Morgunblaðið - 09.10.1997, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.10.1997, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ Kim Jong-il útnefndur flokksleiðtogi í N-Kóreu ERLEIMT Reuter KIM Jong-il meðal herforingja í heimsókn til ótilgreinds hernað- armannvirkis í Norður-Kóreu. Myndin var tekin 28. september sl. og er sú nýjasta sem birst hefur af honum. Tókýó. Reuter. KIM Jong-il var í gær formlega útnefndur leiðtogi norður-kóreska kommúnistaflokksins, Verka- mannaflokks Kóreu, en hann hefur haldið um stjómartauma í landinu frá andláti föður síns, Kim II- sungs, í júlí 1994. Búist er við því að beðið verði til næsta hausts að útnefna hann forseta. í frétt hinnar opinberu frétta- stofu Norður-Kóreu sagði að mið- stjórn og hermálanefnd Verka- mannaflokksins hefði einróma út- nefnt félaga Kim Jong-il sem aðal- ritara flokksins. Kim er 55 ára og hefur átt sæti í miðstjóm flokksins frá 1964 er hann útskrifaðist 22 ára gamall úr háskóla sem ber nafn föður hans og ræktar þá sem taldir eru hæfir til forystu á ýmsum sviðum norður- kóresks þjóðlífs. Hann valdist 10 ámm seinna í stjórnmálaráðið og var þá jafnframt útnefndur eftir- maður föður síns. Frá flokksþinginu 1980 hélt hann næstvaldamesta embættinu í Verkamannaflokknum og hann varð æðsti maður landhers- ins 1991 og formaður þjóðvamar- áðs Norður-Kóreu 1993. Með seinna embættinu fékk hann í sínar hendur yfírstjóm alls herafla lands- ins, sem telur 1,1 milljón manna undir vopnum. Kim er sagður hafa haft æðstu völd í hendi sér frá dauða föður síns þó hann hafí skort formlega titla. Fjölmiðlar hafa alltaf vitnað til hans sem hins „ástkæra leið- toga“ og það er eini titilinn sem einhveiju skiptir í Norður-Kóreu. Nú spá sérfræðingar um norður- kóresk málefni þvi að hann verði útnefndur forseti landsins á fundi æðstaráðsins, löggjafarsamkundu Norður-Kóreu, 9. september á næsta ári en þann dag verður 50 ára afmælis stofnunar landsins minnst. Ráðið hefur ekki verið hvatt saman frá andláti Kim Il-sungs. Sérfræðingar segja að Kim kæri sig í raun kollóttann um forseta- titilinn. Hann sé fyrst og fremst táknrænn, hafi enga þýðingu aðra en að leggja þær skyldur á herðar viðkomandi að taka á móti gestum en Kim er sagður yfírleitt ekki hafa áhuga á að hitta útlendinga. Síðasta ferð hans úr landi svo vit- að sé var til Kína árið 1983. Hafa náð tökum á hungursneyð Fulltrúi matvælahjálpar Samein- uðu þjóðanna (SÞ) sagði í gær við komuna til Tókíó úr fímm daga ferð um Norður-Kóreu, að alþjóðleg matvælaaðstoð virtist hafa dugað til að lina hungursneyðina þar. Fyrir tilstilli hennar hefðu lands- menn haft meira að bíta og brenna undanfama mánuði og börn virtust almennt betur á sig komin. Vandan- um væri nú haldið í skefjum en útlit væri hins vegar fyrir miklar hörmungar á næsta ári. FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 17 Haustvörurnar frá Brandtex J|§| eru komnar. Verðdæmi: Buxur frá kr. 1.690. Jakkar frá kr. 6.900. < jLflJsala Pils frá kr. 2.900. Blússur frá kr. 2.800. Sendum í póstkröfu. m Nblavegi, s. 55 4 4433. 1 1 Þú ein qetur skapað útlil Jaitt Mozais Nýtt frá Guerlain: ■ Áfyllanlegt augnskuggabox Helga Sigurbjörnsdóttir, snyrtifræðingur, verður hjá okkur í dag, morgun \ og laugardag og veitir ráðgjöf. GUER.LMN PARIS '\ aNYRTIVÖRUVERSLUNIN GLÆSm simi 568 5170 Ég er engimi milljóner. Ég er virkur viðskiptavinur! ----------------•-' -;-- Þess vegna er ég í Vörðunni! L Landsbanki íslands Elnstakllngsvlðsklpti T r a u s t i ð er hji þér og ib v rgð i n hjé okkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.