Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 19977 19 Meint lögbrot bandarískra demókrata rannsökuð Hljóðritun eytt til að vernda Bill Clinton? Washington.Reuter. RANNSÓKN öldungadeildar Bandaríkjaþings vegna ásakana um að demókratar hafí brotið lög um söfnun framlaga í kosninga- sjóði beinist nú að „mínútu eyðu“ í hljóðritun af fundi sem Bill Clinton forseti hélt með bakhjörlum sínum í Hvíta húsinu. Repúblikanar telja að hljóðrituninni kunni að hafa ver- ið eytt þar sem hún hefði getað sannað að forsetinn segði ósatt þegar hann neitaði því að hafa mis- notað aðstöðu sína til að afla fjár til kosningabaráttunnar á síðasta ári. Clinton vísaði þessum aðdrótt- unum repúblikana á bug í gær og sagði að myndbandsupptökur sem Hvíta húsið hefði lagt fram sönn- uðu að „enginn [hefði] gert neitt rangt“. Skömmu eftir að Clinton sagði þetta mætti aðstoðarmaður hans, Harold Ickes, annan daginn í röð fyrir rannsóknamefnd öld- ungadeildarinnar. Ickes sagði fyrir fundinn, þar sem hann mátti búast við því að vera yfirheyrður í þaula, að löng hefð væri fyrir því úr tíð repúblikana í Hvíta húsinu að þeir sem þar sætu væru virkjaðir til að hjálpa til við fjársöfnun í kosninga- sjóði í aðdraganda kosninga. Ickes sagði öllum hafa verið ljóst fyrir kosningamar í fyrra að fjáröflun- arvél Repúblikanaflokksins væri afkastameiri en demókrata. Það hefði því verið „nauðsynlegt og við hæfi“ að forsetinn og varaforsetinn tækju með einum eða öðmm hætti þátt í fjáröflunarstarfinu. „Eg ráð- lagði þeim að gera það, og sé ekki eftir því,“ sagði Ickes. „Rose Woods“-vandi „Við gætum staðið frammi fyrir Rose Woods-vandamáli,“ sagði embættismaður sem tekur þátt í rannsókn öldungadeildarinnar. Hann vísar hér til rúmlega átján mínútna eyðu í hljóðritun, sem lögð var fram vegna Watergate- hneykslisins. Richard Nixon, sem sagði af sér forsetaembættinu vegna málsins, sagði eyðuna til komna vegna mistaka ritara síns, Rose Mary Woods. Gmnur leikur á að einhver emb- ættismaður í Hvíta húsinu kunni að hafa eytt hljóðritun morgunverðar- fundar sem Clinton hélt með mönnum sem lögðu fram mikið fé í kosningasjóð hans 18. júní á síð- asta ári. Svo virðist sem embættismenn í Hvíta húsinu hafi mánuðum saman reynt að koma sér hjá því að láta upptökumar af hendi en snem skyndilega við blaðinu nýlega og lögðu fram 44 myndbandsupptökur af morgunverðarfundum forsetans með stuðningsmönnum sínum. Fred Thompson, öldungadeildar- þingmaður repúblikana og formað- ur rannsóknarnefndarinnar, hélt því fram á fundi nefndarinnar í fyrradag að forsetinn segði ósatt um skyndilega uppgötvun upptak- anna. Thompson sagðist hafa reynt í fjóra mánuði árangurslaust að fá upptökurnar afhentar. Þeim fylgdu hljóðritanir af öllum fundunum nema einum. Embættismennirnir sögðu að „hljóðvandamál" kynnu að hafa komið fram á „þessari tilteknu spólu“. Repúblikanar hafa látið í Ijós efasemdir um þessa skýringu, einkum vegna þess að gestir Clint- ons á umræddum fundi í júní hlýddu á ræðu Johns Huangs, sem tók þátt í fjársöfnun demókrata og hefur verið sakaður um að tengjast meintum tilraunum Kínverja til að hafa áhrif á kosningabaráttuna. Á myndbandsupptökunni sést Clint- on heilsa Huang innilega, eins og þeir hafi þekkst vel. Huang fæddist í Kína og tengd- ist fyrirtæki í Arkansas þegar Clinton var þar ríkisstjóri. Eftir að Clinton tók við forsetaembættinu fékk Huang starf í viðskiptaráðu- neytinu sem veitti honum aðgang að trúnaðarupplýsingum. Sú skýring embættismannanna að eyðan sé vegna „slæmrar hljóð- upptöku" þykir orka tvímælis vegna þess að á einni upptakanna heyrist einn gestanna segja við Donald Fowler, formann lands- nefndar demókrata: „Eg er með fimm ávísanir til þín.“ Fowler tók ekki við ávísununum, hugsanlega vegna þess að hann vissi af upptökutækjunum. „Eg hringi í þig um leið og þessu er lok- ið,“ svaraði hann. „Eg get ekld tek- ið við þessu, því miður. Ég biðst af- sökunar og við skulum koma þessu í verk.“ Þykir minna á Watergate Yfirlýsingar embættismannanna þykja minna mjög á rannsókn Watergate-málsins. „Mistökin", sem ritaranum var kennt um, ollu þáttaskilum í því máli. Margir Bandaríkjamenn trúðu ekki þeirri afsökun, einkum vegna þess að Rose Mary Woods virtist mjög óró- leg og ráðvillt þegar hún var yfir- heyrð um málið. Repúblikana grunar að ákveðið hafi verið að eyða hljóðritun ræð- unnar sem Huang flutti á fundin- um til að vemda Clinton. Einn fundarmannanna hefur sagt að Huang hafi óskað eftir framlögum í kosningasjóð forsetans í byrjun fundarins. Sú ásökun hefur ekki verið stað- fest til þessa. Reynist Huang hafa óskað eftir framlögum frá gestum Clintons væri það í ósamræmi við ummæli Janet Reno dómsmálaráð- herra, sem sagði á föstudag að ekk- ert hefði komið fram sem benti til þess að Clinton hefði misnotað að- stöðu sína í Hvíta húsinu þótt A1 Gore varaforseti kynni að hafa brotið lögin með því að afla fjár- framlaga með símtölum frá skrif- stofu sinni. Hafin hefur verið rann- sókn á meintum lögbrotum vara- forsetans. SIEMENS Við færum þér gleðitíðindi: Þvottur og þurrkun á kjallaraverði! Á meðan birgðir endast færðu nú hjá okkur Siemens þvottavél og þurrkara á verði sem kætir geð þitt og fær þig til að skælbrosa framan í heiminn. Sláðu til og skelltu þér á parið. WM 20820SN Þvottavél, tekur 4,5 kg, einföld í notkun, hefur öll nauðsynleg kerfi, 800 sn. þrepavinding, ryðfrítt stál í belg og tromlu, sjálfstæður hitastillir. Þú þarft ekki að hugsa þig um, - þúkaupirhana þessa. 49.800 kr. stgr. WT21000EU Þurrkari, tekur 5 kg, einfaldur í notkun, fyrir útblástur í gegnum barka sem fylgir með, snýst í báðar áttir, stáltromla, hlífðar-hnappur fyrirviðkvæmttau. Það er ekki spurning, - þú kaupir hann þennan og sparar stóran pening. 29.800 kr. stgr. UmboOsmenn otckar á iantJsbyggöinni: Borg«rn«i: Glitnir Snnfallibarr: Blómsturvollir Grundarf jöröur: Guöni Hallgrlmsson Stvkklahólmur: Skípavlk Búðardalur: Aaubúó Isafjöröur: Póllfnn Hvammatangi: Skjanni SauöArkrókur: Rafsjá Siglufjöröur: Torgiö Ljósgjafinn Húsavík: Oryggi Vopnaf jörður: Rafmagnav. Arna h Neskaupataður: Rafalda Royöarfjöröur; Rarvólaverkst. Arrw Höfn I Hornaf iröi: Króm og hvltt Vik I Mýrdal: Klakkur Hvolavöllur: Refmagnsverkst. KR Halla: Gilaé Selfoss: Arvirkinn Grindavik: Rafborg Rafteakjav. S Ingvarss. Kaflavlk: Ljósboginn SMITH& NORLAND Nóatúni 4 ■ Sími 5113000 BRAUTRYÐJANDINN í myndbandstækninni! Pro-Drum myndhauslnn er byltlng, 40% færrl hlutlr, mlnna vlðhald og betri myndgæðl. Pro-Drum tækln eru nr. 1 á topp 10 lista WHAT VIDE0I 7 gerðir, verð (rá kr. 38.610 stgr. imim Bnar iii Farestveit&Cohf Borgartúni 28, sími 562 2901 / 562 2900 Helgarferð til Parísar 23. oklóber frá kr. 24.990 Við höfum nú fengið viðbótargistingu í París 23. október á afbragðsgóðu tveggja stjörnu hóteli og getum nú boðið helgarrispu á ótrúlegum kjörum. Hótel Campanile, öll herbergi með baði, sjónvarpi, síma, nýtt hótel og smekklegt. Að auki bjóðum viðbúrval gististaða, spennandi kynnisferðir, og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni allan tímann. Bókaðu strax - aðeins 10 herbergi 19.990 24.990 Flugsæti til Parísar með flugvallarsköttum, M.v. 2 í hcrbergi Hotel Campanilc, flug á mánudegi til fimmtudags. 4 nætur, 23, október. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 Fimmtudagur til mánudags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.