Morgunblaðið - 09.10.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.10.1997, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Oslóarsamkomulagið ætti að vera hin helga bók allra deiluaðila Formaður sendinefndar Palestínu í Noregi er nú staddur hér á landi og kveðst hann, í samtali við Kristján G. Arngrímsson, vona að innan tíðar verði komið á formlegum tengslum íslendinga og Palestínumanna. Hann segir að væntanlegar frið- arviðræður fyrir botni Miðjarðarhafs geti orðið árangursríkar ef Bandaríkjamenn hætti að taka málstað ísraela og gæti hlutleysis. Morgunblaðið/Golli HÉR á Jandi hefur Kitmitto átt fundi með íslenskum embættis- mönnum, m.a. biskupi og utanríkisráðherra. I fyrradag hitti hann Ólaf Ragnar Grímsson, forseta. Harmar brotá Sömum NOKKURRAR óánægju gætir í Noregi með ræðu Haraldar konungs við setningu Sama- þingsins, þar sem hann harm- ar þann órétt sem Samar hafi mátt þola af hendi Norðmanna og leggur á það áherslu að norska ríkið sé byggt á svæð- um tveggja þjóða, Norðmanna og Sama. Samar eru að vonum ánægðir, enda telja margir að yfirlýsing hans gefi til kynna stefnubreytingu stjórnvalda í málefnum þeirra. í Finnmörku gætir hins vegar minni hrifn- ingar, þar eru ýmsir þeirrar skoðunar að konungur hafi hætt sér inn á pólitískt sprengjusvæði og deilurnar og átökin um stöðu Sama kunni að færast enn í aukana. Dæmi um það er bærinn Tana í Finn- mörku, en þar hefur um 100 skólabörnum verið haldið heima frá því í ágúst í mót- mælaskyni við að tekin hafi verið upp samísk kennsluáætl- un. Hrósa hugrekki konungsins Birger Westlund, formaður Hægriflokksins í Finnmörku, segir ekki sögulegt fordæmi fyrir yfirlýsingu konungs og telur Westlund að ræðuskrif- ara hans hafi einfaldlega orðið á mistök, að því er segir í Dagbladet. Verðandi og frá- farandi forsetar Samaþings- ins, Sven-Roald Nysto og Ole Henrik Magga, fögnuðu henni hins vegar og sögðu ræðuna bera vott um hugrekki. Menn eru ekki á einu máli um hvort að konungur hafi með ræðu sinni blandað sér í eitt heitasta deilumálið í Nor- egi, kröfu Sama um réttinn til lands og vatns, sem margir Norðmenn eiga erfítt með samþykkja. Fullyrðir sveitar- stjórnarráðherra Noregs, Kjeil Opseth, að Haraldur konungur hafi ekki tekið afstöðu í mál- inu, en viðurkennir jafnframt að vissulega sé hætta á því að orð hans verði túlkuð á þann veg. ÍSLANDSHEIMSÓKN Omars S. Kit- mittos, formanns sendinefndar Pa- lestínu í Noregi, er að undirlagi Yass- ers Arafats, forseta heimastjómar Palestínumanna, og mun Kitmitto gefa Arafat skýrslu sína að heimsókn- inni lokinni. „Við höfum fulltrúa á öllum Norð- urlöndunum nema íslandi og mér fannst því ekki úr vegi að kanna málin hér. Hvers vegna skyldum við ekki eiga opinberan sendifulltrúa á íslandi? ísland hefur heitið stuðningi við friðammleitanimar í Mið-Aust- urlöndum og íslenska þingið hefur samþykkt stuðning við rétt palest- ínsku þjóðarinnar til sjálfsákvörðun- ar,“ sagði Kitmitto. „Það myndi skipta okkur miklu máli að eiga opinberan fulltrúa hér. Okkur þætti ákjósanlegt að það yrði með sama hætti og í Noregi, þar sem við njótum allra réttinda stjómarer- indreka. Mér þykir ákaflega líklegt að innan tíðar verði útnefndur for- maður sendinefndar Palestínumanna á íslandi." Líta á Hamas sem stj ómarandstöðuflokk Sheik Ahmed Yassin, stofnandi Hamas-samtakanna, var nýlega lát- inn laus úr fangelsi í ísrael og kom til síns heima á Gazaströndinni fyrr í vikunni. ísraelar höfðu dæmt hann í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk, en létu hann lausan í skiptum fyrir tvo útsendara Mossad, ísraelsku leyni- þjónustunnar, sem voru handteknir í Jórdaníu eftir að hafa gert misheppn- aða tilraun til að ráða stjómmálaleið- toga Hamas af dögum 25. septem- ber. Arafat fagnaði Yassin við kom- una til Gaza. Kitmitto segir að palestínsk yfír- völd líti fyrst og fremst á Hamas sem pólitískan flokk í stjómarandstöðu. „Þeir meðlimir Hamas sem virða regl- ur lýðræðisins eiga rétt á að mót- mæla og grípa til allra þeirra aðgerða sem stjómarandstöðuflokkur telur nauðsynlegar, svo fremi sem þær séu innan ramma laganna. En þá sem virða lögin að vettugi verður að stöðva. Þess vegna hefur Arafat gert sitt ýtrasta til þess að fá leiðtoga Hamas leysta úr haldi, en á sama tíma era aðrir meðlimir Hamas hnepptir í varðhald." Kitmitto segir að Yassin hafí, er hann kom til Amman í Jórdaníu frá ísrael, fyrst eftir að hann var látinn laus úr haldi, lýst sig hlynntan friða- rumleitunum Palestínumanna og Israela, með því skilyrði að ísraelar virði Óslóarsamkomulagið. Stuðning- ur Yassins við málstað Palestínu- manna sé gífurlega mikilvægur. Yass- in hafí verið stofnandi Hamas og hann sé andlegur leiðtogi samtak- anna. Hann sé einnig raunsæjastur leiðtoga þeirra. Og þótt hann hafí í fyrstu verið andvígur Óslóarsáttmá- lanum þá hafí hann komist að því að palestínsk yfirvöld geri sitt besta til þess að koma á friði. „Það er engin trygging fyrir því að Sheik Yassin verði ætíð fylgjandi friðaramleitunum ef [Benjamin] Net- anyahu [forsætisráðherra Israels] virðir þær að vettugi hvern einasta dag. En [Yassin] nýtur.virðingar leið- toga Hamas og hefur mikil áhrif á Gaza og Vesturbakkanum." Kitmitto segir Hamas fyrst og fremst vera samfélagslegt og pólitískt afl, fremur en trúarlegt. Meðal Palest- ínumanna era bæði múslímar og kristið fólk. „Fátækt fólk sem varð fyrir barðinu á ísraelsmönnum, var pyntað af þeim, missti ástvini sína og missti hús sín vegna aðgerða þeirra, eða var gert landflótta, þetta fólk varð margt harðlínusinnað og gekk til liðs við Hamas, en ekki endi- lega á trúarlegum forsendum." Bandaríkjamenn gæti hlutleysis Hvorki hefur gengið né rekið í sáttaumleitunum Palestínumanna og ísraela undanfama átta mánuði, en nú hillir undir að viðræður háttsettra embættismanna verði að veraleika. „Báðir aðiiar hafa samþykkt að ræða erfíð deiluefni, sem þýðir að ísraelar verða að samþykkja að við vekjum máls á því að byggingaframkvæmdir þeirra [á landnámssvæðum í Austur- Jerúsalem] séu brot á Óslóarsam- komulaginu og einnig brot á alþjóða- lögum því að þetta svæði var tekið með valdi. Það er tekið fram í Óslóar- samkomulaginu, í grein númer 31, að hvoragur aðila hafí rétt á að gera nokkrar breytingar á búsetustöðu á Vesturbakkanum og Gaza og svæðum í Austur-Jerúsalem áður en endanleg- ar samningaviðræður fara fram. Við munum á hinn bóginn hlusta á rök ísraela fyrir því að ekki sé um að ræða hemumið land, og hvers vegna þeir eigi rétt á að byggja í Jerúsalem." Viðræðumar verða haldnar að und- irlagi Bandaríkjamanna, og Kitmitto kveðst bjartsýnn á að árangur geti náðst, ef Bandaríkjamenn verði ekki hlutdrægir. Það hafí verið undarlegt að heyra Madeleine Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, segja ann- ars vegar, er hún kom til Mið-Austur- landa, að byggingarframkvæmdir ísraela væru ekki friðaramleitunum til framdráttar, en segja hins vegar skömmu síðar að byggingarfram- kvæmdimar væra ekki ólöglegar. „Ef Bandaríkjamenn halda þessu til streitu verða þessar viðræður til- gangslausar, vegna þess að með þess- um hætti taka þeir undir viðhorf ísra- ela. Ef Bandaríkjamenn gæta hlut- leysis, þó ekki væri nema að litlu leyti, þá geta þessar viðræður skilað ár- angri.“ Netanyahu skuldbundinn Gamla testamentinu Kitmitto segir að kjami vandans sé sá, að þeir sem skrifuðu undir Óslóarsáttmálann ásamt Palestínu- mönnum séu nú í stjómandstöpu í ísrael. „Ef núverandi stjómvöld í ísra- el skuldbyndu sig við sáttmálann þá væri vandinn leystur. En Netanyahu hefur skuldbundið sig Gamla testa- mentinu í stað Óslóarsáttmálanum, og vill ekki brjóta þau loforð sem hann gaf samstarfsflokkum sínum í kosningabaráttunni og vill ekki að samstarfið rofni. Ef hann talar við okkur í ljósi þess sem stendur skrifað í Gamla testamentinu þá verður erfítt að koma á friði. Annaðhvort þurfa allir deiluaðilar að skuldbindast Gamla testamentinu, sem er ekki bók múslíma og kristinna manna, og því ekki bók Palestínumanna, eða við þurfum að skuldbindast Óslóarsam- komulaginu. Það ætti að vera hin helga bók allra aðila.“ Drottning á sokka- leistunum ELÍSABETII Bretadrottning seg- ir að sér finnist hún á stundum of gömul til að fylgjast með hinum öru breytingum nútímans. Drottn- ingin, sem er í opinberri heimsókn í Pakistan, lét þessi orð falla í ræðu sem hún hélt í Islamabad i gær. Drottning kom víða við í ræðunni og hvatti m.a. Pakistani og Indverja til að jafna ágreining sinn um yfirráð yfir Kasmír-hér- aði. A sama tíma kom til átaka í Kasmír er pakistönsk hersveit skaut ungling og særði fjóra aðra á hrísgijónaakri í Kasmír. Svör- uðu indverskir hermenn árásinni. í ræðunni sagði drottningin, sem er 71 árs, að kominn væri tími til að yngri kynslóðin tæki við því verkefni að þróa samskipti Breta og Pakistana. Ljóst þykir að hún hafi með þessu verið að vísa til ungu kynslóðarinnar í báð- um löndum, ekki til eigin fjöl- skyldu, en getgátur hafa verið uppi um að drottning hyggist sitja á valdastóli þar til sonarsonur hennar, Vilhjálmur, taki við, og ganga á þann hátt fram hjá Karli prins af Wales, syni sínum. Reuter ELISABET Bretadrottning fór úr skónum er hún heimsótti Shah Faisal-moskuna í Islamabad í Pakistan og skartaði bláum sokkum. Seinkun á gildis- töku Schengen VEGNA vandamála sem skotið hafa upp kollinum við uppsetn- ingu SIS, tölvugagnabanka Schengen, bendir flest til þess að Schengen-sam- starfið taki ekki gildi fyrr en árið 2000, að því er segir í Svenska Dag- bladet. Til stóð að vegabréfaskoðun yrði aflögð í aðildarríkjum Schengen-samstarfsins um næstu áramót en þær áætlanir reyndust byggðar á of mikilli bjartsýni, svo og áætlanir um að samstarfið taki gildi 1. janúar 1999. Schengen-upplýsingakerfið er afar viðamikill tölvugagnabanki. Móðurtölvan er í Strassborg en löggæslumenn í ríkjum Schengen munu hafa aðgang að kerfinu í gegnum eigin útstöðvar. I gagna- bankann eru skráðar ýmsar upp- lýsingar, m.a. um eftirlýsta glæpamenn og „óæskilega" út- lendinga. Nú þykir Ijóst að ekki takist að koma öllum þeim upplýs- ingum, sem Norðurlöndin þurfa að selja inn í kerfið til að geta nýtt sér það. Er nú gert ráð fyrir að ekki verði lokið við að mata kerfið á upplýs- ingum frá Sví- þjóð, Finnlandi og Danmörku fyrr en árið 2000. Þessar tafir koma sér einkum illa fyrir tolla- og flugmálayfirvöld en t.d. í Svíþjóð verður að gera breytingar á Arlanda, Sturup og Landvetter-flugvöllunum fyrir sem svarar til 6 milljarða ísl. kr. Fleiri vandamál tengjast vega- bréfasamstarfinu, því þrátt fyrir að sjö aðildarríkja þess hafi hætt vegabréfaeftirliti árið 1995, halda Frakkar enn uppi eftirliti á landa- mærunum við Holland og Belgíu á þeirri forsendu að mikið af eitur- lyfjum berist frá þeim löndum. Þá er staða Islands og Noregs gagn- vart Schengen enn óljós en þess er nú skammt að bíða að samstarf- ið heyri beint undir Evrópusam- bandið. EVROPA^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.