Morgunblaðið - 09.10.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.10.1997, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn PÁLÍNA Árnadóttir gerir ráð fyrir að yfirgefa sviðið reynslunni ríkari eftir tónleikana í kvöld. Áskorun einleikarans Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói í kvöld kemur fram 22 ára gam- all einleikarí, Pálína Ámadóttir. Orrí Páll Ormarsson náði tali af Pálínu, sem leikur á fíðlu, og komst meðal annars að því að hún á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana. HLUTSKIPTI einleikarans er í senn öfundsvert og ógnvekjandi. Frá því hann stígur inn á sviðið, í sal stútfullum af fólki, beinast allra augu að honum — ekkert má útaf bregða. Engu að siður þrá allir tón- listarmenn að vera í hans sporum — að minnsta kosti á einhveiju stigi ferilsins. Fæstum tekst það. í Háskólabíói í kvöld tekst Pálína Ámadóttir fiðluleikari þetta hlutverk á hendur og verður um leið einn yngsti einleikarinn til að koma fram með Sinfóníuhljómsveit íslands í tæplega hálfrar aldar sögu hljóm- sveitarinnar — 22 ára að aldri. Ekki er annað að sjá en Pálína standi æðrulaus andspænis þessari miklu áskorun — furðar sig meira að segja á því að Sinfóníuhljómsveit ís- lands skuli skora sig á hólm með þess- um hætti. „Þetta er rosalegur heiður en ég get ekki neitað því að það kom mér mjög á óvart að hljómsveitin skyldi hafa samband við mig.“ Hvað sem því líður er hún staðráðin í að láta sér tækifærið ekki úr greipum ganga. „Ég hikaði ekki við að þiggja boðið enda er þetta einstakt tæki- færi fyrir mig — ég á án efa eftir að yfírgefa sviðið reynslunni ríkari." Pálína mun flytja tvö verk með hljómsveitinni á tónieikunum — Fiðlukonsert nr. 5 eftir Henri Vieux- temps og Carmen fantasíu eftir Pablo de Sarasate. Konsert Vieux- temps heyrist sjaldan opinberlega og dregur Pálína í efa að hann hafi verið fluttur hér á landi í annan tíma. „Það er synd því þessi konsert er mjög áheyrilegur og ætti að vera meira spilaður!“ Að sögn Pálínu er Carmen fant- asía jafnframt mjög aðgengilegt verk en hún mun vera þekktasta tilbrigðið við óperu Bizets sem samið hefur verið fyrir einleiksfiðlu og hljómsveit. Dóttir fiðluleikara Pálínu er tónlistin í blóð borin en faðir hennar, Árni Arinbjarnarson, fiðluleikari og organisti, var um langt árabil liðsmaður Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Hóf hún fiðlu- nám í föðurhúsum sex ára gömul og segir að hljóðfærið hafi snemma unnið hug sinn og hjarta. „Það kom ekkert annað hljóðfæri til greina. Ég veit ekki af hveiju, sennilega vegna þess að pabbi er fiðluleikari." Fiðlan tók sífellt meiri tíma og snemma lá fyrir að Pálína hugðist leggja tónlistina fyrir sig. Fjórtán ára gömul innritaðist hún í Tónlist- arskólann í Reykjavík, þar sem Guðný Guðmundsdóttir var hennar aðalkennari. Þaðan lauk Pálína ein- leikaraprófí árið 1994. Því næst hélt hún til framhalds- náms í Bandaríkjunum við háskól- ann í Houston hjá Fredel Lack og um þessar mundir er fiðluleikarinn að hefja nám hjá Rússanum Gríg- oríj Zhíslín við Konunglega tónlist- arháskólann í Lundúnum. „Það leggst mjög vel í mig að veija vetrinum í Lundúnum,“ segir Pálína sem hefur ekki gert upp við sig hvort hún muni dveljast lengur í heimsborginni ellegar róa á önnur mið með vorinu. „Eg er nýbúin að hitta kennarann minn og líst mjög vel á hann. Síðan stendur tónlistar- lífíð auðvitað í miklum blóma í Lund- únum — ég á örugglega eftir að sækja marga tónleika í vetur." Óhætt er að segja að árið 1997 hafi verið viðburðaríkt hjá Pálínu því í júní síðastliðnum var hún full- trúi Islands í keppni norrænna ein- leikara, NordSol, sem fram fór í Þrándheimi. Segir hún keppnina hafa verið ákaflega skemmtilega upplifun og góður andi hafi ríkt hjá keppendunum fímm, sem komu fyrst fram á einleikstónleikum og síðan með sinfóníuhljómsveit. „Ég öðlaðist mikla reynslu í Nord- Sol, fyrir utan það að Þrándheimur er yndislegur staður heim að sækja,“ segir Pálína en það var sænskur fiðluleikari sem fór með sigur af hólmi í keppninni. Pálína hyggur ekki á fleiri tón- leika á næstunni enda ætlar hún að einbeita sér að náminu í vetur. Hvað framtíðina varðar kveðst hún vera opin fyrir öllu — svo framarlega sem fiðlan sé í spilinu. Aukinheldur verða flutt á tónleik- unum í kvöld Ófullgerða sinfónían eftir Franz Schubert og Sinfónía í C-dúr eftir Georges Bizet. Sinfónían sem Schubert samdi árið 1822 hlaut viðurnefnið Hin ófullgerða, þar sem hún var aðeins í tveimur þáttum í stað fjögurra, eins og tíðkast um sinfóníur rómantíska tímans. 43 ár liðu frá gerð sinfóníunnar þar til hún var frumflutt í Vínarborg. Sinfóníu í C-dúr samdi Georges Bizet sautján ára að aldri. Hún fannst aftur á móti ekki fyrr en að tónskáldinu látnu og var ekki frum- flutt fyrr en árið 1932, tæpum sex- tíu árum eftir dauða Bizets. Hljómsveitarstjórinn, Roland Zoll- man, er Belgi. Hefur hann stjómað ýmsum þekktum hljómsveitum, svo sem Suisse Romande, og BBC- hljómsveitum í Englandi. Zollman er nú aðalstjórnandi Orquestra Fil- harmonica de la UNAM í Mexíkó. Diddú, TÓNLEIKARNIR í kvöld marka upphaf Grænu tónleikarað- arinnar á þessu miss- eri en í henni verða þrennir aðrir tónleik- ar sem allir verða endurteknir - allt að þrisvar sinnum. Vínartónleikarnir verða á sínum stað í byrjun janúar en þeir verða fernir að þessu sinni. Hljómsveitar- stjóri verður Mika Eichenholz og ein- söngvari Sólrún Bragadóttir. Á efnis- skrá verður tónlist Sólrún o g söngleikjatónlist eftir Johann Strauss, Franz Le- hár, Robert Stolz og fleiri. Um miðjan mars verða þrennir tónleikar með söngleikjatónlist úr Vesalingunum, Cats, Evítu, Miss Saigon, Oliver og fleiri verk- um. í hópnum sem þá stígur á svið og kallar sig West End eru hljómsveitarstjórinn Martin Yates og einsöngvararnir Deborah My- ers, Kim Criswell, Andrew Halliday og James Graeme. Á lokatónleikum Grænu raðar- innar, 2. og 4. apríl, verður síðan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú sópransöngkona í sviðsljósinu. Mun hún meðal annars syngja Sólrún Sigrún óperutónlist eftir Mozart, Rossini, Bragadóttir Hjálmtýsdóttir Bellini, Donizetti og Verdi. Paganini-fiðlukeppnin á Italíu Islendingur í þriðja sæti Judith Ingólfsson Genóa. Morgunblaðið. FIÐLULEIKARINN Judith Ingólfsson, sem er íslenskur ríkisborgari en búsett í Bandaríkjunum, varð í þriðja sæti í Paganini-fiðlukeppn- inni í Genóa á Ítalíu sem lauk um liðna helgi, auk þess sem hún hlaut sérstök verðlaun frá áhorfendum. Eftir sex ára bið bar ítalsk- ur fiðluleikari loksins sigur úr býtum í keppninni, sem er ein sú virtasta sinnar teg- undar í heiminum; Giovanni Angelieri hlaut náð fyrir augum dómnefndar en í huga áhorfenda var sigurvegarinn annar: Judith Ingólfsson. Einstök tækni og persónu- legur leikur þessarar 24 ára gömlu stúlku, sem fædd er á Islandi en búsett í Cleveland í Bandaríkjunum, vann hug og hjörtu viðstaddra í Teatro Carlo Felice sem létu van- þóknun sína á niðurstöðu dóm- nefndar óspart í Ijós með blístri þegar hún veitti þriðju verðlaun- unum viðtöku. Þeir vildu meira. „Þetta er skömm,“ heyrðist kall- að. Judith virtist hin ánægðasta en viðbrögð áhorfenda komu henni augljóslega í opna skjöldu og henni var brugðið þegar hún hneigði sig til að þakka þeim stuðninginn. Þegar hún var í þann mund að hverfa út af svið- inu gall í áhugasömum áhorf- anda: „Vonandi eigum við eftir að heyra oftar í þér í þessu húsi!“ Reyndar er það, að öllu óbreyttu, bara sigurvegarinn í keppninni sem fær fleiri tækifæri til að koma fram í Teatro Carlo Felice, auk þess sem honum hlotnast sá heiður að leika á hljóðfæri Paganinis sjálfs. Að þessu sinni hefur þessi regla á hinn bóginn verið brotin þar sem Judith hefur verið boðið að koma fram á Columbusar-hátíðinni 12. október næstkomandi en Colum- bus er, eins og Paganini, einn af eftirlætissonum Genóa. Áhorfendur ættu því að geta tekið gleði sína á ný við þessi tíð- indi, því eins og formaður dóm- nefndar viðurkenndi, voru það þeir sem völdu hinn sanna sigur- vegara keppninnar þetta árið. Judith Ingólfsson er dóttir Ketils Ingólfssonar eðlisfræðings og píanóleikara og konu hans, Ursulu, og bjó fyrstu sjö ár ævi sinnar á Islandi eða þar til fjöl- skyldan fluttist búferlum til út- landa. Lengst af hefur hún búið í Bandaríkjunum. Damel Þ. Magnusson sýnir í Ingólfsstræti 8 DANIEL Þorkell Magnússon opnar sýningu í Galleríi Ingólfsstræti 8 í dag, fimmtudag kl. 17. I kynningu frá galleríinu segir m.a.: „Daníel Þorkell er löngu orð- inn kunnur af verkum sínum sem feta einstigið milli hefðbundinnar og nýstárlegrar tjáningar. Oftast eru þau náskyld nytjahlutum úr viði, svo sem húsgögnum og hillum, en búa þó ætíð yfir eiginleikum sem skipa þeim frekar á bekk með myndlist en listiðn. Það er einmitt galdurinn í verkum Daníels hvernig honum tekst að beina sjónum okkar að verkmenningu, því dýrmætasta sem við eigum í fórum okkar.“ Menntun sína hlaut Daníel í Tækniskóla íslands, Myndlista- og handíðaskóla íslands, og var að- stoðarmaður Jóns Gunnars Árna- sonar myndhöggvara. Hann hefur haldið margar einka- og samsýn- ingar bæði hér heima og erlendis. Höfundur leikmynda fyrir sjónvarp, leikhús, tónlistarmyndbönd og kvik- myndir. Sýningunni lýkur 16. nóvember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.