Morgunblaðið - 09.10.1997, Page 17

Morgunblaðið - 09.10.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ Kim Jong-il útnefndur flokksleiðtogi í N-Kóreu ERLEIMT Reuter KIM Jong-il meðal herforingja í heimsókn til ótilgreinds hernað- armannvirkis í Norður-Kóreu. Myndin var tekin 28. september sl. og er sú nýjasta sem birst hefur af honum. Tókýó. Reuter. KIM Jong-il var í gær formlega útnefndur leiðtogi norður-kóreska kommúnistaflokksins, Verka- mannaflokks Kóreu, en hann hefur haldið um stjómartauma í landinu frá andláti föður síns, Kim II- sungs, í júlí 1994. Búist er við því að beðið verði til næsta hausts að útnefna hann forseta. í frétt hinnar opinberu frétta- stofu Norður-Kóreu sagði að mið- stjórn og hermálanefnd Verka- mannaflokksins hefði einróma út- nefnt félaga Kim Jong-il sem aðal- ritara flokksins. Kim er 55 ára og hefur átt sæti í miðstjóm flokksins frá 1964 er hann útskrifaðist 22 ára gamall úr háskóla sem ber nafn föður hans og ræktar þá sem taldir eru hæfir til forystu á ýmsum sviðum norður- kóresks þjóðlífs. Hann valdist 10 ámm seinna í stjórnmálaráðið og var þá jafnframt útnefndur eftir- maður föður síns. Frá flokksþinginu 1980 hélt hann næstvaldamesta embættinu í Verkamannaflokknum og hann varð æðsti maður landhers- ins 1991 og formaður þjóðvamar- áðs Norður-Kóreu 1993. Með seinna embættinu fékk hann í sínar hendur yfírstjóm alls herafla lands- ins, sem telur 1,1 milljón manna undir vopnum. Kim er sagður hafa haft æðstu völd í hendi sér frá dauða föður síns þó hann hafí skort formlega titla. Fjölmiðlar hafa alltaf vitnað til hans sem hins „ástkæra leið- toga“ og það er eini titilinn sem einhveiju skiptir í Norður-Kóreu. Nú spá sérfræðingar um norður- kóresk málefni þvi að hann verði útnefndur forseti landsins á fundi æðstaráðsins, löggjafarsamkundu Norður-Kóreu, 9. september á næsta ári en þann dag verður 50 ára afmælis stofnunar landsins minnst. Ráðið hefur ekki verið hvatt saman frá andláti Kim Il-sungs. Sérfræðingar segja að Kim kæri sig í raun kollóttann um forseta- titilinn. Hann sé fyrst og fremst táknrænn, hafi enga þýðingu aðra en að leggja þær skyldur á herðar viðkomandi að taka á móti gestum en Kim er sagður yfírleitt ekki hafa áhuga á að hitta útlendinga. Síðasta ferð hans úr landi svo vit- að sé var til Kína árið 1983. Hafa náð tökum á hungursneyð Fulltrúi matvælahjálpar Samein- uðu þjóðanna (SÞ) sagði í gær við komuna til Tókíó úr fímm daga ferð um Norður-Kóreu, að alþjóðleg matvælaaðstoð virtist hafa dugað til að lina hungursneyðina þar. Fyrir tilstilli hennar hefðu lands- menn haft meira að bíta og brenna undanfama mánuði og börn virtust almennt betur á sig komin. Vandan- um væri nú haldið í skefjum en útlit væri hins vegar fyrir miklar hörmungar á næsta ári. FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 17 Haustvörurnar frá Brandtex J|§| eru komnar. Verðdæmi: Buxur frá kr. 1.690. Jakkar frá kr. 6.900. < jLflJsala Pils frá kr. 2.900. Blússur frá kr. 2.800. Sendum í póstkröfu. m Nblavegi, s. 55 4 4433. 1 1 Þú ein qetur skapað útlil Jaitt Mozais Nýtt frá Guerlain: ■ Áfyllanlegt augnskuggabox Helga Sigurbjörnsdóttir, snyrtifræðingur, verður hjá okkur í dag, morgun \ og laugardag og veitir ráðgjöf. GUER.LMN PARIS '\ aNYRTIVÖRUVERSLUNIN GLÆSm simi 568 5170 Ég er engimi milljóner. Ég er virkur viðskiptavinur! ----------------•-' -;-- Þess vegna er ég í Vörðunni! L Landsbanki íslands Elnstakllngsvlðsklpti T r a u s t i ð er hji þér og ib v rgð i n hjé okkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.