Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEPJT Hague áminnir Tebbitt vegna umdeildra ummæla á flokksþingi brezka Ihaldsflokksins Málamiðlun náð um Evrópustefnu Sameinast um samnefnara WILLIAM Hague, leiðtogi brezka íhaldsflokksins, reyndi í gær að aga samflokksmenn sína til að fylkja sér um eina, sameiginlega Evrópustefnu. Hann reyndi að koma í veg fyrir að umdeild um- mæli tveggja fyrrverandi ráðherra á árlegu flokksþingi flokksins, sem nú fer fram í Blackpool á N-Eng- landi, valdi flokknum skaða og sagði að ekkert gæti hindrað sig í að framfylgja róttækum umbót- um á honum eftir hinn niðurlægj- andi ósigur í þingkosningunum í vor, sem batt enda á 18 ára valdat- íð íhaldsmanna. „Ég ætla að hleypa nýjum krafti í þennan flokk og ég læt ekki „hæg- indastóla-hershöfðingja" villa fyrir mér á leiðinni að því takmarki," sagði Hague í viðtali við brezka út- varpið BBC. Daginn eftir að hann fékk yfírgnæfandi stuðning flokks- manna við umbótaáform sín sagðist Hague hafa tekizt að ná málamiðlun innan flokksins um stefnuna gagn- vart Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, en fyrir kosningamar skiptust íhaldsmenn í fylkingar eftir afstöðu til þessa máls. „Sumir eru samkvæmt innstu sannfæringu mótfallnir því að Bretland gerist nokkru sinni aðili að hinni sameiginlegu mynt. Aðrir segja að það væru mistök að ger- ast aðilar á næstu árum þar sem í því fælist mikil áhætta bæði efna- hagslega og pólitískt,“ sagði Hague. „Samnefnari þessara skoð- ana er að um fyrirsjáanlega fram- tíð væri myntbandalag mikil mistök fyrir Bretland.“ Það er til merkis um að skoðan- ir sem lýsa mestri tortryggni í garð Evrópusamrunans njóti mikils fylgis meðal flokksmanna að þing- fulltrúar sem taka dýpst í árinni í gagnrýni á þá þróun í ræðum sín- um hljóta háværasta lófatakið. Sá ræðumaður sem fékk mest lof í lófa í gær talaði þó ekki um EMU, heldur var það rithöfundur- inn þekkti Jeffrey Archer, sem minnti þingmenn flokksins á að ósigurinn í þingkosningunum hefði verið þeim að kenna. „Það voru ekki sjálfboðaliðarnir í kosn- ingabaráttunni sem töpuðu kosn- ingunum. ... Jafnvel ég vanmat hæfni þingflokksins til að mynda hringlaga aftökusveit. Við verðum að hætta að rífast okkar á milli og ef einhver vill halda áfram að rífast ætti hann að hypja sig og ganga í annan flokk,“ sagði Archer, sem um skeið var einn af formönnum íhaldsflokksins. Ummæli tveggja fyrrverandi ráðherra vekja hneykslan Norman Tebbitt, fyrrverandi for- maður flokksins sem nýlega var sæmdur lávarðartitli, olli miklum úlfaþyt með ræðu sinni á þriðjudags- kvöld, þar sem hann réðst gegn fjöl- þjóðlegu samfélagi í Bretlandi. Hann vék aftur að þessu efni í gær, með því að segja í viðtali við BBC að hann vildi biðja fólk að skilja „að í hveiju þjóðfélagi er ein tunga, einn siðferðisgrunnur, ein saga“, og bætti við: „Ef þjóðfélag er ekki samheldið hefur það tilhneigingu til að sundr- ast.“ Hague, sem er umhugað um að höfða til sem breiðast hóps kjós- enda í von um að efla raðir íhalds- flokksins, svaraði Tebbitt fullum hálsi með umbúðalausri hótun: „Ég vil að íhaldsflokkurinn breiði út faðm sinn til allra, að hann ráðist ekki á neinn, að hann hafi föður- landsást í hávegum án fordóma ... Ef einhver vill ekki tilheyra okkar liði, þá er honum hollast að hypja sig út af vellinum." Annar fyrrverandi ráðherra íhaldsmanna, Alan Clark, sem fór um tíma með varnarmál í ríkis- stjórninni, kom hinum unga leið- toga í bobba með því að segja að bezta aðferðin til að fást við Irska lýðveldisherinn, IRA, væri að „drepa 600 manns á einni nóttu“. Þar sem friðarviðræður á Norður- írlandi eru nýfamar af stað og íhaldsflokkurinn styður opinber- lega friðarumleitanirnar þóttu ummæli Clarks smekklaus og skaðleg. Hague veitti Clark einnig áminningu. „Við ætlum ekki að líta út eins og risaeðlur fortíðarinn- ar; við ætlum að verða flokkur fyrir 21. öldina." Reuter Los Angeles. Reuter Ihuga nýtt kosninga- kerfi í Bret- landi TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, er sagður hlynntur breyting- um á kosningalöggjöfínni sem þýða myndu mestu breytingar á kosninga- fyrirkomulaginu frá því konur fengu kosninga- rétt í Bretlandi árið 1918. Sam- kvæmt þeim hug- myndum sem til athugunar eru í breska forsætis- ráðuneytinu er hugsanlegt að næstu þingkosningar fari fram sam- kvæmt nýju kerfi sem byggir á kosn- ingalöggjöf Ástralíu. Blair er sagður andvígur því að stíga skrefíð til fulls og innleiða hlut- fallskosningar. Það kynni að splundra Verkamannaflokknum því þótt ýmsir forystumenn flokksins aðhyllist hlutfallskosningar myndu aðrir veigra sér við því að greiða þeirri leið atkvæði þar sem það myndi kosta þá vinnuna. Með hlut- fallskosningum telur og Blair að tengsl þingmanns við kjördæmi sitt og kjósendur rofni. Frambjóðendum raðað Sá valkostur, sem hugsanlega verður efnt til þjóðaratkvæðis um á kjörtímabilinu, byggir á svonefndu valkjörskerfí en þar getur kjósandi raðað frambjóðendum í þá röð sem hann vill í stað þess að krossa við einungis einn þeirra. Atkvæði eru talin saman þar til einhver einn frambjóðandi hefur hlotið 50% greiddra atkvæða. Þessari aðferð er beitt við þingkosningar í Ástralíu. Samkvæmt útreikningum bendir margt til þess, að Verkamannaflokk- urinn hefði hlotið 452 þingsæti í kosn- ingunum í maí í stað 419 með kerfí af þessu tagi. Frjálslyndi demókrata- flokkurinn hefði fengið 90 þingsæti í stað 46 og íhaldsflokkurinn aðeins 88 í stað 165. Talið er að Blair muni ekki lýsa afstöðu sinni til nýs kosningafyrir- komulags fyrr en á næsta ári. Að- stoðarmenn hans hafa tjáð forystu Fijálslynda demókrataflokksins að óháðri nefnd, sem skipuð verður á næstu vikum, verði falið að meta kosti og galla þessa fyrirkomulags. Nýtur sú málsmeðferð stuðnings Paddys Ashdowns leiðtoga Fijáls- lyndra. STJORNUFRÆÐINGAR við Kaliforníuháskóla í Los Angeles greindu frá því á þriðjudag að uppgötvast hefði stjarna, sem væri bjartari en allar aðrar þekktar stjörnur í alheiminum, og sé hún 10 millj- ón sinnum orkumeiri en sólin í sólkerfi okkar. Þessi geimrisi hefur verið nefndur „Byssustjarnan" og fannst með hjálp Hubble stjörnusjónauka bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA. Þrátt fyrir að stjarnan sé bjartari en aðrar kunnar stjörnur sést hún ekki með ber- um augum frá jörðinni vegna Geimrisi geimryks sem liggur milli jarð- ar og miðju Vetrarbrautarinn- ar, þar sem Byssustjarnan er. Vísindamenn gátu rannsakað hana með því að nýta sér nýja myndavél, sem búið er að tengja Hubble, og tekur myndir sem eru nærri því að vera inn- rauðar. Einnig notuðu þeir lit- rófssjá. Rannsóknirnar leiddu meðal annars í Ijós, að stjarna þessi hefur þvermál sem er á bilinu 150 milljónir km og 225 milljónir km. Miðað við 225 milljónir myndi stjarnan, ef hún væri sett í miðju sólkerfis okkar ná utan um sólina, og brautir Merkúrs, Venusar, jarðarinnar og Mars, að því er segir í grein- argerð stjörnufræðinganna er uppgötvuðu stjörnuna. Nafnið hlaut hún vegna þess að hún er umlukin byssulaga gasskýi. Fyrst varð vart við þessa stjörnu við rannsóknir í Suður-Afríku og Japan í byrjun áratugarins, en það varð ekki fyrr en í nýgerðum rannsókn- um að tfóst varð hversu stór stjarnan er. Myndin af stjörnunni, sem NASA sendi frá sér í fyrradag, var tekin með Hubble-sjón- aukanum 13. september sl. Síðustu orð Díönu „skröksaga“ Fayeds London. Daily Telegraph. STAÐHÆFINGAR auðkýfíngsins Mohameds Fayeds um að honum hafi verið trúað fyrir og komið til skila síðustu orðum og ósk Díönu prinsessu hafa verið dregnar í efa af yfirmönn- um La Pitie Salp- etriere sjúkra- hússins þar sem þess var freistað að bjarga lífi Dí- önu eftir bílslysið í París í ágústlok. Thierry Mer- esse blaðafulltrúi sjúkrahússins sagði: „Prinsessan var meðvitund- arlaus við komuna í spítalann og síðan fékk hún hjartaslag. Hún vær ófær um að tala eftir slysið. Það eru fullkomin rangindi að gefa til kynna að hún hafí sagt eitthvað eftir það.“ Að sögn Meresse hefur verið beðið með það að „taka af allan vafa“ um síðustu stundir í lífi Díönu meðan Trevor Rees-Jones, lífvörður Dodi Fayeds, sonar Mohameds Fay- eds, var þar til meðferðar. Hann var sá eini sem komst lífs af úr bílslysinu sem kostaði Díönu og ástmann hennar Dodi Fayed lífíð. Hann fékk að fara heim af sjúkra- húsinu sl. föstudag. Meresse sagði að hjúkrunarkona, sem Fayed segir hafa tjáð sér í trúnaði síðustu orð Díönu, sé ekki tii. „Ég var spurður um hjúkrunarkonu að nafni Mich- elle Bollet sem var sögð hafa sagt herra Fayed hvað Díana á að hafa sagt. Eina hjúkrunarkonan með þessu eftirnafni starfar hvergi nærri þeirri álmu sem reynt var að bjarga Díönu í og skírnarnafn henn- ar er ekki Michelle. Hún kvaðst heldur ekkert vita um málið. Þetta er skröksaga Fayeds og fylgdarliðs hans,“ sagði Meresse. Er Meresse var spurður hvers vegna einhver ætti að spinna upp sögu af þessu tagi sagði hann að þeirri spurningu yrði að beina til Mohameds Fayeds. Yfirlýsing franska sjúkrahússins kemur Fay- ed í klípu því hann hélt því fram sex dögum eftir slysið, að honum hefði verið trúað fyrir því sem Díana hefði sagt á banasænginni „af einstaklingi sem líknaði prins- essunni síðustu stundirnar í lífi hennar".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.