kolluál og Jökuldjúpi og suður á Eld- eyjarbanka. Síldin var á svipuðum slóðum í fyrra en stóð þá djúpt og veiddist lítið en heldur betur gekk að ná henni haustið 1995. Sagði Hjálm- ar, að búast mætti við, að einhver síld yrði þarna fram undir áramót. V A R D A „Hafðu samband við bankarm pirm og kyrmm pér víðtœka pjcmustu Vörðutmar." „Ég fékk kort frá bankanum mínum um daginn, Gulldebetkort. Þetta kort segir engum hvað ég á mikla peninga. Enda kemur pað engum við. Kortið segir að ég sé virkur og traustur viðskiptavinur. Bankinn minn er tilbúinn til að ábi/rgjast pað. Þetta kann ég að meta. Ég tre/sti bankanum — bankinn tre/stir mér. “ Landsbankinn trei/stir fólki eins og Birgi og veitir því sveigjanlega fjármálaþjónustu í Vörðunni. Birgir ki/s öryggið og þægindin sem felast í því að hafa öll sín fjármál á einum stað. Gulldebetkortið er ávísun á fjölbreytta þjónustu Vörðunnar. Við bjóðum þér að slást í hópinn með Birgi. í Vörðunni er margt í boði, meðal annars: • Yfirdráttarheimild, allt að 300.000 kr. án ábyrgðarmanns. • Vörðulán, allt að 700.000 kr. án ábyrgðarmanns. • Gulldebetkortið, aðildarkort Vörðunnar sem veitir aðgang að ýmsum fríðindum. • Gullkreditkorf, Visa og Vildarkort Flugleiða. • Ferðaklúbbur fjölskyldunnar. • Bílalán, hagstæð lán til bílakaupa. • Stighækkandi vextir á E'mkareikningi. • Punktasöfnun, í hvert skipti sem þú notar . gullkortin færð þú 2 punkta, hvar sem þú verslar. • • Með því að beina viðskiptum sínum á einn stað á fjölskyldan auðvelt með að safna yfir 15.000 punktum hjá bankanum á ári í Vildarkerfi Flugleiða. Vörðufélagar geta einnig safnað punktum með viðskiptum hjá Landsbréfum, með því að kaupa F+ fjölskyldutryggingu VÍS, og nú þegar hjá yfir 160 verslunar-og þjónustufyrirtækjum sem tengjast Vildarkerfi Flugleiða. Síðan má breyta punktum í peninga eða nota þá sem greiðslu vegna ferðalaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.